Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 73

Morgunblaðið - 18.10.2018, Síða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2018 Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Ég er að verða voða spennt,“ seg- ir myndlistarkonan Hildur Ásgeirsdóttir þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar yfir Atlantshafið. Hildur er stödd í New York en í dag verður opnuð þar sýning með verkum hennar í Tibor de Nagy- galleríinu. Sýningin ber heitið Fossar / Waterfalls og er önnur einkasýning listakonunnar í gall- eríinu. Sýningin stendur yfir til 25. nóvember. Hildur hefur verið búsett í Bandaríkjunum um margra ára skeið og sýnir undir nafninu Hild- ur Ásgeirsdóttir Jónsson. Innblástur á Íslandi Hildur hefur verið búsett í Cleveland, Ohio, í rúm þrjátíu ár en segist koma til Íslands eins oft og hægt er. „Við hjónin eigum hús í Njarðvík og erum með börn á skólaaldri, þannig að við förum alltaf til Íslands í sumarfríum og um jól og áramót. Ég segi alltaf að ef það er frí í skólanum, þá erum við á Íslandi.“ Og aðspurð segist Hildur fá mikinn innblástur frá Ís- landi fyrir verk sín, sérstaklega úr íslenskri náttúru. Hún gangi mikið úti í náttúrunni og taki þá myndir á gönguferðum sínum sem hún noti svo þegar hún býr til verkin. Eins og nafn sýningarinnar gef- ur til kynna er þema hennar foss- ar en Hildur segir að íslensk nátt- úra sé henni hugleikin. „Síðustu tuttugu ár hef ég mikið unnið með íslenska náttúru í myndlistinni og það sem laðar mig að henni er krafturinn sem í henni býr. Ég hef gert margar myndir af hverum, jökultungum og eld- gosum, og unnið myndaraðir um Vatnajökul og Heklu.“ Af hverju eru fossar í aðal- hlutverki í þetta sinn? „Fyrir um það bil þremur árum fór ég að fossinum Dynjanda á Vestfjörðum og það gerðist eitt- hvað. Ég hafði svo sem komið þangað oft áður en í þetta sinn gerðist eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður og ég heillaðist al- gjörlega. Ég ákvað því að gera hann að viðfangsefni í næstu myndaröð og gerði þrjár myndir af honum sem voru hugsaðar sem svokallað „triptych“-verk, en svo hafa myndirnar að vísu farið hing- að og þangað og eru ekki allar saman að þessu sinni. En á sýn- ingunni eru líka myndir af Svartafossi í Skaftafelli og fleiri fossum.“ Hildur segir að ætlunin sé að vinna meira með þessa fossaseríu. „Það er svo mikill kraftur í vatninu og mér finnst gaman að vinna með fossana.“ Málar og vefur Vinnustofa Hildar er í Cleveland í Bandaríkjunum. Þar vefur hún verk sín í þriggja metra breiðum vef- stól en aðferðin er tímafrek og flókin. „Verkin eru sambland af málaralist og vefnaði,“ segir Hildur. „Ég mála mynd- irnar á silkiþræði og vef þær svo eftir japanskri að- ferð þannig að áferðin verð- ur létt og fljótandi og lín- urnar svolítið óskýrar.“ Á sýningunni verða bæði minni og stærri verk. „Þrjár myndanna eru þrír metrar á breidd og allt frá þremur metrum upp í fimm metra á hæð. Ég nota bjarta og sterka liti í þessum verkum en með árunum verða verk mín sífellt litríkari. Ég var ragari áður við að nota sterka liti en það hefur breyst.