Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
1897. Móðir hans deyr 19. maí 1899 og
er honum þá komið í fóstur til móður-
systur sinnar í Hnífsdal og eiginmanns
hennar. Þar er hann til 1905, að þau
flytjast inn á Ísafjörð. Gústi elst upp
vestra, frelsast árið 1910 og gerist sjó-
maður og er víða um land á bátum og
skipum. Hinn 15. september 1923 fer
hann siglandi til útlanda í fyrsta sinn,
veikist illa og er komið undir læknis-
hendur á Ítalíu og í Skotlandi. Við
þessa reynslu eflist trú hans mjög. Eft-
ir tveggja mánaða sjúkrahúslegu fer
hann á norskt flutningaskip og siglir
m.a. til Argentínu og víðar um heim og
er eftir það á ýmsum fleyjum, litlum og
stærri, ytra.
Hann er í stýrimannaskóla í Noregi,
líklega veturinn 1924-1925. Hann verð-
ur fyrir opinberun, e.t.v. árið 1926, er
þá á skútu í útlöndum, og fer eftir það
upp til Íslands. Hann er á biblíuskóla í
Fjellhaug í Noregi vorið 1929 og flytur
upp úr því til Siglufjarðar og býr þar að
mestu til æviloka.
Sumarið 1949 kaupir hann litla trillu,
gefur henni nafnið Sigurvin og fer í út-
gerð með almættinu og notar andvirði
veiðinnar til að styrkja fátæk börn um
allan heim til náms, og styðja jafnframt
við kristniboð á veraldarvísu. Sjálfur
bjó hann við þröngan kost.
Hann var mikið hraustmenni og
þótti góður sjómaður, og notaði iðu-
lega segl ef hægt var.
Á sunnudögum og líka á öðrum dög-
um, þegar hann ekki komst í róður,
prédikaði hann á torginu í miðbænum,
bara til að halda sér við, að eigin sögn.
Um 1950 er þegar farið að kalla hann
Gústa guðsmann vegna þessa alls.
Svona líða árin.
Handskrifaðar ritningargreinar á
litla miða, sem hann deildi út á meðal
vegfarenda og annarra, og núna eru
gulls ígildi í augum margra, tengjast
þessu og margt fleira, ekki síst velvilji
hans í garð barna og ungmenna og
barátta hans við kommúnismann.
Lengsta viðtal frá upphafi
Árið 1977 er vélin í bátnum ónýt og
farið líka. Upp úr því er Sigurvin tek-
inn á land og gefinn til varðveislu.
Gústi dvelur síðustu æviárin á öldr-
unardeild sjúkrahúss bæjarins. Hann
lést á Siglufirði 12. mars 1985.
Um 1990 tóku menn upp þann sið að
leggja blóm á leiði hans, um viku á
undan Síldarævintýri og Pæjumóti, til
að biðja kristniboðann um gott veður,
enda orðinn helgur maður í augum
margra Siglfirðinga. Í byrjun 21. aldar
var þetta enn við lýði.
Báturinn var lagfærður í byrjun 10.
áratugar 20. aldar og hefur frá árinu
2004 verið geymdur í einni bygginga
Síldarminjasafns Íslands, Bátahúsinu.
Þar er jafnframt að finna tréskúlptúr
af Gústa í fullri stærð, eftir siglfirsku
listakonuna Aðalheiði S. Eysteins-
dóttur; hann var gefinn safninu árið
2004. Aukinheldur er þar að finna
kvartil, sem hefur það að markmiði að
safna peningum handa fátækum börn-
um í útlöndum. Láta margir fé af
hendi rakna á göngu sinni um húsa-
kynnin. Í lok hvers árs er kúturinn svo
tæmdur og féð lagt inn á reikning
ABC barnahjálpar.
Morgunblaðið kom við sögu í lífi
Gústa því eftir að viðtalsgrein Árna
Johnsen við hann 11. september 1977
birtist má segja að Gústi hafi orðið
landsþekktur. Mun þetta hafa verið
lengsta viðtalsgrein sem birst hafði í
Morgunblaðinu til þess tíma, upp á
fjórar blaðsíður. Árið 1965 hafði líka
birst ítarlegt viðtal í jólablaði Alþýðu-
blaðsins, sem markaði upphafið að
segja má. Ólafur Ragnarsson, síðar
bókaútgefandi, tók það. Lag Gylfa
Ægissonar, sumarið 1985, gerði svo
útslagið.
Ævisaga Gústa er væntanleg á
næsta ári.
