Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 27

Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 27
víkur. Ég var í Lauganesskóla, barnaskóla í Keflavík, lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1960 og námi frá far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1965. Á æskuárum var ég í sveit á Efri- Brúnavöllum á Skeiðum, hjá Jóni Ólafssyni og hans komu sem var alltaf kölluð Lilla. Það var góður tími en ég ætlaði ekki að verða bóndi, heldur skipstjórnarmaður.“ Magni stundaði sjómennsku á fiskibátum á sumrin frá 15 ára aldri. Hann réðst til starfa hjá Haf- skipum 1963 og var stýrimaður og skipstjóri til 1976. Sama ár tóku Magni og eiginkona hans við rekstri verslunarinnar Álnabæjar í Kefla- vík. Hann starfaði í Útvegsbanka Íslands í Keflavík um þriggja ára skeið en hann var framkvæmda- stjóra Álnabæjar frá 1979-2016. Þá tók sonurinn við framkvæmda- stjórastöðunni en Magni varð stjórnarformaður. Magni starfaði í trúnaðarráði Stýrimannafélags Íslands, í JC- hreyfingunni og Sjálfstæðisfélaginu í Keflavík, sat þar í stjórn og gegndi formennsku um skeið. Hann var varabæjarfulltrúi í Keflavík, sat í félagsmálaráði í fjögur ár, í stjórn Styrktarfélags aldraðra á Suður- nesjum, var formaður félagsins um tíma, hefur starfað með Lions- mönnum í Keflavík og Garðabæ og í Kaupmannasamtökum Íslands og setið þar í fulltrúaráði, var formað- ur kaupsýslumanna á Suðurnesjum, er félagi í Frímúrarareglunni og hefur gegnt þar ýmsum störfum. Hann hefur verið gjaldkeri Lífspekifélags Íslands, sem gefur út tímaritið Ganglera sem er orðið 90 ára. Magni var búsettur í Keflavík til 1988 en flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar í tvö ár. Hann hefur verið búsettur í Garðabæ frá þeim tíma. Og áhugamálin Magni? „Það blundaði alltaf í mér áhugi á því að eignast skútu og læra að sigla. Ég lét þennan draum rætast fyrir 25 árum og við hjónin sjáum hvorugt eftir því. Fyrst vorum við með 37 feta skútu sem við áttum með fjórum öðrum en frá 2004 höf- um við verið með 39 feta vélbát sem við eigum í félagi með Stefáni Al- bertssyni og hans konu, Önnu Rósu. Nú erum við að leita eftir tveimur nýjum eigendum með okkur sem hugsanlega geta tekið við af okkur seinna. Lengst af höfum við verið með heimahöfn á Alcúdia á Mallorca en við höfum líka verið á Sardínu og í Króatíu. Við förum tvisvar til þrisvar á ári í þriggja til fjögurra vikna reisur, búum þá í bátnum og siglum um Miðjarð- arhafið. Það er toppurinn á tilver- unni!“ Fjölskylda Magni kvæntist 15.5. 1965, Guð- rúnu Hrönn Kristinsdóttur, f. 27.1. 1945, innkaupastjóra. Foreldrar hennar: Kristinn Ágúst Jóhannsson, f. 13.6. 1922, d. 9.11. 2002, skipstjóri og síðar starfsmaður RARIK, og Þuríður Þórðardóttir, f. 8.7. 1916, d. 24.10. 1985, húsfreyja í Keflavík. Fósturfaðir Guðrúnar var Elentínus Júlíusson, f. 2.10. 1905, d. 13.1. 1977, útgerðarmaður í Keflavík. Börn Magna og Guðrúnar eru Ellert Þór, f. 23.12. 1962, fram- kvæmdastjóri, var kvæntur Ellen Sigfúsdóttur og eiga þau þrjú börn, Sverri Karl, Steinþór Gunnar og Alexöndru Klöru, en seinni kona Ellerts er Ingunn Yngvadóttir; og Unnur Magnea, f. 10.1. 1968, gift Einari Valgeirssyni og eiga þau þrjú börn, Helga Rúnar, Lovísu og Írisi. Systkini Magna: Hrafn, f. 13.10. 