Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 Hvers vegna eiga eldri borgarar að sætta sig við að búið sé að ákveða 3,4% hækkun greiðslna til þeirra frá Trygginga- stofnun ríkisins um næstu áramót? Sam- kvæmt fjármála- frumvarpi næsta árs er ekki gert ráð fyrir meiri hækkun. Þessi hækkun kemur á mjög lágar tölur eða hæst hjá einstaklingum sem búa einir eða á 300 þúsund krónur fyrir skatt. Hjá hjónum og sam- búðarfólki á 240 þúsund krónur fyrir skatt. Þjóðin þarf að standa með eldri borgurum í baráttunni fyrir bættum kjörum. Á síðustu mánuðum hafa verst settu eldri borgararnir horft upp á marga hópa í þjóðfélaginu fá tugi prósenta hækkun í sinn vasa. Nú eru kjarasamn- ingaviðræður að fara í gang af fullri alvöru hjá miklum fjölda stéttarfélaga. Kröfurnar eru mikl- ar og m.a. er krafist 375 þúsund króna lág- markslauna fyrir ein- stakling. Enn og aftur skora ég á stéttar- félög landsins að taka sérstaklega upp bar- áttu til að bæta hag fyrrverandi félaga sinna, sem nú tilheyra eldri borg- urum landsins. Það getur ekki gengið að eldri borgarar fái aðeins 3,4% hækkun um næstu áramót og sú hækkun gildi fyrir allt árið 2019. Ríkisstjórnin á næsta leik Ásmundur Einar Daðason, fé- lagsmálaráðherra, skipaði fyrir nokkrum mánuðum nefnd sem á að kanna stöðu verst setta hópsins meðal eldri borgara landsins. Þessi nefnd á einnig að koma með hug- myndir til að bæta hag þessa hóps. Nefndin á að skila áliti sínu fyrir 1. nóvember 2018. Stjórnvöld verða að bregða skjótt við eftir að tillögur nefnd- arinnar liggja fyrir. Það gengur ekki að ætla að draga og velta þessu máli á milli í embættis- mannakerfinu. Það verður að leið- rétta kjör verst settu eldri borg- aranna strax. Ég trúi því ekki að það sé meiri- hluti fyrir því meðal þingmanna að þessi smánarkjör stórs hóps eldri borgara haldist óbreytt. Eldri borgarar fá brauð- mola, aðrir tertusneið Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Það verður að leið- rétta kjör verst settu eldri borgaranna strax. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Það eru nokkrir dagar liðnir síðan ég las þetta á mbl.is „Áætlaður heild- arkostnaður við fram- kvæmdir við húsin þrjú á Nauthólsvegi 100 var 146-158 milljónir. Fram- kvæmdirnar hingað til hafa hins vegar kostað 415 milljónir.“ og verk- efnið er enn óklárað! Ég verð að viðurkenna að mér varð mjög brugðið, en samt ekki hissa. Já, ekki hissa, því það gerist allt of oft að opinberar framkvæmdir fara fram úr áætlun, og þá bæði í tengslum við kostnað og tíma. En hvers vegna, árið 2018, er- um við að fá fréttir af svona fram- úrkeyrslum. Sjálfur þekki ég vel til áætlana- gerða framkvæmda, þar sem ég hef starfað í 23 ár í þessu umhverfi og ég veit að þetta á ekki að geta gerst. Í dag segja lög, reglugerðir, verklags- reglur og leiðbeiningar okkur hvern- ig við eigum að standa að opinberum framkvæmdum, og auk þess eru í dag til fullkomin tæki og tól til þess að hjálpa okkur að gera áætlanir og fylgja þeim eftir. En hvers vegna gerist þetta ítrek- að? Einfaldasta svarið er líklega „Eftir höfðinu dansa limirnir“ En hvað þýðir það? Við erum með opinbert stjórnkerfi, hönnuði, fram- kvæmdaraðila, þjónustuaðila, rekstraraðila og notendur í hverju verkefni, sem augljóslega þurfa að vinna vel saman til þess að ná fram réttri niðurstöðu. Þetta er í raun „keðja“ sem þarf að vera sterk, því ef hún slitnar þá er ekki von á góðu. Í þessu samhengi hef ég lengi haldið því fram að styrkur keðjunnar fyrir opinberar framkvæmdir skuli fyrst og fremst byggjast á góðri sam- félagsvitund og heiðarleika. Eftir 23 ár í þessum geira get ég með góðri samvisku sagt „þetta eru engin geimvísindi“ því hættumerkin og ástæðurnar eru vel þekktar. Til þess að gefa smá innsýn, þá eru al- gengustu ástæður framúrkeyrslu annars vegar að framkvæmdinni er breytt frá samþykktri áætlun, og hinsvegar, að eitthvað í umhverfinu (ófyrirséð) veldur því að fram- kvæmdin verður um- fangsmeiri. Það er einnig þekkt að póli- tík ásamt sér- og eig- inhagsmunum getur haft áhrif. Rann- sóknir hafa til að mynda sýnt fram á að kostnaðaráætlanir eru oft „meðvitað“ ófullkomnar þegar verkefni eru sam- þykkt. Þá hafa t.d. hagsmunaaðilar pressað fram lága kostnaðaráætlun til að fá verkefnið „sitt“ samþykkt. Sem ég segi, hættumerkin og ástæðurnar eru þekktar, og við eigum að geta treyst því að áætlanir standist. Við sem lifum og hrærumst í byggingarbransanum vitum mikil- vægi þess að vanda sérstaklega vel til verka við upphaf framkvæmda, á góðum grunni byggist vandað mann- virki. Fyrsta stig verkefna hefur því verið sértakt áhugaefni hjá mér í langan tíma og í því sambandi valdi ég efnið „Aðferðafræði við fram- kvæmd hagkvæmnireikninga á upp- hafsstigum opinberra verkefna á Ís- landi“ við skrif MSc.-ritgerðar minnar árið 2012. Þar kynnti ég að „Niðurstaðan sýnir að núverandi að- ferðafræði við framkvæmd hag- kvæmnireikninga á upphafsstigum opinberra verkefna á Íslandi er mjög mismunandi. Ekki virðist vera mikið samræmi í starfsháttum og aðeins í fáeinum tilvikum er hægt að sjá samræmi við aðferðir sem teljast fræðilega bestar í dag.“ Ritgerðina má nálgast hér: https://skemman.is/handle/1946/ 10908 Stjórnlaust streymi fjármagns í opinberum framkvæmdum er óá- sættanlegt! Er hægt að fyrirbyggja sóun á almannafé? Eftir Hafliða Richard Jónsson »Hættumerkin og ástæðurnar eru þekktar, og við eigum að geta treyst því að áætl- anir standist. Hafliði Richard Jónsson Höfundur er verkefnastjóri hjá BACKE Vestfold Telemark AS í Noregi. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. POTTAR OG PÖNNUR með 25% afslætti HEITIR DAGAR lágmúla 8 · sími 530 2800 25% Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.