Morgunblaðið - 16.10.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Ekki er nokk-
ur vafi á að þetta
svonefnda Guð-
mundar- og
Geirfinnsmál og
óforsvaranlegir
dómar í þeim olli
sakfelldu og ást-
vinum þeirra
miklum hörm-
um.“ (Jón Stein-
ar Gunn-
laugsson, 22.7.
2018 21:37.)
„Loksins gefst Hæstarétti
tækifæri til að vinda ofan af
þessari skrípasögu sem hefur
leitt þessar hörmungar yfir
þessa einstaklinga. Kristján
ætlaði að mæta en hætti við.
Hugsið ykkur álagið sem fólkið
hefur mátt líða öll þessi ár“.
(Jón Steinar Gunnlaugsson í
réttarhaldi september 2018.)
Segja má að fyrrverandi
hæstaréttardómarinn, og nú
yfirhvíslari í „skrípaleiknum“
hafi náð nýjum hæðum í
ómerkilegri lögfræði með
þessum yfirlýsingum. Bæði er
vegið að dómurum sem geta
ekki borið hönd fyrir höfuð sér
úr gröfum sínum, og svo er
verið að velta sér upp úr til-
finningum ógæfumanna sem
lögmaðurinn hefur engan
áhuga á, nema sem uppsprettu
feitra málflutningslauna.
Gott er að vera vinir
Þegar lögfræðingar fallast í
faðma við réttarhald og lofa
opinberan saksóknara hátt og
lágt, þá er eitthvað bogið við
hlutina. Það er ljóst að lög-
fræðiherdeildin hefur fyrir
löngu séð að endurupptaka og
dómar í einu mesta sakamáli
síðari tíma, yrðu þeim drjúg
matarkista og góð réttlæting.
Þeir, sem voru dæmdir í
Hæstarétti árið 1980 fyrir að
bera ábyrgð á endanlegu
hvarfi manna árið 1974, þeir
eru ekki aðeins taldir ranglega
dæmdir, heldur ber að lýsa
þeim sem saklausum! Það tek-
ur þessa leikara í „skrípó“ víst
ekki langan tíma að hreinsa
sakavottorð
þeirra, sem flest
voru þó margar
þéttvélritaður
síður að umfangi.
Sekt og
sakleysi
Nú er það við-
urkennt, að betra
er að tíu sekir
gangi lausir en
að einn saklaus
hljóti dóm. Faðir
minn var dómari
við Hæstarétt á
þessum tíma. Aldrei hefur mér
til hugar komið að hann hafi
dæmt nokkurn án skyn-
samlegra raka eða sannana.
Eða játninga. Sama get ég sagt
um meðdómendur hans í rétt-
inum. Þá var traust til dóm-
stóla og lögfræðinga annað og
betra en í dag.
Leikir lögfræðinnar eru
orðnir klækir, sami lögfræð-
ingur getur verið leikari, leik-
stjóri og yfirhvíslari í skrípa-
leikjum réttvísinnar, án
nokkurra athugasemda. Án
nokkurra spurninga um hags-
munaárekstra eða siðgæði.
Ofangreindur lögfræðingur
(JSG), sem gætir nú (2018)
hagsmuna eins hinna dæmdu
(KVV), var til dæmis 1998 (v/
beiðni um sérstaka skoðun á
rannsókn málsins) rétt-
argæslumaður eins þeirrra
(ML) sem voru settir saklausir
í langt gæsluvarðhald. Gæslu-
varðhald, sem byggt var m.a. á
framburði þess sama aðila
(KVV) árið 1976!
Hvernig ætli leikstjórar
skrípaleiksins líti á réttarstöðu
þeirra sem voru settir saklaus-
ir í gæsluvarðhald, byggt á
framburði þeirra sem dæmdir
voru. Framburði, sem sam-
mælst var um þeirra á milli í
áður en þau voru hneppt í
varðhald. Úr dómi Hæsta-
réttar: Í dómskýrslunni skýrði
Erla einnig frá því, að hún
hefði nokkrum dögum eftir at-
burði þessa, líklega næstu
helgi á eftir heyrt á viðræður
þeirra Guðjóns, Kristjáns og
Sævars þar sem þeir hafi kom-
ið sér saman um að bendla
fjóra nafngreinda menn við
hvarf Geirfinns, ef þeir yrðu
spurðir um það. Eru það menn
þeir, er þau Erla, Sævar og
Kristján nafngreindu síðar í
rannsókn málsins.
