Morgunblaðið - 18.10.2018, Qupperneq 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018
„Við ættum að taka oftar upp hansk-
ann hvert fyrir annað,“ skrifaði Gerð-
ur Kristný rithöfundur við listræna
ljósmynd eftir Guðrúnu Auðuns-
dóttur af nokkrum kvenhönskum.
Fallega mælt eins og skáldsins er von
og vísa. Ljósmyndin er ein af nokkr-
um listaverkum sem Borgarbóka-
safnið fékk hana til að velja sér á
Artótekinu og skrifa um þau stuttan
texta. Listaverkin ásamt textum
Gerðar Kristn-
ýjar marka upp-
haf nýrrar sýn-
ingaraðar
Borgarbókasafns-
ins, SamSuðu,
sem ætlað er að
vera stefnumót
skapandi ein-
staklinga. Sýn-
ingin verður opn-
uð kl. 17 í dag í
safninu í Kringlunni. Þar geta gestir
og gangandi því komist á snoðir um
listasmekk Gerðar Kristnýjar og
hughrifin sem verkin vöktu með
henni við fyrstu sýn.
Artótek Borgarbókasafnsins, sem
er samstarfsverkefni Sambands
íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og
safnsins, tók til starfa 2004. Mark-
miðið er að kynna notendum bóka-
safnsins og öðrum íslenska sam-
tímalist og gefa þeim kost á að leigja
eða eignast listaverk á einfaldan hátt.
Veik fyrir prinsessum
„Ég valdi bara myndir sem glöddu
mig og vöktu hjá mér tilhlökkun og
forvitni, til dæmis mynd eftir Maríu
Kjartansdóttur af tveimur mann-
eskjum í snjó, en við hana skrifaði ég:
„Hvílík gleði að hafa fæðst í landi þar
sem snjóar!“,“ segir Gerður Kristný
og viðurkennir að hún sé alltaf svolít-
ið veik fyrir prinsessum. Enda valdi
hún tvö prinsessumálverk; annað eft-
ir Jón Þór Gíslason og hitt eftir
Magdalenu Margréti Kjartans-
dóttur.
„Þetta eru áhrif frá prinsessunni á
Bessastöðum. Mér finnst prinsessur
hljóta að vera kraftmiklar og
skemmtilegar,“ útskýrir rithöfund-
urinn og vísar í framhaldið af Ballinu
á Bessastöðum, sem hún samdi fyrir
áratug.
„Ég myndi lesa skáldsögu um
þessa litglöðu stúlku með óræða svip-
inn,“ skrifaði Gerður Kristný við ann-
að prinsessumálverkið sem hún heill-
aðist af. Hún valdi átta verk með
þeim fyrirvara að ekki væri hægt að
hengja öll upp í takmörkuðu sýning-
arrýminu. Miklu máli skipti að lista-
verkin nytu sín sem best. Þótt fjöldi
myndverka stæði henni til boða
kveðst hún hafa verið eldsnögg að
fara í gegnum alla listaverkarekkana
í Artótekinu og velja. Af hálfu bóka-
safnsins voru engar kvaðir; verkin
máttu vera eftir einn og sama lista-
manninn eða blanda/samsuða af
verkum eftir ýmsa.
Smekkur fyrir myndlist
„Ég fór eftir fyrstu tilfinningu þeg-
ar ég valdi verkin. Ég fór oft á mál-
verkasýningar með pabba mínum
þegar ég var stelpa. Mér fannst það
mjög gaman og ætlaði alltaf að verða
myndlistarkona.“
Spurð hvort hún ætli kannski að
halda smátölu við opnunina síðdegis
segir hún þvert nei, ellegar myndu
allir sofna ofan í súpudiskana sína
eins og gerist í fyrrnefndum Bessa-
staðabálki. Þess ber raunar að geta
að boðið verður upp á léttar veit-
ingar, en ekki þó súpu. „Starfsfólk
Borgarbókasafnsins er fagfólk í
ræðuhöldum og mun ábyggilega
segja eitthvað skemmtilegt og gott,“
segir Gerður Kristný.
vjon@mbl.is
„Valdi myndir
sem glöddu mig“
Gerður Kristný á stefnumóti í SamSuðu
Prinsessa Eftir Jón Þór Gíslason.
Gerður Kristný
Listamaðurinn Birgir Snæjörn Birgisson spjallar við
gesti um verk sitt „Von“ í Listasafni Árnesinga (LÁ) á
sunnudag kl. 15. „Von“ samanstendur af 64 máluðum
portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á
þing vorið 2013, kallast á við verk Halldórs Einarssonar
af alþingismönnum lýðveldisársins 1944 sem hann skar í
tré. Þessi tvö verk og mörg fleiri má sjá á sýningunni
Halldór Einarsson í ljósi samtímans sem nú stendur í LÁ.
Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi mun Inga Jóns-
dóttir safnstjóri ganga um sýninguna, segja frá og svara
spurningum gesta.
Vetrarfrísdaga skólanna 18.-21. október býður LÁ
börnum og fjölskyldum þeirra að heimsækja safnið og taka þátt í ýmsu sem
þar er á dagskrá. Á morgun fagnar safnið 55 ára starfsafmæli og verður af
því tilefni boðið upp á kaffi og konfekt.
Spjall, leiðsögn og afmæli safnsins
Birgir Snæjörn
Birgisson
Myndlistarmaðurinn Ólafur
Elíasson fjallar í erindi í Hönn-
unarsafni Íslands í dag kl. 16
um samstarf sitt við Einar Þor-
stein Ásgeirsson (1942-2015)
arkitekt og stærðfræðing en
þeir störfuðu náið saman í um
tólf ár, meðal annars að gler-
hjúpnum utan um tónlistar-
húsið Hörpu. „Undanfarna
mánuði hefur Hönnunarsafn Ís-
lands staðið fyrir opinni skrán-
ingu á innvolsi vinnustofu Ein-
ars Þorsteins sem hann afhenti
safninu stuttu fyrir andlát sitt,“
segir í tilkynningu. Aðgangs-
eyrir er 1.000 kr.
Félagar Ólafur Elíasson og Einar Þorsteinn
Ásgeirsson á myndinni Cities On The Move 4
sem tekin var fyrir Louisiana 1999.
Ólafur ræðir samstarf sitt við Einar
Utøya 22. júlí
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 18.00
Bráðum verður
bylting!
Árið 1970, í kjölfar mikilla
efnahagsþrenginga, var póli-
tískt andóf fyrirferðarmikil í
íslensku samfélagi.
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 18.00
Sorry to Bother You
Þegar Cassius Green upp-
götvar leynda hæfileika sína
til að hljóma einsog hvítur
sölumaður í síma, virðist allt
ætla að ganga honum í hag-
inn.
Metacritic 81/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Mandy
Metacritic 81/100
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 22.00
Kler (Clergy)
IMDb 6,8/10
Bíó Paradís 17.30
Konungur -
National Theatre Live
Bíó Paradís 20.00
Undir halastjörnu 16
Myndin byggir að miklu leyti
á líkfundarmálinu í Nes-
kaupstað.
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 22.00
Háskólabíó 18.30, 21.40
Borgarbíó Akureyri 21.30
Johnny English
Strikes Again Leyniþjónustumaðurinn Jo-
hnny English þarf að bjarga
heiminum rétt eina ferðina.
Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.45, 20.00
Sambíóin Álfabakka 18.00,
20.00, 22.00
Sambíóin Keflavík 19.30
Smárabíó 15.00, 16.50,
19.50, 22.20
Háskólabíó 17.40, 19.40
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30
Venom12
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 19.50, 22.15
Sambíóin Álfabakka 17.10,
17.30, 19.30, 20.00, 21.50,
22.25
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.00
Smárabíó 16.10, 17.10,
18.50, 19.40, 21.30, 22.10
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.50
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.10
Sambíóin Egilshöll 18.00,
20.00, 21.00
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.30, 21.00, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Sambíóin Keflavík 21.30
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 18.50
Sambíóin Akureyri 17.15
Peppermint 16
Metacritic 29/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 22.15
Grami göldrótti
Trausti er ungur drengur
sem er óvart sendur yfir til
annars heims þar sem hann
verður að eiga við illgjarnan
galdrakarl, Grami að nafni.
Laugarásbíó 17.45
Smárabíó 15.00, 17.20
Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir
sögur af kynnum sínum af
áður óþekktri goðsagna-
kenndri dýrategund, mann-
inum Percy.
Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 16.45
Sambíóin Akureyri 17.20
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri
ákveður að bjarga heiminum
og lýsir yfir stríði gegn allri
stóriðju í landinu.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.10
Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára
breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim
fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Smárabíó 16.50, 22.10
Háskólabíó 20.50, 21.00
Bíó Paradís 22.00
Borgarbíó Akureyri 17.00
Lof mér að falla 14
First Man 12
Myndin er byggð á ævisögu James Hansen; First Man: A Life Of
Neil A. Armstrong, og segir söguna af fyrstu ferðinni til tungls-
ins, með sérstakri áherslu á
geimfarann Neil Armstrong.
Metacritic 84/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 17.10, 22.00
Sambíóin Kringlunni 17.00,
20.00
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.20
Háskólabíó 18.00, 21.10
Night School 12
Hópur vandræðagemlinga er
neyddur til að fara í kvöldskóla í
þeirri von að þeir nái prófum og
klári menntaskóla.
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio