Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Elsku amma. Þú
varst vön að kalla
mig: „Lambið
mitt“, „hænan mín“, „úllan
mín“. Orð sem voru í mínum
huga full af ást og kærleika.
Ég er þakklát fyrir að hafa
verið skírð í höfuðið á þér, Jó-
hanna Guðrún, og þó þú hafir
aðallega notað Guðrúnar-nafn-
ið, Gunna, og ég Jóhanna, þá
vorum við alltaf nöfnur.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og hafðir endalausa þol-
inmæði. Þegar ég var yngri átti
ég oft erfitt með að sofna og þú
last fyrir mig bók eftir bók og
söngst lag eftir lag, langt fram
á kvöld. Ég var mikið hjá ykk-
ur afa sem krakki, oftast á golf-
vellinum að pútta, stundum
kaddý en oftast gafst ég upp
eftir nokkrar brautir og fór inn
í skála og beið eftir að þú klár-
aðir hringinn. Við fórum ótal
ferðir í Ikea saman að kaupa
litla bangsa og fá okkur kjöt-
bollur, í Blómavali að skoða
Jóhanna Guðrún
Gunnarsdóttir
✝ Jóhanna Guð-rún Gunnars-
dóttir fæddist 26.
ágúst 1949. Hún
andaðist 6. október
2018.
Útför Guðrúnar
fór fram 15. októ-
ber 2018.
páfagaukana eða
blómin og við fór-
um marga bíltúra
að heimsækja vini
og ættingja út um
allan bæ.
Þitt ævistarf var
kórsöngur og var
ég svo heppin að
erfa þann áhuga
frá þér. Líklega
var kvöldsöngurinn
í barnæsku áhrifa-
valdur þess að tónlist varð stór
hluti af mínu lífi. Þú varst sú
sem ég hlakkaði mest til að
bjóða á tónleika og ég mun
sakna þess að geta ekki boðið
þér á fleiri og spjallað um eftir
á.
Síðustu dagarnir þínir á spít-
alanum voru erfiðir og ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera mikið til staðar fyrir þig á
svo erfiðri stundu. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mig og
þarna fékk ég tækifæri til að
vera til staðar fyrir þig. Á spít-
alanum varstu líka kölluð Jó-
hanna, sem mér þótti vænt um.
Takk, amma, fyrir að hafa
verið alltaf til staðar fyrir mig.
Takk fyrir að koma til mín í
kaffi á sunnudögum í vetur.
Takk fyrir síðustu heimsóknina
sem ég mun alltaf minnast.
Takk fyrir að kalla mig að lok-
um „bless elskan mín“.
Sálmalagið sem ég samdi er
tileinkað þér. Í hvert sinn þeg-
ar tónarnir hljóma munum við
minnast þín.
Guð sem skapar líf og ljós,
lætur vakna hverja rós.
Hann er Guð sem gefur þér
góðan dag og einnig mér.
Myrkrið hrekur hann á braut,
hjálpar vel í sorg og þraut.
Hvert sem leiðin liggur þín
lýsir hann þér heim til sín.
Láttu, Drottinn, lýsa enn
ljósið þitt, svo allir menn
hér á jörðu, hvar sem er,
heiðri þig og fylgi þér.
(Kristján Valur Ingólfsson)
Jóhanna Guðrún
Sigurðardóttir.
Í minningunni var ævintýri
líkast að fara heim til Gunnu
frænku og Kidda á Nesbala.
Gunna dró alltaf fram skemmti-
leg leikföng fyrir mig og lagði á
borð dýrindis veitingar. Þar
var líka köttur sem vildi annars
lítið af mér vita, en kötturinn
náði svo hárri elli að þegar ég
var orðin unglingur og Gunna
minntist á kisa hélt ég að hún
hlyti að vera komin með nýjan
kött. En svo var ekki, Gunna
virtist varla trúa því sjálf
hversu aldraður hann var orð-
inn. Eitt skipti þegar við
mamma kíktum í kaffi til
Gunnu benti hún á loftið fyrir
ofan borðstofuborðið, á borðinu
hafði gosið úr kókflösku af
þeim krafti að það náði til lofts.
Það eitt og sér var sérstakt en
þarna var einnig óvenju hátt til
lofts, ég sá strax fyrir mér að
þetta hlyti að hafa verið þvílíkt
sjónarspil, líkt og atriði úr bíó-
mynd. Flaskan á miðju borðinu
og kraftmikill svartur gos-
strókur beint úr stútnum. Lík-
legast var þessi sena ekki
svona en þannig kom það mér
fyrir sjónir eftir að hlusta á
frásögn frænku. Mér fannst
þetta passa fullkomlega, þarna
var ævintýralegt að vera og
uppákoma eins og þessi undir-
strikaði það í mínum barnslega
huga.
