Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grund- arfirði býður nú upp á nám í fiskeldis- fræðum á framhaldsskólastigi. Byrj- að var í haust en skólameistarinn segir að fáir nemendur séu byrjaðir enda sé eftir að fá verknámshlutann samþykktan. Vonast hún til að kennsla hefjist fyrir alvöru eftir ára- mót. Fjölbrautaskólinn er með fram- haldsdeild á Patreksfirði og það var að áeggjan Vesturbyggðar og Arnar- lax, stærsta laxeldisfyrirtækis lands- ins, að farið var að huga að fiskeldis- braut. Samstarf er einnig við Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað um þróun námsins en þar er annað framtíðarfiskeldissvæði. Þessir tveir skólar starfa saman að fjarkennslu ásamt fleiri minni fram- haldsskólum. Nám á fiskeldisbraut er tveggja ára nám, 120 eininga, með náms- lokum á öðru hæfnisþrepi. Megin- markmið námsins er, samkvæmt upplýsingum Sólrúnar Guðjóns- dóttur aðstoðarskólameistara, að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf á sviði fiskeldis og er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnu- brögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt undir stjórn yfir- manns. Að loknu námi á nemandi að geta skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt jafningjum ráð- gjöf og leiðbeiningar í samvinnu við yfirmann. Hrafnhildur Hallvarðs- dóttir skólameistari segir að skólinn muni útskrifa sérhæfða fiskeldis- starfsmenn sem geti hafið störf við eldið eða haldið áfram námi til stúd- entsprófs og farið í háskólanám í fisk- eldi við Háskólann á Hólum. Bíða staðfestingar á verknámi Námsbrautin er í staðfestingarferli hjá Menntamálastofnun og segir Hrafnhildur að leyfi sé komið fyrir bóklega hlutanum. Verknámið sé í vinnslu hjá starfsgreinaráði. Einn nemandi hóf nám í haust og sjö til viðbótar sem lokið hafa bóklega hlutanum sóttu um verknámið en það verður væntanlega hafið um áramót. Þá verður einnig bætt við nemendum. Hrafnhildur segir að það taki tíma að byggja upp nýja námsbraut og kynna hana. Hún nefnir að ekki hafi verið mikil spurn eftir starfsnámi en vonandi sé það að breytast. Þá hafi óvissan sem vofði yfir fiskeldisfyrir- tækjunum á sunnanverðum Vest- fjörðum fyrr í vetur ekki hjálpað. Nemendur hafi haldið að sér hönd- um. „Ég fer reglulega á suðurhluta Vestfjarða vegna starfsemi okkar þar. Það hefur orðið gífurleg breyting á þessum byggðum á stuttum tíma vegna fiskeldisins. Þetta er flott vinna og gott fyrir fólk að eiga möguleika á ágætlega launuðum störfum í heima- byggð,“ segir hún. Búa nemendur undir sérhæfð störf við fiskeldi  Vesturbyggð og Arnarlax aðstoða við að byggja upp nám á fiskeldisbraut Ljósmynd/Fjölbrautaskóli Snæfellinga Grundarfjörður Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í forgrunni og bæjarfjallið, Kirkjufell, vakir yfir bænum. Kolbrún Bald- ursdóttir, borg- arfulltrúi Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu þess efnis í skóla- og frístundaráði að skák verði kennd í grunn- skólum landsins. Er lagt til að borgin beiti sér af krafti fyrir því að menntamála- ráðuneytið samþykki tillöguna og framkvæmi. Í greinargerð með tillögunni seg- ir að skák sé því miður ekki komin í námskrá grunnskólanna í Reykja- vík þótt tvær nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins hafi mælt eindregið með því. Rann- sóknir hafi sýnt að samhengi sé á milli námsárangurs og skákkunn- áttu. Kennarar og skólastjórnendur séu margir hlynntir skákkennslu og víða í Reykjavíkurskólunum sé unnið gott starf. Skák þurfi að kom- ast inn í námskrá, helst eina kennslustund í viku. Skák verði kennd í grunnskólunum Kolbrún Baldursdóttir Fjölbrautaskólinn er einnig að huga að fisktækninámi í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæki á Snæfellsnesi. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari segir að nú sé að rísa glæsileg fiskverkun í Grundarfirði. Verið er að stækka fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar og á hún að verða ein fullkomnasta fiskvinnsla í Evrópu. Verið er að byggja nýtt hús sem verður 2.430 fermetrar á fyrstu hæð og 275 fermetrar á annarri hæð en auk þess verður núverandi fiskvinnsluhúsi breytt. Hrafnhildur vonast til að samstarf takist við fyrir- tækið um uppbyggingu fisktæknináms við skólann. „Það væri draumur- inn ef hægt væri að koma þessu á næsta haust. Við þurfum að mennta fólk í þessum greinum, fara að hugsa öðruvísi. Fólk hefur verið með staðl- aðar hugmyndir um vinnu í fiski. Setur það í samband við erfiða vinnu og vonda lykt. Það er allt að breytast,“ segir Hrafnhildur. Hugað að kennslu í fisktækni VILJA SVARA ÞÖRFUM ATVINNULÍFSINS Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Félags- og jafn- réttismálaráð- herra, Ásmundur Einar Daðason, hefur skipað samstarfshóp gegn félags- legum undi- boðum á vinnu- markaði. Formaður hóps- ins verður Jón Sigurðsson, fv. ráðherra og seðla- bankastjóri. Með hópnum mun einn- ig starfa Oddur Ástráðsson lögmað- ur, skipaður af ráðherra án til- nefningar. Aðrir nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningum ráðuneyta, eftirlitsstofnana, lögreglu og skatta- yfirvalda, samtaka atvinnulífsins, sveitarfélaga og stéttarfélaga. Samstarfshópnum er ætlað að skila ráðherra skýrslu með niður- stöðum sínum og tillögum í byrjun febrúar á næsta ári. Leiðir hóp gegn félagslegum undirboðum Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.