Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 ✝ Ingibjörg Guð-jónsdóttir fæddist á Hvolsvelli í Rangárvallasýslu 16. febrúar 1953. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi eftir erfið veikindi 6. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Kristín Ís- leifsdóttir hús- móðir, f. 3. desember 1927, d. 23. apríl 2010, og Guðjón Tóm- asson, fv. starfsmannastjóri Landsvirkjunar, f. 16. mars 1931, d. 21. nóvember 2011. Systkini Ingibjargar eru: 1) Sig- ríður, f. 27.9. 1951, maki Jón Ingvarsson, f. 8.2. 1946. Börn: Guðrún Þóra Björnsdóttir, Kristín Lilja Björnsdóttir og Súsanna Jónsdóttir. 2) Guðjón Axel, f. 26.9. 1968, maki Katrín Eyvindsdóttir, f. 6. apríl 1981. Börn þeirra: Sandra Dögg, ist tímabundið að Sámsstöðum í Gnúpverjahreppi þegar Búr- fellsvirkjun var í byggingu og voru unglingsárin á Suðurlandi. Ingibjörg gekk í Laugalands- skóla í Holtum og síðar í Héraðsskólann á Laugarvatni. Fljótshlíð, Hvolsvöllur, Selfoss, Vaðnes og Sólheimar voru uppáhaldsstaðir Ingibjargar þar sem hún fékk þess notið að vera innan um fjölskyldu og vini. Ingibjörg vann ýmis störf áð- ur en hún réð sig til starfa hjá Alþýðubankanum árið 1976 og fluttist síðan yfir til Íslands- banka þegar bankarnir samein- uðust árið 1990. Þar starfaði Ingibjörg uns hún hóf störf hjá SPRON árið 1998 og starfaði þar til ársins 2008. Félagsstörf voru Ingibjörgu hugleikin og var hún fyrrum fé- lagi í JC BROS. Hún gekk í Oddfellowregluna árið 2006. Ingibjörg hóf störf á Sól- heimum í Grímsnesi árið 2009 og starfaði þar uns heilsan brast árið 2015. Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 18. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Thelma Rún, Rakel Lilja og Axel Logi. 3) Kristín Laufey, f. 16.10. 1971, maki Óðinn Vignir Jón- asson, f. 19. janúar 1969. Börn þeirra: Arna Björk, Tómas Darri og Ísleifur Óli. 4) Kristmann Grétar Óskarsson, sammæðra, f. 24.4. 1944, maki Berg- ljót Hermundsdóttir, f. 17. des- ember 1943. Börn þeirra: Gyða, Auður og Kristín Margrét. Fyrstu æviár Ingibjargar voru á Hvolsvelli þar sem móð- urfjölskyldan bjó. Árið 1955 fluttist fjölskylda Ingibjargar til Reykjavíkur og bjuggu þau í Þingholtsstræti 8. Ingibjörg gekk í Miðbæjar- skólann fyrstu skólaárin en eft- ir að fjölskyldan flutti í Álfta- mýri 53 varð Álftamýrarskóli hennar skóli. Fjölskyldan flutt- „Það er auðvelt að treysta fólki þegar allt leikur í lyndi. Mikilvægara er að geta treyst fólki þegar mikið gengur á og stormar lífsins geisa,“ segir í gamalli speki. Ég rifja þessi sannindi upp á kveðjustund Ingibjargar frænku minnar. Systkini hennar stóðu við bakið á henni þegar vindar blésu og hún veiktist af banvænu krabbameini og þáttaskil urðu í lífi hennar. Þá reyndi á mann- gæsku, þolinmæði og þraut- seigju systkinanna. Systur Ingu tóku hana inn á heimili sitt, þar var öruggt skjól og umhyggja. Við erum systrabörn, afkom- endur Ísleifs Sveinssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur á Hvolsvelli. Barnabörn þeirra voru 26, tvö létust sem ungbörn. Sum börn afa og ömmu bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og þótti okkur sveitafólkinu þau miklir heimsborgarar. Á stundum sem þessari hrannast upp gamlar minningar sem sækja á hugann. Það var tilbreyting þegar frændfólkið úr borginni kom á Hvolsvöll. Eins var spennandi að heim- sækja þau. Fjölskylduböndin eru sterk. Með