Morgunblaðið - 18.10.2018, Side 71

Morgunblaðið - 18.10.2018, Side 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 94 international design awards Einstök barnagleraugu frá Lindberg. Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga um heim allan. Angústúra hefur lagt áherslu á þýð- ingar á erlendum bókmenntum í bland við barnabækur og léttmeti fyrir fullorðna. Á árinu hafa meðal annars komið út bækurnar Sælu- víma eftir Lily King, Allt sundrast eftir Chinua Achebe, Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo og Sakfelling eftir Bandi. Sagan um Skarphéðin Dungal er barnabók eftir þau Hjörleif Hjart- arson og Rán Flygenring sem sendu frá sér metsölubókina Fugla á síð- asta ári. Sagan segir frá flugunni Skarphéðni Dungal sem grunar að heimurinn geymi fleira en sléttuna umhverfis borg flugnanna. Þess má geta að komin er út ensk útgáfa á Fuglum þeirra Hjörleifs og Ránar. Bækur Jenny Colgan hafa notið vinsælda hér á landi líkt og víða er- lendis. Þríleik hennar um bakaríið hennar Polly Waterford lýkur með bókinni Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu í þýðingu Ingunnar Snædal, en áður eru komnar Litla bakaríið við Strandgötu og Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu. Í Etýðum í snjó eftir japanska höfundinn Yoko Tawada segja þrjár kynslóðir ísbjarna sögu sína með eigin orðum. Elísa Björg Þorsteins- dóttir þýddi. Fyrstu bækurnar í þremur nýjum barnabókaflokkum Angústúru koma út í haust. Fyrst er að nefna Seið- menn hins forna eftir Cressidu Cow- ell en hún er þekktust fyrir bóka- flokkinn Að temja drekann sinn. Í Seiðmönnum hins forna þurfa aðal- sögupersónurnar, Xar og Ósk, að gleyma þrætuefnum þjóða sinna og taka höndum saman til að sigrast á vondum göldrum. Jón St. Kristjáns- son þýddi. Kóngsríkið mitt fallna eftir Finn- Ole Heinrich og Rán Flygenring er fyrsta bókin af þremur í bókaflokkn- um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Han- sen í þýðingu Jóns St. Kristjáns- sonar. Hún segir frá Pálinu Klöru Lind Hansen, sem er í senn meist- araspæjari, ofurfimleikastúlka og heimsmeistari í brjáli. Eldraun er fyrsta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við ill öfl eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaber- bøl í þýðingu Jóns St. Kristjáns- sonar. Klöru finnst hún vera venju- leg 12 ára stelpa. En þegar óvenju- lega stór svartur köttur ræðst á hana í kjallaratröppunum heima uppgötvar Klara að hún hefur sér- stakar gáfur og eftir það hættir allt að vera venjulegt. Bangsi litli í skóginum er önnur bangsabók Benjamins Chauds á ís- lensku. Litríkar myndir segja sögu um Bangsa litla sem lendir í miklum ævintýrum þegar hann ákveður að hætta að vera björn og verða krakki. Guðrún Vilmundardóttir þýddi. Hvað ert þú að gera? eftir Oliviu Cosneau og Bernard Duisit í þýð- ingu Guðrúnar Vilmundardóttur er hreyfibók um fugla fyrir yngstu kyn- slóðina. arnim@mbl.is Fyrir alla aldurshópa  Aðal Angústúru er þýðingar í bland við barnabækur Rán Flygenring Jenny Colgan Benjamin Chaud Xialou Guo Hjörleifur Hjartarson Lene Kaaberbøl Finn-Ole Heinrich Yoko Tawada Hildigunnur Einarsdóttir mezzó- sópran og Guðrún Dalía Salómons- dóttir píanóleikari halda tónleika í Hannesarholti til heiðurs Jóni Ás- geirssyni níræðum laugardaginn 20. október kl. 16. „Þær flytja ljóða- flokkinn Svartálfadans eftir Jón við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, en þessi krefjandi ljóðaflokkur er mjög sjaldan fluttur í heild sinni. Einnig kemur fram Gunnar Þorsteinsson þýðandi og þulur sem les ljóðin á milli laga. Að auki verða flutt nokkur lög Jóns við ljóð Halldórs Laxness,“ segir í tilkynningu. Samstarf Hildigunnar og Guð- rúnar Dalíu hófst fyrir nokkrum ár- um. Hildigunnur lærði söng og tón- listarkennslu í Söngskólanum í Reykjavík, Berlín, Utrecht og í Listaháskóla Íslands. Í nóvember syngur Hildigunnur fyrsta einsöngs- hlutverk sitt hjá Íslensku óperunni þar sem hún fer með hlutverk móð- urinnar í Hans og Grétu. Guðrún Dalía nam píanóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík, Tónlistar- háskólann í Stuttgart og í París og hefur haldið fjölda tónleika víða er- lendis og hér heima sem einleikari og í kammermúsík. Fyrr á árinu lék hún einleik á tónleikum SÍ. Skapandi Guðrún Dalía Salómons- dóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Tónleikar til heiðurs Jóni Fjórir höfundar halda upplestrar- kvöld í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 kl. 20 í kvöld og lesa upp úr fjórum nýjum og nýlegum bókum. Linda Vilhjálmsdóttir les upp úr nýútkominni ljóðabók sinni, Smáa letrinu. Einar Kárason les upp úr bókinni Stormfuglum sem kom út í vor og segir frá glímu sjómanna við illviðri við Nýfundnaland. Börkur Gunnarsson les upp úr þrí- leik sínum Þau, sem hefur að geyma þrjár nóvellur, Hann, Hún og Þeir. Júlía Margrét Einarsdóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Drottningunni á Júpíter, sem fékk nýlega fjórar stjörnur í Morgunblaðinu. Júlía Margrét Einarsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir Börkur Gunnarsson Einar Kárason Upplestur í Gunnarshúsi  Fjórir höfundar lesa úr nýjum bókum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.