Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  245. tölublað  106. árgangur  ELDSNEYTIS- MARKAÐUR Á TÍMAMÓTUM SIGURJÓN OG SAMFERÐA- MENN ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS 30 ÁRA AFMÆLI SAFNS 64 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGI  Bergþór Óla- son, formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþing- is, segir nefndina hafa óskað eftir því að fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins mæti á fund nefndarinnar í dag og svari spurningum um málefni Sam- göngustofu. Nefndin ræddi í fyrra- dag áfangaskýrslu starfshóps um starfshætti Samgöngustofu, sem skilað var í október 2017. Í skýrsl- unni kom fram alvarleg gagnrýni á innri starfsemi Samgöngustofu, en greint var frá því í Morgunblaðinu í september að ekki hefði farið mikið fyrir vinnu innan ráðuneytisins með niðurstöður skýrslunnar. »24 Fulltrúi ráðuneytis kallaður fyrir nefnd Bergþór Ólason Bandarískir landgönguliðar voru í gær við æfingar á öryggis- svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Er æfingin forsmekkur þess sem koma skal í Trident Juncture, umfangsmestu heræfingu Atl- antshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi. Landgönguliðarnir voru fluttir með þyrlum frá bandaríska herskipinu USS Iwo Jima, sem þá lá úti af Reykjanesi. Stórfylkisforingi segir að afar mikilvægt sé að æfa flutning á hermönnum við mismunandi aðstæður og Ísland bjóði upp á frábært tækifæri til æfinga. »16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þungvopnaðir landgönguliðar komu til Keflavíkur með þyrlum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum ár- um til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Kolibri sem borgin fékk til þess að gera úttekt og veita ráðgjöf varðandi lýðræð- isgáttir borgarinnar. Skýrsla Kolibri var kynnt á síð- asta fundi mannréttinda- og lýð- ræðisráðs borgarinnar en af- greiðslu hennar var frestað. Í skýrslunni eru tekin mörg dæmi um brotalamir í kerfunum. Sem dæmi er tekið að hugmynda- fræðin á bak við Ábendingar/Borg- arlandið, Þín rödd í ráðum borgar- innar og Hverfið mitt sé of óljós og óútskýrð og því sendi notendur ábendingar og hugmyndir í rangar gáttir. Eitt verkefni sem heitir þremur nöfnum (Ábendingar, Borgarlandið og Láttu vita) sé keyrt á vefsíðu sem var ekki not- endavæn árið 2008 og enn síður tíu árum síðar. Ekkert efni sé til og engar upplýsingar séu gefnar um ábendingar eða hugmyndir íbúa sem hafa verið samþykktar í gegn- um íbúalýðræðisverkefni og farið í framkvæmd í þau 10 ár sem sum verkefnin hafa verið starfrækt. Engin dæmi sýni fram á virði íbúa- lýðræðis fyrir íbúa eða Reykjavík- urborg á vefjunum. Fram kemur í skýrslunni að til þessa hafi engin samvinna verið á milli þeirra starfsmanna Reykja- víkurborgar sem hafa borið ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig. » 10 Miklar brotalamir í sam- ráðskerfum borgarinnar  Ný úttekt sýnir lýðræðisgáttirnar á netinu í lamasessi  „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöf- undur og fæ hug- myndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indr- iðason rithöf- undur. Ný bók hans er sú 22. í röðinni á jafn mörgum árum og nefnist Stúlkan hjá brúnni. Búist er við því að Arnaldur rjúfi 500 þús- und eintaka múrinn í sölu hér á landi fljótlega eftir að bókin kemur út í byrjun nóvember. Í viðtali við Morgunblaðið í dag rifjar Arnaldur upp að þegar hann hóf ferilinn hafi ekki verið litið á glæpasögur sem bókmenntir. Í dag séu þær blómstr- andi bókmenntagrein »18 Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn Arnaldur Indriðason Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.