Er málinu lokið?
Þó sumir telji að þessum
málum sé lokið, fer því fjarri.
Skrípaleikurinn hefur fjölgað
bæði morðingjum og óupp-
lýstum mannshvörfum. Eng-
inn virðist hafa hugsað til þess
að fórnarlömbin í þessum
„skrípaleik“ hvíla í ómerktri
gröf sem aðeins morðingjarnir
vita hvar er. Lögfræðiskarinn
baðar sig í ljósi athyglinnar á
kostnað manna sem geta ekki
gert athugasemdir eða komið
með önnur sjónarmið.
Það kemur mér ekki við
hvernig forsætisráðherrar
hafa kosið að nota auð sinn til
að styrkja einn eða annan. En
núverandi forsætisráðherra
sem fædd er 1976 þarf ekki að
biðjast afsökunar fyrir mína
hönd á dómi frá 1980, er hún
var fjögurra ára gömul. Auk
þess er nokkuð ljóst að hún
hefur ekki lesið málsskjölin,
sem dómurinn byggði á. Afsök-
unarbeiðni hennar er því
kjánaleg. Um aðferðir rann-
sakenda get ég ekki dæmt.
Líklega verður það næsta mat-
arkista lögfræðinganna.
Krossferð Ragnars Að-
alsteinssonar lögmanns
Mannúðarlögfræðingurinn
sem gætir hagsmuna Erlu
Bolladóttur hefur hafið kross-
ferð til að „hreinsa“ nafn henn-
ar. Beita lögfræðikunnáttu
sinni til að framburður hennar
og rangar sakgiftir á hendur
saklausum mönnum verði
dæmd dauð og ómerk. Táknar
það að þeir menn sem máttu
þola rangar sakargiftir séu í
sömu sporum og áður en þeir
voru lýstir saklausir af sak-
argiftum síðla árs 1977 eftir 23
mánaða óvissu? Vonandi er
lögmaðurinn sáttur við sig og
skjólstæðing sinn.
Víða í þjóðfélaginu er verið
að ræða þetta ömurlega mál.
Mér heyrist að fáir hafir lagt
það á sig í seinni tíð, að lesa
málsskjölin, en yfirlýs-
ingagleðin og glamrið ómar
um allt. Innantómt, órökstutt.
Hver er driffjöðrin
í þessu máli?
Peningar. Auðvitað kostar
réttvísin sitt. Allt þetta mál er
rekið á kostnað skattborgara
þessa lands. Ekkert er við það
að athuga, en ef það er rétt, að
þetta mál sé farið að kosta
hundruð milljóna, þá er eitt-
hvað ekki í lagi. Og málinu alls
ekki lokið! Hvað lögfræðingar
og dómarar fá greitt er von-
andi mannsæmandi, en þarf
ekki að vera meir. Á ekki að
vera meir.
Áttu og eiga fórnarlömb
morðingjanna enga ástvini ,
enga ættingja, vini eða félaga?
Það virðist enginn, ekki
einn einasti leikari í „skrípa-
leiknum“ velta því fyrir sér
hvernig þetta mál lítur út frá
sjónarhóli þeirra sem töpuðu
öllu í þessum grimmilega
„skrípaleik“. Töpuðu lífinu.
Hvað með þeirra ástvini,
þeirra vini, þeirra vandamenn.
Hvað með alla þá sem að mál-
inu komu og eru nú sakaðir
um harðræði og mannvonsku.
Pyndingar og lygar. Dóms-
morð. Flestir horfnir af sjón-
arsviðinu og eru því auðveld
fæða mulningsvélar lögfræð-
innar.
Hvað er sannleikur?
Fyrir margt löngu lagði
maður nokkur í Júdeu þessa
merkilegu spurningu fyrir lýð-
inn: „Hvað er sannleikur?“
Varð fátt um svör og enginn
hefur getað svarað þessu í
2018 ár og raunar miklu leng-
ur. Lukkuriddarar lögfræð-
innar á hinu spillta Íslandi
virðist aftur á móti hafa svör
við þessari margslungnu
spurningu á reiðum höndum.