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Afhjúpun Listamaðurinn, Ragnhildur Stefánsdóttir, ásamt Vigfúsi Þór Árnasyni, Hermanni Jónassyni og Kristjáni L. Möller en þeir eru í stjórn Sigurvins,
áhugamannafélags um minningu Gústa guðsmanns. Fjölmenni var þegar styttan af Gústa var afhjúpuð á Ráðhústorgi á Siglufirði um síðustu helgi.
Gústi guðsmaður í brons
Fæddist í Dýrafirði árið 1897 en bjó á Siglufirði frá 1929-1985 Var í útgerð
með almættinu Af mörgum talinn helgur maður Ævisagan væntanleg
SVIÐSLJÓS
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Stytta af Gústa guðsmanni, hinum
landsþekkta fiskimanni og kristni-
boða, var afhjúpuð á Ráðhústorgi á
Siglufirði laugardaginn 13. október
síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni.
Það var Sigurvin, áhugamannafélag
um minningu Gústa guðsmanns, sem
fyrir þessu stóð og var Ragnhildur
Stefánsdóttir listamaður og mynd-
höggvari í Reykjavík fengin til verks-
ins og hefur leyst það afar vel af hendi.
Styttan var steypt í brons í Þýska-
landi.
Aðalgefendur eru Birkir Baldvins-
son athafnamaður og Siglfirðingur,
Páll Samúelsson athafnamaður og
Siglfirðingur, Guðmundur Krist-
jánsson í Brimi, útgerðarmaður, og
sjómenn og Siglfirðingar heima og að
heiman, auk þess sem sveitarfélagið
Fjallabyggð lagði til undirstöðu og
bekki.
Fór um allan heiminn
Gústi, sem hét fullu nafni Guð-
mundur Ágúst Gíslason, fæddist í
Hvammi í Dýrafirði 29. ágúst árið
Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur
ekki verið minni síðan í júní 2016.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Íbúðalánasjóði, þar sem segir að
vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu hafi lækkað um 0,7% frá því
í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum
Þjóðskrár Íslands.
Í tilkynningunni kemur fram að
árshækkun leiguverðs mælist nú
6,1%, en hækkunin hefur ekki verið
svo lítil síðan í júní 2016 þegar hún
mældist 5,4%. Hefur meðalhækkun
vísitölu leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu verið um 8,6% á ári frá því
að mælingar hófust í janúar 2011.
Frá þeim tíma hefur vísitalan hins
vegar hækkað um 89,6%.
Segir ennfremur í tilkynningunni
að þrátt fyrir að árshækkun vísitölu
leiguverðs hafi verið með lægra móti
í septembermánuði þá mælist árs-
hækkun vísitölunnar sjöunda mán-
uðinn í röð hærri en árshækkun vísi-
tölu íbúðaverðs sem mælist nú 3,9%.
Árshækkun
ekki minni
frá 2016
Hópur þingmanna hefur lagt fram
þingsályktunartillögu á Alþingi um
að ríkisstjórninni verði falið að skipa
starfshóp til þess að kanna með
heildrænum hætti stöðu barna á Ís-
landi tíu árum eftir hrun.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing-
maður VG, er fyrsti flutningsmaður
tillögunnar en meðflutningsmenn
eru úr öllum þingflokkum á Alþingi.
Í greinargerð segir m.a. að í upp-
hafi hrunsins hafi mikið verið rætt
um möguleg langtímaáhrif þess á
börn. Því sé full ástæða til að skoða
stöðu barna á þessu tíu ára tímabili,
2008-2018, og meta áhrif hrunsins á
stöðu þeirra og líðan, svo sem út frá
félagslegum, sálrænum og efnahags-
legum áhrifum, sem og hvar þjón-
usta við börn var skorin niður og
hvort úrbætur hafi átt sér stað á
þessu sviði. Til séu ýmsar rannsókn-
ir og greiningar sem gerðar hafi ver-
ið á stöðu og líðan barna á undan-
förnum árum, sem þó virðist aldrei
hafa verið lagt heildstætt mat á með
þeim hætti sem nú sé lagt til.
Í tillögunni er gert ráð fyrir því að
starfshópurinn hafi í vinnu sinni
samráð við umboðsmann barna,
Barnaverndarstofu, UNICEF á Ís-
landi, Velferðarvaktina, Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og önnur fé-
lagasamtök og stofnanir sem
málefnið snerti. Starfshópurinn skili
skýrslu til ríkisstjórnarinnar innan
sex mánaða frá skipun hópsins.
Vilja skoða stöðu barna á
Íslandi áratug eftir hrun
Tillaga um starfshóp sem skili skýrslu eftir hálft ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Alþingi Lagt er til að staða barna
áratug eftir hrunið verði könnuð.