Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar
og lyklabox.
MIKIÐ ÚRVAL
Ný
vefvers
lun
brynja.i
s
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Árleg íbúakosning um framkvæmdir
í Reykjavík, Hverfið mitt, er nú haf-
in. Borgarbúum gefst kostur á að
kjósa á milli verkefna í sínu hverfi
sem valin voru úr tillögum íbúa. Alls
eru 450 milljónir króna til skiptanna
og hefur þeim verið skipt milli
hverfa borgarinnar eftir íbúafjölda.
Þannig hafa íbúar í Vesturbæ úr 55
milljónum að spila, þeir sem búa í
Hlíðunum fá 40 milljónir en íbúar
Grafarvogs fá 60 milljónir svo dæmi
séu tekin. Íbúar á Kjalarnesi fá hins
vegar aðeins 14 milljónir króna.
Hleðsluskápar fyrir snjalltæki
Þau verkefni sem hægt er að velja
á milli eru jafn misjöfn og þau eru
mörg. Mikið er um tillögur að upp-
setningu á ruslatunnum, lagfæring-
um á göngustígum, uppsetningu á
hraðahindrunum og ýmiss konar af-
þreyingu fyrir börn. Inni á milli eru
þó sérstaklega áhugaverðar og jafn-
vel nýstárlegar tillögur.
Þannig er lagt til að settir verði
upp hleðsluskápar fyrir snjalltæki í
Breiðholti og íbúar í Grafarholti og
Úlfársárdal geta kosið um að gerður
verði strandblakvöllur í Leirdal. Þá
geta íbúar í miðborg Reykjavíkur
kosið um að fá „I Love Reykjavík“
skilti niðri í bæ. „Sambærilegt skilti
er í öðrum stórborgum og er vinsælt
hjá ferðamönnum, sem hrífast auð-
veldlega af borginni, að taka mynd
af sér af sér með skiltið í bak-
grunni,“ segir í kynningu á þessari
hugmynd. Miðborgarbúar geta
einnig kosið um að sett verði upp
snjalltæki við stóra strætóstoppi-
stöð sem gefi þeim strætómiða sem
tekur ákveðinn fjölda hnébeygja
fyrir framan tækið. „Snjalltækið
nemur hreyfingar fólks og mark-
miðið er að hvetja fólk til líkams-
ræktar,“ segir í tillögunni.
Risastór snjallsprellikarl
Íbúar í Hlíðunum geta kosið að
gerð verði tjörn á Klambratúni. Í
Breiðholti er svo að finna kannski
frumlegustu tillöguna en hún á að
verða að veruleika á grænu svæði í
Bökkunum. Hún er svohljóðandi:
„Verkefnið felur í sér að setja upp
stærsta og jafnvel eina snjallsprel-
likarl heims. Honum verði komið
fyrir á hentugu grænu svæði en
hann verður færanlegur svo hægt er
að setja hann upp annars staðar.
Settur verði upp 10-12 metra hár
staur og sprellikarlinn festur tryggi-
lega efst á hann. Í stað þess að fólk
togi í spotta til að láta karlinn
sprella verður hann forritaður þann-
ig að fólk getur sent sms eða hringt í
sérstakt símanúmer sprellikarlsins
sem veifar þá höndum og fótum í
einskærri gleði við mikla ánægju
viðstaddra. Ágóðinn af símhringing-
um myndi renna til góðgerðarmála.“
Kosningin fer fram á vefsíðunni
kosning2018.reykjavik.is.
Tjörn á Klambratúni og
sprellikarl í Breiðholti
Áhugaverðar tillögur í íbúakosningunni Hverfið mitt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klambratún Nýtt torg var reist nýlega á Klambratúni. Nú gæti verið gerð
tjörn á túninu hljóti tillaga þess efnis brautargengi í íbúakosningu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Láglendisleiðin sem Vegagerðin hef-
ur lengi unnið að, svokölluð Teigs-
skógarleið (ÞH), kemur betur út en
leiðin sem norsku sérfræðingarnir
lögðu til, í öllum þeim þáttum sem
Vegagerðin kannaði í frumathugun
sinni. Á það sérstaklega við um kostn-
að og framkvæmdatíma en einnig um
styttingu vegalengda. Þær vísbend-
ingar sem birtar eru um umferðarör-
yggi og áhrif á umhverfið benda einn-
ig til þess að norska leiðin sé verri en
Teigsskógarleiðin.
Þótt Vegagerðin noti sömu aðferðir
við sína útfærslu á norsku leiðinni
(A3) og hún notar við hönnun og und-
irbúning annarra framkvæmda verð-
ur að hafa ýmsa fyrirvara um þann
samanburð sem Vegagerðin gerir og
birtur er hér að ofan. Þannig hefur
hvorki verið gert formlegt umferðar-
öryggismat fyrir leið A3 né umhverf-
ismat.
Í áliti Skipulagsstofnunar á um-
hverfisáhrifum mismunandi leiða sem
Vegagerðin kannaði kom fram að Þ-
H-leiðin væri í þeim flokki leiða sem
væru líklegar til að hafa í för með sér
verulega neikvæð umhverfisáhrif
sem erfitt væri að draga úr með mót-
vægisaðgerðum. Mælt var með jarð-
gangaleiðinni, D2.
Skipulagsstofnun taldi að allar leið-
irnar sem þá voru til skoðunar hefðu
jákvæð áhrif á nærsamfélagið og þau
samfélög á sunnanverðum Vestfjörð-
um og víðar sem njóta munu góðs
góðs af bættum samgöngum. Þess má
geta að norska leiðin hefur þann sér-
staka kost að tengja Reykhóla betur
við þjóðvegakerfið.
Vestfjarðavegur – samanburður leiða
Heimild: Vegagerðin
Þ-H, Teigs-
skógarleið
D2, jarð-
gangaleið
A3, Norska
leiðin
Munur á
Þ-H og A3
Umferðaröryggi Best Verst Óhagstæðari en Þ-H
A3 lengri
og brattari
Kostnaður (milljónir kr.) 7.300 13.300 11.200 3.900
Vegalengdir (km) 24,2 26,2 28,9 4,7
Efnisþörf úr námum (þús m2) 170 13 970 800
Vegur innan verndarsvæða (km) 20,8 10,3 27 6,2
Kolefnisspor vegna framkvæmda
(tonn CO2)
54.777 42.939 64.460 9.683
Útblástur frá umferð (tonn CO2/ári) 381 414 460 79
Mögulegt útboð framkvæmda maí 2019 haust 2020
maí 2021 –
vor 2022 2-3 ár
Möguleg verklok haust 2022
haust
2024
haust 2024
–haust 2025 2-3 ár
Teigsskógarleiðin
alltaf með betra skor