Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 68
AF LEIKLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Oft er langlífi ákveðinna leiksýninga
dásamað, þegar þær hafa verið færð-
ar upp nokkur leikár í röð – erlendis
þekkist að sýningar gangi jafnvel í
einhverja áratugi. En líklega er lang-
lífasta leiksýningin sem enn er sett
upp og nýtur gríðarlegra vinsælda,
uppfærslan á Ramlila í Ramnagar í
Uttar Pradesh-ríki í Indlandi. Ram-
lila er röð leikrita sem sýnd eru 31
kvöld í röð – hver sýning hefst síð-
degis, svo er gert hlé fyrir bænir og
kvöldmat, og sýningu síðan haldið
áfram fram eftir kvöldi. Leikritin
byggjast á hinni epísku og ævintýra-
legu frásögn af Rama konungi, eins
og hún birtist í helgikvæðinu
Ramcharitmanas, vinsælustu útgáf-
unni í dag af goðsagnabálkinum
Ramayana en Benares-skáldið Tulsi-
das (1532-1623) færði hana í letur.
Ramlila var fyrst sett upp í Ramnag-
ar um 1830, fyrir tilstuðlan þáverandi
konungs eða maharaja á svæðinu en
Ramnagar er á austurbakka Ganges-
fljóts gegnt borginni Varanasi, sem
áður hét Benares, og er einn helgasti
staður hindúa. Maharajinn réð ríkj-
um í borginni og nálægum sveitum
þar til völdin voru tekin af konungum
landsins við sjálfstæði Indlands árið
1947. En ólíkt flestum öðrum fyrr-
verandi konungsfjölskyldum Ind-
lands þá eru áhrif núverandi mah-
araja í Ramnagar-virki enn
umtalsverð. Hann býður líka enn til
Ramlila-sýninga 31 kvöld í röð á
haustin, þegar nálgast tvö hundruð
ára afmæli sýninganna, og tekur þátt
nokkur kvöldin sem guðlegur kon-
ungur. Enda hefur það verið nokkuð
almenn trú á svæðinu síðan snemma
á 19. öld að maharajinn í Ramnagar
sé á vissan hátt holdgervingur guðs-
ins Shíva.
Maharajinn á fílsbaki
Um þessar mundir vinn ég að
verkefnum í Varanasi. Ég hef í mörg
ár vitað af Ramlila-sýningunum en
hef ekki áður verið í borginni meðan
þær eru settar upp. Á dögunum gekk
ég síðdegis sem leið lá yfir nýja og
reisulega brú yfir Ganges-fljót og
skoðaði Ramnagar-virkið en
maharajinn býr í hluta þess. Ekki fór
á milli mála að mikið stóð til; fjöldi
fólks hafði safnast saman í þeim
hluta bæjarins sem næstur er virk-
inu og þegar ég kom þar út úr sér-
kennilegu og rykföllnu safni sá ég
hvar hestvagn var kominn inn í for-
garðinn og myndarleg lífvarðasveit í
kringum hann. Ég flýtti mér út á
götu og náði að sjá hvar maharajinn,
maður rétt rúmlega fimmtugur, ók
út eftir götunni ásamt skrautlega
búnu fylgdarliði, dreginn af hvítum
og kröftugum klárhestum. „Hann er
á leið á Ramlila,“ sagði maður við hlið
mér. „Nú fer sýningin að byrja.“ Og
fólkið streymdi á eftir höfðingjanum
sem býður til leiksins.
Ég fór ekki að sjá leikritið þetta
kvöld en var mættur nokkrum dög-
um seinna við upphaf tuttugasta
kvöldsins. Sólin var lágt á lofti og
baðaði sýningarsvæðið gullnu ljósi
þegar við nálguðumst, en þetta kvöld
var það stór almenningsgarður þar
sem hverskyns leiktækjum fyrir
börn og matarsjoppum sem seldu
hefðbundinn indverskan götumat
hafði verið komið fyrir í jaðrinum.
Fólk streymdi að úr öllum áttum,
augsýnilega indverskur almenningur
sem var þar að mæta og það var há-
tíðarstemning í loftinu. Þúsundir
manna höfðu safnast saman í garð-
inum miðjum og þar mátti sjá stóran
og litríkan dreka í mannþrönginni
miðri. Fjær voru þrír fílar og hvít-
klæddir menn á þeim öllum; á þeim í
miðið, í skrautlegasta burðar-
stólnum, sat maharajann sjálfur, á
besta stað.