Ingu fylgdi ferskur blær – hún hló með sér- stökum hætti, var fjörug, kát og húmorísk. Við rifjuðum oft upp veru hennar sem ungrar kaupa- konu í Kollabæ í Fljótshlíð. Óyndi greip kaupakonuna ungu, hún hringdi í foreldra mína og bað um að hún yrði sótt hið snarasta. Stigið var upp í Ópel- inn gljáfægða og ekið af stað. Þegar sást til bæjarins blikkaði útiljósið ótt og títt. Kaupakonan var tilbúin með töskuna við úti- dyrnar og þótti vissara að blikka ljósinu þannig að klárt væri hvar hún væri stödd. Það var stór stund að fara með Ingu frænku í Tónabíó á bítlamynd- ina „Hard days night“. Ég varð hálfgerður „heimsmaður“ eftir að hafa séð myndina, enda mik- ill bítlaunnandi og nýbúinn að fá bítlajakka. Það skyggði á gleðina að ég týndi litlu veski með hundraðkalli í. Inga var fljót að átta sig þegar komið var út; hún komst aftur inn í bíósal- inn, skreið undir sætið og fann veskið, mér til mikillar gleði. Þessi litla saga lýsir því vel hve Inga var fylgin sér og áræðin en við vorum bara litlir krakkar á þessum tíma. Inga fékkst við ýmis störf um ævina, starfaði lengst af í banka, varð síðar starfsmaður í verslun á Sólheimum í Gríms- nesi. Þar beitti hún sér fyrir miklum breytingum á verslun- inni og naut starfsins og átti í afar góðum samskiptum við heimilisfólkið. Þegar við Stein- unn bjuggum á Bifröst bjó Inga hjá okkur sumarlangt og vann með okkur á Hótel Bifröst. Hún var afar dugleg til vinnu, um- gengnis- og barngóð. Eftir að Kristín móðir Ingu féll frá hélt hún mikilli tryggð við móður- systur sínar. Inga fann hjá þeim móðurlega hlýju, enda einstak- ar konur. Það er með söknuði sem við kveðjum frænku mína. Lífið getur orðið svo erfitt að dauðinn er lausn þegar fólk hefur þjáðst lengi. Eftir situr söknuðurinn og margar fallegar minningar. Þegar Inga gengur inn um Gullna hliðið er ekki ósennilegt að heimamenn blikki útiljósum eins og kaupakonan gerði í Hlíðinni forðum. Guð blessi minningu Ingibjargar frænku minnar. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Ísólfur Gylfi Pálmason. Elsku hetjan mín, frænka og vinkona. Minningarnar streyma fram. Minningarnar um samveru okkar allt frá því við lékum okk- ur í ömmubæ, leigðum saman, skemmtum okkur saman, þar til við sátum og grétum saman yfir örlögum þínum. Þú barðist eins og þér einni var lagið með æðruleysi og bjartsýni og við fögnuðum öll- um góðum fréttum eins og nú styttist í sigur. Þú varst dugnaðarforkur og ekkert var það sem þú hafðir ekki klárað með stæl áður en þetta verkefni var lagt fyrir þig. Þú varst grallari. Þú varst greiðvikin með eindæmum. Þú varst barngóð og börnin mín kveðja þig með þakklæti fyrir allar samverustundirnar. Við Kjartan biðjum góðan guð að geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Þú varst yndisleg og ég sakna þín óendanlega en minn- ingarnar ylja. Margrét Guðjónsdóttir. Lífið kemur sífellt á óvart og að missa kæra frænku og vin- konu fyrir aldur fram er mikið áfall. Inga greindist með krabba- mein sumarið 2015. Hún barðist við vágestinn og tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Frá því ég man eftir mér höf- um við Inga verið miklar vin- konur. Mæður okkar voru syst- ur og bjó hún með foreldrum sínum og systkinum í Reykja- vík, en ég átti heima á Hvols- velli. Við hlið fjölskyldu minnar á Hvolsvelli bjuggu amma okkar og afi og þangað kom Inga mjög reglulega. Alltaf