Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með 3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél, 580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, regn- og birtuskynjara, Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá4.180.000 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Konurnar í verkum Picasso,listmálarans fræga, erukomnar til Reykjavíkur.Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sæv- ars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Á sýning- unni eru einnig myndir af dýrum, það er hausum þeirra sem skeytt er við mannslíkama. Á mállýsku kúnst- arinnar teljast þetta verka fígúratíf verk, enda unnin með innblæstri listamannsins sem lætur hugann bera sig að minnsta kosti hálfa leið. Sköpun í blóðinu „Ég hef alltaf verið skapandi, það er bókstaflega í blóðinu,“ segir Sigurður Sævar sem er 21 ára að aldri. Hann fékk málningu, pensla og striga í 10 ára afmælisgjöf og þar með var teningnum kastað. Áhuginn á myndlist var þá þegar vaknaður. „Ég fór sjö ára á sýn- inguna Frostvirkni sem Ólafur Elí- asson hélt í Hafnarhúsinu og heill- aðist. Myndlistin er óskaplega spennandi; að sjá eitthvað áhuga- vert í umhverfinu sem skapar hug- mynd sem síðan verður að fullgerðu listaverki. Mér hefur til dæmis fundist mjög gaman að vinna mynd- ir af húsum og útfæra arkitektúr þeirra,“ segir Sigurður. Sýndi fyrst þrettán ára Árið 2011, aðeins þrettán ára að aldri, hélt Sigurður sína fyrstu myndlistarsýningu á menningarnótt í glersal Höfðatorgs í samstarfi við stofnendur Hamborgarafabrikk- unnar. Hann hefur síðan þá staðið fyrir og tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og var árið 2015 fenginn til að mála þrettán olíumálverk fyrir Oddsson hostel sem er við Hring- braut í Reykjavík. Hann fagnaði 10 árum í kúnstinni með mynd- og tón- listarveislu í Norðurljósasal Hörpu fyrir rúmu ári. Um þessar mundir helgar Sigurður sig listinni nær al- farið, en stefnir á frekara nám á því sviði á næsta ári og setur stefnuna á Evrópu. „Ég er duglegur að mæta á sýningar og heimsækja aðra lista- menn á vinnustofur sínar,“ segir Sigurður Sævar. „Síðasta vetur fór ég til Frakklands og heimsótti Erró á vinnustofu hans í París. Verkin hans eru stórbrotin; þessi einstaki hugmyndaheimur og útfærslur á því hvernig hann sér veröldina. Allir listamenn sem sýna mikla vinnu- semi og hafa ástríðu fyrir því sem þeir eru að gera eru góðar fyrir- myndir.“ Ástríða og mikil vinnusemi Sigurður Sævar Magn- úsarson er ungur mynd- listamaður. Í kvöld opnar hann sína 20. einkasýn- ingu; og sýnir þar fígúra- tíf verk af ýmsum toga. Myndlistamaður Sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu sem skapar hugmynd sem síðan verður að fullgerðu lista- verki, Sigurður Sævar Magnúsarson sem er 21 árs að aldri en hefur þegar skapað sér nafn í kúnstinni. Myndir Frá vinstri: Hundur, Við Tjörnina og Í Alþingisgarðinum. Nokkrar myndir sem eru á sýningu Sigurðar. „Biblían kemur víða við sögu og flestir eiga sér einhverja persónu- lega minningu um hana. Persónur eða viðburðir Biblíunnar eiga sér afleggjara í bókmenntum, listum og sögu heimsins. Áhrifasaga Bibl- íunnar er mikilfengleg,“ segir Sig- urður Árni Þórðarson, sóknar- prestur við Hallgrímskirkju. En hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað hefur hlutverki að gegna í menningu samtíðar? Á miðvikudögum nú október og nóv- ember, kl. 12 í hádeginu, er á dag- skrá í Hallgrímskirkju: Biblía – minning og menning. Fyrirlesarar segja frá eftirminnilegum Biblíu- viðburðum í lífi sínu og tala um hvað í Biblíunni skipti máli í menn- ingunni eða eigin lífi. Biblían í nútímanum Prestur Sigurður Árni Þórðarson er hér með bók bókanna. Mikilfengleg áhrifasaga Á sýningunni, hvar eru 32 myndir frá öllum heimshornum, er einnig hægt að fræðast um baráttu UNICEF fyrir réttindum barna. Þar er að finna myndir frá fjallabugðum Bangladess, flóttamannabúðum í Bekaa-dalnum í Líbanon og heilsugæslustöð í Norð- austur-Nígeríu svo nokkuð sé nefnt. Sýningin verður opin til 29. októ- ber og er fyrir framan Te & kaffi á neðri hæð Smáralindar. – Samhliða afmælissýningunni fara UNICEF og Te & kaffi í 10 daga söfnunarátak þar sem þemað er að bregðast við hungri í heiminum. Sýrland Barn hér borið í ferðatösku. Öll heimshorn Myndir í Smáralind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.