Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 47

Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Þessa dagana taka fimmtíu þúsund her- menn frá 31 landi þátt í stórri æfingu sem ætlað er að prófa sam- starfshæfni okkar. Æfingin Trident Junct- ure 2018 er stærsta varnaræfing Atlantshafsbandalags- ins í nokkra áratugi. Hún sýnir fram á endurnýjaðar áherslur bandalags- ins á sameiginlegar varnir aðildar- ríkjanna og landfræðipólitískt mik- ilvægi Norðurlandanna fyrir norðan- verða Evrópu. Trident Juncture veitir Atlants- hafsbandalaginu einstakt tækifæri, sem og samstarfsríkjum þess, Sví- þjóð og Finnlandi, til að sannreyna samstarfsgetu okkar við norrænar veðurfarsaðstæður á svæðum sem spanna allt frá hrjóstrugu landslagi okkar til Norður-Atlantshafsins og Eystrasaltsins. Þetta er mikilvægt. Ekki aðeins vegna þess að það eflir varnargetu okkar, heldur eflir það einnig tengsl ríkja okkar og sendir skýr skilaboð til hvers þess sem hug- leiðir beitingu hervalds til að ná markmiðum sínum. Engin hernaðarógn steðjar að Norðurlöndunum Við sjáum enga hernaðarógn sem steðjar að Norðurlöndunum í dag. Eftir sem áður lifum við á ófyrir- sjáanlegum og óöruggum tímum. Rússland gerir sig meira gildandi og hefur sýnt fram á bæði vilja og getu til að beita herafli til að styðja við hernaðarleg markmið sín. Netárásir og villandi upplýsingar ýta undir pólitískar öfgar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, sem síðan valda álagi á lýðræðislegar stofnanir sam- félagsins og getu okkar til að leita málamiðlana. Alþjóðleg hryðjuverka- starfsemi hefur breytt því hvernig við hugsum um öryggismál, fólks- flutningar eru líkast til orðnir það málefni sem skiptir fólki mest í fylk- ingar og loftslagsbreytingar hafa áhrif á öll þessi málefni með ófyrir- sjáanlegum hætti. Sterkari saman Við erum tengd gegnum land- fræðilega legu, sögu okkar, menn- ingu og gildi, við berum sameiginlega ábyrgð á að varðveita frið og stöðug- leika í okkar heimshluta. Við trúum staðfastlega á samræðu, gegnsæi og fyrirsjáanleika í skipan alþjóðamála sem byggir á alþjóðalögum og bind- andi samningum. Því miður deila ekki öll ríki þessum gildum. Þess vegna er nauðsynlegt að búa að trú- verðugri hernaðargetu. Danmörk, Noregur og Ísland eru aðilar að Atl- antshafsbandalaginu, en Svíþjóð og Finnland standa utan þess. Með sam- eiginlegum æfingum – og í gegnum Atlantshafsbandalagið – bætum við getu þessara nágrannaþjóða til sam- starfs, ef einhvern tíma kemur til þess að það verði nauðsynlegt. Ekki í staðinn fyrir Atlantshafsbandalagið, heldur til viðbótar við það. Þrettán þúsund norrænir hermenn Framlag norrænu ríkjanna til Tri- dent Juncture æfingarinnar er um- talsvert þar sem rúmlega þrettán þúsund hermenn og mikill fjöldi borgaralegra starfsmanna tekur þátt. Sem dæmi um fyrirtaks nor- ræna samvinnu munu sveitir úr land- her Finna starfa sem hluti af sænskri herdeild og danskar herþyrlur munu styðja við norsku herdeildina. Atl- antshafsbandalagið og herafli sam- starfsríkjanna Finnlands og Svíþjóð- ar mun nota herstöðvar og flugvelli í öllum norrænu ríkjunum, en hið hernaðarlega mikilvæga Ísland mun gegna hlutverki sem miðlægt söfn- unarsvæði og gátt fyrir liðs- og birgðaflutninga þátttökuríkjanna yf- ir Atlantshafið. Aukin varnarsamvinna Norður- landanna og bandalagsríkjanna Þessi mikla þátttaka Norður- landanna í Trident Juncture-æfing- unni er árangur markvissrar sameig- inlegrar viðleitni okkar til að bæta norrænt