Fyrstu kynni mín af sorginni
voru þegar amma Unnur dó.
Mér fannst sorgin og söknuður-
inn yfirþyrmandi. Gunna var
eina stelpan í sínum systkina-
hópi og eftir að amma dó fór ég
að leita eftir öllu því í fari
Gunnu sem minnti mig á
ömmu; röddin, góðlegu augun,
hláturinn, hvernig hún sýndi
væntumþykju og hlýju í orðum
og verki. Minningin um ömmu
dofnaði með árunum en enn
hélt ég fast í hvað það sem ég
taldi vera líkt með þeim mæðg-
um, þótt mig hafi mögulega
misminnt um margt. En eitt er
víst að eins og amma var
Gunna mér alltaf góð, hún
heilsaði mér ætíð svo glaðlega
og sýndi mér og því sem ég var
að gera mikinn áhuga. Ég valdi
afmælisdag Gunnu frænku sem
skírnardag fyrir dóttur mína.
Sú tenging er mér nú enn dýr-
mætari.
Hvíl í Guðs friði.
Rut Rúnarsdóttir.
✝ Fríða GestrúnGústafsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 25. júní 1935.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 7. október
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Ásgeirsdóttir, f.
14.10. 1905, d.
25.5. 1982, hús-
freyja í Reykjavík, og Gústaf
Adolf Gestsson, f. 8.6. 1905, d.
15.4. 1993, verkamaður og
múrari í Reykjavík. Systir
Fríðu var Ásgerður Þóra, f.
30.7. 1930, d. 3.9. 1996, hús-
freyja, síðast í Reykjavík.
Fríða giftist 26.12. 1960
Svani Rögnvaldssyni sjómanni,
f. 14.12. 1929, fórst með Suður-
landinu 25.12. 1985. Börn Fríðu
Gestrúnar og Svans eru: 1)
Sjöfn, f. 25.5. 1959, maður
hennar er Örn Vigfús Óskars-
son, f. 7.3. 1958. Börn Sjafnar
og Arnar eru Fríða Björk, f.
10.10. 1979, gift Gunnari Geir
Gunnarssyni og eru börn
þeirra Kristinn Örn, f. 26.9.
2004, og María Dís, f. 9.10.
2008. Arnar Geir, f. 19.4. 1982,
börn hans og Evu Bjarkar
Jónsdóttur eru
Birta Sjöfn, f. 10.8.
2010, og Óskar Öl-
ver, f. 23.4. 2012,
og Svandís Dögg,
f. 28.5. 1995, en
sambýlismaður
hennar er Agnar
Freyr Þorkelsson.
2) Gústaf Bjarni, f.
8.9. 1962. Sonur
hans og Kristínar
Lindquist Bjarna-
dóttur er Svanur Bjarni, f.
16.8. 1984, dóttir Gústafs og
Borghildar B. Hauksdóttur er
Lenóra Dan, f. 18.4. 2001, og
sonur Gústafs og Evu Rósar
Valgarðsdóttur er Valgarður
Rúnar, f. 5.6. 2005. 3) Rúnar
Guðjón, f. 23.4. 1969, sambýlis-
kona hans er Kristín Heiða Ey-
þórsdóttir, f. 29.7. 1991. Dætur
Rúnars og Jóhönnu Herdísar
Wium eru Kristrún Rut, f. 26.3.
1996, og Hjördís Þóra, f. 26.3.
1996. 4) Jóhanna, f. 5.4. 1972,
sambýlismaður hennar er
Ágúst Fylkisson, f. 11.2. 1968.
Börn þeirra eru Íris Inga, f.
25.4. 1996, og Svanur Fannar,
f. 5.2. 2006.
Útför Fríðu Gestrúnar fer
fram frá Bústaðakirkju í dag,
18. október 2018, klukkan 13.
Það er alltaf erfitt þegar
komið er að kveðjustund og erf-
ið tilhugsun að báðir foreldrar
okkar séu fallnir frá. Mamma
var stór hluti af lífi okkar systk-
inanna, hún var hvort tveggja í
senn umhyggjusöm móðir og
vinkona okkar. Hún var alltaf
tilbúin til að hlusta og styðja
okkur á allan hátt. Hún var ekki
bara umhyggjusöm móðir held-
ur líka amma og langamma og
mikil fjölskyldumanneskja.
