Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 12

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 VR óskar eftir orlof VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2018. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS • Lýsing á eign og því sem henni fylgir • Ástand íbúðar og staðsetning • Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár • Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íslenskt samfélag breytisthratt og íþróttafélögin þurfaað svara þeim aðstæðum,“segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Kjalarnesþings (UMSK). „Nýjar íþróttagreinar ryðja sér til rúms og þátttaka í hefðbundnum greinum gefur eftir. Æ fleiri leggja stund til dæmis á hjólreiðar, hlaup og gönguferðir á fjöll sem er mjög jákvæð þróun, enda þurfa allir að hreyfa sig. Í þessu felst síðan áskorun til íþróttafélaganna um að mæta þessu fólki með skipulögðu starfi, fræðslu eða öðru því sem vera kann.“ Stór og öflug íþróttafélög UMSK hlaut Hvatningar- verðlaun Ungmennafélags Íslands sem haldinn var á Ísafirði um síð- ustu helgi. Nýjungar og nýsköpun í starfi var frumlag verðlaunanna, en bryddað hefur verið upp á ýmsu áhugaverðu í starfi sambandsins á síðustu misserum. Þar má nefna að UMSK hefur meðal annars gefið aðildarfélögum sínum pannavelli, sem eru litlir sexhyrndir fótbolta- vellir. Einnig kynnt biathlon til sögunnar sem nýja íþróttagrein. Er það einskonar afbrigði af skíða- skotfimi nema hvað á Íslandi er hlaupið í stað þess að ganga á skíðum. Fara keppendur þá ákveðnar leiðir milli skotsvæða. Gildir þá að hitta sem flest skot- mörk á þar til gerðum skotsvæðum og fá sem fæsta refsihringi. Þá gildir að vera sem fljótastur í göngu- eða hlaupahluta keppn- innar. Innan UMSK eru alls um fimmtíu aðildarfélög, en starfs- svæði sambandsins er Kjós, Mos- fellsbær, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes. Í þessum byggðum eru mörg af stærstu og öflugustu íþróttafélögum landsins; svo sem Afturelding í Mosfellsbæ, Grótta, Breiðablik, HK, Gerpla og Stjarn- an. „Í dag er tæplega þriðjungur þjóðarinnar – 29% – þátttakendur í starfi á vegum íþróttafélaga. Auð- vitað er þátttakan mest og best í yngstu aldurshópunum og þar nær hún stundum að vera 80-90%. Áskorunin sem íþróttafélögin standa andspænis er hins vegar sú að halda krökkunum sem lengst í starfinu, enda er slíkt þeim mikil- vægt og þá bæði hreyfingin og hin félagslega þátttaka. Auðvitað freistar marga mest að vera í tölv- unni og símanum, tækjum sem við getum ef til vill notað til að nálgast krakkana og fá með í leikinn,“ seg- ir Valdimar. Kynning í Manchester Í dag, fimmtudag, halda ýmsir úr forystusveit UMSK til Man- chester í Bretlandi til að kynna sér íþrótta- og tómstundastarf þar í borg. Svo vill til að sambandið fékk nýlega styrk úr Erasmus- áætlun Evrópusambandsins og ætla að heimsækja þar samtökin Streetgames. „Þar ætlum við að sjá hvað þeir eru að gera varðandi það að virkja fólk og efla hreyfingu meðal ungmenna. Ferðin er upphafið að verkefni sem hefur þau markmið að draga úr brottfalli, auka virkni og þátttöku í starfi og auka fram- boð á skemmtilegum verkefnum fyrir alla aldurshópa,“ segir Valdi- mar að síðustu. Íþróttastarf mæti breyttu samfélagi Ungmennafélagsandinn lifir! Nýjar greinar eru komnar inn og öflugt starf er stundað á vett- vangi UMSK. Mark- miðið er að auka virkni og draga úr brottfalli úr íþróttastarfi. UMFÍ styð- ur við þróunina. Ljósm/Aðsend Sprettur Kátir krakkar úr starfi Ungmennasambands Kjalarnesþings við rásmark á frjálsíþróttavellinum. Ljósmynd/Aðsend Þrumuskot Biathlon er afbrigði af skíðaskotfimi nema hvað á Íslandi er hlaupið í stað þess að ganga á skíðum og á skotsvæðum er byssunni miðað. Ljósmynd/UMFÍ Hvatningarverðlaun Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMFÍ, til vinstri, og Haukur Valtýsson sem er formaður Ungmennafélags Íslands. Kvennakórinn Vox Feminae heldur næstkomandi laugardag, 27. október, tónleika í Háteigskirkju sem hefjast klukkan 17 og þar verða á efnis- skránni verk eftir íslensk samtíma- tónskáld. Tónleikar með slíkum verk- um eru sjaldgæfir og enn merkilegra er að á efnisskrá eru þrjú verk eftir 28 ára konu, Svanfríði Hlín Gunnars- dóttur. Önnur verk á tónleikunum sem kórinn flytur eru eftir Þorkel heitinn Sigurbjörnsson og Mist dótt- ur hans, Báru Grímsdóttur, Áskel Másson og Tryggva M. Baldursson svo nokkur séu nefnd. Það var árið 1993 sem Margrét J. Pálmadóttir stofnaði Vox feminae, en frá upphafi hefur trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og söng- lögum einkennt lagaval kórsins og dagskrána á öllum tónleikum hans. Margrét stjórnar tónleikunum nú á laugardaginn svo og jólatónleikunum 8. desember en lætur í kjölfarið af störfum eftir langt og farsælt starf. Hægt er að nálgast miða fyrir tón- leikana á laugardaginn hjá kór- félögum en einnig verða miðar seldir við inngang á tónleikadegi. Miðaverð er 2.000 krónur. Vox Feminae með tónleika á laugardaginn Munu syngja fjölbreytt verk íslenskra samtímatónskálda Morgunblaðið/Eggert Söngur Vox Feminae á æfingu í Háteigskirkju, hvar tónleikarnir verða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.