varnarsamstarf. Við höfum aukið sameiginlegar æfingar og þjálfun. Við skiptumst á loftferðaeft- irlitsupplýsingum og höfum auðveld- að skjóta liðs- og birgðaflutninga milli ríkja okkar með því að fjarlægja stjórnsýslulega flöskuhálsa sem stóðu í vegi hernaðarlegs hreyfan- leika. Atlantshafsbandalagið og Evr- ópusambandið hafa tekið upp svipaða aðferðafræði sem byggir á árangri norrænu ríkjanna. Norræna nágrannavaktin Við kunnum að búa við mismun- andi aðstæður í varnarmálum, en við erum öll nágrannar í norðri. Öryggis- vá á norðursvæðum myndi hafa áhrif á okkur öll og geta okkar til að leysa úr slíkri vá verður aðeins jafn góð og samstarfsgeta okkar – saman og með vina- og bandalagsþjóðum okkar. Þess vegna er Trident Juncture- æfingin svo mikilvæg. Og þess vegna ættu menn að láta sig norrænt sam- starf miklu skipta. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson, Claus Hjort Frederiksen, Frank Bakke- Jensen, Jussi Niinistö og Peter Hultqvist » Alvarleg öryggisvá á norræna svæðinu hefði áhrif á öll Norður- löndin. Þess vegna taka norrænu ríkin í auknum mæli þátt í sameigin- legum varnaræfingum. Guðlaugur Þór er utanríkisráðherra Íslands. Claus Hjort Frederiksen, Frank Bakke-Jensen, Jussi Niinistö og Peter Hultqvist eru ráðherrar varnarmála í hinum ríkjum Norður- landanna. Trident Juncture 2018: Varnir norræna svæðisins Claus Hjort Frederiksen Frank Bakke- Jensen Jussi Niinistö Peter Hultqvist Guðlaugur Þór Þórðarson Morgunblaðið/Árni Sæberg Heræfing Landgönguliðar æfðu á Reykjanesi. Norrænu ríkin leggja sitt af mörkum til Trident Juncture. Upp er komið furðulegt mál í einum af háskólum landsins. Kennara með langa reynslu, sem nýtur réttarstöðu opinbers starfsmanns, eru gefnir tveir kostir, að segja upp eða vera sagt upp vegna ummæla sem viðkomandi lét frá sér á sam- félagsmiðlum um málefni sem vart kemur kennslugrein starfs- mannsins við. Stjórnendur töldu með öðrum orðum að einkaskoð- anir kennarans væru það óvið- eigandi að þær kæmu þá þegar í veg fyrir að hann gæti haldið áfram störfum við stofnunina. Er þetta í lagi? Í þessari stuttu blaðagrein vil ég einvörð- ungu varpa ljósi á spurninguna með hliðsjón af þeim grunngildum sem búa að baki há- skólastarfi en ekki á grundvelli gildandi laga, reglna og annarra réttarheimilda. Einnig vil ég taka fram að á mínum tólf ára starfsferli við Háskóla Íslands hef ég með reglulegu millibili, og að gefnu tilefni, kynnt mér marg- víslegan fróðleik um vernd akademísks frelsis. Tjáningarfrelsi er grundvöllur akademísks frelsis Það er ekki einfalt að skilgreina akademískt frelsi. Hér verður lagt til grundvallar að í því felist m.a. að þeim sem njóti þess beri eftir fremsta megni að leita sannleikans í hverju máli. Engir hagsmunir, hvorki utan háskólans né innan, eiga að stöðva eða stífla þessa sann- leiksleit. Akademískt frelsi er hins vegar þýð- ingarlaust ef hömlur eru á frelsi manna til að tjá sig, m.a. vegna þess að leitin að sannleikanum byggist á rökræðu og að færð séu fram gögn sem skýri málefni frá sem flestum hliðum. Mis- skilningur og rangfærslur geta því verið óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þess að taka þátt í mál- efnalegum rökræðum um tiltekið viðfangsefni, hvort sem það er fræðilegt eða hagnýtt. Umræðu- ferlið allt, jafnvel þótt það sé lit- að af mistökum, getur orðið til þess að ný og þýðingarmikil þekking verði til. Þetta ferli get- ur verið strembið og flókið en leggur eigi að síður grunn að háskólastarfi – að rökræða um hvað