Ég hef ekki svarið. Hefur
þú svarið ?
„Skrípasagan“: leikstjórar,
persónur og leikendur
Eftir Sigurjón
Benediktsson » Lögfræðiskar-
inn baðar sig í
ljósi athyglinnar á
kostnað manna sem
geta ekki gert at-
hugasemdir eða
komið með önnur
sjónarmið.
Sigurjón
Benediktsson
Höfundur er tannlæknir.
Nýlega er
lokið setningu
149. þings Al-
þingis Íslend-
inga og hef ég
sjaldan eða
aldrei orðið
vitni að slíkum
hópi liðleskja
sem þar er
saman kominn,
enda traust á
stjórnmálamönnum farið
hraðminnandi að undanförnu
og finnst engum mikið. Sem
ráðherra er Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra sú eina
sem upp úr stendur. Ellilífeyr-
isþeginn ég tók vel eftir því að
eini þingmaðurinn sem minnt-
ist á og tók upp hanskann fyrir
þetta fólk, því til skammar
væri öll sú fátækt sem í þjóð-
félaginu viðgengist, var Inga
Sæland, formaður Flokks
fólksins. Það vakti líka undrun
mína að enginn úr þingliði
Miðflokksins tók verulega af
skarið og hef ég lengi talað
fyrir því að lagt yrði fram
frumvarp um lágmarkseft-
irlaun til þeirra um 30 þúsund
ellilífeyrisþega sem lifa undir
fátæktarmörkum í öllu góð-
ærinu sem státað
er af og aldrei hafi
sést annað eins á
Íslandi. En í öllu
góðærinu getur
svo fjöldinn allur
af þessu fólki, sem
lifir við sult og
seyru, dáið drottni
sínum í boði
Bjarna fjár-
málaráðherra.
Hvað veldur? Er
ómennskan slík
hjá manni sem
öllu ræður í fjármálum rík-
isins eða getur ráðið? Á meðan
hann og hans nánustu skyld-
menni og ættingjar vita jafn-
vel ekki aura sinna tal og er
hyglað á ýmsan hátt eins og
fréttir herma.
Söngurinn er byrjaður –
stutt í kjaraviðræður
Söngstjóri grátkórsins er
Bjarni fjármálaráðherra og í
þeim kórnum er bara ein djúp
rödd, 2. bassi sem yfirgnæfir
allt. Forsöngvarinn er hinn
raddsterki framkvæmdastjóri
atvinnulífsins, Halldór Benja-
mín, og meðsöngvarar Már
seðlabankastjóri, sem allt er
að drepa með okurvöxtum og
viðskiptafræðingurinn Gylfi
Zoëga einkavinur Katrínar
forsætisráðherra. Textinn
sem kórinn syngur er alltaf sá
sami, þjóðarbúið þolir engar
kauphækkanir fyrir ellilífeyr-
isþega og aðra láglaunahópa
eða í hæsta lagi 4% svo allt
fari nú ekki á hliðina. En 26%
til yfir 50% launahækkanir
eru í góðu lagi til há-
launastéttanna og meira að
segja fengu dómarar, sem eru
hættir að vinna 26% hækkun
á eftirlaunin ekki alls fyrir
löngu svo þeir hefðu það nú
af. En ellilífeyrisþegar aðrir
eru ekki eins mikils metnir í
þjóðfélaginu og geta þess
vegna bara veslast upp vegna
lélegs viðurværis og erfiðra
lífsskilyrða og geta alls ekki
brauðfætt sig. Og allt er þetta
ástand í boði Bjarna fjár-
málaráðherra.
Eftirtektarvert er að í
söngtextum sem grátkórinn
syngur eru ekki til orðin virð-
ing og jafnrétti né þar af síður
orðið mannréttindi. Þessi orð
eru söngstjóranum og kór-
félögum framandi því þeir
loka eyrunum fyrir slíku
rugli, mennirnir sem eru með
milljónirnar í mánaðarlaun.
Þetta eru 10-20 sinnum meira
á mánuði en ellilífeyrisþegum
er skaffað eftir að búið er
stela af þeim meira og minna
lengi.
