Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Ný námskeið að hefjast
Innritun stendur yfir!
STELPUR
KONUR
STAÐURINN
RÆKTIN
Tíminn
er núna!
Þú verður að lofa mér einu,elsku vinur, hafði Flóki eittsinn sagt. Að skrifa aldreium mig. Svo hafði orðið of-
an á sú hugsun að með mér hyrfu
þessar mannlýsingar að fullu og að
því væri nokkur skaði fyrir komandi
kynslóðir sem ef til vill kysu að lyfta
þessum vinum mínum á þann stall
sem þeim bar. Og fyrst ég var að
segja frá þeim á annað borð þá var
mér engin leið að segja frá þeim
öðruvísi en ég mundi þá, hví að draga
fjöður yfir þær minningar og búa til
úr þeim sætabrauðsdrengi? (218)
Í minningabókinni Listamanna-
launum, sem höfundurinn, Ólafur
Gunnarsson, kallar minningaskáld-
sögu, býr hann svo sannarlega ekki
til neina sætabrauðsdrengi úr vinum
sínum, myndlistarmanninum Alfreð
Flóka, skáldinu og myndlistarmann-
inum Degi Sigurðarsyni og rithöf-
undinum Steinari Sigurjónssyni. Og
eftir lesturinn er ekki annað hægt en
þakka Ólafi fyrir að hafa svikið lof-
orðið sem hinn sérlundaði Flóki fór
fram á að hann gæfi sér, því í þessu
heiðarlega og einlæga verki dregur
hann upp eftirminnilegar og vel mót-
aðar myndir af þessum umtöluðu,
breysku og ófyrirsjáanlegu vinum
sínum. Þetta er saga af þremur
skrautlegum og umtöluðum lista-
mönnum sem allir glímdu við lang-
varandi áfengisfíkn, en þetta er jafn-
framt athyglisverð sjálfsævisaga
Ólafs frá áttunda og níunda áratug
síðustu aldar, opinská sköpunarsaga
hans sjálfs þar sem hann er að byrja
að fikra sig áfram á ritvellinum og
skrifa sínar fyrstu skáldsögur. Og
þetta er mikilvæg saga um tímabil í
íslenskri menningarsögu sem virðist
ekki svo fjarri en frásögnin sýnir svo
glögglega að á á hættu að gleymast
en verður að einhverju leyti bjargað
með snjöllum frásögnum um tímann,
eins og þessi bók er.
Sagan hefst hefst með því að Al-
freð Flóki er kynntur til leiks og hann
verður límið sem heldur henni sam-
an: „Eins og flestir aðrir Íslendingar
heyrði ég Alfreð Flóka fyrst nefndan
þegar viðtalið fræga birtist í Vikunni
vorið 1963. Þar sagðist Flóki búa með
tveimur konum, verðandi eiginkonu
sinni og ástkonu, og vita fátt hressi-
legra en að sjá ketti para sig. Hann
sagðist enn fremur vera Messías og
að fyrirrennari sinn hefði verið kross-
festur. Og margt fleira sagði hann
sem gerði hann strax landsfrægan.“
(7) Það var svo tíu árum síðar sem
Dagur Sigurðarson kynnti höfundinn
og Flóka og vinátta tókst með þeim;
aldursmunurinn var nokkur og leikur
Ólafur á áhugaverðan hátt með það,
er sem lærlingur við fótskör meist-
aranna og miðlar frásögninni þaðan.
