Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þær aðgerðir sem við sjáum hér eru forsmekkur að mun stærri her- æfingu sem haldin verður í Noregi og munu þessir landgönguliðar einn- ig æfa þar,“ segir Stephen M. Neary, stórfylkisforingi hjá land- gönguliði Bandaríkjahers, í samtali við Morgunblaðið, en í gær æfðu um 120 bandarískir landgönguliðar á ör- yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Er þetta liður í Trident Juncture, umfangsmestu æfingu Atlantshafs- bandalagsins, NATO, frá árinu 2015. Munu um 40.000 hermenn og borg- aralegir sérfræðingar frá yfir 30 að- ildarríkjum bandalagsins og sam- starfsríkjum æfa á Norður- Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Hermennirnir sem hér æfðu á ör- yggissvæðinu tilheyra 24. sveit land- gönguliða, sem á ensku nefnist 24th Marine Expeditionary Unit, og er heimahöfn þeirra Lejeune-herstöðin í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fjölmiðlum gafst tækifæri til að fylgjast með aðgerðum og var safn- ast saman við lendingarsvæði á Keflavíkurflugvelli þar sem komu landgönguliðanna var beðið. Frá lendingarsvæðinu mátti sjá glitta í bandaríska herskipið USS Iwo Jima. Er um að ræða eins konar þyrluflugmóðurskip og er það sér- útbúið til að flytja fjölmennt innrás- arlið að landi með skjótum hætti. Frá Iwo Jima var flogið með land- gönguliðana í land með þyrlum af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion. Tæki þessi eru engin smá- smíði, 30 metra löng og nokkuð yfir 15 tonn á þyngd. Hver þyrla getur flutt 55 manna herflokk og útbúnað. „Það er afar mikilvægt fyrir okk- ur að geta æft flutning á hermönn- um frá hafi við mismunandi að- stæður. Ísland veitir okkur frábært tækifæri til að æfa við kaldar að- stæður í miklu roki – það er ekki mikið um slíkt í Norður-Karólínu,“ segir Neary, en um leið og þyrlurnar lentu, svo gott sem samtímis, hlupu landgönguliðarnir út og tóku sér varnarstöðu við lendingarsvæðið. Þakklátir stjórnvöldum Misca T. Geter undirofursti er næstráðandi yfir 24. landgönguliða- sveit. „Fyrsta verk landgöngulið- anna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur,“ segir hún og bætir við að Banda- ríkjaher sé mjög þakklátur stjórn- völdum hér fyrir að hafa heimilað æfingar á Íslandi. „Að æfa hér eykur þekkingu á mismunandi aðstæðum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Risar Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um að flytja landgönguliða til og frá öryggissvæðinu en þangað var flogið með þá frá þyrluflugmóðurskipinu USS Iwo Jima. Landgönguliðar á Reykjanesi Herveldi Tvær vélar af gerðinni Bell Boeing MV-22 Osprey tóku einnig þátt, í fjarska er kanadísk herflutningavél. Þungvopnaðir Landgönguliðarnir tóku sér varnarstöðu við lendingarsvæðið á Keflavíkurflugvelli. Smart haustfatnaður, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Um er að ræða rekstur og eignir gamalgróins fyrirtækis sem framleiðir svalalokanir, sólstofur, glugga og rennihurðir. Áratuga löng reynsla og mikil verkefni framundan. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson: gunnar@kontakt.is H au ku r 10 .1 8 FRAMLEIÐSLU- FYRIRTÆKI til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.