Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 á samkeppnishæfu verði! Kletthálsi 2, 110 Reykjavík s.562-1717 bilalif.is Við seljum líka nýja bíla Range Rover Evoque Ný sending af mjög vel útbúnum Ljósmyndir Mats hafa á sér sérstakan blæ og má kannski best lýsa þeim þannig að hann taki mjög heiðarlegar myndir af fólki og landslagi. Sjálfur segir Mats vilja að myndir sín- ar þjóni því hlutverki að vera góð heimild: „Ég hef stundum verið gagnrýndur fyrir það að taka aðeins landslags- og bæjamyndir í blíðskaparveðri, þegar varla sést ský á himni. Það er rétt að hægt er að ná ákveðinni stemningu fram með myndatöku í rökkri eða í vonskuveðri, en þá er myndin ekki jafngóð heimild um mynd- efnið. Birtan þarf að vera góð til að myndefnið sé skýrt og, skuggarnir skapi rétta dýpt og skerpu, og helst vil ég ekki að ský hylji fjallstindana svo að við sjáum fjöllin í heild sinni.“ Landið sýnir sín- ar bestu hliðar MYNDAR Í GÓÐU VEÐRI bónda sem átti nokkur svín í girð- ingu þar rétt hjá hvort hann gæti ekki haft svínin í fjósi og lánað henni stíuna fyrir mig svo ég færi ekki á flakk.“ Skömmu fyrir jólin 1962 kynntist Mats konu sinni Árndísi Ellerts- dóttur heitinni, þegar hún var í hjúkrunarnámi í Osló. Þau trúlof- uðust vorið 1963 og létu pússa sig saman 1964 í torfkirkjunni í Árbæj- arsafni en bjuggu saman í Noregi fram til vorsins 1966 þegar þau fluttu til Íslands. Er bróðurpartur nýju bókarinnar helgaður Íslandi og lýsir Mats því fyrir blaðamanni hvernig á því stóð að hann kolféll fyrir landi og þjóð: Hann segir að vissulega megi finna fallegt landslag í Noregi en meiri einsleitni á meðan á Íslandi sé náttúran bæði fjölbreytt og hrikaleg. Það var ekki bara landslagið sem heillaði heldur líka fólkið sem Mats kynntist á ferðum sínum um Ísland: „Bókina tók ég saman ekki bara fyr- ir mig sjálfan og mína nánustu, held- ur líka í þakklætisskyni fyrir alla þá sem ég hef kynnst jafnt í sveitum og þéttbýli, og hafa bæði hvatt mig til dáða og tekið mér opnum örmum.“ Ljósmyndir/Mats Wibe Lund Fjölbreytni Myndir Mats af Íslandi spanna meira en hálfa öld. Þær sýna hvað samfélagið hefur breyst og skrásetja fegurð náttúrunnar. Mats reynir af ásetningi að mynda þegar veðrið er gott. Morgunblaðið/Árni Sæberg Draumur Mats var unglingur þegar hann heimsótti Ísland í fyrsta skipti. Fjölbreytileiki náttúrunnar heillaði hann. Norðmaðurinn sem féll fyrir Íslandi  Út er komin bók með myndum og minningum Mats Wibe Lund ljósmyndara  Í meira en hálfa öld hefur hann ljósmyndað íslenska náttúru og mannlíf og um leið skrásett heillandi sögu lands og byggða í gegnum einstakar myndir sínar Birta Hverfjall séð til suðurs. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var ævintýraþráin sem varð til þess að sautján ára norskur piltur afréð að ferðast til Íslands snemma á 6. áratugnum. „Ég las um það í Aftenposten að smár hópur norskra stúdenta væri á leið til Íslands að grafa eftir fornminjum í Skálholti. Varð úr að ég skrifaði Kristjáni Eld- járn þjóðminjaverði sem svaraði um hæl og sagði að ég væri velkominn að slást í hópinn, á eigin kostnað og eigin ábyrgð. Hann myndi sjá mér fyrir fæði og uppihaldi en gæti engu lofað á þeirri stundu um greiðslu. Eftir allanga vinnulotu fékk ég í hendurnar myndarlegt launaumslag og gat notað peninginn til að skoða Norður- og Austurland. Eftir það varð mér alveg ljóst hvar ég ætti heima,“ segir ævintýramaðurinn sem í dag er orðinn rösklega átt- ræður og heitir Mats Wibe Lund. Mats þekkja lesendur sennilega best fyrir framúrskarandi myndir af íslenskri náttúru og byggðum hring- inn í kringum landið. Hann hefur komið víða við, skrifaði m.a. fréttir um Ísland fyrir skandinavíska fjöl- miðla, rak ljósmyndavöruverslun og ljósmyndastúdíó, og lærði meira að segja að vinna úr loftmynda- njósnagögnum þegar hann gegndi herþjónustu. „Ég var sendur ásamt sjö öðrum úr norska hernum í franskan herskóla í gömlu hest- húsum Lúðvíks konungs í Versölum. Sem betur fer var búið að þrífa hest- húsin rækilega,“ segir Mats glett- inn. Flúði loftárásir sem barn Í þessum mánuði gefur Skrudda út fyrstu bók Mats: Frjáls eins og fuglinn. Hann segir bókina ekki beinlínis ævisögu, og lýsir henni frekar sem samansafni mynda og minninga. Í bókinni er að finna 164 myndir sem spanna áhugavert lífs- hlaup og segja um leið sögu íslensks samfélags frá sjónarhorni aðkomu- manns sem var alltaf með mynda- vélina á lofti. Norræna húsið heldur sýningu á ljósmyndum Mats í tilefni af útkomu bókarinnar og stendur hún yfir til 4. nóvember. Sagan byrjar á stríðsárunum í Noregi og eru fyrstu minningar Mats af því hvernig hann flúði Osló með skelkuðum foreldrum sínum og nýfæddri systur og leitaði með þeim skjóls í veiðihúsi í sveitinni. „Skammt þar frá var vatn, og ára- bátur í fjörunni. Móðir mín skynjaði það strax að mig langaði helst að halda af stað á bátnum út í heim. Varð það til þess að hún spurði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.