1942, viðskiptafræðingur í Reykja- vík; Signý, f. 21.6. 1947, húsfreyja í Keflavík; Anna Dóra, f. 30.7. 1954, ljósmóðir í Silkiborg í Danmörku; Guðný, f. 10.3. 1956, húsfreyja í Keflavík, og Sigríður Birna, f. 23.5. 1958, starfsmaður í Fríhöfninni. Foreldrar Magna: Sigurhans S. Sigurhansson, f. 3.12. 1920, d. 19.5. 1993, skipastjóri í Keflavík og síðar lagermaður hjá Íslenskum aðal- verktökum, og Guðný Guðmunds- dóttir, f. 16.9. 1923, d. 3.1. 2004, húsfreyja í Reykjavík og í Keflavík. Magni Sverrir Sigurhansson Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja í Björnskoti Gísli Gíslason b. í Björnskoti undir Eyjafjöllum Magnea Gísladóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur Gunnarsson seglasaumari hjá Geysi í Rvík Guðný G. Guðmundsdóttir húsfreyja í Keflavík og verslunarmaður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Ósi Gunnar Jósepsson b. á Ósi í Breiðdal Matthildur Jónsdóttir húsfreyja áAkranesi Jón Bjarnason húsasmiður áAkranesi Ólöf Jónsdóttir saumakona í Borgarnesi og Skorradal Jón Á. Guðmundsson fyrsti lærði ostagerðarmaðurinn á Íslandi og vitavörður á Reykjanesi Þórunn Halldóra Sveinbjörnsdóttir húsfreyja á Þorfinnsstöðum Guðmundur Ásgeir Eiríksson hreppstjóri á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði Úr frændgarði Magna S. Sigurhanssonar Sigurhans S. Sigurhansson skipstjóri í Keflavík og síðar lagermaður ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018 Stefán Jónsson fæddist áSauðárkróki 16.10. 1913. For-eldrar hans voru Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, oddviti og heiðursborgari Sauðárkróks, og Geirlaug Jóhannesdóttir húsfreyja. Jón var sonur Björns Jónssonar, hreppstjóra á Veðramóti, og Þor- bjargar Stefánsdóttur, en Geirlaug var dóttir Jóhannesar Randvers- sonar, bónda í Litladal í Saurbæjar- hreppi, og Ólínu Ragnheiðar Jóns- dóttur húsfreyju. Bróðir Jóns var Haraldur Björns- son leikari, faðir Jóns arkitekts og Stefáns yfirlæknis. Annar bróðir Jóns var Sigurður, faðir Björns yfir- læknis, föður Eddu augnlæknis og yfirlæknanna Jóhannesar og Sig- urðar. Systir Jóns var Björg, hús- freyja í Vigur, móðir Sigurðar Bjarnasonar, alþingsmanns og rit- stjóra Morgunblaðsins, og Sigur- laugar alþingismanns. Meðal systkina Stefáns: Jóhannes Geir myndlistarmaður, Þorbjörg skólastjóri og Ólína Ragnheiður, móðir Óskars Magnússonar, bónda og rithöfundar á Sámsstaðabakka. Kona Stefáns var Erna Ryel vef- ari en sonur þeirra er Stefán Örn arkitekt. Stefán lauk stúdentsprófi frá MA 1935, stundaði nám í teikningu og málaralist í Kaupmannahöfn 1935- 36, í auglýsingateiknun hjá Berl- inske Tidene og hjá Thomas de la Rue í London og lauk prófi í arki- tektúr frá Kunstakademiets Arki- tektskole í Kaupmannahöfn 1960. Stefán vann við auglýsingateikn- ingu, bókaskreytingar 1937-56. Hann stofnaði teiknistofuna Höfða, ásamt Reyni Vilhjálmssyni, Guð- rúnu Jónsdóttur og Knúti Jeppesen 1967 og starfaði þar til 1979. Helstu verk Stefáns eru skipulag Árbæjar- og Seláss 1961-62; skipu- lag Neðra-Breiðholts 1963-65; skipulag Sauðárkróks 1969; Selja- hverfis og Mjóddar, ásamt Reyni, Guðrúnu og Knúti, auk ýmissa bygginga. Stefán lést 11.3. 