beið maður spenntur eftir komu hennar og Siggu systur hennar í litla sam- félagið okkar. Ég leit mikið upp til þeirra systra og fannst mikið til koma að þessar Reykjavík- urstelpur væru frænkur mínar. Ýmislegt var brallað og gátum við frænkurnar stundum verið nokkuð uppátækjasamar, en ávallt ríkti gleði í kringum Ingu. Þegar ég ung að árum flutti til Reykjavíkur fékk ég að búa hjá foreldrum hennar og þá hófst enn nánara samband okk- ar á milli. Fljótlega kom að því að við vildum vera sjálfstæðar og standa á eigin fótum. Fund- um við okkur litla íbúð til leigu þar sem við bjuggum saman nokkrar vinkonur í nokkur ár. Inga var mjög vinmörg og hrók- ur alls fagnaðar og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig enda var gestagangur mikill hjá okkur vinkonunum og mikið fjör. Eftir að sambúðinni lauk hittumst við alltaf reglulega og bjuggum til dýrmætar minning- ar. Ég dvaldi erlendis í nokkur ár og kom Inga nokkrum sinn- um í heimsókn og vorum við mjög duglegar að skrifast á. Þykir mér vænt um að eiga enn í dag bréfin hennar, sem voru full af gleði. Nokkrum vikum áður en hún kvaddi gátum við hlegið saman að einu þeirra. Eftir að ég varð einstæð móð- ir var Inga alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd og hugsaði hún um Ísleif minn eins og hann væri hennar. Væntumþykja þeirra var gagnkvæm. Inga var einstaklega greið- vikin og mikill dugnaðarforkur. Síðustu árin starfaði hún á Sól- heimum í Grímsnesi og þar var hún elskuð og dáð og hlúði vel að skjólstæðingum sínum sem voru heppnir að fá að njóta gæsku hennar og hjálpsemi. Ég kveð með kærleik í hjarta yndislega frænku mína og vin- konu og er þakklát fyrir allar dýrmætar stundir. Sofðu rótt, elsku frænka, og Guð geymi þig. Hanna Guðjónsdóttir. Inga var ekki södd lífdaga þegar hún lést. Þessi hörku- nagli varð á endanum að láta í minni pokann fyrir ofurefli meinsins sem fellir svo marga. Það var stríð sem hún ætlaði sér aldrei að heyja en þegar hún var komin út á þann vígvöll ætl- aði hún sér alltaf sigur. Þetta urðu löng átök. Og við, sem þekktum Ingu vel, kom- umst ekki hjá því að velta fyrir okkur hvort hún hafi í raun og veru verið eitt af fórnarlömbum hrunsins og þá á þann veg sem raunar lítið hefur verið talað um; hún hafi hreinlega misst heilsuna, það dýrmætasta sem maður á. Eftir hrunið sat Inga eins og fleiri eftir með sárt ennið, en hún mátti ekki til þess hugsa að standa ekki fyrir sínu eftir ára- tuga störf í bankakerfinu. Smám saman veiktist staða hennar enn meira en hún naut góðrar aðstoðar og hjálpar sinna nánustu. Hún mátti samt sjá á bak áratugastriti eins og svo margir aðrir og við vitum að það gekk mjög nærri henni. Sem betur fer eigum við minningar um Ingu eins og hún var lengstan aldur sinn: Ingu sem var hvers manns hugljúfi, skemmtileg og endalaus gleði- gjafi. Ingu sem tók ríkan þátt í partístandi í Gnoðarvoginum þar sem við saumaklúbbskonur þökkum guði fyrir að veggirnir geta ekki talað. Ingu sem ríkti eins og drottning yfir verkefn- um sínum í Sólheimum í Gríms- nesi þar sem allir íbúar voru persónulegir vinir hennar og enginn kom í hennar stað. Hún gekk börnum nánustu vin- kvenna sinna og systkina nán- ast í móðurstað og vingaðist við öll börn okkar hinna sem minn- ast hennar með gleði og þakk- læti. Héðan af dönsku heiðunum sendum við okkar allra bestu kveðjur, sérstaklega