“ Hildur hefur hlotið fjölda viður- kenninga og verðlauna, þar á með- al hin virtu og eftirsóttu listaverð- laun Cleveland-borgar í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og styrki frá Ohio Arts Council, auk þess sem hún vann opinber verk fyrir Cleveland Clinic- stofnunina. Mörg söfn eiga verk eftir hana, m.a. Listasafnið í Clev- eland, Listasafn Reykjavíkur og The Progressive Ins- urance Collection. Hildur hefur haldið sýn- ingar víða, meðal annars í Samtímalistasafninu í Cleve- land, William Busta-galler- íinu í Cleveland og fjölmörg- um galleríum og söfnum á Íslandi. Hún segir það mikla viður- kenningu að fá boð um að halda sýningu í Tibor de Nagy-galleríinu í New York. Samkeppnin sé mikil og færri komist að en vilji. „Ég hef verið fastráðinn lista- maður í galleríinu í rúm tvö ár og verð með sýningar þar á um það bil tveggja ára fresti um óákveðinn tíma.“ Töluvert er síðan Hildur hélt síðast sýningu á Íslandi, en það var á Kjarvalsstöðum árið 2013. „Mig langar mjög mikið að halda sýningu heima og hugsa mikið um það. Vonandi næ ég því á næsta ári.“ Morgunblaðið/Ásdís Listakonan Hildur Ásgeirsdóttir við nokkur verka sinna í sýningarsal Tibor de Nagy-gallerísins í New York. Á sýningunni, sem stendur til 25. nóvember næstkomandi, verða bæði minni og stærri verk til sýnis. Náttúrukraftur Fossinn Dynjandi var innblástur Hildar að þessu verki. Hún segist nota bjarta og sterka liti í verkunum sem sýnd eru á sýningunni. Kraftur Dynjanda heillaði  Listakonan Hildur Ásgeirsdóttir opnar sýningu í New York  Fossar í aðal- hlutverki  Innblástur úr íslenskri náttúru  Eitthvað gerðist við Dynjanda Ljósmynd/Tim Safranek Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is ICQC 2018-20 „Frá drengja- kollum til #MeToo: Líkams- byltingar í eina öld“ nefnist fyrir- lestur sem dr. Þor- gerður H. Þor- valdsdóttir flytur á vegum RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. Þar setur Þor- gerður #MeToo-byltinguna í sögu- legt samhengi og beinir síðan sjón- um „að keðju líkamsbyltinga á síðustu árum sem allar hafa, með einum eða öðrum hætti, snúist um kynfrelsi kvenna og lausn undan áþján kynferðisofbeldis“, segir í til- kynningu. Skoðað verður hvernig #MeToo-byltingin birtist hér á landi með því að rýna í þær rúm- lega 800 frásagnir kvenna sem birst hafa „en þær spanna allt frá óviðeigandi bröndurum, niðurlægj- andi athugasemdum, um útlit eða getu, og þöggun yfir í kynferðis- lega áreitni, ofbeldi og nauðgun“. Líkamsbyltingar í eina öld í hádeginu Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Bandaríkjadeild PEN, sem eru al- þjóðleg samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump sökum þess að þeir telja Bandaríkjaforseta hafa notað stjórnsýslulegt vald sitt til að ráðast á fjölmiðla sem stríði gegn 1. viðauka bandarísku stjórnarskrár- innar. Í frétt á vef Bandaríkjadeild- ar PEN benda Jennifer Egan forseti og Suzanne Nossel framkvæmda- stjóri deildarinnar á að Trump hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að gagn- rýna fjölmiðla, rithöfunda og blaða- menn. „En þegar Trump forseti fer yfir strikið og hótar að nota vald sitt til að refsa fjölmiðlum og í reynd gerir það er nauðsynlegt að dómskerfið stígi inn og staðfesti að slíkar hót- anir og refsiaðgerðir stríða gegn stjórnarskránni. Við vinnum náið með leiðandi fræðimönnum á sviði 1. viðauka stjórnarskrárinnar sem og sjálfstætt starfandi lögmönnum og háskólasamfélaginu til að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum.“ AFP Falsfréttir Donald Trump hefur um langt skeið ráðist harkalega að fjölmiðlum. PEN í mál við Trump Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleik- ari koma fram á hádegistónleika- röðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 12 og flytja sönglög eftir Tsjajkovskíj og Rakhmaninoff. Flytja sönglög í Fríkirkjunni í dag Dúó Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanisti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.