Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 57

Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 gott að vera sammála um að vera ósammála og það gerðum við í eina skiptið sem við tók- umst á en það var um það hvernig ætti að sjóða hrísgrjón, báðar aðferðir virkuðu. Þeir voru heppnir sem höfðu hana Ingu mína í vinnu, svo dugleg og samviskusöm sem hún var í öllum þeim störfum sem hún sinnti. Inga lét þann draum rætast að sækja um starf á Sólheimum í Grímsnesi, þá komin á miðjan sextugsaldur. Á Sólheimum blómstruðu all- ir hennar góðu eiginleikar; krafturinn, dugnaðurinn, glað- værðin og sá hæfileiki að koma eins fram við alla. Það var unun að fylgjast með Ingu á Sólheim- um en þar eignaðist hún marga góða vini. Það var mikið áfall þegar Inga greindist með krabbamein fyrir þremur og hálfu ári og því fylgdu áföll tengd veikindunum sem hún reis upp úr jafnóðum. Hún var dugleg að fara í Ljósið og þar sem annars staðar kynntist hún mörgum og fannst gott að hitta fólk í sömu stöðu. Byrjaði að mála og var gædd hæfileikum þar eins og í öðru. Í veikindunum leit hún alltaf vel út og bar sig vel og því ól maður þá von í brjósti að hún gæti sigrast á þessum vágesti. Í upp- hafi veikindanna sló samhent fjölskylda Ingu um hana skjald- borg og sinnti henni af einstakri væntumþykju og hlýju. Gáfu til baka til hennar, sem alla ævi gaf svo mikið af sjálfri sér. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Við Guðjón og börnin okkar vottum ástvinum Ingu innileg- ustu samúð og vitum að hún mun lifa í þeim sem elskuðu hana. Sigríður Marteinsdóttir. Nú er komið að kveðjustund og langar mig að þakka þér, elsku Inga mín, fyrir vináttuna og samfylgdina í gegnum lífið, þá hlýju, gleði og hjálpsemi sem einkenndi þig. Þú munt ávallt fylgja mér í huga og hjarta hvar sem ég verð og hvert sem ég fer. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Sigga, Stína, Gaui og Kibbi, sendi ykkur og fjölskyld- um ykkar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur. Þórdís (Dísa). Í dag kveðjum við hana Ingu Guðjóns vinkonu okkar eftir erfið og ströng veikindi, en Ingu kynntumst við fyrir tæpum 50 árum í Tryggvaskála á Selfossi. Hún hafði komið á Selfoss með systur sinni sem hafði kynnst strák þaðan og Inga fékk að fara með. Það fór nú svo að Inga féll svo vel inn í vinkon- uhópinn að eftir það varð ekki aftur snúið. Hún kom austur um hverja helgi í tvö, þrjú ár og voru sveitaböllin stunduð grimmt, enda teljum við það forréttindi að hafa verið í blóma lífsins á þeim árum þegar Mán- ar léku á balli um hverja helgi í félagsheimilum þar allt í kring, og þar voru líka allir jafnaldr- arnir mættir. Hún gisti til skipt- is heima hjá okkur vinkonunum og áttum við svo sannarlega saman áhyggjulaus og skemmti- leg ár. Þegar fram liðu stundir tóku svo við Klúbburinn og Sig- tún og þá snerist dæmið við og við fengum þá að gista í kjall- aranum í Álftamýrinni og þar var nú aldeilis oft glatt á hjalla. En árin liðu og brátt tók við búskapur og barneignir, hús- byggingar og brauðstrit hjá okkur stelpunum og alvara lífs- ins tók við. Samskiptin urðu að sjálfsögðu eitthvað minni, en Inga kom nú alltaf á Selfoss við og við og vinskapurinn sem hafði myndast á unglingsárun- um hvarf aldrei. Eins var gjarn- an kíkt í heimsókn eða í bank- ann til Ingu þegar leiðin lá í höfuðborgina. Þegar Inga varð fertug kom hún austur á Selfoss og ætlaði að eyða afmælisdeg- inum í ró og næði en við vinkon- urnar vorum auðvitað búnar að undirbúa kvöldið og bjóða flest- um gömlu og góðu vinunum í af- mæli án hennar vitundar og var þá kátt í kotinu og margt skemmtilegt rifjað upp og mikið hlegið. Þegar Inga svo flutti að Sólheimum til starfa varð hún aftur reglulegur gestur á Sel- fossi og gisti þá hjá Eygló vin- konu sinni og Viðari, en þar var hún mikill aufúsugestur. Inga hafði þá keypt sér bústað í Grímsnesinu, en þar áttu þegar fyrir bústaði vinkonur hennar Sibba og Sessa og í þeirri para- dís sem Vaðnesið er hittumst við oft og skemmtum okkur í góðum félagsskap og nutum samverunnar. Í tilefni sextugs- afmælis hennar fórum við svo vinkonur hennar með hana í óvissuferð um æskuslóðir henn- ar í Rangárþingi og áttum sam- an yndislegan dag. Við flökkuðum víða og heim- sóttum ættingja hennar sem tóku vel á móti okkur og var þetta einstaklega skemmtilegur og vel heppnaður dagur. Inga kom svo síðast á Selfoss í apríl sl. og dvaldi í nokkra daga en þá leyndi sér ekki að krabbinn var farinn að taka sinn toll. Okkur tókst samt að koma henni enn á óvart á veitingastaðnum Menam, en þar vorum við búnar að hóa saman Selfoss- vinkonum hennar og því átti hún nú síst von á. Þar áttum við saman ánægju- lega kvöldstund en jafnframt vissum við allar þá að þetta yrði trúlega síðasti endurfundur okkar allra saman. Við þökkum Ingu áralangan vinskap og tryggð og vitum að vel hefur verið tekið á móti henni í sumarlandinu. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Eygló, Sigurbjörg og Sesselja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Takk fyrir samfylgdina og guð geymi þig, elsku vinkona. Katrín Theódórsdóttir. Sólin er sest, geislinn þinn skín ekki lengur hérna megin heims. Hann mun skína skært hinum megin. Inga á miklar innistæður í himnabankanum, svo mikið hefur hún lagt inn þar með góðvild sinni og velvilja. Það held ég verði aldeilis stuð og stemning á himnum þegar hún mætir. Ég kynntist Ingu fyrir tíu ár- um þegar hún hóf störf á Sól- heimum í Grímsnesi. Það skein af henni gleði og birta hvar sem hún fór. Heimilisfólkið skynjaði fljótt hvern mann hún hafði að geyma og laðaðist að henni og öll áttu þau stóran sess í hjarta hennar. Hún var svo glöð yfir að hafa vent sínu kvæði í kross og hafið störf þarna. Hún hafði svo mikið að gefa. Hún hafði líka endalausar hugmyndir um hvernig mætti bæta og breyta, heimilisfólkinu til hagsbóta, og var óþreytandi í starfi sínu og hláturinn og gleðin alltaf skammt undan. Svo tók hún við rekstri verslunarinnar og kaffi- hússins á staðnum og rak það af miklum skörungsskap, endur- skipulagði og bætti og dró hvergi af sér. Vinnan var enda- laus og alltaf nýjar hugmyndir. Enda lagði hún svo hart að sér að heilsa hennar bilaði og hún varð að hætta störfum. Eftir að Inga veiktist tók hún virkan þátt í starfsemi Ljóssins og þar dældi hún úr kærleiks- brunni sínum og fyllti umhverf- ið ljósi og gleði. Þar vaknaði líka sköpunargleði hennar og hún málaði og hannaði hvert listaverkið á fætur öðru. Inga var næm á fólk og fals og óheil- indi voru henni ekki að skapi. Þegar ég flutti búferlum og var í húsnæðisleit lánaði hún mér sumarbústaðinn sinn. Henni tókst einhvern veginn að láta manni finnast maður vera að gera henni