Morgunblaðið - 25.10.2018, Side 54

Morgunblaðið - 25.10.2018, Side 54
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Steiktur humar í hvítlauks- rjómasósu Forréttur fyrir 1-2 manns. 2 stk miðlungsstórir humarhalar ½ stk paprika 8 stk gulrætur 150 ml rjómi 50 ml hvítlauksolía 1. Humarinn er klofinn endilangt og röndin hreinsuð burt. Passa þarf að fara ekki í gegnum allan humarinn og skera hann í tvennt heldur skal skera 2/3 í gegn. 2. Sex gulrætur eru teknar í djúsvél og safinn kryddaður til með salti. Ef það er ekki til djúsvél á heimilinu má nota keyptan gul- rótarsafa. 3. Safinn er settur í pott og síð- ustu tvær gulræturnar eru flysj- aðar og settar heilar ofan í pottinn með gulrótarsafanum. Þetta er síð- an soðin á lægsta mögulega hita í 15-20 mínútur eða þar gulræturnar eru mjúkar í gegn. Paprikan er skorin í litla teninga. 4. Humarinn er settur á pönnu með hvítlauksolíunni og steiktur á sárinu þangað til hann er orðinn gullinbrúnn. Þá er humrinum snú- ið við og paprikan og gulræturnar fara á pönnunna og rétt fá að svi- tast, síðan er humarinn tekinn af. 5. Rjóminn fer því næst á pönn- una með grænmetinu og fær að sjóða niður þar til hann þykkist ör- lítið. 6. Kryddið sósuna með salt og pipar. Sjálfum þykir mér einnig gott að setja fáfnisgras með. Hum- arinn fær að fara aftur á pönnuna og hann þakinn sósu. 7. Diskað upp á fallegan máta. Steiktur humar í hvítlauks-rjómasósu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hver getur staðist girnilegan humarrétt? Hvað þá ef hann er borinn fram með hvítlauksrjómasósu og öðru gúmmelaði? Tryggvi Traustason matreiðslumaður á Kopar er áskorandinn okkar í kokkaþrautinni Fimm eða færri að þessu sinni. Honum brást ekki bogalistin (enda átti enginn von á því) og reiðir hér fram dýrindis humarrétt sem skilgreinist sem skyldusmakk. Skyldusmakk Þennan humarrétt ætti enginn að láta framhjá sér fara. Áskorandinn Tryggvi Trausta- son matreiðslu- maður á Kopar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.