Morgunblaðið - 25.10.2018, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tilhugsuninum nýttkjarn-
orkuvopnakapp-
hlaup er óhugn-
anleg. Þeir sem
fylgdust með viðræðum Reag-
ans og Gorbasjevs, bæði í
Höfða og síðar, og sáu þann
árangur sem þá náðist, hafa
ekki áhuga á að sjá slíkt kapp-
hlaup fara á fulla ferð á nýjan
leik.
Staðreyndin er þó sú, að þó
að kapphlaupið hafi verið kælt
niður, meðal annars með svo-
kölluðum INF-samningum um
meðaldrægar flaugar sem
fyrrnefndir þjóðarleiðtogar
undirrituðu, þá hefur það ekki
hætt. Skref hafa verið tekin
afturábak, sem er rétta áttin í
tilviki kjarnorkuvopna, en þau
hafa líka verið tekin fram á við
og frá því að Bandaríkin og
Sovétríkin áttu sviðið hafa því
miður fleiri ríki bæst í hóp
kjarnorkuvelda. Ekkert
þeirra ríkja er þess eðlis að
kjarnorkuvopnaeignin auki
öryggi í heiminum og í til-
vikum eins og Norður-Kóreu
er stórkostleg hætta á ferðum.
Fréttir af því að Bandaríkin
hefðu í hyggju að segja sig frá
samningunum um meðal-
drægu flaugarnar vöktu óhug
víða og sumir sökuðu forseta
Bandaríkjanna um ábyrgðar-
leysi. En yfirlýsing hans var
ekki sett fram í tómarúmi eða
af tilefnisleysi. Bandarísk
stjórnvöld hafa um árabil sak-
að rússnesk stjórnvöld um að
brjóta gegn samningnum og
gera hann þar með einskis
virði. Og í raun er hann með
því minna en einskis virði, því
að veröldin getur ekki verið
betur sett ef Rússland eykur
herstyrk sinn en Bandaríkin
eða önnur Vestur-
lönd halda að sér
höndum.
Því má heldur
ekki gleyma að
bandarísk stjórn-
völd eru ekki ein um þá skoð-
un að Rússar hafi brotið
samninginn. Framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalags-
ins og Bretar hafa tekið undir
þetta og utanríkisráðherra
Breta hefur bent á að það séu
Rússar sem þurfi að taka til
hjá sér, ekki þeir sem gagn-
rýni samningsbrotin.
Ábyrgðarleysið er ekki
þeirra sem segja sig frá samn-
ingi sem hefur verið brotinn,
heldur hinna sem brutu samn-
inginn.
En kjarnorkuafvopnun
snýst nú um stundir ekki að-
eins um Bandaríkin og Rúss-
land, þó að áður hafi þessi ríki,
eða öllu heldur Bandaríkin og
Sovétríkin, verið einu ríkin
sem máli skiptu í þessu sam-
bandi. Brýnt er, raunar enn
brýnna, að koma böndum á
kjarnorkuvopnauppbyggingu
annarra ríkja. Þar eru Norð-
ur-Kórea og Íran augljós
dæmi, en Kína skiptir einnig
miklu máli.
Þess vegna er þýðingar-
mikið að leiðtogar Bandaríkj-
anna og Rússlands hafi sýnt
vilja til að ræða saman í næsta
mánuði og um leið og þeim
tekst vonandi að ná saman um
raunhæfar leiðir og árangurs-
ríkar til að koma í veg fyrir
kjarnorkuvopnakapphlaup
þessara ríkja, ættu þeir að
vinna saman að því að koma
böndum á kjarnorkuvopn ann-
arra ríkja. Það er sameigin-
legt hagsmunamál Bandaríkj-
anna, Rússlands og heimsins
alls.
Ábyrgðarleysið er
þeirra sem brjóta af-
vopnunarsamninga}
Kjarnorkuafvopnun
Ný skýrslasýnir að
ferðatími á milli
heimilis og vinnu
á höfuðborgar-
svæðinu hefur
aukist gríðarlega
síðasta áratuginn. Aukningin
er að meðaltali rétt um 50% á
þessu tímabili og fyrir þá sem
búa í úthverfum og þurfa að
aka í átt að miðju borgarinnar
á morgnana og frá henni síð-
degis hefur ferðatíminn vita-
skuld vaxið miklu hraðar.
Ástæðan fyrir þessum
aukna ferðatíma, sem um leið
felur í sér að fólk hefur minni
tíma með fjölskyldunni, er
einföld. Borgaryfirvöld hafa
hafnað því að liðka fyrir sam-
göngum í borginni en leggja
áherslu á að
þrengja götur og
hefta umferð.
Vandinn á þess
vegna aðeins eftir
að aukast og
ástandið að
versna fyrir almenning.
Umhugsunarvert er að
þetta gerist á sama tíma og
yfirvöld í borginni segjast
vilja stytta vinnuvikuna og
eru með tilraunaverkefni í
gangi í þeim tilgangi.
