Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 42

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skortur á nýj-um íbúðumer ein helsta skýringin á því að íbúðaverð hefur hækkað umfram laun á síðustu tveimur árum, að sögn Ingólfs Ben- der, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þetta er athyglis- vert, ekki síst í ljósi þess hve mjög laun hafa hækkað á þessu tímabili, sem sýnir vel hve al- varleg og skaðleg áhrif skortur- inn hefur haft. Þetta kom fram á fundi um fasteignamarkaðinn en þar fór annar hagfræðingur, Sölvi Blöndal, einnig yfir stöðuna og benti á áhrifin af stefnu borgar- yfirvalda um þéttingu byggðar, sem tekin var inn í aðalskipu- lagið fyrir fimm árum: „Með þéttingu byggðar hækkaði byggingarkostnaður. Hann er að jafnaði 30-50% hærri en ef byggt er á strjálbýlli svæðum. Það tekur oftast lengri tíma að byggja á rótgrónu svæði en þegar byggð eru ný hverfi, eða nýtt land brotið undir byggð. Það gefur augaleið að lengri byggingartími þýðir hærri fjár- magnskostnað. Því verður að mörgu leyti dýrara að byggja.“ Sölvi sagði einnig að verktak- ar hefðu brugðist við með því að smíða íbúðir fyrir þá efnameiri og afleiðinguna af því má sjá víða í miðborginni þar sem auglýstar eru íbúðir með mjög háu fermetra- verði, oft á biliu 700.000 til 1.000.000 krónur. En það er ekki nóg með að það að leggja alla áherslu á að þétta byggð sé skaðleg stefna, tíma- setningin var líka slæm. Sölvi segir hana hafa verið setta fram á versta tíma, þegar eftirspurn hafi verið mikil vegna fjölgunar ferðamanna, innkomu fjöl- mennra árganga ungs fólks og ládeyðu í nýframkvæmdum. Þéttingarstefnan hafi því þrýst upp íbúðaverði. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á það á undanförnum árum hve skaðleg þétting- arstefna borgaryfirvalda sé heldur meirihluti borgar- stjórnar sig við þessa stefnu. Það sérkennilega er að sá meiri- hluti sem tók við í vor fylgir sömu stefnu þrátt fyrir að sum- ir í samstarfinu séu nýir í borg- arstjórn og þyrftu ekki að fylgja áfram mislukkaðri stefnu sam- starfsflokkanna. Á þessu hefur engin skýring fengist, ekki frekar en á því að þessir nýju aðilar í meirihlut- anum hafa valið að taka á sig mistök samstarfsflokkanna í öðrum vandræðamálum meiri- hlutans. Hvers vegna fylgir nýr meirihluti borg- arstjórnar sömu röngu stefnunni og forverinn?} Þéttingin þrýstir upp fasteignaverði Mikil umbroteru í Evrópu og úrslit kosninga síðasta árið endur- spegla þau. Áhrifin eru þó fjarri því að vera öll komin fram. Þeir sem urðu undir and- æfa enn kröftuglega. Það er ekki endilega tær þráður sem gengur í gegnum öll úrslit þessara kosninga. Sumt virðist þó áberandi. Þar á meðal stórlega veikluð staða sósíal- demókrata hvort sem horft er til Ítalíu í suðri, Þýskalands á norðanverðu meginlandinu eða norður til Svíþjóðar og Noregs. Syðst í álfunni hrundi flokk- ur Renzis úr meirihlutastöðu niður í áhrifalítinn smáflokk. Flokkar sem segjast hlusta á fólkið sitt fengu mjög ríflegan meirihluta á þingi. Forseti Ítal- íu úr röðum sósíaldemókrata reyndi þó furðu lengi að þvæl- ast fyrir því að gjörbreyttur meirihluti á þingi fengi að setja svip sinn á Stjórnarráðið í Róm. Gerði forsetinn tilraun til að skapa skilyrði til að kosið yrði á ný. Í Þýskalandi gerðist það sama. Sósíaldemókratar þar fóru svo illa út úr kosningum í sept- ember á síðasta ári að nýkjörinn for- maður þeirra hrökklaðist úr sinni stöðu og hann og almennir flokksmenn virtust sammála um að flokkurinn yrði að sýna að hann næmi merkin sem bærust og skildi þau og mundi því leita nýs upphafs í stjórnarandstöðu. Nokkuð langvarandi stjórnarkreppa var þó höfð sem afsökun fyrir því að sækja í ráðherrastólana á ný. Kjósendur nýttu fyrsta tæki- færi sem þeir fengu í kosn- ingum í Bæjaralandi. Kratar töpuðu helmingi fylgis síns og fóru úr sæti 2. stærsta