Mamma var alltaf kletturinn í
lífi okkar systkina, ekki síst eftir
að pabbi lést á jóladag árið 1986
þegar Suðurlandið fórst. Missir
mömmu og okkar allra var
mikill. Hún tókst á við áfallið af
æðruleysi og dugnaði þrátt fyrir
að það hafi verið henni þung-
bært að sjá á eftir pabba á
svona sviplegan hátt. Það sem
hjálpaði mömmu í þessum erfiðu
aðstæðum var að hún var sterk-
ur persónuleiki, félagslynd og
lét fátt stöðva sig í fyrirætlunum
sínum.
Hún hafði mjög gaman af að
spila og var reyndar í sauma-
klúbbi þar sem eingöngu var
spilað en ekki saumað, þessi fé-
lagsskapur var henni mikils
virði enda oft glatt á hjalla. En
hún undi sér líka vel ein við lest-
ur og gat auk þess setið stund-
unum saman við að púsla enda
munum við systkinin ekki eftir
æskuheimilinu öðruvísi en að
þar væri púsluspil á borðinu.
Áhugamál mömmu voru fjöl-
mörg; hún hafði gaman af því að
fara með okkur í veiðiferðir og
útilegur, svo ekki sé talað um
sumarbústaðaferðir, sem voru
ófáar. Henni fannst líka gaman
að ferðast um heiminn og hún
lét veikindi sín ekki koma í veg
fyrir það. Í fyrra lagði hún land
undir fót og brá sér til Kan-
aríeyja með vinkonu sinni. Sú
ferð veitti henni mikla gleði og
hún hafði í hyggju að fara fljót-
lega aftur á suðrænar slóðir og
njóta sólarinnar en því miður
verða ferðirnar þangað ekki
fleiri og nú nýtur hún vonandi
sólarinnar í Sumarlandinu.
Að leiðarlokum þökkum við
þér, elsku mamma, fyrir allt
sem þú varst okkur.
Við búum að minningunni um
mömmu sem var kærleiksrík,
traust, ástrík, góður vinur og
umhyggjusöm.
Elsku mamma, við trúum því
og vonum að þið pabbi séuð
sameinuð á ný.
Sjöfn, Gústaf, Rúnar
og Jóhanna.
Elsku besta amma Fríða. Það
er erfitt að hugsa til þess að
maður fái ekki að sjá þig aftur,
það var svo gott að tala við þig
og heimsækja. Þú varst svo hlý
og vildir allt fyrir alla gera.
Hafðir alltaf tíma fyrir spjall og
áhuga á því sem var að gerast í
lífi mínu. Það er stórt tómarúm
sem þú skilur eftir í mínu
hjarta, tómarúm sem á aldrei
eftir að hverfa. Ég er ein af
þeim heppnu sem fengu að alast
upp í næsta nágrenni við þig og
gat farið í heimsókn hvenær
sem ég vildi. Fékk að gista þeg-
ar ég vildi og mátti koma í heim-
sókn hvenær sem var, alltaf var
tekið á móti mér með faðminn
opinn. Það var alltaf gott að
koma á Ferjubakkann, spjalla
við þig og horfa saman á þætti.
Ég veit að þú saknaðir þess
mikið síðustu mánuðina að geta
ekki horft lengur á sjónvarp og
lesið. Núna hittir þú afa og þið
getið verið saman að nýju eftir
langan aðskilnað.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíldu í friði elsku amma
mín. Guð veri með þér og varð-
veiti þig.
Þín
Fríða Björk.
Í dag kveðjum við Fríðu
frænku eins og hún var kölluð á
okkar heimili. Hrafn maðurinn
minn kynnti mig fyrir Fríðu
frænku sinni sem honum þótti
mjög vænt um, en síðan eru liðin
rúm fjörutíu ár. Fríða var ung
og glæsileg fjögurra barna móð-
ir. Börnin hennar voru henni allt
og ekki skorti ást og kærleika til
þeirra frekar en reyndar allra
annarra sem hún tengdist. Þau
Svanur voru yndisleg hjón sem
vildu allt fyrir alla gera.
Ljúfar eru minningarnar frá
þeim dögum þegar við heimsótt-
um Gústa afa og Jóhönnu ömmu
og komum svo við hjá Fríðu og
Svani. Þar var ávallt glatt á
hjalla og maður ávallt velkom-
inn. Fríða átti fallegt heimili og
var snillingur í að reiða fram
dýrindis veislur. Mikið áfall var
þegar Svanur eiginmaður Fríðu
fórst í hörmulegu sjóslysi með
flutningaskipinu Suðurlandinu á
jóladag 1986. Þarna myndaðist
skarð sem enginn gat fyllt og
skildi eftir stórt ör, en með jafn-
aðargeði sínu og ljúfmennsku
tókst Fríðu að lifa með þessari
sorg og varð hún stólpinn sem
hélt fjölskyldunni saman.