sé satt og rétt. Réttur til að ræða erfið og viðkvæm málefni Málefni, sem einhverja þýðingu hefur í samfélagi, getur verið svo umdeilt að hörð og óvægin orðræða myndast um þá sem taka þátt í umræðunni, þ.m.t. þegar akademískir starfsmenn háskóla leggja sitt af mörkum til hennar. Þá skapast ósjaldan þrýstingur, ekki síst í seinni tíð, bæði utan og innan háskóla, um það að viðkomandi starfsmaður hætti að láta málið til sín taka eða þá að viðkomandi sé með einum eða öðrum hætti gert erfiðara um vik að sinna þessum þætti starfsins. Það er á þessum stundum sem reynir á hið akademíska frelsi með áþreifanlegustum hætti: hefur há- skólastofnun kjark til að vernda frelsi starfs- manns til að tjá sig eða er starfsmanninum með einhverjum hætti sýnt fram á að nauðsyn krefji að hugsanir hans séu fjötraðar? Skoðanir reistar á sérfræði- þekkingu og „einkaskoðanir“ Í þessu sambandi má gera greinarmun á skoðunum sem háskólamaður setur fram í krafti sérþekkingar sinnar og hins vegar þeg- ar viðkomandi lætur ummæli falla sem engin tengsl hafa við sérfræðisviðið. Í síðarnefnda tilvikinu nýtur starfsmaður verndar sem borgari að tjá hugsanir sínar en á hinn bóginn kann að vera álitamál hvort viðkomandi njóti þeirrar verndar sem leiðir af akademísku frelsi. Eigi að síður er nærtækt að álykta sem svo að reglurnar um tjáningarfrelsi og aka- demískt frelsi veiti hvor annarri stuðning. Þetta stafar af því að önnur skipan mála myndi auðvelda stjórnendum háskólastofnana um of að skerða tjáningarfrelsi akademískra starfsmanna sinna en í sögulegu tilliti eru ófá dæmi um að skólastjórnendur skerði tjáning- arfrelsi háskólakennara, m.a. frá Bandaríkj- unum. Bandarísk fordæmi Mörg mál hafa komið upp í bandarískum háskólum þar sem yfirvöld hafa verið gerð afturreka með ráðstafanir sem hafa takmark- að tjáningarfrelsi kennara. Eitt slíkt mál er dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1967 (Keyishian gegn Board of Regents). Þar reyndi á regluverk sem m.a. gilti í ríkisháskól- anum í New York sem skyldaði kennara til að skrifa undir tilteknar yfirlýsingar um hollustu sína við föðurlandið. Í hæstaréttardómnum kom fram að athafnir yfirvalda jafngiltu ótta- stjórn og það þyrfti hugrakkan kennara til að koma sér hjá því að rita undir yfirlýsinguna. Kæmust yfirvöld upp með þetta yrði afleið- ingin sú að skertur væri sá frjálsi andi sem allir kennarar ættu að þróa og beita í sínum störfum. Um ólög var því að ræða. Sporin hræða Af sambærilegum meiði er áðurnefndur fyrirvaralaus brottrekstur fastráðins háskóla- kennara hér á landi. Með þessari skoðun minni er ekki verið að fallast á réttmæti um- mæla viðkomandi starfsmanns, svo skrýtin og furðuleg sem þau voru, heldur að benda á þann ótta sem kann að skapast innan háskóla nútímans þegar þrengt er að svigrúmi aka- demísks starfsmanns að tjá skoðanir sem ganga í berhögg við gildi og hugmyndir sem eru vinsælar á hverjum tíma. Þau spor sög- unnar hræða þegar viðtekið verður að aka- demískum starfsmanni sé fyrirvaralaust sagt upp vegna þess eins að viðkomandi hafi sett fram óæskilegar skoðanir á tilteknum álita- málum. Eftir Helga Áss Grétarsson » Sjálfstætt þenkjandi háskólafólki ber ávallt skylda til að vernda hið akademíska frelsi fullum þunga en nú á tímum virðist það enn brýnna en áður. Helgi Áss Grétarsson Akademískt frelsi er mikilvægt og ber að vernda Höfundur er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. hag@hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.