1989. Merkir Íslendingar Stefán Jónsson 90 ára Jóhann Sæmundsson Sjöfn Magnúsdóttir 85 ára Baldur Jónsson Bragi Jónsson Guðríður Kristjánsdóttir Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir 80 ára Anna Jónsdóttir Gíslína Helgadóttir Grétar Óskarsson Jóhann Hólmgrímsson Jón Bergkvistsson 75 ára Helga Jóhannesdóttir Kristín Júlíusdóttir Magni Sverrir Sigurhansson 70 ára Aðalbjörg J. Reynisdóttir Anna Rósa Skarphéðinsdóttir Bragi Jónsson Guðmunda Kristinsdóttir Herbert Halldórsson Jóhanna Lárusdóttir Margrét Óskarsdóttir 60 ára Arngrímur Arngrímsson Ágúst Ólafsson Árni Sæmundur Unnsteinsson Birna Gerður Jónsdóttir Hólmfríður Harpa Árnadóttir Ingvar Valur Gylfason Jón Grétar Hafsteinsson Stefán F. Arndal Theódór Júlíus Söebech Vilhjálmur Guðmundsson Þorlákur M. Sigurðsson Þórmar Jónsson Þórunn Sigurðardóttir 50 ára Andreas Rolf Roth Bjarni Áskelsson Einar Páll Pétursson Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Guðrún Gyða Hauksdóttir Haraldur Þór Leifsson Helga Hólmfríðardóttir Jóna Bára Jónsdóttir Kristín Sveinsdóttir Margrét Ósk Einarsdóttir Margrét Sigurðardóttir Maria M. Bastos Valenca Pétur Freyr Pétursson Sigrún Helgadóttir Stefán Blomquist Sveinbjörnsson Susanne Ines Neumann 40 ára Bogi Brynjar Björnsson Davíð Már Frímannsson Erla Björg Gunnarsdóttir Heiða Sigurðardóttir Hilmar Bragi Þráinsson Hjördis Nielsen Iwona Wenta Magni Freyr Guðmundsson Njáll Ómar Pálsson Ólafía Sólveig Einarsdóttir Sigrún Björg Rafnsdóttir Snævar Örn Arnarsson Syeda Lubna Zaidi Viðar Bjarnason 30 ára Agnes Ýr Aðalsteinsdóttir Elín Anna Baldursdóttir Eva Ósk Eggertsdóttir Finnur Már Eiríksson Iveta Bobinaite Sigurbjörg Helgadóttir Úlfar Hrafn Pálsson Til hamingju með daginn 40 ára Snævar býr í Ólafsvík og er vélstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH - 137. Maki: Hafdís Alda Sigur- laugsdóttir, f. 1977. Börn: Snædís Lóa, f. 2003; Tryggvi Páll, f. 2009, og Aron Dagur, f. 2014. Fósturbörn: Alma Björk, f. 1998; Emil Steinn, f. 2002, og Guðný Kristín, f. 2006. Foreldrar: Arndís Bjarna- dóttir, f. 1956, og Arnar G. Pálsson, f. 1954. Snævar Örn Arnarsson 40 ára Ólafía býr í Kópa- vogi, útskrifaðist sem ljósmóðir og starfar á Heilsugæslunni Höfða. Maki: Björn Ásbjörnsson, f. 1978, flugstjóri hjá Ice- landair. Börn: Benedikt Einar, f. 2005; Harpa Björg, f. 2008, og Hekla Kristín, f. 2009. Foreldrar: Einar Einars- son, f. 1935, d. 1997, og Björg Þórðardóttir, f. 1941. Ólafía Sólveig Einarsdóttir 40 ára Magni ólst upp í Njarðvík og Landeyjum, býr í Garðinum, lauk stúd- entsprófi frá FS og er markaðsstjóri Suðurflugs. Maki: Kristjana Vilborg Þórðardóttir, f. 1981, mót- tökuritari. Börn: Nökkvi Steinn, f. 2007, og Hrafnhildur Helga, f. 2009. Foreldrar: Guðmundur Örn Ólafsson, f. 1957, og Helga Sigurjónsdóttir, f. 1957. Magni Freyr Guðmundsson Opnaðu fyrir hönnun á heimilið Randi hurðarhúnarnir eru margverðlaunaðir fyrir ný- sköpun, stílhreina hönnun og gæði. Hönnunin byggir á gömlum grunni, en Randi var stofnað í Danmörku árið 1878. Fjölmargar þekktar hönnunarstofur hafa komið að hönnun hurðarhúnanna, meðal annars AART designers, Friis & Moltke og C.F. Møller. Randi Komé Svartur Hönnuður: C.F. Möller Randi Komé Kopar Hönnuður: C.F. Möller SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.