Kynni Dags og Ólafs hófust hins veg-
ar með skiptum á mynd eftir Dag og
flösku af besta rauðvíninu í Ríkinu og
það var iðulega hlutskipti Ólafs að sjá
þessum vinum sínum fyrir áfengi,
sem er innbyrt
hratt og örugglega
í frásögninni, með
tilheyrandi æv-
intýrum og uppá-
komum sem verða
þó sífellt dapur-
legri eftir því sem
áfengissýkin ýtir
sköpunargáfunni
lengra frá lista-
mönnunum. Hinn ungi Ólafur leitar í
byrjun að fyrirmyndum í hinum eldri
listamönnum en hann hefur þá ákveð-
ið að helga sjálfur líf sitt listinni. „Á
þessum tíma þótti það engan veginn
sjálfsagt að ungur maður ætlaði sér
að verða rithöfundur. Ég varð að fara
aftur um aldir til Egils Skallagríms-
sonar til þess að finna skáld í minni
fjölskyldu. Þó að ég hefði gefið út
ljóðabók hafði aldrei hvarflað að mér
að verða rithöfundur. Mér hefði fund-
ist eðlilegra að leggja fyrir mig geim-
ferðir,“ (12) segir hann. Og sögumað-
ur er bæði óstyrkur og fullur
lotningar þegar hann byrjar að heim-
sækja Flóka – á „meðal raunveru-
legra listamanna leið mér alltaf eins
og loddara“, segir hann. En það er at-
hyglisvert að sjá hvernig samband
hans og listamannanna þriggja þróast
í frásögninni, því eftir því sem á líður
leita þeir meira til hans, þurfa iðulega
á honum að halda, ekki síst þegar frá-
sögnin færist frá Reykjavík til Kaup-
mannahöfnar þar sem þeir búa stund-
um hjá Ólafi og fjölskyldu hans.
Alfreð Flóki kynnti Ólaf síðan fyrir
Steinari Sigurjónssyni og hann birtist
í öðrum hluta bókarinar, við heimili
fjölskyldu Ólafs í Höfn: „Hann stóð
vandræðalegur úti fyrir dyrum þegar
ég opnaði með pottlok á milli hand-
anna eins og kinnfiskasoginn, rauð-
birkinn fátæklingur í skáldsögu eftir
Dickens, kominn til þess að biðja
kaupmann um úttekt upp á krít.
Ég bauð Steinari inn og spurði
hvernig stæði á ferðum hans. – Það er
engin leið að yrkja í hatrinu og kuld-
anum heima á Íslandi, svaraði Stein-
ar.“ (94)
Steinar er ekki minna óílkindatól
en Flóki og Dagur, lítill í sér og heift-
úðugur í senn, og þær eru bæði kostu-
legar og sorglegar lýsingarnar á ým-
iskonar bauki hans, hvort sem það er
draumurinn um að kaupa sér í Dan-
mörku hjólhýsi fyrir föðurarfinn eða
þegar honum er hent út úr barna-
afmæli hjá Ólafi.
Frásögn bókarinnar er öll leikandi
létt og bera hinar ýmsu sögur af
mönnum og uppákomum með sér að
hafa verið slípaðar með því að rifja
þær upp og skemmta mögulega
áheyrendum með þeim. Listamenn-
irnir þrír birtast þá oft ljóslifandi, þar
sem sérkennilegur talandi allra
þriggja nýtur sín vel. Og skemmti-
sögurnar eru margar, til að mynda af
bæjarferðum og af sýningabrölti Al-
freðs Flóka, sem virðist hafa verið
misvel lukkað, og á stundum lagðist
móðir hans í ferðalög til að reyna að
selja fyrir soninn verk – og áfengi var
keypt fyrir andviðið.