Helsta tilraunastarfsemin
að þessu leyti fer hins fram á
götum borgarinnar á hverjum
degi þar sem borgaryfirvöld
hafa þegar náð þeim árangri
að lengja vinnuviku borgar-
búa að meðaltali um eina
klukkustund á viku.
Reykjavíkurborg
leggur sitt af mörk-
um til að lengja
vinnuvikuna}
Lenging vinnuvikunnar N
ýlega birtist ný skýrsla IPCC
sem er nokkurs konar milli-
ríkjaráð um loftslagsbreyt-
ingar sem starfar meðal annars
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Sú skýrsla sýndi okkur ansi dökka framtíðar-
spá miðað við núverandi aðstæður og alþjóða-
samninga. Það sem áður var talið gerast ef
hitastig jarðar hækkaði um 2°C mun nú, sam-
kvæmt nýjustu rannsóknum gerast við ein-
ungis 1,5°C hækkun hitastigs. Parísarsam-
komulagið sem gerir ráð fyrir að halda
hitastigshækkuninni innan við tveggja stiga
hækkun er ekki lengur samkomulag um lang-
tímahörmungar. Einungis ef okkur tekst að
halda í við ýtrustu markmið Parísarsam-
komulagsins náum við þeim árangri sem búist
var við af því samkomulagi.
Við höfum áður glímt við, og tekist að koma í veg fyrir,
álíka áskorun á umhverfi jarðarinnar. Mig langar til þess
að nefna tvö dæmi. Fyrsta dæmið varðar blý, sem er
taugaeitur, sem mengaði andrúmsloftið aðallega vegna
þess að það var bætt við blýi í bensín. Vísindamaður að
nafni Clair Patterson var að vinna við greiningar á aldri
jarðarinnar en lenti ítrekað í vandamálum með blýmeng-
un í mælingum á þeim sýnum sem hann vann með. Það
tók hann mörg ár að einangra sýni, með því til dæmis að
búa til fyrstu hreinu herbergin (e. cleanroom), og komast
að því hversu gömul jörðin væri. Rannsóknir hans sýndu
að blýmengun í andrúmsloftinu væri tiltölulega nýleg því
borkjarnar úr jöklum og sýni úr sjó úr miklu
dýpi sýndu ekki slíka mengun. Niðurstaðan
var að lokum að orsökin væri blýbensín og við
tók áralöng barátta við olíuiðnaðinn þar sem
umhverfið vann að lokum.
Seinna dæmið er ósonlagið. Ástæðan fyrir
þynningu ósonlagsins var notkun á CFC efn-
um (klór, flúor og kolvetni) sem notuð voru í
ýmiskonar vörum. NASA fór yfir hvað hefði
gerst ef þau efni hefðu ekki verið bönnuð í
Montrealsamkomulaginu í nýlegri grein. Án
viðbragða þá hefði jörðin orðið óbyggileg árið
2065 vegna geislunar frá sólinni.
Dæmin sýna að við höfum getað komið
okkur saman um að laga það sem okkur hefur
tekist að klúðra. Hingað til að minnsta kosti.
Parísarsamkomulagið er sambærileg tilraun
við Montrealsamkomulagið, tilraun til þess að
ná árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar. Nú hefur
bara komið í ljós að það samkomulag er byggt á úreltum
rannsóknum. Við þurfum að gera betur. Mikið betur.
Það er ekki nóg að draga bara saman útblástur gróður-
húsalofttegunda. Við verðum að læra hvernig við getum
minnkað magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu
umfram það magn sem við bætum við. Það ætti að vera
þumalputtaregla okkar í mörgum öðrum málum, að allt
sem við gerum sé afturkallanlegt. Okkur vantar strok-
leður í loftslagsmálum. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Okkur vantar strokleður
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þetta er afar mikilvægurdagur vegna þess að Tri-dent Juncture er umfangs-mesta æfing Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) frá lokum
kalda stríðsins. Hún er bæði metn-
aðarfull og krefjandi,“ sagði Jens
Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins, á blaða-
mannafundi sem haldinn var í höfuð-
stöðvum NATO í gær. Forsmekkur
æfingarinnar var haldinn hér á landi
nýverið þegar hópur landgönguliða
æfði á Reykjanesi og í Þjórsárdal.
Heræfing NATO hófst í dag og
stendur til 7. nóvember næstkom-
andi. Æfingin fer fram í Noregi, á
Norður-Atlantshafi, Eystrasalti og í
lofthelgi Svíþjóðar og Finnlands.
Alls munu um 50 þúsund hermenn
og borgaralegir sérfræðingar frá 31
ríki, þ.e. öllum aðildarríkjum Atl-
antshafsbandalagsins auk Svíþjóðar
og Finnlands, taka þátt. Æfðar
verða sameiginlegar varnir með vís-
an til 5. greinar Atlantshafssáttmál-
ans, þar sem kveðið er á um að árás
á eitt aðildarríki bandalagsins jafn-
gildir árás á þau öll.
