Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Byggðastofnun eignaðist farþega- skipið Sailor á nauðungaruppboði sem fram fór hjá sýslumanninum í Stykkishólmi í fyrradag. Sailor hef- ur verið notað til hvalaskoðunar frá Reykjavík undanfarin ár. Skipið er nú án haffæris og hefur legið við bryggju í Reykjavík í sumar. Samkvæmt upplýsingum Ólafs K. Ólafssonar sýslumanns var Byggða- stofnun hæstbjóðandi með boð að fjárhæð kr. 5.000.000. Átti 48,8 milljóna kröfu Byggðastofnun lýsti kröfu að fjár- hæð kr. 48.888.763 vegna veðs sem stofnunin átti á 1. veðrétti. Önnur boð bárust ekki. Björgvin Sævar Matthíasson, Akranesi, lýsti kröfu vegna veð- skuldabréfs á 2. veðrétti að fjárhæð kr. 56.565.600 og Tollstjóri lýsti kröfu vegna fjárnáms á 3. veðrétti að fjárhæð kr. 4.759.479. Sailor er stálskip, byggt í Skot- landi 1979, og er 175 brúttótonn. Farþegafjöldi er 120. Þinglýstur eig- andi skipsins var AK 2854, en það fé- lag var tekið til gjaldþrotaskipta í sumar. Skipið var keypt til landsins sum- arið 2014. Skipið hét þá Jurasik Park og hafði verið í siglingum milli eyja við Skotland. Hingað komið var það í fyrstu notað til hvalaskoðunar- og sjóstangveiðiferða frá Akranesi. Þegar skipið kom á íslenska skipa- skrá fékk það nafnið Gullfoss. Upp- haflegur eigandi þess, Sea Ranger hf., hafði fengið einkarétt skráðan á nafninu hjá Samgöngustofu 2014. Eimskip var ósátt við þessa ákvörð- un og taldi sig eiga nafnið. Eimskip kærði til innanríkisráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Samgöngu- stofu. Það var svo árið 2016 að Eimskip keypt skipsnafnið Gullfoss af ferða- þjónustufyrirtækinu Reykjavík Sail- ors ehf., sem hafði eignast skipið. Það fékk nýtt nafn, Sailor. Byggðastofnun eignast skip  Bauð fimm millj- ónir í farþegaskipið Sailor á uppboði Morgunblaðið/sisi Við bryggju Sailor (blámálaður) hefur ekki verið notaður til hvalaskoðunar í sumar og liggur við Grandabryggju. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Pétur Magnússon, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir dagdvalarheimili á Íslandi ekki vera nægjanlega mörg til að mæta fjölgandi hópi eldri borgara hér á landi. Tæplega 800 dagdvalar- pláss eru víða um landið en þó flest á höfuðborgar- svæðinu. Hann segir það einnig vera áhyggjuefni að til stendur skera niður fé til mála- flokksins. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er ætlunin að skera enn frekar niður rekstrarfé dagdvalar, sem er áhyggjuefni og okkur þykir skrýtið í ljósi mikilvægi þessarar þjónustu. Hún er tiltölulega ódýr og getur seinkað sjúkrahúsinnlögnum og að fólk flytji inn á hjúkrunarheimili,“ segir Pétur. Hann segir að aðalmálið í þessu sé lífsgæði þeirra sem um ræðir en það að geta búið lengur heima hjá sér hljóta að vera gríðarleg lífsgæði. En dagdvöl er hugsuð fyrir eldra fólk sem býr heima en þarf stuðning, m.a. félagslegan stuðning. „Þetta snýst um að fólk geti með þessu úr- ræði búið lengur heima og fengið meiri lífsgæði í sínu lífi,“ segir Pétur. Gísli Jafetsson, framkvæmda- stjóri Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni, segir dagdvalar- heimili geta haft mikil áhrif á heilsu aldraðra. „Meðan fólk er heima, hvort sem það kýs að vera heima eða bara kemst ekki að annars staðar, þá er nauðsynlegt að það komist í dag- þjálfun eða dagvistun til að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu. Fá næringarríkan mat, eflingu styrks og annað slíkt,“ segir Gísli og bætir við að aðstoð í akstri á slík heimili skipti einnig máli. Gæti losað um Landspítalann Pétur bendir jafnframt á að um þessar mundir séu allt að 100 aldr- aðir fastir á Landspítalnum vegna þess að ekki sé hægt að fá þjónustu heim og engin hjúkrunarrými eru laus. „Það er hægt að minnka þenn- an hóp með því að vera með mark- vissa dagdvalarstarfsemi og létta þannig á Landspítalnum. Lífsgæði þeirra sem eru heima yrðu líka miklu meiri en að vera föst á spít- alanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra mælti á þriðjudaginn fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dagdvöl að halda, óháð aldri. Snýr fruvmarpið einnig að for- gangsröðun umsókna eftir þörfum viðkomandi einstaklinga. Spurður um þetta frumvarp segir Pétur það vera ágætis mál en segir að það þurfi að hafa aldursmismun aldraðra í huga.. „Það þarf að taka tillit til aldurs fólks og áhugamála. Þeir sem eru yngri eru oft á öðrum stað í lífinu heldur en þeir sem eru eldri hvað varðar áhugamál, matar- smekk og þess háttar. Við myndum vilja að það yrði reynt að aldurs- skipta þessu. Það er kannski erfitt í framkvæmd en æskilegra að þeir sem eru á svipuðum aldri verði meira saman.“ Dagdvalarpláss mæta ekki þörfinni  Tæplega 800 dagdvalarpláss á Íslandi  Mæta ekki þörfum vaxandi hóps eldri borgara  Dagdval- arheimili geta skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu aldraðra  Seinka sjúkrahúsinnlögnum Morgunblaðið/Eggert Eldri borgarar Félagslegur stuðningur í dagdvöl getur haft áhrif á andlega heilsu aldraðra og seinkað innlögnum á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili. Pétur Magnússon Fasteignir Grikk eða GOTT? 599 kr.stk. Grasker Halloween Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.