til systkina hennar og annarra ættingja hennar sem vöktu yfir henni. Það hefði svo sannarlega ver- ið gaman að heyra hlátrasköll Ingu hér á skógarstígnum í blíðunni, en það verður að bíða betri tíma. Sem koma. Birna og Helgi. Þarna var hún mætt á Sel- foss, systir hennar Siggu, hún Inga. Hafði heyrt af henni frá Huldu systur Bjössa. Ljóshærð, blá augu, brosið smitandi. Svo má ekki gleyma að hún átti kan- ínupels. Við hinar í Álafossúlp- um. Þetta var fyrir um 48 árum. Þarna hófst vinskapur okkar sem hefur haldist alla tíð. Minningabrot úr okkar vin- skap rifjast upp þegar komið er að kveðjustund. Sveitaböll, Suðurlandið var okkar. Rúntað um á skódanum hans Hebba Granz, Eygló fyrst til að fá bílpróf, og samdar rauðsokkuvísur um vinkvenn- ahópinn. Ekkert var gefið eftir í baráttunni. Við Inga, ásamt Guðrúnu og Svölu, flugum kok- hraustar norður yfir heiðar að vinna á Kristneshæli. Akureyri og Sjallinn aðeins fínni en sveitaballastaðir Suðurlands. Eitt sinn kom sér vel að við höfðum tileinkað okkur gildi rauðsokkahreyfingarinnar. Uppselt í Sjallann, enda átti að fara fram fegurðarsamkeppni Norðurlands þetta kvöld. Fyrst við komumst ekki inn á fögn- uðinn tókum við annan vinkil á atburðinn. Tókum þátt í mót- mælum gegn keppninni fyrir ut- an Sjallann. Urðum að fá eitt- hvað út úr kvöldinu. Mig minnir að Inga hafi náðst á mynd sem birtist í einhverju blaðanna á mánudeginum. Eftirminnileg er líka sam- veran í Álftamýrinni. Þolinmæði Stínu og Guðjóns gagnvart há- vaðasömum vinkvennahópi sem oftar en ekki kom saman í kjall- aranum hjá þeim. Svo léttum við af þeim okinu og tókum fjór- ar saman íbúð á leigu í höfuð- borginni. Ég, Inga, Hanna og Sigga M. Þar bættust í vinkvennahópinn Birna, Jónína og Dísa en Sigga G. kom aðeins seinna. Tónlistin var ekki af verri endanum: Dr. Hook, Mel- anie, Creedence Clearwater, Elton John, að ógleymdri klass- íkinni Bítlunum og Stones. Og haustið 1975 varð DARÍRA til. Margar minningar eru tengd- ar þeim hópi. Eftir að ég flutti á Selfoss komu þær í árlega vor- ferð að hótel Tindi, en „hótelið“ var heimilið okkar Gulla. Nafnið kom til af grínþáttum ættuðum frá Englandi, Fawlty Towers, sem í lauslegri þýðingu var kall- að Hótel Tindastóll. Ávallt var eitthvað þematengt hjá okkur og við uppáklæddar í samræmi við það. Einnig er ógleymanleg ferðin okkar til Köben á aðvent- unni 2004. Hún Inga mín fór víða og kynntist mörgu fólki. Það eru því margir sem hafa gengið með henni á lífsleiðinni og notið hennar góðu nærveru og ósér- hlífni. Ég var ein af þeim lán- sömu og verð ævinlega þakklát fyrir það. Minningu um góða og trausta vinkonu geymi ég í hjarta mínu. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar frá okkur Gulla. Elín Ástráðsdóttir. Líf án vinar, ekkert líf. Eitt- hvað á þessa leið var skrifað á titilblað gestabókar sem við tvær vinkonur færðum Ingu fyrir 45 árum. Þarna var lagður grunnur að náinni vináttu sem átti eftir að dýpka og þroskast. Inga hefur verið stór hluti af lífi mínu síðustu áratugina, svo stór að það er erfitt að hugsa sér líf- ið án hennar. Mikið á ég eftir að sakna þess að eiga ekki von á símtali eða henni sjálfri bros- andi og fallegri inn um dyrnar. Engin Inga á aðfangadag sem búið er að vera hefð í áratugi. Engin Inga sem fann á sér ef eitthvað bjátaði á og lagði fram hjálparhönd. Við ætluðum að eldast saman og eyða