Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 C a n a d a G o o se T ri lli u m P a rk a k r. 11 3 .9 9 0 NORDIC STORE Lækjargötu 2 www.nordicstore.is Í verslun okkar í Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vitað er með vissu um 22 íslenska feður sem eignuðust börn á aldr- inum frá 70 ára til 82 ára, þar af eru tíu feður sem voru 75 ára eða eldri. Þetta kemur fram í samantekt sem Jónas Ragnarsson hefur unnið fyrir Morgunblaðið, en hann heldur úti síðunni Langlífi á Facebook. Nöfn elstu mannanna koma fram á með- fylgjandi töflu. Þeir eru allir látnir. Vefsíðan Langlífi hefur verið á Facebook frá því í ársbyrjun 2011. Í fimm ár þar á undan var henni hald- ið úti sem sjálfstæðri síðu á netinu. Hún er hugmynd Jónasar Ragnars- sonar og hefur hann alla tíð haldið utan um hana og aflað þeirra upplýs- inga sem þar eru birtar. Hefur síðan frá upphafi notið mikilla vinsælda. Sumir eignuðust fleiri en eitt Jónas segir að sumir feðranna hafi eignast fleiri en eitt barn eftir að 70 ára aldri var náð þannig að heildar- fjöldi barna þeirra er 48. Þriðji hver faðir lifði fram yfir fermingu barns síns. Tveir feður eru á lífi. Mæðurnar voru mun yngri en feðurnir og munaði frá 25 árum til 51 árs. Allir karlarnir áttu börn með fleiri en einni konu, frá tveimur til sex, allt frá 2 börnum upp í 32 börn. Flestir höfðu eignast sín fyrstu börn um tvítugt og stóðu því í barn- eignum í hálfa öld. Dæmi er um að faðir hafi átt börn með 59 ára milli- bili, það fyrsta þegar hann var 19 ára og það síðasta þegar hann var 78 ára. Mörg þeirra barna sem eru dáin náðu háum aldri. Átti barn 82 ára gamall Axel Clausen heildsali í Reykjavík vermir toppsætið á listanum. Hann var fæddur 1888 og dó 1985, 96 ára. Axel átti 21 barn, það fyrsta þegar hann var 25 ára. Með Grétu Ingvars- dóttur eignaðist Axel fjögur börn, það síðasta þegar hann var rúmlega 82 ára. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í Reykjavík var fæddur 1835 og dó 1917, 82 ára. Hann átti fjögur börn, það fyrsta þegar hann var 55 ára. Með Helgu Jónasdóttur eignaðist hann þrjár dætur. Sú síðasta fædd- ist 27 dögum eftir að Tryggvi dó. Hans Jakob Beck hreppstjóri í Reyðarfirði var fæddur 1838 og dó 1920, 82 ára. Hann átti 23 börn, það fyrsta þegar hann var 25 ára. Með Mekkín Jónsdóttur eignaðist Hans tíu börn, það síðasta þegar hann var tæplega 82 ára. Björn Tryggvason, sem var að- stoðarbankastjóri Seðlabankans, er sá á listanum sem er næstur okkur í tíma, fæddur 1924. Hann var rúm- lega 75 ára þegar yngsta barn hans fæddist. Dæmi um feður yfir áttrætt  Vitað með vissu um 22 íslenska karla sem eignuðust börn á aldrinum 70 til 82 ára  Tíu urðu feður eftir að þeir voru orðnir 75 ára gamlir  Elsti var 82 ára Ljósmynd/Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aldraður faðir Á efri árum hafði Tryggvi Gunnarsson áhuga á ýmsum „mjúkum málum“ m.a. dýravernd og garð- yrkju. Og gaf sér tíma til að geta börn háaldraður. Alþingisgarðurinn er sköpunarverk hans og þar er hann grafinn. Elstu íslensku feðurnir Heimild: Jónas Ragnarsson/Langlífi Axel Clausen Reykjavík f. 1888 82 ára og 84 daga Tryggvi Gunnarsson Reykjavík f. 1835 82 ára og 30 daga Hans Jacob Beck Reyðarfirði f. 1838 81 árs og 322 daga Kristján Kristjánsson Arnarfirði f. 1844 80 ára og 319 daga Gísli Þorkelsson Reykjavík f. 1856 80 ára og 226 daga Magnús Sigurðsson Eyjafirði f. 1847 