Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 94 international design awards Einstök barnagleraugu frá Lindberg. Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga um heim allan. Angústúra hefur lagt áherslu á þýð- ingar á erlendum bókmenntum í bland við barnabækur og léttmeti fyrir fullorðna. Á árinu hafa meðal annars komið út bækurnar Sælu- víma eftir Lily King, Allt sundrast eftir Chinua Achebe, Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo og Sakfelling eftir Bandi. Sagan um Skarphéðin Dungal er barnabók eftir þau Hjörleif Hjart- arson og Rán Flygenring sem sendu frá sér metsölubókina Fugla á síð- asta ári. Sagan segir frá flugunni Skarphéðni Dungal sem grunar að heimurinn geymi fleira en sléttuna umhverfis borg flugnanna. Þess má geta að komin er út ensk útgáfa á Fuglum þeirra Hjörleifs og Ránar. Bækur Jenny Colgan hafa notið vinsælda hér á landi líkt og víða er- lendis. Þríleik hennar um bakaríið hennar Polly Waterford lýkur með bókinni Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu í þýðingu Ingunnar Snædal, en áður eru komnar Litla bakaríið við Strandgötu og Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu. Í Etýðum í snjó eftir japanska höfundinn Yoko Tawada segja þrjár kynslóðir ísbjarna sögu sína með eigin orðum. Elísa Björg Þorsteins- dóttir þýddi. Fyrstu bækurnar í þremur nýjum barnabókaflokkum Angústúru koma út í haust. Fyrst er að nefna Seið- menn hins forna eftir Cressidu Cow- ell en hún er þekktust fyrir bóka- flokkinn Að temja drekann sinn. Í Seiðmönnum hins forna þurfa aðal- sögupersónurnar, Xar og Ósk, að gleyma þrætuefnum þjóða sinna og taka höndum saman til að sigrast á vondum göldrum. Jón St. Kristjáns- son þýddi. Kóngsríkið mitt fallna eftir Finn- Ole Heinrich og Rán Flygenring er fyrsta bókin af þremur í bókaflokkn- um Ótrúleg ævintýri Brjálínu Han- sen í þýðingu Jóns St. Kristjáns- sonar. Hún segir frá Pálinu Klöru Lind Hansen, sem er í senn meist- araspæjari, ofurfimleikastúlka og heimsmeistari í brjáli. Eldraun er fyrsta bókin í danska bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við ill öfl eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaber- bøl í þýðingu Jóns St. Kristjáns- sonar. Klöru finnst hún vera venju- leg 12 ára stelpa. En þegar óvenju- lega stór svartur köttur ræðst á hana í kjallaratröppunum heima uppgötvar Klara að hún hefur sér- stakar gáfur og eftir það hættir allt að vera venjulegt. Bangsi litli í skóginum er önnur bangsabók Benjamins Chauds á ís- lensku. Litríkar myndir segja sögu um Bangsa litla sem lendir í miklum ævintýrum þegar hann ákveður að hætta að vera björn og verða krakki. Guðrún Vilmundardóttir þýddi. Hvað ert þú að gera? eftir Oliviu Cosneau og Bernard Duisit í þýð- ingu Guðrúnar Vilmundardóttur er hreyfibók um fugla fyrir yngstu kyn- slóðina. arnim@mbl.is Fyrir alla aldurshópa  Aðal Angústúru er þýðingar í bland við barnabækur Rán Flygenring Jenny Colgan Benjamin Chaud Xialou Guo Hjörleifur Hjartarson Lene Kaaberbøl Finn-Ole Heinrich Yoko Tawada Hildigunnur Einarsdóttir mezzó- sópran og Guðrún Dalía Salómons- dóttir píanóleikari halda tónleika í Hannesarholti til heiðurs Jóni Ás- geirssyni níræðum laugardaginn 20. október kl. 16. „Þær flytja ljóða- flokkinn Svartálfadans eftir Jón við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, en þessi krefjandi ljóðaflokkur er mjög sjaldan fluttur í heild sinni. Einnig kemur fram Gunnar Þorsteinsson þýðandi og þulur sem les ljóðin á milli laga. Að auki verða flutt nokkur lög Jóns við ljóð Halldórs Laxness,“ segir í tilkynningu. Samstarf Hildigunnar og Guð- rúnar Dalíu hófst fyrir nokkrum ár- um. Hildigunnur lærði söng og tón- listarkennslu í Söngskólanum í Reykjavík, Berlín, Utrecht og í Listaháskóla Íslands. Í nóvember syngur Hildigunnur fyrsta einsöngs- hlutverk sitt hjá Íslensku óperunni þar sem hún fer með hlutverk móð- urinnar í Hans og Grétu. Guðrún Dalía nam píanóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík, Tónlistar- háskólann í Stuttgart og í París og hefur haldið fjölda tónleika víða er- lendis og hér heima sem einleikari og í kammermúsík. Fyrr á árinu lék hún einleik á tónleikum SÍ. Skapandi Guðrún Dalía Salómons- dóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Tónleikar til heiðurs Jóni Fjórir höfundar halda upplestrar- kvöld í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 kl. 20 í kvöld og lesa upp úr fjórum nýjum og nýlegum bókum. Linda Vilhjálmsdóttir les upp úr nýútkominni ljóðabók sinni, Smáa letrinu. Einar Kárason les upp úr bókinni Stormfuglum sem kom út í vor og segir frá glímu sjómanna við illviðri við Nýfundnaland. Börkur Gunnarsson les upp úr þrí- leik sínum Þau, sem hefur að geyma þrjár nóvellur, Hann, Hún og Þeir. Júlía Margrét Einarsdóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Drottningunni á Júpíter, sem fékk nýlega fjórar stjörnur í Morgunblaðinu. Júlía Margrét Einarsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir Börkur Gunnarsson Einar Kárason Upplestur í Gunnarshúsi  Fjórir höfundar lesa úr nýjum bókum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.