Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 8

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 100x70x85 Einnig 120 - 140 100x70x85 Einnig 120 - 140 - 160 60x70x95 Einnig 70 - 80 - 100 - 120 Ítölsk stál vinnuborð með eða án án handlaugar Ryðfrytt burstað stál l Hilla að neðanlStillanlegir fæturl Auðvelt að setja samanl Frístan- dandi vinnuborð 5 1 6 8 # Draghálsi 4 110 Reykjavík sími: 535 1300 verslun@verslun.is Ryðfrí stál vinnuborð- og fráleggsborð fyrir atvinnueldhús Óli Björn Kárason fjallaði ummálfrelsi og hatursorðræðu í grein hér í blaðinu í gær. Þar kom hann inn á nýlegt mál há- skólakennara og benti líka á um- mæli annarra há- skólakennara sem hefðu ekki kallað á viðbrögð háskóla- yfirvalda.    Til dæmis þetta:„Í ágúst 2009 ræddi prófessor í stjórnmálafræðum við blaða- mann og kallaði hóp sjálfstæðis- manna skrímsladeild. Í þeirri deild voru þeir sem töldu rangt að íslenskir skattgreiðendur yrðu látnir axla skuldir Lands- bankans vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi. Í huga fræðimannsins var rétt að skil- greina andstæðinga Icesave- samninganna sem einhvers kon- ar óvætti eða skrímsli. Viðkom- andi hefur ekki legið undir ásökunum um hatursorðræðu.    Sitjandi formaður eins stjórn-arandstöðuflokksins hefur kallað fyrrverandi flokksbræður og -systur svartstakka – líkt þeim við fasista og ofbeldismenn. Fyrr á þessu ári gekk hagfræ- ðiprófessor enn lengra og líkti sjálfstæðismönnum við nasista! Yfirmenn Háskóla Íslands líta ekki á samlíkingu við morðóða hunda sem hatursorðræðu.“    Svo virðist sem haturs-orðræðan eigi ekki við þeg- ar vinstrimenn tjá sig um hægri- menn.    Þetta er meðal þess sem bend-ir til að sumir yfirlýstir áhugamenn um málfrelsi telji að það megi aðeins nota til að tjá tilteknar skoðanir en aðrar alls ekki. Óli Björn Kárason Málfrelsið og hatursorðræðan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilarnar á bak við vefsíðuna tekjur.is þar sem sjá má upplýsingar um tekjur og skattaupplýsing- ar allra Íslend- inga gegn áskrift- argjaldi. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfs- mönnum ríkis- skattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír,“ sagði Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmað- ur tekna.is, að umbjóðandi sinn hefði fengið gögnin afhent frá ríkisskatt- stjóra, komið þeim á rafrænt form og síðan skilað þeim aftur. Spurður um hvaða tveir aðilar þetta væru sagði Snorri að ekki væri hægt að gefa það upp. „Nei, við myndum ekki gera það. Almennt er- um við ekki að gefa upp hverjir eru með erindi hjá ríkisskattstjóra.“ Þá er einnig möguleiki á að gögnin hafi farið frá þessum aðilum til ein- hvers annars. „Ég býst við því að Vil- hjálmur sé að segja satt og þá hafi annar hvor af þessum aðilum fengið þetta hjá okkur á pappír og komið þessu áfram til þessa aðila eða stend- ur sjálfur á bak við þetta,“ sagði Snorri. Hann sagði að í gegnum tíðina hefði embættið alltaf hafnað að af- henda skattskrá Íslendinga í öðru formi en á pappír. „Við höfum afhent þetta á pappír til aðila sem hafa lýst því yfir að þeir ætli að gefa þetta út. Við höfum talið að það sé heimilt samkvæmt lögunum.“ Hann benti á að margt hefði breyst frá því að lögin voru sett og nú væri komið annað birtingarform. „Þegar þessi lög voru sett gáfu menn út hljómplötur á vínyl og bækur á pappír, en nú er komið allt annað birtingarform.“ Þegar blaðamaður spurði hvort hann gæti fengið eintak af skattskrá allra Íslendinga svaraði Snorri að samkvæmt eldri framkvæmd væri það líklegt. „Nú er málið komið á annað plan og þú yrðir væntanlega spurður mun nánar út í það hvað þú ætlaðir að gera við skrána.“ Tveir hafa feng- ið skattskrána  Gögnin gætu hafa borist þriðja aðila Snorri Olsen „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Þar sagði Ásmundur að Píratar hefðu ekki ver- ið samkvæmir sjálfum sér gagnvart Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, þar sem þeir hefðu ekki veigrað sér við að „skála við Piu Kjærsgaard og sitja undir ræðum hennar“ á sérstakri fullveldishátíð sem haldin var í Kaupmannahöfn í síðustu viku, þrátt fyrir að Píratar hefðu sniðgengið fullveldishátíðina í sumar vegna nærveru hennar. Halldóra var fulltrúi Pírata í sendi- nefnd Alþingis sem var viðstödd há- tíðina. Hún segist hafa tekið þátt, þar sem verið var að fagna íslenskri list í tilefni fullveldisafmælisins. „Þetta var sýning í dönsku óperunni með ís- lenskri list,“ segir Halldóra og nefn- ir meðal annars að danska sinfónían hafi þar spilað lög eftir íslenska tón- smiði. Aðspurð hvort hún hafi setið undir ræðu Piu Kjærsgaard segir Halldóra að Kjærsgaard hafi flutt ræðu, en að hún hafi ekki getað fylgst með efni hennar þar sem ræðan var á dönsku. Hún bætir við að forsætisráðherra Dana og forseti Íslands hafi líka flutt ræður á samkomunni. Halldóra telur að hér sé ekki um misræmi að ræða. „Ég tel ekki hægt að bera þessi mál saman. Það er eitt að bjóða erlendum fyrirmanni að ávarpa Alþingi í fyrsta sinn og það sé Pia og að fara á fagnað þar sem verið er að heiðra íslenska list á 100 ára af- mæli fullveldisins, þar sem Pia er einn ræðumanna. Þetta eru tveir ólík- ir hlutir,“ segir Halldóra. sgs@mbl.is Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard  Þingmaður Pírata hlýddi á Piu flytja ræðu Halldóra Mogensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.