„Það munu um 65 skip taka þátt
í Trident Juncture, 250 flugfélar,
10.000 ökutæki og um 50.000 manns.
Öll 29 aðildarríkin taka þátt ásamt
samstarfsríkjum okkar Finnlandi og
Svíþjóð. Þetta mun sýna getu okkar
á sterkan hátt sem og vilja til þess
að vinna saman,“ sagði Stoltenberg.
Æfingin sendir skýr skilaboð
Þá sagði Stoltenberg að búið
væri að grafa verulega undan stöðu
öryggismála í Evrópu undanfarin ár.
„NATO hefur brugðist við með ein-
hverri mestu aðlögun í okkar sam-
eiginlegu vörnum frá lokum kalda
stríðsins. Trident Juncture sýnir þá
aðlögun. Sviðsmyndin er skáld-
skapur en sá lærdómur sem dreginn
verður af er raunverulegur.“
Æfingin fer þannig fram að
þátttakendum er skipt upp í tvö lið,
þ.e. suðurherafla og norðurherafla,
og fá báðar fylkingar tækifæri til að
fara í hlutverk innrásarhers og varn-
arsveita Atlantshafsbandalagsins.
„Þessi æfing mun reyna á getu
okkar til að endurheimta fullveldi
bandamanns okkar, sem í þessu til-
felli er Noregur, eftir vopnaða árás.
Hún mun jafnframt reyna á getu
okkar til að veita bandamanni aðstoð
í formi flutnings á hermönnum og
útbúnaðar frá Norður-Ameríku og
Evrópu,“ sagði Stoltenberg og bætti
við að Trident Juncture muni senda
aðildarríkjum bandalagsins og hugs-
anlegum andstæðingum þess skýr
skilaboð. „Atlantshafsbandalagið
sækist ekki eftir átökum en við erum
tilbúin til þess að verja alla okkar
bandamenn gegn hvaða ógn sem
er.“
Samstarf þvert á landamæri
Stoltenberg sagði umfang og
undirbúning æfingarinnar gríðar-
legan. Nefndi hann í því samhengi
að fyrstu hergögn hófu að berast til
Noregs í ágúst síðastliðnum. Hafa
nú um 180 flugvélar og 60 skip flutt
hergögn og mannskap til 27 mis-
munandi staða í Noregi, s.s. til hafn-
arsvæða, flugvalla og lestarstöðva.
Kemur þessi búnaður og mann-
skapur hvaðan æfa af frá Evrópu, en
lengstu vegalengdirnar eru frá Kali-
forníu í Bandaríkjunum, sem er yfir
8.000 km vestur af Noregi, og frá
Izmir í Tyrklandi, um 3.000 km suð-
austur af Noregi. Stoltenberg sagði
þessa miklu herflutninga kalla á afar
traust samstarf þvert á landamæri.
„Sem dæmi um þetta má nefna
að þýskir skriðdrekar komu til Nor-
egs með dönsku skipi. Við komuna
þangað var farið yfir þá af norskum
sérfræðingum og fyllt á þá með
belgískum eldsneytisbíl áður en þeir
voru fluttir á áfangastað með hol-
lenskum og pólskum flutninga-
bílum,“ sagði Jens Stoltenberg.
NATO sýnir klærnar
í lofti, á láði og legi
Ljósmynd/Atlantshafsbandalagið
Herstyrkur Jens Stoltenberg sést hér um borð í danska herskipinu HDMS
Esbern Snare en hann var þar nýlega í tengslum við Trident Juncture.
Jens Stoltenberg sagði Atlants-
hafið afar mikilvægt þegar kemur
að öryggi í Evrópu og viðskiptum
milli heimsálfa og af þeim sökum
mun stór hluti æfingarinnar eiga
sér stað þar.
„Atlantshafið er einnig mikil-
vægt þegar kemur að því að flytja
liðsafla á milli Norður-Ameríku og
Evrópu. Atlantshafsbandalagið er
staðráðið í að tryggja öryggi á Atl-
antshafi,“ sagði Stoltenberg og
bætti við að Trident Juncture
mundi sýna hve náið og gott sam-
starf ríkti á milli Norður-Ameríku
og Evrópu.
Meðal þeirra herskipa sem
Bandaríkin hafa sent á heræfing-
una er flugmóðurskipið USS Harry
S. Truman, en skip þetta hefur
ekki komið inn á norskt hafsvæði
frá árinu 1987. „Þúsundir her-
manna frá Bandaríkjunum og Kan-
ada taka þátt og þessi ríki eru að
senda hluta af sínum öflugasta
búnaði,“ sagði Stoltenberg.
Atlantshafið skiptir miklu
FLUGMÓÐURSKIPIÐ USS HARRY S. TRUMAN TIL NOREGS