Það hefur verið reiknað út
að lágmarksframfærsla fyrir
þetta fólk er 330 þús. kr. á
mánuði en enginn er með yfir
250 þús. kr. Mikils metinn ís-
lenskur rithöfundur sagði
ekki fyrir löngu: „Það eru for-
réttindi að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af peningum“.
Verkalýðsforingjar, takið
nú einu sinni af skarið og
semjið um krónutöluhækkun í
næstkomandi samningum,
t.d. 50 þús. kr. á mánuði, en
ekki þessa vitlausu prósentu-
hækkun, sem er tómt bull. Á
meðan breikkar þó ekki bilið
og ójöfnuðurinn í þessu landi
með því að gera þá ríku ennþá
ríkari. Þeir mega þó hafa það
gott mín vegna en við hin vilj-
um líka fá að lifa sóma-
samlegu lífi
Lifi byltingin!
Að þingsetningu lokinni
Eftir Hjörleif
Hallgríms »Krafa ellilífeyr-
isþega er 330
þúsund kr. á mán-
uði skattfrjálst og
ekki seinna en
strax.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er
eldri borgari á Akureyri.
Elsku Bára. Nú
er hlátur þinn þagn-
aður, þessi dillandi
og smitandi hlátur. Mikil ósköp
sem við gátum öll hlegið saman og
þú manna mest. Öll matarboðin og
ferðalögin geyma endalausar
minningar af gleði. Þú varst nefni-
lega svo ótrúlega glöð að eðlisfari
að það var eiginlega ekki hægt
annað en hrífast með. Það var því
erfitt að fylgjast með veikindum
þínum. Þú smám saman týndir
röddinni og þeim hæfileika að
vera sjálfbjarga, en þú týndir
aldrei húmornum eða gleðinni.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með auðmýkt þinni í veikindun-
um.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
þína fyrir tæpum tuttugu árum
fann ég fljótt að þú og Einar yrðuð
sá klettur sem við Angantýr þyrft-
um stundum á að halda. Hjá ykk-
ur áttum við alltaf skjól, við áttum
skilning og stuðning. Ég er ykkur
óendanlega þakklát fyrir ömmu-
og afafaðminn sem Lísa mín gat
alltaf farið í þegar á þurfti að
halda, alls ekki síður en hin barna-
börnin ykkar.
Það er Lísu okkar mikið erfitt
að geta ekki fylgt þér en ég veit að
þú varst stolt af skvísunni að vera
á frystitogara. Andri Þór og Einar
Örn komast heldur ekki heim frá
Englandi en ég veit að þeir sakna
ömmu sinnar mikið. Þú varst allt-
af svo glöð að sjá þá aðeins í tölv-
Bára
Angantýsdóttir
✝ Bára Ang-antýsdóttir
fæddist 31. október
1944. Hún andaðist
29. september
2018.
Útför Báru fór
fram 9. október
2018.
unni og ég tala nú
ekki um þegar þeir
komu fyrir stuttu til
að fylgja móðurafa
sínum sín hinstu
spor, þá áttuð þið
yndislegan tíma
saman.
Þegar við Angan-
týr eignuðumst dótt-
ur 2004 kom ekkert
annað til greina en
að skíra hana í höf-
uðið á þér og þegar við hringdum
frá Brussel eftir að hún var fædd
og tilkynntum þér nafnið varstu
frá þér numin af stolti. Ekki þótti
þér nú verra að við notuðum einn-
ig nafn móður þinnar sem þú og
allir sem við þekkjum töluðu svo
óskaplega fallega um. Arína Bára
er skemmtilega lík þinni fjöl-
skyldu og gætu Sigga og Ragna
auðveldlega átt hana eins og Ang-
antýr.
Elsku tengdapabbi, það hefur
verið óendanlega fallegt að sjá
hvernig þú hefur hugsað um Báru
í veikindum hennar. Þú hefur sýnt
svo mikla alúð, skilyrðislausa ást
og umhyggju í hennar garð að eft-
ir var tekið. Sigga hefur líka verið
okkur öllum ómetanleg og þá sér-
staklega mömmu sinni. Þetta
verður mikil breyting fyrir ykkur
tvö en við munum hjálpast að við
að halda minningu hennar á lofti
og halda áfram að hlæja saman.