sérstakan greiða með því að þiggja af henni. All- ur greiði var inntur af hendi af svo einstöku vinarþeli. Inga var mikil smekkmann- eskja og þoldi illa ósamræmi og smekkleysi. Allt sem hún átti bar vott um smekkvísi hennar og ekki lét hún hanka sig á að vera púkaleg! Hún var úrræðagóð og snögg að gera allt fallegt og snyrtilegt í kringum sig. Við vorum báðar í húsnæðisleit fyrir rúmu ári, þá bauð hún mér að leigja með sér íbúð. Ég þáði það með þökkum og þar með hófst yndislegur tími þar sem við deildum saman íbúð. Sambúðin við Ingu var einstaklega ljúf og áreynslu- laus. Hún var alltaf hress, já- kvæð og full bjartsýni þrátt fyr- ir að veikindi settu mark sitt á líf hennar. Ég minnist með hlýju og gleði allra stundanna þar sem við ræddum málin yfir hinum rómuðu heilsuhádegis- verðum okkar og allra göngu- ferðanna okkar og notalegu samverustundanna. Inga var vinmörg enda rækt- aði hún vel vini sína og fjöl- skyldu, sem var henni einkar náin og kær. Hún var afar náin systkinum sínum og lét sig börn og barna- börn þeirra varða sem væru þau hennar eigin. Þau eiga öll sem eitt góðar minningar um sam- veru með henni sem ylja þeim og hugga. Síðustu mánuðina umvöfðu systur hennar hana með elskusemi og umhyggju, það var fallegt að fylgjast með þeim kærleika sem þær sýndu henni. Stóru fjölskyldunni hennar, sem horfir nú á eftir Ingu með sorg og trega, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Maður er ríkari að hafa kynnst svona eðalmanneskju. Hólmfríður Árnadóttir. Elsku Inga mín, í dag kveðjum við þig. Það er allt of ótímabært og erfitt er að skilja tilganginn með líf- inu stundum, hrifsuð burtu allt- of ung og engin grið gefin. Ör- lögin eru ekki í okkar höndum nú og þau láta til sín taka óvægið. En minningin um þig mun lifa, elsku frænka. Frá því þú komst í heiminn hefurðu gefið okkur hinum litríkara líf með gleði þinni, óendanlegri góðvild og sannri elsku sem mun verða efst í hjarta okkar. Þú varst svo gott barn, endalaust léttleik- andi og ánægð. Að flytja í sveit- ina um það bil fimm ára með Halla bróður þínum sem var þá tíu ára og mömmu þinni og pabba var mikil gæfa, þú áttir góða og skemmtilega æsku og mikil kærleikur umvafði þig. Og svo varstu svo mikill bóndi í þér alla tíð, stígvélin aldrei langt undan, jafnvíg á fjárhús og fjós, sauðburð, mjaltir, hey- skap og annað sem tilheyrði enda dýravinur mikill og litlu hundarnir þínir sem sakna þín líka sárt núna nutu þess heldur betur, sérstaklega hann Frosti þinn sem þú tókst að þér fyrir nokkru og gafst honum annað líf sem hann endurgalt með ólýsanlegri væntumþykju. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá þér eins og hjá flest- um og þú tókst á við erfiða reynslu oft í lífinu með miklum dugnaði sem maður á ekki orð yfir en gleðin var líka ómæld. Áttir fjögur yndisleg börn og fjögur barnabörn, hvílíkur auð- ur. Og þau áttu þá bestu mömmu og ömmu sem hugsast gat og þau sýna það vel öll sem eitt. Ég er svo þakklát Inga mín hvað þú varst alltaf hlý og góð börnunum mínum og okkur, varst eins og stóra systir Óla, hann naut þess að hafa þig hjá okkur þegar hann var lítill, Lilja sá ekki sólina fyrir fallegu frænku sinni og takk fyrir að vera dagmamma þegar mig vantaði pössun fyrir Hákon lítinn. Laufabrauðs- og sláturgerð verður með öðrum brag þegar þú ert ekki til að leggja blessun þína yfir