kaffi- sjóðnum okkar en svo nefndi Inga séreignarsparnaðinn. Það átti að fara margar svokallaðar Parísarferðir og bara vera sam- an í því frelsi sem því fylgir að vera komin á eftirlaun. Inga var gefandi, glaðvær og stórskemmtileg, það var ekki alltaf lognmolla kringum hana en hún eignaðist vini alls staðar. Hvar sem hún fór laðaði hún að sér fólk, ólíkt fólk. Það gat stundum verið tafsamt að fara með henni í bæinn því hún hitti svo marga og það þurfti að taka spjall. Inga var ekki bara vin- kona mín, hún var fjölskyldu- vinur og alltaf aufúsugestur. Við höfðum ólíka sýn á ýmis málefni en létum það aldrei spilla eða reyndum að telja um hvor fyrir annarri. Það er líka Ingibjörg Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Auður Valdís Guðmundsdóttir. Haraldur Sig- urðsson, Lalli Sig., var vinur minn. Í æsku sá ég hann sem kynni á íþróttavellinum, seinna sá ég hann á flestum tón- leikum Tónlistarfélagsins í Borg- arbíói eða á sal Gagnfræðaskól- ans. Við kynntumst er ég kom til starfa á Minjasafninu á Akureyri 1985, var ég í lausamennsku við kóperingar o.fl. í tvö ár. Það var síðan árið 1987 sem Haraldur og stjórn safnsins ákvað að stofna sérstaka ljósmyndadeild við safn- ið og hef ég unnið þar síðan. Har- aldur var aðalhvatamaður þess og grínuðumst við með það alla tíð síðan, að stofnun ljósmynda- deildarinnar væri honum að kenna og að hann ætti eftir að af- plána fyrir þá gerð, og yrði að vinna upp á vatn og brauð við ljósmyndagreiningu, sem honum þótti mjög skemmtilegt. Um 1990 var Haraldur að vinna að sögu Leikfélags Akur- eyrar og vorum við oft í sambandi varðandi ljósmyndasöfnun í bók- ina. Alveg var ótrúlegt að fylgjast með hve marga hann þekkti á myndum og leikgervin sem við- komandi var í. Þegar síðan ljós- myndasafn Leikfélagsins kom inn á Minjasafn 20 árum seinna sá maður að Haraldur hafði skrif- að nöfn leikaranna aftan á hverja einustu mynd, til að sú þekking Haraldur Sigurðsson ✝ Haraldur Sig-urðsson fædd- ist 21. janúar 1925. Hann lést 28. sept- ember 2018. Útför Haraldar var gerð 8. október 2018. hyrfi ekki með hon- um gengnum. Hann átti það til að koma óvænt í heimsókn á Minja- safnið og var þá ávallt með kex eða annað með kaffinu, þótt hann hefði aldr- ei tíma til að setjast niður í kaffistofunni og spjalla þar, það þurfti að nota tím- ann vel og koma sér að verkefn- inu. Hann var mikið við ljósmynda- leit í tengslum við greinar sem hann skrifaði og einnig þær bæk- ur sem hann kom að, auk sýninga eins og t.d. um Björgvin Guð- mundsson, alltaf kvikur og lifandi af áhuga og elju ungs manns, svo að maður gleymdi alveg aldri hans. Ég stríddi honum á níræð- isafmælinu hans í Oddfellow-hús- inu, að hann hefði hætt að eldast um sextugt, skrifandi og hugs- andi um ný áhugamál, akandi bíl um allt og hlaupandi upp tröpp- urnar hér á Minjasafninu. Síðast kom Haraldur í heim- sókn í byrjun september í leit að myndum fyrir grein sem hann var að vinna að. Samtöl okkar fóru, eins og oft á tíðum, um víðan völl, og hafði hann gaman af að heyra hvað viðmælandi var að brasa, alltaf hvetjandi, sjáandi möguleika á jákvæðri útkomu svo að á eftir stóð maður bros- andi og fullur af krafti til að halda áfram. Kærar þakkir fyrir vináttuna, kæri vinur. Elísabetu og öllum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hörður Geirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.