Elsku tengdamamma, ég mun
halda áfram að halda utan um
frumburðinn þinn, einkason og
undrið þitt eins og systurnar kalla
hann. Við fjölskyldan munum
halda áfram að búa til góðar minn-
ingar, rifja upp góðar minningar
og hlæja áfram saman.
Ástarþakkir fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Þórunn.
Fallinn er frá
elskulegur faðir okk-
ar, Þorsteinn Mar-
inó Kristjánsson frá Gásum við
Eyjafjörð. Pabbi ólst upp í sveit í
mikilli nálægð við sjóinn og bjó að
því alla tíð.
Pabbi var alla tíð vörubílstjóri
og eignaðist sinn fyrsta vörubíl
með góðri aðstoð eldri bróður síns,
Aðalsteins. Við eigum góðar minn-
ingar af heimsóknum að Gásum,
öllum ferðum okkar á vörubílnum
þegar pabbi var að ná í sand á Gás-
eyrina sem hann seldi inn á Ak-
ureyri í byggingar. Margt eldra
fólk kannast vel við pabba sem
Steina í sandinum, á A-951. Hann
var ótrúlega duglegur að taka okk-
ur með í bílinn eins og reyndar síð-
ar barnabörnin og börn í stórfjöl-
skyldunni. Stundirnar í
vörubílnum og síðar í litla bílnum,
eins og við kölluðum hann, voru
notaðar í að kenna okkur heiti á
fuglum og bæjum og að syngja. Í
minningunni var sungið Blátt lítið
blóm eitt er og Göngum, göngum,
göngum upp í gilið og ýmislegt
fleira. Á þessum tíma bjuggu fjög-
ur systkini pabba á Gásum með
öldruðum foreldrum sínum og
pabbi nýtti sandinn á Eyrinni. Eft-
ir að Gásir voru seldar til föður-
fólks okkar 1967 fór pabbi að vinna
á Vörubílastöðinni Stefni á Akur-
eyri og vann þar út starfsævina.
Pabbi og mamma áttu fallegt
Þorsteinn Marinó
Kristjánsson
✝ Þorsteinn Mar-inó Kristjáns-
son fæddist 10. nóv-
ember 1922. Hann
lést 1. október
2018.
Útför hans fór
fram 15. október
2018.
heimili í Suður-
byggðinni og ekki
síst var garðurinn
þeirra mjög fallegur
og aðallega er hann
verk mömmu en
pabbi hjálpaði þar
mikið til, ekki síst
eftir að hann hætti
að vinna.
Hann var mikið
snyrtimenni, gekk
vel um, hugsaði vel
um bílana sína og var sjálfur mjög
snyrtilegur. Þegar við dæturnar
komumst á unglingsaldur langaði
okkur í búðarföt eins og við köll-
uðum það en eins og algengt var á
þessum tíma gengu börn í heima-
saumuðum og -prjónuðum fötum.
Pabba fannst aðalatriði að fötin
væru hrein og heil, jafnvel þótt
þau væru viðgerð.
Pabbi hafði góða lund og var
dagfarsprúður maður. Hann var
ákaflega hjálpsamur og duglegur
að líta til með sínu fólki, heimsótti
fólk og keyrði það þegar þurfti, þá
sagði hann með bros á vör „ég
fékk túr“, gamalt orðatiltæki frá
Stefni. Hann hafði lúmskan húm-
or sem kom manni oft á óvart,
jafnvel núna á síðustu árum þegar
heilsan var orðin léleg og minnið
hverfult.
Pabbi átti langa og góða ævi og
við erum innilega þakklátar fyrir
allt sem pabbi var okkur alla tíð.
Pabbi dvaldi síðustu fjögur árin á
Dvalarheimilinu Hlíð, þar var
mjög vel um hann hugsað og við
þökkum starfsfólkinu á Reynihlíð
innilega fyrir umhyggjuna og
hlýjuna sem þau sýndu honum.
Hvíl í friði, elsku pabbi, þínar
dætur,
Stefanía, Kristín, Sigrún,
Ásdís og Ásta.