Þegar við komum að svæðinu
tóku tveir fílar til á móti okkur,
manngerðir leikmunir. Þegar ég ætl-
Sýnt í 31 kvöld árlega í nær 200
aði að taka af þeim mynd stökk þar
til aldraður vörður gyrtur sverði og
klæddur búningi sem gæti hafa verið
saumaður fyrir fyrstu uppfærsluna
1830, greip fast um meðalkaflann,
gekk í veg fyrir okkur og hreytti illi-
lega út úr sér að myndatökur væru
með öllu bannaðar samkvæmt skip-
un maharajans. Við því var ekkert að
segja og við flýttum okkur nær
mannþrönginni þar sem leikarar
höfðu raðað sér í kringum drekann
og kór var byrjaður að kyrja á hindí
og tók stór hluti mannfjöldans fal-
lega undir. Margir voru með lúin ein-
tök af Ramcharitmanas, fylgdust
með framsögn leikaranna og tóku
undir þegar mátti – einhverjir voru
komnir með textann í smáforrit í
síma sínum og lásu af honum.
Tugir þúsunda gesta
Félagi minn er frá Varanasi og
reynir að ná einhverjum kvöldum
sýninganna ár hvert; hann segir þær
mikilvægan þátt í menningarlífi
borgarinnar og fallega tengingu við
fortíðina. Þá sé leikurinn jafnframt
helgihátíð en persónurnar í Ramlila
eru flestar í fjölskrúðugu guðagall-
eríi hindúismans. Leikið er án mögn-
unar radda, sem gerir það enn mik-
ilvægara en ella fyrir gesti að geta
fylgst með textanum á bók – fyrir
utan að flestir þekkja hann og
atburðarásina utan að. Nokkrar fjöl-
skyldur vinna við það allt árið að
gera leikmuni fyrir sýninguna, og
hefur sú vinna gengið í arf, kynslóð
eftir kynslóð. Þær skapa skrímsli og
allrahanda skepnur, sem sumar eru
brenndar, öðrum drekkt, og enn aðr-
ar fara svo illa að það þarf alltaf að
gera þær að nýju; grind úr bambus
og hálmi, klædd máluðum pappír.
Leikið er á mismunandi stöðum í
Ramnagar, allt eftir því hvar atriðin
gerast, og hafa verið reistar íburðar-
miklar leikmyndir á þeim flestum og
tákna raunverulega staði á Indlandi
og jafnframt í goðafræðinni. Sum
kvöldin færa áhorfendur sig á milli
staðanna, í fylgd með leikurunum
þegar persónurnar eða guðirnir sem
þeir túlka fara milli heima.
Æfingar fyrir flutninginn
standa mánuðum saman en valið á
leikurunum fer fram eftir langri hefð
– maharajinn tekur átt í áheyrnar-
prufum suma dagana. Ákveðnar per-
sónur eins og apaguðinn Hanuman
hafa þó verið fráteknar fyrir vissar
fjölskyldur lengi, allt frá miðri næst-
síðustu öld.
Sum kvöldin mæta þúsundir
gesta, önnur tugir þúsunda en loka-
kvöldið mæta allt að hundrað þúsund
gestir. Og sagt er að í einhver skipti
hafi mannfjöldinn náð milljón. Þá
nær sýningin líka hápunkti í lagi.
Leikurinn gengur í erfðir
Í Ramlila er rakin viðburðarík
saga Rams en þar fyrir utan er per-
sónugalleríið æði mannmargt og erf-
itt fyrir þá sem ekki eru fæddir inn í
þennan menningarpott að átta sig á
öllum vendingum þar á bæ. Við-
burðaríkir þættir fjalla til að mynda
um brúðkaup Rams og Sítu, útlegð
Morgunblaðið/Einar Falur
Lokahvellur Ramlila leiksýningunni lauk seinna kvöldið sem greinarhöfundur var viðstaddur með sannkölluðum hvelli; með rauðu blysi sem lýsti upp
mannfjöldann sem fagnaði ógurlega, enda hafði bróðir Rams þá sigrað ófreskju eina mikla i bardaga. Unnið er að því árið um kring að undirbúa leikmuni.
Sögulegt Þúsundir sýningargesta fylgjast í teikningu eftir James Prinsep frá árinu 1834 með skrímslum, óvinum guðsins Rams, fuðra upp í einum há-
punktinum á Ramlila sem byggir á helgikvæðinu Ramcharitmanas. Ramnagar-virki er í baksýn. Sýningin hefur lítið sem ekkert breyst síðan þá.
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018