Morgunblaðið - 25.10.2018, Page 69
2018
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2018
AF BÓKMENNTUM
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 2018 eru verk sjö
kvenna og sex karla. Af Íslands hálfu
eru tilnefndar ljóðabókin Ljóð muna
rödd eftir Sigurð Pálsson og skáld-
sagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Einnig eru tilnefndar ljóðabækurnar
Ontto harmaa eftir Olli-Pekka Tenn-
ilä, Tapeshavet eftir Gunnar D.
Hansson og Gudahøvd eftir Jóanes
Nielsen, smásagnsöfnin Velsignelser
eftir Caroline Albertine Minor og
Jeg har ennå ikke sett verden eftir
Roskvu Koritzinsky og smáprósa-
safnið God morgon eftir Susanne
Ringell. Fjallað er um þessar bækur
hér, en á morgun verður sagt frá
skáldsögunum.
Olli-Pekka Tennilä –
Ontto harmaa
Ontto harmaa, „Holur grár“, er
þriðja ljóðabók finnska ljóðskáldsins
Olli-Pekka Tennilä, en hann fékk
Runeberg-
verðlaunin, helstu
bókmenntaverð-
laun Finna, fyrir
aðra ljóðabók
sína.
Ljóðin í Holur
grár líkjast helst
knöppum setn-
ingabrotum, eins
og skáldið sé að
hugsa á blaðið, rekja sig áfram eftir
hughrifum og hugmyndum, vitnar í
heimspeki, náttúruvísindi, málvís-
indi, en missir aldrei sjónar á bók-
stafnum O. Tennilä snýr líka út úr
hugsunum, leikur sér með merking-
ar og ekki vantar gamansemina:
„Hvað á maður að kalla gatið sem
umlykur allt?“
Susanne Ringell – God morgon
God morgon segir sögu tveggja
para, annars vegar er norrænt par,
skáldkona og eiginmaður hennar,
sem ferðast suður
á bóginn á vet-
urna til að skrifa.
Hitt parið er
franskt, Claire og
Pascal, fyrrver-
andi sambýlis-
maður hennar,
sem hefur ekki
gefið hana upp á
bátinn. Frásögin
fer frá einu pari til annars í tíu texta-
brotum, sögubrotum.
God Morgon er fimmtánda bók
Susanne Ringell
Jóanes Nielsen – Gudahøvd
Gudahøvd er tíunda ljóðabók fær-
eyska rithöfundarins Jóanes Niel-
sens, en hann hefur einnig gefið út
leikrit og skáld-
sögur, meðal ann-
ars bókina Glans-
myndasafnararnir
sem kom út á ís-
lensku fyrir fimm
árum.
Í Gudahøvd
yrkir Nielsen um
hversdagsleikann,
hráan og harka-
legan. Ljóðmælandinn er miðaldra,
þreyttur og stirður og leiður á að
þurfa sífellt að vera að vakna á nótt-
unni til að pissa. Já, og svo gefa yrk-
ingar ekkert af sér: „Ljóð verða til
aftan á kvittunum / ekki tala um sál /
það gera þeir sem fá laun inn á
bankareikning i hverjum mánuði / og
sauma út guðsorð á koddaver.“
Caroline Albertine Minor –
Velsignelser
Velsignelser, Blessanir, er önnur
bók dönsku skáldkonunnar Caroline
Albertine Minor.
Í bókinni eru
sjö smásögur sem
fjalla um missi,
efa og forboðna
vitneskju. Í fyrstu
sögunni vaknar
Helena við sím-
hringingu og
Neta, eiginkona
föður hennar, vill að hún komi að
sjúkrabeði hans, þótt Helena hafi
ekki séð hann í áratug og þekki í
raun ekki lengur. Faðirinn deyr og
sorgin verður til þess að líf Helenu
tekur nýja og óvænta stefnu. Svo er
það og með fleiri sögur í bókinni;
sorg, á stundum nánast óbærileg,
verður til þess að fólk finnur nýjar
leiðir
Roskva Koritzinsky – Jeg har
ennå ikke sett verden
Norski rithöfundurinn Roskva
Koritzinsky sendi frá sér fyrstu bók-
ina 2013, smásagnasafnið Her inne
et sted. Þeirri bók
var vel tekið, var
tilnefnd til fjölda
verðlauna og fékk
ein verðlaun sem
besta frumraun
ársins. Jeg har
ennå ikke sett
verden er þriðja
bók hennar, lítil
og nett og lætur
ekki mikið yfir sér, sögurnar stuttar
en innihaldsríkar.
Segja má að sögurnar snúist allar
um ást, eða kannski um fólk sem
elskar, er elskað eða getur ekki elsk-
að, kann það ekki eins og söguper-
sóna fyrstu sögunnar til að mynda,
en allar eiga þær það sameiginlegt
að vera utanveltu á tilfinningasvið-
inu, passa ekki inn í samfélagsnorm,
allar eru þær ekki eins og fólk er
flest og undirstrika um leið að það
eru fæstir. Listavel skrifað.
Gunnar D. Hansson –
Tapeshavet
Fyrir átta þúsund árum eða svo
mátti ganga þurrum fótum yfir
Kattegat og Skagerak. Þetta for-
sögulega og
sokkna landsvæði
kalla menn Tap-
eshavet eftir sam-
lokunni Tapes de-
cussata, sem
Linneaus nefndi
svo, og ljóðabók
Gunnars D.
Hanssons hefur
nafn sitt af því. Í
bókinni blandar hann meðal annars
saman ljóðum, bókmenntatilvís-
unum, fróðleik úr sjávarlíffræði,
jarðfræði, fornleifafræði og sagn-
fræði og lýkur henni svo með dagbók
sinni.
Gunnar D. Hansson fæddist 1945
og sendi frá sér fyrstu ljóðabókina
1979. Hann vakti mikla athygli í Sví-
þjóð fyrir ljóðaþríleikinn Olunn
(1989), Lunnebok (1991) og Ide-
gransöarna (1994), sem fjallaði um
lífríki hafsins og náttúruvernd.
Fram og aftur í tíma
Olli-Pekka Tennilä Susanne Ringell
Jóanes Nielsen Caroline Albertine Minor
Roskva Koritzinsky Gunnar D. Hansson
Verðlaun Norðurlandaráðs afhent á þriðjudag
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn
Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn
Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn
Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s
Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 14:00 Auka
Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 3/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Mið 14/11 kl. 19:30 Frums Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00
Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Fjallkonan fríð (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 3/11 kl. 20:00 Frum Lau 10/11 kl. 20:00 3.sýn
Sun 4/11 kl. 20:00 2.sýn Sun 11/11 kl. 17:00 4.sýn
Fjallkonan skoðuð á fullveldisafmæli
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 11/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Fim 15/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s
Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 10/11 kl. 20:00 19. s
Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 17/11 kl. 20:00 20. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Lau 27/10 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 27/10 kl. 20:00
Sing-a-long
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s
Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s
Sýningum lýkur í nóvember.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is