flokks niður í það fimmta. Það jók niðurlæginguna að AfD, hinn „óstjórntæki“, varð stærri flokkur en kratar. Í Svíþjóð gengur krötum ekki betur að horfast í augu við sína útkomu. Löfven formaður leiddi flokk sinn til verstu úr- slita í heila öld. Hann telur þó að djúpt í skelfilegum skila- boðum kjósenda leynist krafa um að Löfven skuli áfram vera forsætisráðherra Svíþjóðar. Kjósendur taka því illa þegar úrskurðir þeirra eru að engu hafðir} Berja höfði við stein H efur formaður utanríkismála- nefndar Alþingis ekki um nóg annað að hugsa en að gagnrýna borgarstjórnina í Reykjavík? Þetta voru viðbrögðin sem ég fékk frá innanbúðarmanni í Samfylking- unni þegar ég fyrir nokkrum dögum nýtti þennan vettvang til að skrifa um braggamálið í Reykjavík sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undanförnu. Nú er það reyndar svo að undirrituð er fyrst og fremst þingmaður Reykvíkinga og hefur því eðlilega nokkurn áhuga á því hvernig málum er háttað í Reykjavík. Þegar rekstur borgarinnar er jafn slæmur og raun ber vitni er ástæða til að vera enn frekar vakandi fyrir hönd Reykvík- inga. Þá er gaman að segja frá því að ég hef nú skrifað á þessum vettvangi í eitt ár og efn- istökin hafa verið jafn fjölbreytt og pistlarnir eru margir. Þó að mikið hafi verið rætt um braggamálið hefur mál- ið ekki verið tæmt og allt bendir til þess að enn eigi eftir að velta við einhverjum steinum. Það sem hins vegar vekur athygli eru viðbrögð vinstriflokkanna í Reykjavík. Sumir bregðast við eins með fyrrnefndum hætti, að þetta komi þingmönnum ekkert við og þeir eigi bara að hugsa um annað. Helst mætti skynja að borgarbúum kæmi þetta heldur ekki við, að þeir ættu bara ekkert að vera að skipta sér af þessu eða hafa skoðun á málinu. Viðbrögð Pírata eru einnig áhugaverð. Píratar hafa fram til þess ekki þurft neinar rannsóknir eða stað- reyndir til að fella stóra dóma um menn og málefni, saka aðra um spillingu og ætla öðrum allt hið versta. Þegar braggamálið kom fyrst til tals voru fyrstu viðbrögð Pírata að saka borg- arfulltrúa um „pólitískt upphlaup“ og á liðn- um vikum hefur borgarfulltrúi Pírata beitt sér gegn því að óháður aðili rannsaki málið. Þegar Píratar fóru í vettvangsferð í bragg- ann var fjölmiðlum skipað að bíða fyrir utan. Hið margumtalaða gegnsæi var gert að gluggagægi. Sömu viðbrögð einkenna aðra sem hafa fram til þess kallað eftir afsögnum kjörinna fulltrúa við minnsta tilefni. Allir álitsgjafarnir og sérfræðingarnir um vandaða stjórnsýslu eru sjálfsagt enn í sumarfríi. Nú er það reyndar ekki svo að það ríki ein- hver Þórðargleði yfir þessu máli því þeir sem tapa á málinu eru að lokum skattgreiðendur í Reykjavík. Hér er einfaldlega komið upp mál, mögulega eitt af mörgum, sem opinberar það hversu illa borginni er stýrt af vinstrimönnum. Það er engin yfirsýn, engin ábyrgð og ekkert skipulag. Það sem er þó verra er að það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast. Eins og við var að búast hefur Viðreisn stigið enn eitt skrefið til vinstri með að falla á sverðið fyrir samstarfsmenn sína í borginni. Frasinn um almannahagsmuni umfram sérhagsmuni hljómar vel, þangað til á hólminn er komið og taka þarf á málum. Þá vega sérhagsmunir vinstri meirihlutans þyngra en al- mannahagsmunir borgarbúa. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Sérfræðingar í sumarfríi? Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxeldisfyrirtækin hafa sóttum bráðabirgðaleyfi tilviðkomandi ráðuneyta tilað stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Jafnframt vinna þau að úrbótum á umhverfismati og undir- búa það að bera úrskurði úrskurðar- nefndarinnar undir dómstóla. Stjórnarfrumvarp um heimild til sjávarútvegsráðherra að gefa út rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða, þegar brýna nauð- syn ber til, var samþykkt á Alþingi þriðjudaginn 9. október. Frum- varpið snerist um að veita ráðherra sambærilega heimild varðandi rekstrarleyfi og umhverfisráðherra hefur til að veita tímabundna und- anþágu frá kröfu um starfsleyfi. Arnarlax (móðurfélag Fjarða- lax) og Arctic Fish (móðurfélag Arc- tic Sea Farm) sóttu um undanþágu- leyfi til beggja ráðuneytanna strax daginn eftir að frumvarpið var sam- þykkt. Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir að ekki hafi þótt ástæða til að sækja fyrr um undanþágu til umhverfis- ráðherra því bæði leyfin séu nauð- synleg til þess að hægt sé að halda starfseminni áfram. Fyrirtækin hefðu ekki verið betur sett með ann- að leyfið ef hitt vantaði. Vonast Sig- urður til að leyfin fáist sem fyrst. Safna nýjum gögnum Samhliða var hafin vinna við að bæta úr þeim ágöllum sem úrskurð- arnefndin grundvallaði niðurstöðu sína á, það er að segja að skort hafi á mat á fleiri valkostum en þeim sem fyrirtækin hugðust framkvæma. „Við tökum úrskurð úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála alvarlega og vinnum að því að gera betri grein fyrir öðrum valkostum,“ segir Sigurður. Hann segir að verkið sé án for- dæma og sé því unnið í samráði við þær þrjár stofnanir sem gagnrýndar voru í umræddum úrskurði, það er að segja Matvælastofnun, Umhverf- isstofnun og Skipulagsstofnun. Seg- ir Sigurður að ekki þurfi að ráðast í miklar rannsóknir. Vinnan felist frekar í því sem fyrirtækin eru alltaf að gera, að fylgjast með framþróun og tækniþekkingu í fiskeldi. Nú sé verið að safna gögnum og setja upp- lýsingarnar fram á þann hátt að skýrt sé af hverju fyrirtækin telji ekki aðrar leiðir raunhæfar, á þessu stigi málsins. Nýjar aðferðir lofa góðu Umræddir valkostir eru meðal annars eldi á landi, eldi á ófrjóum laxi og eldi í lokuðum sjókvíum, auk annars umfangs og staðsetninga en gerð var grein fyrir í umhverfismat- inu. Sigurður segir að nýjar rann- sóknir um aðferðir til að gera fisk ófrjóan lofi góðu. Sá umhverfisstað- all sem Arctic Fish vinnur eftir heimilar ekki þrýstimeðferð á hrognastigi til að gera laxinn þrílitna því það felur í sér erfðabreytingu. Nú er verið að prófa notkun bólu- setninga og fleiri aðferðir. „Um leið og nýjar aðferðir komast í notkun munu fyrirtækin sjá sér akk í því að nýta þær, eins og aðrar aðferðir sem taldar eru bestar hverju sinni. Það þarf engar úrskurðarnefndir eða dómsvald til að ýta mönnum út í það,“ segir Sigurður. Eldi í lokuðum sjókvíum og landeldi er hins vegar ekki talið raunhæft á þeim svæðum sem fyrir- tækin starfa á. Þá er mikil stærðar- hagkvæmni í laxeldi og því má búast við að mat á minna umfangi komi ekki vel út. Beðið svara ráðu- neyta um ný leyfi Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Patreksfjörður Brunnskip á vegum Arnarlax setur seiði út í kvíar fyrirtæk- isins í Patreksfirði. Fyrirtækið hafði þar eldi áður en leyfin voru stækkuð. Starfsmenn Skipulagsstofn- unar hafa verið að ræða við lax- eldisfyrirtækin, Umhverfis- stofnun og Matvælastofnun sem veita starfs- og rekstrar- leyfi. Niðurstaðan varð sú, segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, að það ætti að vera fullnægjandi við þær aðstæður sem nú eru uppi að taka saman greinargerð um það hvernig framkvæmda- áformin hafi þróast og hvaða kostir og útfærslur voru skoð- aðir og afskrifaðir. Gerð verði grein fyrir þeim kostum sem nefndir eru í ógildingarúrskurð- inum. Greinargerðinni verði skilað til leyfisveitenda og jafn- framt leitað álits Skipulags- stofnunar. Ásdís Hlökk tekur fram að það sé í höndum fyrir- tækjanna að meta hvort þau telji þörf á að ganga lengra og taka umhverfismatið upp að einhverju leyti og leggja þá fram nýja matsskýrslu eða við- bætur þannig að Skipulags- stofnun geti gefið út nýtt álit. Greinargerð eða nýtt mat SKIPULAGSSTOFNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.