Fríða fór ekki í manngreinar-
álit og aldrei heyrði ég hana
setja út á nokkra manneskju,
þvert á móti sá hún jákvæðu
hliðina hjá öllum.
Einhvern tíma heyrði ég sagt
að besti vinurinn sem maður
ætti væri sá sem þekkti galla
manns en væri samt vinur
manns. Þannig var Fríða
frænka. Börnin mín eiga ljúfar
minningar um þessa góðu konu
sem hugsaði sig ekki tvisvar um
þegar vantaði pössun fyrir þau
þegar þau voru lítil og flutti
meira að segja inn til þeirra svo
óþægindin yrðu sem minnst fyr-
ir þau. Þetta var ómetanlegt fyr-
ir okkur öll og sýndi hvílíka
manngæsku hún hafði til að
bera. Elsku Fríða, að leiðarlok-
um langar mig að þakka þér fyr-
ir allt og hve vel þú reyndist
mér og minni fjölskyldu. Bless-
uð sé minning þín, hvíl í friði.
Þórunn Ragnarsdóttir.
Fríða Gestrún
Gústafsdóttir
Elsku afi minn, ég
kveð þig nú í hinsta
sinn, þú varst mér
alltaf góður og ég
fann að þú hafðir trú á mér, sem
ég kunni vel að meta. Þegar virki-
lega reyndi á í mínu lífi varstu til
staðar fyrir mig og þá minningu
mun ég geyma um ókomna tíð.
Ég man að mér fannst alltaf
gaman að koma til ykkar ömmu á
Grænuvellina sem barn og húsinu
gæti ég lýst í smáatriðum, svo tíð-
ir gestir vorum við systkinin hjá
ykkur. Það er sterkt í minning-
unni hvað mér fannst spennandi
þegar þú komst með hestana í
garðinn og sérstaklega ef ég fékk
að fara á bak.
Á seinni árum varstu duglegur
Sigmar Karl
Óskarsson
✝ Sigmar KarlÓskarsson
fæddist 1. júlí 1932.
Hann lést 5. októ-
ber 2018.
Útför Sigmars
Karls fór fram 12.
október 2018.
að bjóða mér í mat
og þá bauðstu und-
antekningarlaust
upp á eitthvað gam-
alt og gott eins og
saltkjöt eða hrossa-
bjúgu. Mér fannst
maturinn alltaf góð-
ur en þó svo að þú
hafir stundum
kvartað yfir gæðun-
um á kjötinu fórum
við alltaf sáttir frá
borði.
Þegar Hallgerður fæddist
komst þú með ömmu til Reykja-
víkur á fæðingardeildina sam-
dægurs, bæði komin vel á níræð-
isaldur en samt sem áður spennt
að sjá nýjasta langafa- og lang-
ömmubarnið. Það yljar mér enn
um hjartarætur að hugsa um það.
Nú ertu farinn á betri stað, afi
minn og ég sakna þín.
Ég vil kveðja þig á sama hátt
og þú kvaddir mig þegar við töl-
uðumst síðast við: Guð geymi þig,
afi minn, um alla tíð.
Andri M. Kristjánsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
eiginmanns, föður, afa og langafa,
RÍKAHARÐAR ÁRNASONAR
símsmiðameistara.
Sérstaklega þakkir til dagdeildar Eir,
Grafarvogi, fyrir að hafa reynst honum
einstaklega vel.
Hrefna Jónsdóttir
synir og fjölskyldur þeirra
Ástkær dóttir mín, systir, mágkona
og frænka,
DÖGG TRYGGVADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 10. október.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 22. október
klukkan 13.
Birna Jónsdóttir
Sólborg Tryggvadóttir Kristinn Rafnsson
Jón Tryggvason
og ástvinir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför okkar
ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
EDDU INGIBJARGAR
MARGEIRSDÓTTUR,
Lerkihlíð 5, Reykjavík.
Hjartans þakkir sendum við elskulega
starfsfólkinu á Sólvangi í Hafnarfirði.
Einnig þökkum við félögum í Karlakórnum Fóstbræðrum fyrir
fallegan söng við útförina.
Sveinn Pálsson
Helga Hjördís Sveinsdóttir
Elenora Björk Sveinsdóttir Erlendur Friðriksson
Hallveig Elfa Hahl Martin Hahl
Höskuldur Freyr Sveinsson
Páll Margeir Sveinsson Sigurdís Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
ÞÓRA ÞÓRARINSDÓTTIR,
fv. kaupmaður, Laugavegi 76,
síðast til heimilis Bogahlíð 2,
lést föstudaginn 12. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 23. október klukkan 13.
Dæturnar