Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 69
ár Rams, því þegar Síta og Lakhsmana koma til hans í útlegðina, ferðalög þeirra um Indland, hvernig þau byggja upp apaher, og um baráttuna milli góðs og ills þar sem Ram verður réttskipaður konungur að nýju. Kvöldin sem ég var viðstaddur var verið að dæma Ram í útlegð. Það var áhugavert að fylgjast með ung- um leikurunum flytja texta sem svar- að var af kór og almenningi, eins- konar leikstjóri fór á milli persón- anna og gaf með bendingum til kynna hver ætti næst að taka orðið og senunni og fyrri hlutanum lauk – og þá var komið myrkur og sviðið lýst upp með kyndlum – með því að eldur var borinn að drekanum og fuðraði hann upp á skömmum tíma. Þurftu leikarar og gestir sem næst voru að stökkva undan neistaflóðinu. Þá fóru leikararnir þvert yfir veg sem gengur gegnum garðinn og upp á lágt svið sem þar hafði verið reist, áhorfendur færðu sig í humátt á eftir og settust hringinn í kringum sviðið. Maharajinn lét sér nægja að snúa fíl sínum í hálfhring; hann var áfram í besta sætinu. Við náum ekki að fylgjast með allri sýningunni þetta kvöld og vor- um greinilega ekki einir um það, fólk var sífellt að koma og fara, sumir brunuðu jafnvel á mótorhjólum framhjá svo ekki heyrðist bofs í leik- urunum á meðan. Við stöldruðum við hjá götusala við garðinn og gæddum okkur á dýrðar skyndiréttum, félagi minn sagði kokkinn af þriðju kynslóð skyndibitamallara þar á staðnum. Þar er ekki bara leikmyndagerð og leikur sem gengur í erfðir í Ramnag- ar. Nú þegar þessi orð eru skrifuð í Varanasi er sól tekin að lækka á lofti yfir Indlandi og leiðin liggur á eftir aftur að sjá Ramlila. Nú mun heldur betur vera að draga til tíðinda og fé- laginn, sem er búinn að fletta upp í bókinni sinni með kvæðabálkinum og hinni sem er um uppsetninguna í Ramnagar, segir að í kvöld ljúki sýn- ingunni með glæsilegu ljósaspili, eldi og sprengingum. Og við ætlum ekki að missa af þessari heillandi og gamalgrónu alþýðuskemmtun, ekki frekar en þær þúsundir annarra gesta sem mæta einnig til Ramnag- ar, að sjá eftirlætis sögurnar sínar leiknar einu sinni enn. Leikmunir Bannað er að mynda sýningar, enda var ljósmyndatækn- in ekki kynnt til sögu fyrr en 1839. Sögur Gestir fylgjast með einni af mörgum vélvæddum senum sem miðla sagnabálkinum Ramayana. MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Kanadíski píanistinn Jan Lisiecki leikur píanókonsert Schumanns á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld kl. 19.30. „Lisiecki vakti heimsathygli þegar hann lék píanókonsert Chopins á Chopin-hátíðinni í Varsjá 2008, 12 ára gamall, og sama ár lék hann í fyrsta sinn í Carnegie Hall. Tveimur árum síðar var hann kominn með samning hjá Deutsche Grammo- phon,“ segir í tilkynningu. Hljóm- sveitarstjóri er hinn franski Bertrand de Billy sem stýrði nýverið rómaðri uppfærslu á Toscu við Metropolitan-óperuna í New York.Morgunblaðið/Eggert Lisiecki spil- ar Schumann Rómantík Jan Lisiecki leikur Schumann og Sinfóní- an leikur verk eftir Olivier Messiaen og Josef Suk. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Mergjað skáldverk“ Óðinn Jónsson / Rás 1 „Bókin er dramatísk, spennandi og fyndin, full af áhugaverðum persónum, safaríkum hetjusögum og tilvísunum í nútímann sem hitta beint í mark.“ Sigríður Hagalín Bráðskemmtileg og snilldarlega skrifuð saga um það þegar nútíminn kom til Íslands KEMUR Í VERSLANIR Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.