verkið með skemmti- legum athugasemdum og lætur okkur systur heyra það, hvort þetta sé ekki að hafast eða hvort þetta sé ekkert að ganga hjá okkur Jónínu og mömmu þinni. Svo bíð ég eftir að þú sendir snapp þegar þú verður búin að fá hópinn sem mun um- vefja þig hinum megin ásamt Mikael þínum sem þú misstir langt komin á meðgöngu og væri 20 ára núna. Þetta eru fátækleg orð og óbærileg sorg í hjarta en minn- ingarnar gera okkur ríkari. Veit að lífið heldur einhvern veginn áfram og þú skilur eftir einstaklega vel gerðan og stór- an fjölskylduhóp, yndislega for- eldra, bróður og fjölskyldu sem öll munu hlúa hvert að öðru og styrkja. Elsku systir og mágur, dótturmissirinn er óbærilegur og þið hafið fengið enn á ný dýrmætt hlutverk sem ég veit að þið munuð takast á við eins og ykkur er einum lagið, og elsku Halli Ævar, Telma, Heið- björt, Óli Haukur og fjöls- kyldur, guð gefi ykkur öllum Ingibjörg Ævarsdóttir ✝ IngibjörgÆvarsdóttir fæddist 27. október 1972. Hún lést 1. október 2018. Ingibjörg var jarðsungin 15. október 2018. styrk í ykkar miklu sorg og söknuði. Kristín. Elsku Inga frænka, þú fórst of snemma, allt of snemma. Börnin þín, barnabörn, bróðir og foreldrar þjást mest en minning um frá- bæra mömmu, ömmu, systur og dóttur mun lifa áfram með þeim að eilífu. Þín verður hins vegar líka afar sárt saknað sem frænku. Fallega Inga frænka, jafnt að innan sem utan. Hjartahlýrri konu hef ég vart kynnst um ævina. Sama á hverju gekk hjá þér hafðir þú alltaf tíma til að sýna öðrum hlýju og athygli. Síðasta verk þitt og síðasta gjöf þín sýndi svo vel hversu stórt og fallegt hjarta þú hafðir en það var líf- færagjöf þín. Í allri þeirri sorg sem umvefur okkur öll sem vorum svo heppin að fá að kynnast þér er einhvers staðar úti í heimi ekki minni gleði yfir þeirri gjöf sem þú gafst þeirri fjölskyldu. Sá einstaklingur sem fékk hjartað þitt er sér- staklega heppinn þar sem þetta er svo fallegt hjarta. Það ætti líka þegar frá líður að ylja öll- um sem þig þekktu og þá sér- staklega þínum nánustu að þú hafir fært öðrum lífgjöf. Stærstu gjöf sem hægt er að gefa. Þú hafðir ekki langt að sækja þessa hjartahlýju þína enda amma okkar, mamma þín og pabbi öll einstök og munu nú hjálpa börnum þínum og barna- börnum að takast á við sorgina rétt eins og börnin munu hjálpa þeim. Þú varst afar rík, glæsilegu börnin þín fjögur ásamt barna- börnunum öllum og það þrátt fyrir ungan aldur voru þitt ríki- dæmi. Þau eru heppin og lán- söm að geta kallað þig mömmu og ömmu. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum ólýsan- lega erfiða tíma. Vonandi líður ykkur samt vel í sorginni. Allar þær stundir sem ég hafði með þér er ég svo þakk- látur fyrir. Sveitin sameinaði okkur á svo skemmtilegan hátt og tengdi okkur svo sterkum böndum. Fyrir það er ég enda- laust þakklátur. Það var margt brallað þar og samverustund- irnar margar, ólíkar en oftast nær mjög skemmtilegar. Við eyddum líka oft áramótunum saman og ein áramótin þegar ég var í kringum tvítugt eru sérstaklega minnisstæð. Þú varst aldrei spör á hrósin og þú, fallega frænka mín, sagðir við mig þessi áramótin af svo mikilli einlægni hversu fallegur ég væri. Á þessum tíma fannst mér það ekki og líklega var ég það ekki. Myndir geta ef til vill staðfest það! Þú sást þó miklu meira og hrósið þitt var svo vel þegið á þessum tíma. Það