Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 25.10.2018, Qupperneq 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 SPIN loftljós. Hvítt eða grátt. Ø30 x H30 cm. 12.995 kr. SPIN loftljós. Hvítt eða grátt. Ø30 x H45 cm. 14.995 kr. SPIN loftljós. Hvítt eða grátt. Ø45 x H30 cm. 19.995 kr. NÝJAR VÖRUR Bíó Paradís, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna húsið og danska menningarmálaráðuneytið efna til málþings og kvikmynda- sýninga 25.-27. október og verður opnunarmynd kvikmyndadagskrár- innar danska myndin Den skyldige, þ.e. Hinn seki. Hún verður sýnd í kvöld kl. 20 og aðalleikari myndar- innar, Jacob Cedergren, verður viðstaddur sýninguna. Cedergren viðstaddur sýningu á Hinum seka FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 298. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson hefur átt frábært ár með norska liðinu Aalesund þar sem hann hefur skorað sextán mörk í 25 leikjum og á góða möguleika á að fara með liðinu upp í úrvalsdeild. Hann hefur hinsvegar fimm sinnum á ferlinum fengið heilahristing vegna höfuðhögga en Hólmbert er aðeins 25 ára gamall. »1 Fimm sinnum fengið heilahristing ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Söngkonan og gítarleikarinn Bryn- hildur Oddsdóttir kemur fram í tón- leikaröðinni Freyjujazz í Listasafni Íslands í dag kl. 17.15. Brynhildur hlaut Gullnöglina í ár, gítarverðlaun sem veitt eru í tengslum við gítarhátíð Björns Thoroddsen, fyrir áræði, kjark og þor í tónlistarsköpun sinni og í dag mun hún leika djass úr ýmsum áttum ásamt Söru Mjöll Magnúsdóttur píanista og Birgi Bragasyni kontrabassa- leikara. Aðgangseyrir er 1.800 krónur. Brynhildur leikur djass úr ýmsum áttum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ef allir kynnu að dansa þá væri ég atvinnulaus. Það þarf stundum að minna fólk á það, en ég sérhæfi mig í að kenna fólki að dansa sem segist vera taktlaust og stíft,“ segir Margrét Erla Maack í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til vinsæls dansnámskeiðs sem haldið er í Kramhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík, en námskeiðið er kennt við söngkonuna Beyoncé og er það sérstaklega sniðið að karlmönnum. „Fyrsti karlahópurinn til að fá kennslu hjá mér var þýska hand- boltalandsliðið og þá var Dagur [Sig- urðsson] þjálfari. Í framhaldi af því fór ég að fá inn steggjapartíin og fljótlega eftir það fóru að berast ósk- ir um sex vikna námskeið fyrir karla,“ segir Margrét Erla spurð um upphaf Beyoncé-dansnámskeiðsins, en þess má geta að þýska handbolta- landsliðið er ekki eina liðið sem sótt hefur tíma hjá Margréti Erlu. Þann- ig hefur, líkt og sést á myndinni hér að ofan, austurríska handboltaliðið West Wien, sem er undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar, einnig liðkað sig með nokkrum hressilegum Beyoncé-danstöktum. Feðgar saman á grínkvöldi Margrét Erla segir nú þegar búið að halda eitt sex vikna Beyoncé- námskeið og það hafi verið „geggj- að“. Næsta dansnámskeið hefst á þriðjudag klukkan 19. Aðspurð segir Margrét Erla dans- námskeiðið henta í raun öllum körl- um og skipti þá engu hvort menn séu fimir dansarar eða sófakartöflur. „Strákarnir sem ég hef fengið til mín hafa verið hreint út sagt frábær- ir og allir komu þeir á sínum eigin forsendum. Sumir vildu læra marga takta og vera rosalega góðir dans- arar en aðrir vildu bara liðka sig að- eins,“ segir Margrét Erla og heldur áfram: „Ég var til að mynda með feðga á seinasta námskeiði. Pabbinn var að mig minnir 51 árs og strák- arnir þrír á mínum aldri. Og þeir komu nú bara á námskeiðið til að skemmta sér og eiga saman grín- kvöld einu sinni í viku. Svo hef ég líka fengið til mín nokkra sem vildu bara læra nokkur góð partíspor. Það er því allur gangur á þessu.“ Stór og kraftmikil dansspor – En hvað einkennir eiginlega Beyoncé-dansinn? „Ég myndi segja hann einkennast af miklu „swag“. Það er mikið um mjaðmahreyfingar og margir dansar Beyoncé sækja innblástur í afró. Danssporin eru ágeng, stór og kraft- mikil – sum þeirra eru hröð en ég reyni að sníða kennsluna að hópnum sem ég er með hverju sinni,“ segir Margrét Erla. Þá er þeim sem áhuga hafa á að skrá sig á Beyoncé-dansnámskeið bent á að nálgast frekari upplýs- ingar á heimasíðu Kramhússins. Beyoncé Margrét Erla með austurríska handboltaliðið West Wien sem vildi liðka sig í þjálfunarbúðum á Íslandi. Kennir strákum að dansa eins og Beyoncé  Margrét Erla Maack með sex vikna dansnámskeið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.