Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 12

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá4.180.000 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Konurnar í verkum Picasso,listmálarans fræga, erukomnar til Reykjavíkur.Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sæv- ars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Á sýning- unni eru einnig myndir af dýrum, það er hausum þeirra sem skeytt er við mannslíkama. Á mállýsku kúnst- arinnar teljast þetta verka fígúratíf verk, enda unnin með innblæstri listamannsins sem lætur hugann bera sig að minnsta kosti hálfa leið. Sköpun í blóðinu „Ég hef alltaf verið skapandi, það er bókstaflega í blóðinu,“ segir Sigurður Sævar sem er 21 ára að aldri. Hann fékk málningu, pensla og striga í 10 ára afmælisgjöf og þar með var teningnum kastað. Áhuginn á myndlist var þá þegar vaknaður. „Ég fór sjö ára á sýn- inguna Frostvirkni sem Ólafur Elí- asson hélt í Hafnarhúsinu og heill- aðist. Myndlistin er óskaplega spennandi; að sjá eitthvað áhuga- vert í umhverfinu sem skapar hug- mynd sem síðan verður að fullgerðu listaverki. Mér hefur til dæmis fundist mjög gaman að vinna mynd- ir af húsum og útfæra arkitektúr þeirra,“ segir Sigurður. Sýndi fyrst þrettán ára Árið 2011, aðeins þrettán ára að aldri, hélt Sigurður sína fyrstu myndlistarsýningu á menningarnótt í glersal Höfðatorgs í samstarfi við stofnendur Hamborgarafabrikk- unnar. Hann hefur síðan þá staðið fyrir og tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og var árið 2015 fenginn til að mála þrettán olíumálverk fyrir Oddsson hostel sem er við Hring- braut í Reykjavík. Hann fagnaði 10 árum í kúnstinni með mynd- og tón- listarveislu í Norðurljósasal Hörpu fyrir rúmu ári. Um þessar mundir helgar Sigurður sig listinni nær al- farið, en stefnir á frekara nám á því sviði á næsta ári og setur stefnuna á Evrópu. „Ég er duglegur að mæta á sýningar og heimsækja aðra lista- menn á vinnustofur sínar,“ segir Sigurður Sævar. „Síðasta vetur fór ég til Frakklands og heimsótti Erró á vinnustofu hans í París. Verkin hans eru stórbrotin; þessi einstaki hugmyndaheimur og útfærslur á því hvernig hann sér veröldina. Allir listamenn sem sýna mikla vinnu- semi og hafa ástríðu fyrir því sem þeir eru að gera eru góðar fyrir- myndir.“ Ástríða og mikil vinnusemi Sigurður Sævar Magn- úsarson er ungur mynd- listamaður. Í kvöld opnar hann sína 20. einkasýn- ingu; og sýnir þar fígúra- tíf verk af ýmsum toga. Myndlistamaður Sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu sem skapar hugmynd sem síðan verður að fullgerðu lista- verki, Sigurður Sævar Magnúsarson sem er 21 árs að aldri en hefur þegar skapað sér nafn í kúnstinni. Myndir Frá vinstri: Hundur, Við Tjörnina og Í Alþingisgarðinum. Nokkrar myndir sem eru á sýningu Sigurðar. „Biblían kemur víða við sögu og flestir eiga sér einhverja persónu- lega minningu um hana. Persónur eða viðburðir Biblíunnar eiga sér afleggjara í bókmenntum, listum og sögu heimsins. Áhrifasaga Bibl- íunnar er mikilfengleg,“ segir Sig- urður Árni Þórðarson, sóknar- prestur við Hallgrímskirkju. En hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað hefur hlutverki að gegna í menningu samtíðar? Á miðvikudögum nú október og nóv- ember, kl. 12 í hádeginu, er á dag- skrá í Hallgrímskirkju: Biblía – minning og menning. Fyrirlesarar segja frá eftirminnilegum Biblíu- viðburðum í lífi sínu og tala um hvað í Biblíunni skipti máli í menn- ingunni eða eigin lífi. Biblían í nútímanum Prestur Sigurður Árni Þórðarson er hér með bók bókanna. Mikilfengleg áhrifasaga Á sýningunni, hvar eru 32 myndir frá öllum heimshornum, er einnig hægt að fræðast um baráttu UNICEF fyrir réttindum barna. Þar er að finna myndir frá fjallabugðum Bangladess, flóttamannabúðum í Bekaa-dalnum í Líbanon og heilsugæslustöð í Norð- austur-Nígeríu svo nokkuð sé nefnt. Sýningin verður opin til 29. októ- ber og er fyrir framan Te & kaffi á neðri hæð Smáralindar. – Samhliða afmælissýningunni fara UNICEF og Te & kaffi í 10 daga söfnunarátak þar sem þemað er að bregðast við hungri í heiminum. Sýrland Barn hér borið í ferðatösku. Öll heimshorn Myndir í Smáralind

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.