var ekki bara vel þegið heldur líka svo sannfærandi og kom beint frá hjarta þínu. Þetta var mér ekki að ástæðulausu svona minnisstætt, það hjálpaði mér meira en þig nokkurn tíma grunaði. Mikið óskaplega á ég erfitt með að átta mig á að ég fái ekki faðmlag eða kossa frá þér aftur. Fái ekki hlýju þína beint í æð. Sem betur fer fékk ég nóg af því frá þér þegar þú varst hér með okkur í lifanda lífi. Alltaf vill maður þó meira. Fallegar, góðar og skemmti- legar minningar geta þó hjálp- að til við þá sorg sem við öll upplifum. Takk fyrir kveðju- stundina, elsku frænka, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þinn frændi og vinur, Ólafur Már Þórisson. Elsku hjartans fallega vin- kona mín, þegar mér barst þessi ótímabæra frétt um að þú værir farin frá okkur heyrði ég bara suð og allt varð snögglega svart eins þegar slokknar á sjónvarpinu í miðri mynd. Næstu dagar fóru í að reyna að meðtaka þetta, þetta gat bara ekki verið satt. Elsku Inga mín, við erum búnar að vera í lífi hvor ann- arrar í 30 ár, mismikið eins og gengur og gerist, þú upptekin af þínu enda fjögur börn sem þú áttir og áttu þau hug þinn allan. Þú varst yndisleg mamma og gafst þeim alla þína ást og umhyggju og talaðir allt- af fallega til allra. Þú varst endalaust stolt af þeim öllum fjórum og svo varstu orðin fjór- föld amma, það verkefni átti vel við þitt hlýja og stóra hjarta því þú áttir endalausa ást að gefa þeim sem stóðu þér nærri, enda samheldin fjölskylda sem þú áttir. Þú áttir alveg einstaka for- eldra og bróðir þinn einstak- lega góður við þig og þína. Að- eins nokkrum dögum áður en þú kvaddir varstu hjá mér og áttum við svo gott og notalegt spjall. Þegar þú fórst knúsuð- um við hvor aðra eins og alltaf og svo léttur koss á kinn, þú labbaðir niður stigann, stopp- aðir, leist upp til mín kímin og sagðir: Já elskan mín, við sjáumst. Leiðir okkar lágu saman þegar þú varst fimmtán ára og ég sextán ára, ýmislegt var gert, misgáfulegt auðvitað, en alltaf gaman. Það var rúntað heilu vikurnar, hlustað á tónlist og við sungum með rammfalsk- ar auðvitað, en okkur fannst við æði. Á köldum vetrarkvöldum spiluðum við á spil, þá var það kani sem varð fyrir valinu, farið var í tjaldútilegur og veiði á sumrin og ýmislegt sem ekki verður rifjað upp hér en ég geymi minningarnar í hjarta mínu, alltaf. Elsku Inga mín, síðustu ár hittumst við oft á kaffihúsi, átt- um gott spjall um lífið og til- veruna. Brekkurnar voru stundum brattar sem fyrir okk- ur voru lagðar og gátum við rætt hlutina á hreinskilinn hátt og spurt hvor aðra um það sem okkur lá á hjarta í það og það skiptið – hvort sem það var í gleði eða sorg eða bara um allt og ekkert. Þessi vinátta, sem entist í öll þessi ár, var sönn vinátta og væntumþykja, svo mikið er víst. Elsku fallega Ingan mín með þitt einlæga hlýja og fallega bros, stóra hjarta og einstak- lega góðu nærveru, það er mér þungbært og óskiljanlegt hvernig það má vera að ég sitji hér og skrifi þessi fátæklegu orð um þig sem komast ekki nálægt því að lýsa þér, en þú hefur annað verkefni annars staðar, það er ég viss um. Með sorg í hjarta kveð ég þig að sinni, þar til við hittumst á ný. Elsku Óli, Heiðbjört, Telma, Halli Ævar, Heddý, Ævar, Halli og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín vinkona, Erla Hall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.