Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 10

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gjörbreyta þarf verkefnum sem Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgar- anna. Þetta er niðurstaða ráðgjafa- fyrirtækisins Kolibri sem borgin fékk til þess að gera úttekt og veita ráðgjöf varðandi lýðræðisgáttir borgarinnar. Skýrsla Kolibri var kynnt á síðasta fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs borgarinnar en af- greiðslu hennar var frestað. „Heilt yfir litið heldur Reykjavík- urborg úti metnaðarfullum verk- efnum til að auka samráð við borg- arana,“ segir í niðurstöðum Kolibri. Á sama tíma einkennist verkefnin af því að hafa byrjað á góðum stað en síðar ekki fengið þá athygli og þær viðbætur eða þróun sem þyrfti. Snertifletir á úreltu viðmóti Í sumum tilfellum séu snertifletir við borgarana í mjög úreltu viðmóti og taka ekki mið af þeim tækni- og samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað síðustu 10 ár. Í öðrum dæmum séu kerfi, sem eru hönnuð með eitt markmið í huga, nýtt í eitt- hvað annað seinna meir. Tilgangur verkefna sé ekki skýr í huga borg- arans og ferli og samskiptum við borgarann í kringum innsendar hugmyndir eða ábendingar ábóta- vant. Helstu niðurstöður greining- arinnar flokkar Kolibri svo: 1. Lítið samræmi eða samtenging milli verkefna. 2. Óskýr hlutverk og markmið verkefna. 3. Óaðgengilegt viðmót 4. Ógagnsæi í ferli og fram- kvæmd. 5. Ekki sýnt fram á virði verkefnanna fyrir Reykjavíkurborg og notendur. Í skýrslunni eru tekin mörg dæmi um brotalamir í kerfunum. Sem dæmi er tekið að hugmynda- fræðin á bakvið Ábendingar/ Borgarlandið, Þín rödd í ráðum borgarinnar og Hverfið mitt sé of óljós og óútskýrð og því sendi not- endur ábendingar og hugmyndir í rangar gáttir. Eitt verkefni sem heitir þremur nöfnum (Ábendingar, Borgarlandið og Láttu vita) sé keyrt á vefsíðu sem var ekki not- endavæn árið 2008 og enn síður tíu árum síðar. Ekkert efni sé til og engar upplýsingar séu gefnar um ábendingar eða hugmyndir íbúa sem hafa verið samþykktar í gegn- um íbúalýðræðisverkefni og farið í framkvæmd í þau 10 ár sem sum verkefnin hafa verið starfrækt. Engin dæmi sýni fram á virði íbúa- lýðræðis fyrir íbúa eða Reykjavík- urborg á vefjunum. Kolibri leggur til að verkefnin verði sameinuð á einum stað undir þremur flokkum: ábendingar, hug- myndir fyrir borgin að framkvæma, og samstarfsverkefni borgar og borgaranna. Reykjavíkurborg sjái um ritstýringu á efni sem kemur inn í gegnum verkefnin og komi þeim á rétta staði. Fram kemur í skýrslunni að til þessa hafi engin samvinna verið á milli þeirra starfsmanna Reykjavík- urborgar sem hafa borið ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig. Morgunblaðið/Eggert Borgarstjórn í vikunni Meirihlutinn kveðst leggja áherslu á að notandinn sé í forgangi í allri nálgun á þjónustu. Lýðsræðisgáttir eru í lamasessi  Reykjavíkurborg sameini öll verkefnin á einum stað Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgar- stjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í fyrradag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Tillaga meirihluta borgar- stjórnar leggur sérstaka áherslu á að notandinn sé í for- gangi í allri nálgun á þjónustu hjá borginni. Til þess að ná fram því markmiði verður unn- ið með rafrænar lausnir, fækk- un skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar,“ segir þar. Rafrænar lausnir sem ein- falda umsóknarferli í skipulags- og byggingarmálum, skóla- og frístundamálum, velferðar- málum og öðrum þáttum sem koma beint við íbúa og at- vinnulíf séu meðal þess sem til standi að innleiða. Næsta skref sé að stofna stýrihóp skipaðan formanni borgarráðs og formanni mann- réttinda- og lýðræðisráðs, auk formanna fagráða, til að styðja við verkefnið og móta nánar forgangsröðun verkefna. Notandinn í forgangi BORGARSTJÓRN Heildarmagn loðnu í leiðangri Haf- rannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðar- innar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Fram hefur komið að í samræmi við aflareglu gefur þessi niðurstaða ekki tilefni til þess að mæla með upphafs- kvóta, en stærð stofnsins verður mæld að nýju í janúar. Þá mældust einungis tæplega 11 milljarðar eða 99 þúsund tonn af ungloðnu í leið- angrinum en samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fisk- veiðiársins 2019/2020. Bergmálsmælingar á stærð loðnu- stofnsins fóru fram á rannsóknaskip- unum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundsyni auk uppsjávarskipsins EROS 6.-27. september. Rannsókna- svæðið náði frá landgrunninu við A-Grænland frá um 75°00’N og suð- vestur með landgrunnskanti Græn- lands allt suður fyrir Hvarf, en auk þess til Grænlandssunds, Íslandshafs og hafsvæðisins vestan Jan Mayen auk norðurmiða. Samkvæmt frétt Hafrannsókna- stofnunar fannst loðna víða á rann- sóknasvæðinu. Ungloðna, sem mynd- ar hrygningar- og veiðistofninn á vertíðinni 2019/2020, var vestast og sunnantil á svæðinu en eldri loðna var mest áberandi út af Vestfjörðum og norður með landgrunni Græn- lands. Útbreiðsla loðnunnar var mjög vestlæg, líkt og verið hefur undanfarin ár. Þó var hærra hlutfall hennar út af Vestfjörðum en verið hefur síðastliðin ár en jafnframt fannst kynþroska loðna nær Græn- landi en áður hefur sést í sambæri- legum leiðöngrum. Gildandi aflaregla byggist á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar í mars 2019 með 95% lík- um. Tekur aflareglan tillit til óvissu- mats útreikninganna, vaxtar og nátt- úrulegrar dánartölu loðnu, auk afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu. aij@mbl.is Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu Loðna Mikil óvissa er með veiðar. Notaðu N1 punktana Alltaf til staðar ...til að kaupa eldsneyti, gómsætan bita og kaffibolla eða til að lækka verðið á nýju dekkjunum enn meira. Þú færð afslátt og punkta með N1 kortinu N1 punktarnir eru inneign sem safnast hratt upp þegar þú verslar á N1 og gildir einn punktur sem ein króna í öllum viðskiptum við N1 um allt land. Ef þú ert ekki ennþá með N1 kort þá sækirðu einfaldlega um eitt í hvelli á N1.is. E N N E M M / S ÍA / N M 7 5 6 5 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.