Morgunblaðið - 18.10.2018, Page 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
NÝJAR VÖRUR
MARVIC vasi. Ø14 x H30 cm. 3.995 kr.
AMITA vasi. Ø16 x H17 cm. 3.995 kr.
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir
kemur fram á tónleikum í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.30.
Á efnisskránni verður nýtt efni í
bland við eldra. Þetta verða einu
tónleikarnir með Heru hér á landi
á þessu ári. Barði Jóhannsson
stýrir upptökum á nýrri plötu sem
er væntanleg frá Heru snemma á
næsta ári.
Hera í Bæjarbíói
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
„Venjulega er ég ekkert stressuð
fyrir hlaup og hef bara gaman af
þessu, en núna fann ég stress og
varð máttlaus í fótunum,“ segir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem lét
stressið ekki trufla sig heldur varð
ólympíumeistari ungmenna í 200
metra hlaupi í fyrrakvöld. Áður
hafði hún orðið Evrópumeistari
ungmenna í 100 metra hlaupi. »1
Lét stressið ekki koma
í veg fyrir gullverðlaun
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Söngkonan Ingrid Örk Kjartans-
dóttir kemur fram á tónleikaröðinni
Freyjujazzi í Listasafni Íslands í dag
kl. 17.15 ásamt tríói Gunnars Hilm-
arssonar. Auk Gunnars á gítar skipa
tríóið þeir Jóhann Guðmundsson á
gítar og Leifur Gunnarsson á
kontrabassa. Á efnisskránni er
djassmúsík úr ýmsum
áttum í sígauna-
djass-búningi, m.a.
sígild djass-
sönglög og popp-
ábreiður. Einnig
verður frumfluttur
íslenskur texti við
franska slag-
arann Dans
mon ile eftir
Henri
Salvador.
Ingrid Örk syngur
á Freyjujazzi í dag
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú í vikunni var í Amtsbókasafn-
inu á Akureyri sett upp til sýn-
ingar listaverkið 2,34 eftir Guðlaug
Arason; hornsúla eða skápur með
eftirlíkingum eða smækkaðri mynd
af bókum. Alls eru bækurnar nokk-
uð á þriðja þúsund, útsíður þeirra
eru í upprunalegu útliti en þær svo
smækkaðar niður í hlutfallið 1:12
og kápan límd á spýtukubb. Þeim
er svo raðað og þær límdar inn í
hillur súlunnar og útkoman verður
í raun endurspeglun af bókasafni
því sem Guðlaugur á sjálfur.
Sögufrægur maður
Titill verksins vísar til sögu af
sögufrægum Íslendingi. Svarfdæl-
ingurinn Jóhann Kristinn Péturs-
son (1913-1984), stærsti Íslend-
ingur sem sögur fara af, var 2,34
metrar á hæð þegar hann mældist
hæstur og vó þá 163 kíló. „Jóhann
var sveitungi minn og frásagnir af
honum lifðu góðu lífi í æsku minni.
Þótt hann byggi um langan aldur
vestur í Bandaríkjunum var hann
samt alltaf nálægur,“ segir Guð-
laugur, sem hefur í tímans rás jöfn-
um höndum fengist við ritstörf, til
að mynda skáldsagnaskrif, og svo
myndlist.
Nokkur misseri eru síðan Guð-
laugur vann verkið 2,34 og vilji
hans stóð til þess að því yrði komið
fyrir á Dalvík. Var Dalvíkurbyggð
boðið verkið til kaups, en meðal
kjörinna fulltrúa náðist ekki niður-
staða um hvað gera skyldi. Guð-
laugur setti verkið því í kjallara-
geymslu um hríð. Bauð Amts-
bókasafninu á Akureyri verkið svo
til varðveislu og tók Hólmkell
Hreinsson amtsbókavörður boðinu
fagnandi.
„Við settum listaverkið upp á
áberandi stað á annarri hæð safns-
ins núna á þriðjudaginn og það
vekur mikla athygli. Núna áttar
fólk sig á því að maður sem er 2,34
á hæð hefur verið risi, rétt eins og
Jóhann var jafnan nefndur,“ segir
Hólmkell og bætir við að margt
fróðlegt sé til skráð um lífshlaup
Jóhanns, svo sem bókin Of stór
fyrir Ísland. Sú bók sé til á Amts-
bókasafninu og oft í útláni.
Handleggur hvarf í hramm
Guðlaugur Arason hitti Jóhann
einu sinni og segir þá heimsókn sér
minnisstæða. „Við Bjarmi sonur
minn, átta ára, fórum til gamla
mannsins, sem þá var kominn á
dvalarheimili aldraðra á Dalvík, og
heilsuðum upp á hann. Þegar
strákurinn tók í framrétta höndina
á Jóhanni hvarf allur framhand-
leggur hans inn í hramminn á
manninum stóra. Ég sé enn fyrir
mér undrunarsvipinn á andliti son-
ar míns – og heimsóknin til risans
lifir ugglaust með honum alla ævi.“
Ljósmynd/Lísbet Grímsdóttir
Risar Guðlaugur Arason, rithöfundur og myndlistarmaður, og Hólmkell
Hreinsson amtsbókavörður við listaverkið sem er á bókasafninu nyrðra.
Bókaskápur í hæð risa
2,34 í Amtsbókasafninu á Akureyri Jóhann Svarfdæl-
ingur og Guðlaugur Arason Hornsúlan vekur athygli