Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018 á 1960 rslur í boð 00,- stk. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla /solohusgogn i E-60 Stólar Klassísk hönnun fr Ýmsir litir og útfæ Verð frá 28.1 Retro borð m/stálkanti Fáanlegt í mörgum stærðum Verð frá 109.200,- E-60 Bekkur Til í fleiri litum og lengdum Verð frá 71.200 Í vikunni pantaði hann í beinni út- sendingu á K100 vél sem skrælir epli. Konan hans benti þó í þætt- inum á þá staðreynd að hann borð- aði ekki epli, sem eiginmanninum finnst algert aukaatriði. „Maður veit aldrei hvenær gestir koma í heimsókn og þar að auki er ég allt- af að hugsa um þig, ástin mín,“ sagði hann við Maríu konu sína í þættinum við mikinn hlátur ann- arra þáttarstjórnenda, en ásamt Jóni Axel stýra þættinum þau Ás- geir Páll og Kristín Sif. Jón Axel segist aðspurður hafa sankað að sér alls kyns dótaríi í gegnum tíðina. Þar má nefna rúss- neskan hersíma sem er bæði högg- og vatnsheldur, barmnælu sem er í raun tölvuskjár og birtir myndir að eigin vali úr tölvunni, gamaldags kassettutæki með USB-tengi sem gerir þér kleift að koma efni af gömlu kassettunum yfir á tölvuna og margt fleira. Þó að Jón Axel noti græjurnar ekki allar dags daglega er hann stoltur af safninu sínu. „Það getur alltaf verið gott að eiga kassann með græjunum. Maður veit aldrei hvenær þetta gæti komið í góðar þarfir.“ Þegar Jón Axel er spurður hvað sé á óskalistanum á næstunni segir hann: „Ég er búinn að biðja Maríu að gefa mér vararafstöð í jólagjöf. Það stendur reyndar eitthvað að- eins í henni en ég ætla sannarlega ekki að missa vonina. Svo get ég sagt frá því að ég sá auglýsingu á bílalyftum og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég meina, það er eitt- hvað ótrúlega notalegt við tilhugs- unina um að eiga slíkt tæki.“ Krist- ín Sif er ekki hrifin af söfnunaráráttu vinnufélagans og hlustendur K100 heyra hana oft fussa og sveia yfir tækjunum sem hann fjárfestir í. „Konurnar í kring- um mig eiga einkennilega erfitt með að skilja hvað ég fæ út úr þessu, en karlmennirnir skilja mig flestir fullkomlega. Ásgeir Páll fjár- festi um daginn í lítilli græju sem hjálpar þér að komast í sokkana án þess að beygja þig. Ég verð reynd- ar að viðurkenna að mér fannst sú græja ekkert sérstaklega töff, en ég lét samt alveg vera að tuða í honum yfir því.“ Græjurnar gera einfaldlega lífið skemmtilegra og það er fátt sem toppar tilfinninguna sem myndast þegar maður er að bíða eftir skemmtilegri græju frá útlöndum,“ segir Jón Axel um leið og hann sest niður við tölvuna til að panta bananaskerann sem sneiðir bananann niður í margar jafnstórar sneiðar. Þeir sem vilja fylgjast með áframhaldinu á söfnunaráráttu Jóns Axels ættu að hlusta á Ísland vakn- ar alla virka morgna frá 6-9. Ótrúlegt magn af græjum Úr dagbók Ísland vaknar á K100: Jón Axel Ólafsson dagskrárgerðarmaður hef- ur unun af sniðugum tækninýjungum og pantar reglulega eitthvað skemmti- legt af netinu. Skytturnar þrjár Morgunteymið í Ís- land vaknar á K100. Halloween eða hrekkjavaka hefur sótt í sig veðrið á Íslandi síðustu ár og er óhætt að segja að þessi banda- ríska hefð sé komin til að vera hér á landi. Það er Greta Salóme sem stendur fyrir tónleikasýningunni en sýningin er framleidd af fyrirtæki hennar, Forte. „Við ætlum að bjóða upp á lög eins og Zombie, Highway to Hell, Thunderstruck og fleira sem hægt er að tengja við hrekkjavökuna,“ segir Greta sem hefur fengið einvala lið listamanna til liðs við sig. „Í ár koma fram Birgitta Haukdal, Magni, Stebbi Jak., Dagur Sigurðs- son og Ólafur Egils. Þar fyrir utan eru hljómsveit, bakraddir og Karla- kór Fóstbræðra auk Leikfélagsins Hugleiks,“ segir Greta og bætir við að öllu verði tjaldað til svo sýningin verði sem glæsilegust. Hrekkja- vökudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, 31. október, en sýning- arnar verða núna um helgina. „Við verðum með tvær sýningar í Há- skólabíói núna um helgina, 26. og 27. október, auk þess sem við ætlum að prófa að fara með sýninguna norður til Akureyrar í ár og þar ætlum við að sýna í Hofi 3. október,“ segir Greta full tilhlökkunar en það var mikið fjör á sýningunum í fyrra. „Stemningin í fyrra var ólýsanleg og stóðu gestir upp eftir hlé og öskruðu og sungu með,“ segir Greta bros- andi. Halloween Horror Show er í sam- starfi við K100 sem hefur séð til þess að veglegir vinningar verði í boði fyrir bestu búninga tónleikagesta. „Við hvetjum því alla til að klæða sig upp í tilefni dagsins og freista þess að fá veglega vinninga í boði K100,“ segir Greta en ekkert verður til sparað að gera gervi þeirra sem koma fram á sýningunni sem hrylli- legust. „Þetta verður megapartí því á undan tónleikunum ætlum við að slá upp sérstöku fyrirpartíi í anddyri Háskólabíós og Hofs þar sem séð verður til þess að allir tónleikagestir séu hitaðir upp fyrir sýninguna. Fyrirpartíið hefst kl. 19:30 og stend- ur í um hálftíma,“ bætir Greta við. Hryllingur í Háskólabíói Halloween Horror Show var haldið í fyrsta sinn í fyrra í Háskólabíói fyrir þremur stútfullum sölum. Tónleikasýningin sló heldur betur í gegn og var í raun fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hryllilegur Einn þeirra listamanna sem koma fram í ár er Stebbi Jak. Hér er hann í hlutverki sínu í fyrra. Horn og hali Greta Salóme í hlutverki sínu á Hallo- ween Horror Show í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.