78 ára og 232 daga Bjarni Guðmundsson Reykjavík f. 1906 78 ára og 137 daga Björn Tryggvason Reykjavík f. 1924 75 ára og 202 daga Kristján Þorgrímsson Þingeyjarsýslu f. 1819 75 ára og 96 daga Jónas Jónsson Skagafirði f. 1840 75 ára og 32 daga Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Karl Magnús Krist- jánsson, oddviti Kjósarhrepps, hafa undirritað samstarfssamning um lagningu ljósleiðararöra frá Kiðafelli í Kjós til Grundarhverfis á Kjalar- nesi. Verkefnið er til komið vegna þarfa Kjósarhrepps fyrir tengingu við grunnkerfi ljósleiðara í Grundar- hverfi. Þar sem Reykjavíkurborg hyggst fara sömu leið með ljósleið- ara í verkefni um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Reykjavíkur skapast sam- legðaráhrif, sem væri góður kostur að nýta, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Kjósarhreppur hafði allt frum- kvæði að verkefninu og mun sjá um útboð og eftirfylgni með því. Hlutur Reykjavíkurborgar er að fá lagningu rörs fyrir fyrirhugaðan ljósleiðara í áður nefndu verkefni um ljósleiðara- væðingu dreifbýlis Reykjavíkur, bera helming heildarkostnaðar á móti Kjósarhreppi, veita leyfi til að fara um borgarland og aðstoða við samskipti við landeigendur á fyrir- hugaðri leið. Áætlaður heildarkostn- aður verkefnisins er kr. 15.000.000 og rúmast upphæðin innan gildandi fjárhagsáætlunar borgarinnar. Reykjavíkurborg hyggst sækja um styrk frá Ísland ljóstengt 2018 vegna verkefnisins. Í frétt á heimasíðu Kjósahrepps er fagnað þessu mikilvæga samkomu- lagi sem náðst hefur við Reykjavík- urborg. Þar með sé kominn grunnur að áframhaldandi vinnu við ljósleið- aravæðingu í Kjósinni. Næsta verk- efni sé að ná samkomulagi við land- eigendur þeirra jarða sem gert er ráð fyrir að ídráttarrörin liggi um. sisi@mbl.is Ljósleiðari lagð- ur að Kjósinni  Kostnaður við verkefnið 15 milljónir Ljósmynd/Reykjavíkurborg Samningur Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir og Karl Magnús Kristjánsson. Ekki er þörf á sér löggjöf um vind- orkuframleiðslu hér á landi. Þetta er niðurstaða starfshóps um regluverk vegna vindorkuvera sem hefur skil- að umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu um málið. Fram kemur einnig í niðurstöðu starfshópsins að tilefni sé til tiltek- inna breytinga á lögum og reglum. Skýrsla hópsins felur í sér grein- ingu á því hvort í lögum og reglu- gerðum á sviði umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins sé fjallað með nægjanlegum hætti um starfsemi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Greiningin náði einnig til löggjafar á málefnasviði atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar leyfisútgáfu og eftirlit, að því er segir í frétt ráðuneytisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindorka Vindmyllur í Búrfelli. Þarf ekki sérlög um vindorkuna Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst á samradsgatt.is breytingu á reglu- gerð um happdrætti Sambands ís- lenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga (SÍBS). Samkvæmt breytingunni verður endurnýjunarverð í hverjum flokki 1.800 krónur en er nú 1.500 krónur. Verð ársmiða verður 21.600 krón- ur. Reglugerðin er sett samkvæmt lögum frá 1959 og öðlast gildi 1. janúar 2019. Fólk getur veitt um- sögn um þessa reglugerðarbreyt- ingu til 30. október n.k. Miðinn hækkar næsta ár hjá SÍBS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.