Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Smart haustfatnaður, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2016 kynnti Hagstofa Íslands mannfjöldaspá fyrir tímabilið 2016- 2065, eða til næstu hálfrar aldar. Þar var til skemmri tíma gert ráð fyrir 342.767 íbúum (lágspá), 351.759 íbúum (miðspá), eða 362.063 íbúum (háspáin) árið 2020. Munurinn var sagður fyrst og fremst liggja í ólík- um forsendum um „árlegan hagvöxt og atvinnuleysi sem verka á aðflutn- ing og brottflutning frá landinu“. Þessar forsendur breyttust með hröðum vexti ferðaþjónustunnar. Það birtist í nýju mannfjöldaspánni, 2018-2067. Þar er gert ráð fyrir 360.718 íbúum (lágspá) árið 2020, eða 363.906 íbúum (miðspá) eða 366.492 íbúum (háspá). Þessar breytingar eru sýndar á myndrænan hátt hér til hliðar. Með þeim hækkar lágspáin um 18 þúsund íbúa, í alls um 361 þúsund íbúa árið 2020. Miðspáin hækkar um 12 þúsund íbúa, í 364 þúsund íbúa 2020 og háspáin um 4 þúsund íbúa, í 366 þúsund íbúa árið 2020. Á við allan Hafnarfjörð Gangi nýja miðspáin fyrir árið 2020 eftir mun íbúum landsins hafa fjölgað um ríflega 30 þúsund á árunum 2016 til 2020. Til sam- anburðar bjuggu 29.400 manns í Hafnarfirði í byrjun ársins. Slík íbúafjölgun er mikil í sögu- legu samhengi á Íslandi. Um 22.400 fleiri erlendir ríkis- borgarar höfðu flutt til landsins frá ársbyrjun 2012 og fram á mitt þetta ár en fluttu þá frá landinu. Árið 2017 voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta rúmlega 8.200 og á fyrri hluta þessa árs voru þeir um 3.500. Samanlagt eru þetta um 12 þúsund manns. Þessi mikli aðflutningur á líklega þátt í því að Hagstofan hefur endur- metið mannfjöldaspár til hækkunar. Aðflutningurinn hefur verið skýrður með mikilli mannaflsþörf í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Hægt hefur á vexti ferðaþjónustu og gæti því dregið úr nýráðningum í greininni. Flest bendir til að bygg- ingargeirinn sé enn í miklum vexti. Mannaflsþörfin verður því talsverð. Við þessa krafta bætist að talið er að margar erlendar fjölskyldur eigi eftir að sameinast fyrirvinnu sem hefur komið sér fyrir á Íslandi. Þessi þróun mun skýrast betur þegar Hagstofan birtir tölur um bú- ferlaflutninga á þriðja ársfjórðungi. Sterk fylgni er milli búferlaflutn- inga og hagvaxtar. Verði bakslag í hagkerfinu gæti þróunin snúist við. Stefnir í þreföldun árið 2024 Forvitnilegt er að setja íbúafjölg- unina í sögulegt samhengi. Lýðveldisárið 1944 voru íbúar landsins 125.967 talsins. Á 80 ára af- mæli lýðveldisins, 2024, er ekki óhugsandi að íbúar landsins verði orðnir 375 þúsund, eða tæplega þre- falt fleiri en þeir voru árið 1944. Í ársbyrjun 1968 voru landsmenn 200.281 talsins og aldamótaárið 2000 voru þeir orðnir 279.049. Þeim hefur síðan fjölgað um 74 þúsund í um 353 þúsund um mitt þetta ár. Við það bætist að Samtök ferðaþjónustunnar áætla að um 90 þúsund erlendir ferðamenn verði hér að jafnaði á dag yfir háannatím- ann næsta sumar. Spáð er enn frek- ari fjölgun ferðamanna næstu ár. Laugardalsvöllur er einn þeirra staða þar sem hvað flestir lands- menn koma að jafnaði saman með reglulegu millibili. Því er ekki frá- leitt að nota völlinn sem mælikvarða á íbúafjölgun síðustu áratuga. Þegar rýnt er í fjölda sæta á vell- inum og íbúafjölda landsins kemur í ljós að um 37 landsmenn verða á hvert sæti árið 2020, að því gefnu að nýjasta miðspá Hagstofunnar gangi eftir. Hlutfallið verður því næstum orðið jafn hátt og árið 1997, þegar austurstúkan var tekin í notkun. Á við tíu fulla velli Samkvæmt miðspánni verða landsmenn næstum 100 þúsundum fleiri 2020 en árið 1997. Sá fjöldi gæti nú fyllt völlinn tíu sinnum. Það ber að hafa í huga að fyrr á árum voru stæði leyfileg á Laugar- dalsvelli. Frægt er að árið 1968 sáu 18.200 manns Val spila gegn Ben- fica. Sá fjöldi samsvarar því að rúm- lega 32 þúsund áhorfendur færu á völlinn í dag. Þá miðað við að íbúum hafi fjölgað úr 200.281 í 353.070, eða um 76%. Íbúafjölgunina má auðvitað skoða frá ótal hliðum. Ein þeirra er sú að hvert prósentustig í fjölgun telur orðið rúmlega 3.500 íbúa, eða tæp- lega íbúafjölda Ísafjarðar. Gera nú ráð fyrir meiri íbúafjölgun  Hagstofan endurmetur íbúaspá til hækkunar  Gerir nú ráð fyrir allt að 366 þúsund íbúum 2020  Það yrði fjölgun um 30 þúsund íbúa frá ársbyrjun 2016  Það er á við íbúafjölda Hafnarfjarðar Mannfjöldi 2000-2018 og spár Hagstofu Íslands fyrir árið 2020 350 325 300 275 250 225 200 þúsund Spá fyrir 2020 gerð 2016 (þúsund): 343, lágspá 352, miðspá 362, háspá Spá fyrir 2020 gerð 2018 (þúsund): 361, lágspá 364, miðspá 366, háspá Rauntölur um íbúafjölda 1. janúar ár hvert (þúsund) 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2020 Heimild: Hagstofa Íslands 279 283 287 288 291 294 300 308 315 319 318 318 320 322 326 329 333 338 348 353 1. ja nú ar 30 . j ún í ( br áð ab irg ða tö lu r) Lá g- , m ið - o g há sp á Lá g- , m ið - o g há sp á 362 366 Íbúafjöldi og Laugardalsvöllur *Sætafjöldi 1957 og 1970 er áætlun vallarstjóra **Íbúafjöldi miðað við síðustu miðspá Heimildir: Hagstofan/Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar 1957 1970 1997 2006 2020** Nýr Laugar- dalsvöllur tekinn í notkun Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð (setið á bekkjum) Austurstúka vígð (3.500 sæti), tekin upp sæti í vesturstúku Vesturstúka vígð eftir stækkun og endurbætur (A- og I-hólf bætast við) Miðað við óbreyttan sætafjölda Fjöldi sæta* 2.500 4.000 7.068 9.767 9.767 Íbúafjöldi 1. janúar 162.700 204.042 269.874 299.891 364.000 Fjöldi íbúa á hvert sæti 65 51 38 31 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.