Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
23.–27. október
TÚNFISK
FESTIVAL
AKAMI nigiri – 2 bitar 1.290 kr.
TORO nigiri– 2 bitar 1.590 kr.
AKAMI sashimi – 4 bitar 1.390 kr.
TORO sashimi – 4 bitar 1.690 kr.
O-TORO sashimi – 4 bitar 1.990 kr.
TEKKA maki – 6 bitar 2.490 kr.
Túnfisk TARTARE 2.290 kr.
Túnfisk CARPACCIO 2.690 kr.
SNÖGGSTEIKTUR túnfiskur 2.990 kr.
dur túnfisks mega alls ekki
a þetta framhjá sér fara.
pantanir í síma 568 6600
og á sushisocial.is
HI SOCIAL • Þingholtsstræti 5
MATSEÐILL
5 túnfiskréttir og eftirréttur
8.990 kr.
SMAKKSEÐILL
Níu spennandi réttir úr
bláuggatúnfiski. Fiskurinn er
fluttur heill til landsins og með
honum kemur skurðarmeistarinn
Nobuyuki Tajiri sem sér um að
hluta fiskinn niður eftir öllum
kúnstarinnar reglum.
Unnen
lát
Borða
SUS
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
„Fyrirtækið er sem sagt skírt í höf-
uðið á mér,“ segir Arna María Hálf-
dánardóttir, sölu- og markaðsstjóri
Örnu, „en það er saga á bak við
það,“ bætir hún við. Arna var hug-
mynd föður hennar, Hálfdáns Ósk-
arssonar mjólkurfræðings, sem
fannst vanta ferskar laktósafríar
mjólkurvörur á markað hérlendis.
„Hugmyndin kviknaði við eldhús-
borðið heima á Ísafirði,“ segir Arna,
en um sannkallað fjölskyldu-
fyrirtæki er að ræða. „Pabbi er
mjólkurfræðingur og þetta var hans
hugmynd en markmiðið hjá pabba
var að fólk með mjólkuróþol hefði
fjölbreyttari kosti. Við höfum öll
komið að fyrirtækinu með einum
eða öðrum hætti. Fyrsta árið voru
þetta pabbi og Óskar bróðir minn
sem lögðu allt í þetta. Við hin systk-
inin vorum yngri en gerðum alltaf
eins mikið og við gátum. Í dag er ég
svo sölu- og markaðsstjóri, Hildur
systir mín og kærastinn hennar,
hann Aron Brink, sjá um vörukynn-
ingar í verslunum og Haukur Jör-
undur, bróðir minn, er svo í hinu og
þessu hjá okkur meðfram skól-
anum. Það hafa allir komið að því
nema mamma að ég held. Hún hef-
ur verið á fullu í sínu. Sem er
kannski eins gott því fyrstu árin var
unnið nánast allan sólarhringinn.“
Eyddi hluta jólanna
einn vegna ófærðar
„Við búum á Ísafirði en húsnæðið
sem við höfðum hug á hér var ekki í
boði þannig að við enduðum á að
finna hið fullkomna húsnæði í
gömlu rækjuvinnslunni í Bolungar-
vík. Það hentaði okkur vel enda
stutt á milli. Pabbi eyddi þó fyrstu
jólunum að hluta einn í Bolungarvík
þar sem Hnífsdalsvegur var ófær.
Það var allt lagt í sölurnar og ekki í
boði að missa úr daga vegna ófærð-
ar.“
Nafnið vekur einnig athygli –
ekki síst þar sem það er Arna sem
stýrir Örnu. „Sko,“ segir Arna hlæj-
andi, „það er saga á bak við þetta
þó að ég grínist alltaf með að vera
uppáhaldsbarnið og fólk haldi
staðfastlega að ég sé með mjólkur-
óþol,“ segir hún hlæjandi. „Pabbi
var búinn að vera í rekstri áður og
gerði meðal annars út bát. Fyrir-
tækið hét Arna ehf., sem var ein-
mitt í höfuðið á mér en samt meira
til gamans gert og kannski aðallega
af því að ég var svo ákveðin í að
þetta væri besta nafnið. Síðan þeg-
ar hönnun vörumerkisins hófst og
farið var að skoða hvað fyrirtækið
ætti að heita fannst pabba nafnið
Arna passa vel inn í merkið sem bú-
ið var að hanna og það varð úr að
mjólkurvinnslan var nefnd í höfuðið
á mér. Ég er samt ekki með mjólk-
uróþol líkt og allir halda,“ bætir
hún við brosandi.
Finna mikla velvild
í garð fyrirtækisins
Arna hefur haldið velli í gegnum
árin og gott betur. Vöruframboðið
er sífellt að aukast og úrval árstíða-
bundinna vara. Fyrirtækið á sér
mjög trausta viðskiptavini og ef
fylgst er með því á samfélags-
miðlum má sjá skemmtileg sam-
skipti þar á milli. Spurningum er
svarað og allt er þetta á mjög svo
mannlegum nótum. „Við reynum að
vera eins virk og við getum og ég
Hugmyndin kviknaði
við eldhúsborðið
Árið 2013 var mjólkur-
gerðin Arna formlega
stofnuð á Ísafirði. Síðan
þá hefur fyrirtækið rutt
sér til rúms á íslenskum
markaði með laktósa-
fríum mjólkurafurðum
sem hafa gjörbreytt lífi
margra. Færri vita sög-
una á bak við fyrirtækið
og hvaðan nafnið er
komið.
Fjölskyldufyrirtæki
Arna María Hálfdánar-
dóttir, sölu- og mark-
aðsstjóri Örnu.
Morgunblaðið/Kristinn
Mynd frá árdögum Örnu Hér má sjá þá feðga Hálfdán Óskarsson og Óskar
Hálfdánarson í mjólkurvinnslunni. Myndin er tekin árið 2013.