Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
ofskynjunum. Hann sagðist hafa séð
„endalausan straum mynda og forma
og magnaðan leik litamynstra“.
Hofmann gerði síðan tilraunir með
þessa efnablöndu á sjálfum sér til að
reyna að skilja áhrif hennar betur og
var sannfærður um að efnið gæti
komið að góðu gagni við geðlækn-
ingar og leitt til aukins skilnings á
undirmeðvitund mannsins. Sandoz
hóf síðan að markaðssetja LSD sem
Delysid og sendi það til rannsóknar-
stofa víða um heim í rannsóknar-
skyni, einskonar hópvirkjun, í þeirri
von að not fyndust fyrir lyfið.
Bandaríska leyniþjónustan CIA
prófaði í kjölfarið að nota LSD við
yfirheyrslur og leynilegar hugar-
stjórnunartilraunir. Vísindamenn
gerðu tilraunir með LSD í tengslum
við meðferð við áfengissýki, sállækn-
ingar og rannsóknir á meðvitund og
ímyndunarafli. Talið er að þessar
rannsóknir hafi aukið skilning á því
að efnahvörf í heilanum geti haft
áhrif á mannlega hegðun og m.a.
leitt til grundvallarrannsókna á geð-
klofa og þunglyndi.
En þegar kom fram á sjöunda ára-
tug síðustu aldar dró úr vísindarann-
sóknum á áhrifum LSD á sama tíma
og ungmenni fóru að nota efnið til að
komast í vímu. LSD tengdist þá
popptónlist, andmenningu og andófi
ungmenna gegn viðteknum gildum.
LSD bylgjan náði hámarki ástar-
sumarið 1967 þegar hippar
streymdu til Haight-Ashbury hverf-
isins í San Francisco. Þegar hér var
komið sögu var almennt farið að líta
á LSD sem ólöglegt fíkniefni, þar á
meðal á Íslandi en eftir því sem næst
verður komist var LSD skilgreint
sem ólöglegt ávana- og fíkniefni hér
á landi árið 1969 með reglugerð sem
dómsmálaráðherra setti. Og öllum
vísindarannsóknum á áhrifum lyfs-
ins var hætt enda var þá orðið ljóst,
að neysla þess gat haft mjög skaðleg
áhrif.
Endurmat
Albert Hofmann, sem lést árið
2008, 102 ára að aldri, gaf árið 1979
út sjálfsævisögu sína, sem hét LSD:
Vandræðabarnið mitt. Þar sagði
hann, að lækningarmáttur LSD
mætti ekki gleymast. „Ef við gætum
aukið skilning okkar á því hvernig
hægt er að nota það í lækningaskyni
í tengslum við hugleiðslu og hvernig
LSD getur víkkað sjóndeildarhring-
inn við ákveðin skilyrði, þá held ég
að þetta „vandræðabarn“ gæti orðið
„undrabarn“,“ skrifaði hann.
Og tilfellið er, að á síðustu árum
hefur farið fram endurmat á áhrifum
LSD í lækningarskyni. Segja má að
þetta endurmat hafi hafist árið 2006
eftir ráðstefnu, sem haldin var í
Basel í Sviss í tilefni af aldarafmæli
Hofmanns. Í kjölfarið sóttu vís-
indamenn frá ýmsum löndum um
rannsóknarleyfi til að vinna með
LSD.
Rannsóknarstofnunin MAPS í
Santa Cruz í Kalíforníu, sem einkum
rannsakar áhrif kannabis og of-
skynjunarefna, hefur verið í farar-
broddi í þessum rannsóknum. AFP
fréttaþjónustan hefur eftir Brad
Burge, samskiptastjóra MAPS, að
ný skipulögð rannsókn á LSD, sú
fyrsta í rúma fjóra áratugi, sem
Svisslendingurinn Peter Gasser
stjórnaði fyrir stofnunina, bendi ein-
dregið til þess að hægt sé að með-
höndla sjúklegan kvíða með LSD.
Tólf sjúklingar hafi tekið þátt í rann-
sókninni og þeir hafi ekki fundið fyr-
ir neinum neikvæðum aukaverkun-
um.
„Þetta er enn á byrjunarstigi en
það er vel hugsanlegt, að LSD gæti
komið aftur sem lækningalyf,“sagði
Burge.
Verður vand-
ræðabarnið
undrabarn?
75 ár eru liðin frá því svissneskur
lyfjafræðingur bjó óvart til LSD
AFP
Leikur lita Mynd af Albert Hofmann búin til úr mislitum þerripappírsblöðum á sýningu sem opnuð var í Bern í Sviss
í september í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá því Hofmann bjó fyrst til LSD. Lyfið var oft sett í þerripappír.
AFP/Fabrice Coffrini
Ofskynjanir Gestur gengur inn í sýningarsal í svissnesku þjóðarbókhlöð-
unni í Bern en sýningin var helguð Hofmann og ofskynjunarlyfinu LSD.
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Sjötíu og fimm ár eru liðin frá því
svissneskur lyfjafræðingur uppgötv-
aði að efnasambandið lýsergíðsýru-
tvíetýlamíð, nú betur þekkt undir
nafninu LSD, olli ofskynjunum þeg-
ar þess var neytt.
Lyfjafræðingurinn, Albert Hof-
mann, kallaði LSD vandræðabarnið
sitt, en nýjar rannsóknir benda til
þess, að eiginleikar efnisins geti
gagnast vel við að meðhöndla ýmsa
geðsjúkdóma á borð við þunglyndi
og ofsakvíða.
Árið 1943 starfaði Hofmann hjá
svissneska lyfjafyrirtækinu Sandoz.
Þar rannsakaði hann svepp sem
nefndur er grasdrjóli og ræðst á
korntegundir eins og hveiti og rúg.
Þessi sveppur þótti hafa lækninga-
mátt og Sandoz notaði hann til að
framleiða mígrenilyf. Hofmann
blandaði óvart lísergíðsýru, virka
efninu í grasdrjóla, saman við
tvíetýlamíð og dýfði fingrinum í
þessa efnablöndu. Í kjölfarið fór hon-
um að líða einkennilega og fann fyrir
Óumdeilt er að LSD hafði mikil áhrif á
dægurmenningu um miðjan sjöunda
áratug síðustu aldar. Margar heims-
þekktar hljómsveitir sendu frá sér
plötur þar sem greinilegar vísanir
voru til lyfsins og orðfæris sem tengd-
ist neyslu þess. Þar á meðal er platan
Pet Sounds, sem bandaríska hljóm-
sveitin Beach Boys sendi frá sér í maí
1966.
En stjörnuvæðingin hófst fyrir al-
vöru þegar enska hljómsveitin The
Beatles, Bítlarnir eins og þeir eru jafn-
an kallaðir hér á landi, sendi frá sér plötuna Revolver í
ágúst þetta ár. Þar voru áhrif LSD augljós og síðar hef-
ur komið fram, að þá höfðu allir í
hljómsveitinni prófað að taka efnið. Í
texta lagsins Tomorrow Never Knows
vitnaði John Lennon m.a. beint í bók-
ina The Psychedelic Experience eftir
bandaríska sálfræðinginn Timothy
Leary og fleiri, sem er einskonar hand-
bók um það hvernig eigi að neyta LSD.
Russell Reising, prófessor við
Toledo háskóla í Bandaríkjunum, sem
hefur skrifað bók um menningarleg
áhrif plötunnar, segir í samtali við
tímaritið Time, að eftir að Revolver
kom út hafi tónlistarmenn byrjað að tala og skrifa
opinskátt um LSD-neyslu sína.
Stjörnuvæðingin hófst með Revolver
SKYNÖRVUNARÁHRIF Á DÆGURMENNINGUNA