Fjölmörgum öðrum persónum
bregður fyrir, þar á meðal fleiri lista-
mönnum, og tekst sögumanni oft
listavel að draga upp af þeim fínar og
fyndnar skissur. Sigurði Pálssyni
skáldi mætum við til að mynda í Par-
ís, þar sem „hann talaði eins og hann
væri furðu lostinn yfir hverri setn-
ingu sem út úr honum kom“, (21) og
Ólafur hittir væntanlegan útefanda
sinn, Jóhann Pál Valdimarsson, í
fyrsta skipti á Óðali þar sem á öðrum
kolli „sat ungur maður með barns-
legar, búttaðar kinnar sem létu hann
sýnast yngri en hann var í raun og
veru“. (31). Seinna kom Jóhann Páll
við hjá Ólafi í Kaupmannahöfn og til-
kynnti: „Ég er búinn að vera á
þriggja daga fylliríi með útgefanda
Barbapapa.“ (155)
Þá eru litríkar lýsingar á feðg-
unum og myndlistarmönnunum Ör-
lygi Sigurðssyni og Sigurði syni hans,
þar sem Örlygur var kominn til
Kaupmannahafnar í heimsókn. „Það
voru haldnar margar veislur þessar
vikur og Örlygur þagnaði aldrei í
skemmtilegheitum og ég man að á
einu slíku fylliríi hvíslaði Alfreð
Flóki, sem aldrei þessu vant komst
ekki að: – Maðurinn er verri en góði
dátinn Svejk!“ (137) En í einni veisl-
unni var Örlygi gefið hass að reykja:
„Og nú gerðist það að Örlygur Sig-
urðsson þagnaði. Og hann þagði í
heilar fjórar klukkustundir. Í lengri
stund hafði hann ekki þagað sam-
fleytt í þau sextíu ár sem hann hafði
lifað.“ (138)
Meðal annarra sem bregður fyrir, í
kostulegum vinjettum eða heilum
köflum, má nefna Tryggva Ólafsson,
Nínu Björk Árnadóttur, David
McDuff og nóbelsskáldið Joseph
Brodsky.
Og talandi um vinjettur eða smá-
myndir þá eru nokkrar ljósmyndir
birtar í bókinni og á þeim má meðal
annars sjá Alfreð Flóka, Dag og
Steinar, auk Ólafs sjálfs. Þessi les-
andi saknar þess að ekki séu með
þeim myndatextar sem setji mynd-
irnar í samhengi við frásögnina.
Upprifjuninni af samskiptum
sögumanns og listamannanna
þriggja lýkur með fallegri og trega-
fullri frásögn af ævilokum Alfreðs
Flóka sumarið 1987 og er sá kafli
skrifaður ef mikilli væntumþykju. Í
lokakaflanum stekkur sögumaður
síðan þrjátíu ár fram í tímann, til árs-
ins 2017, og ákveður að fara í fyrsta
skipti að leiði Flóka vinar síns, með
eiginkonu sinni og sambýliskonu
Flóka. Þeta er mikilvægur lokahluti
þar sem þræðir verksins eru teknir
fallega saman. Ungi og óreyndi rit-
höfundurinn úr upphafi sögunar er
þar orðinn fullorðinn og marg-
reyndur í söguheimum og fer að leita
uppi hvílustaði þessara þriggja lista-
manna, sem hann á sínum tíma dáði.
Allir hvíla þeir í Fossvogskirkju-
garði. Alfreð Flóki varð aðeins 48
ára, Steinar Sigurjónsson lést árið
1992, 64 ára, og Dagur Sigurðarson
fór síðastur þeirra, árið 1994, 57 ára
gamall.
Alfreð Flóki er sagður hafa verið
spurður að því einu sinni hvernig
væri að vera dáinn. „Og snillingurinn
svarar að bragði: – Það get ég sagt
þér, elsku vinur. Maður fer búmsí-
lúms á milli vetrarbrautanna.“ (221)
Hvort sem séníið er á því flugi eða
ekki þá er Ólafur Gunnarsson á miklu
og fínu flugi hér í einni sinni allra
bestu bók og hefur dregið upp lifandi,
eftirminnilegar og mikilvægar mynd-
ir af kynnum sínum af Alfreð Flóka
og fleiri lifandi sem látnum sam-
ferðamönnum.
Búmsí-lúms á milli vetrarbrautanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Minningaskáldsaga
Listamannalaun bbbbm
Eftir Ólaf Gunnarsson.
JPV forlag, 2018. Innbundin, 221 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Alfreð
Flóki
Dagur
Sigurðarson
Steinar
Sigurjónsson
Einlægur „Ólafur Gunnarsson
[…] hefur dregið upp lifandi, eft-
irminnilegar og mikilvægar
myndir af kynnum sínum af Al-
freð Flóka og fleiri lifandi sem
látnum samferðamönnum.“