Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Veður víða um heim 30.10., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Akureyri 0 skýjað Nuuk -6 heiðskírt Þórshöfn 7 rigning Ósló 2 rigning Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 7 skúrir Helsinki 3 alskýjað Lúxemborg 5 rigning Brussel 8 rigning Dublin 8 skýjað Glasgow 8 rigning London 8 skýjað París 10 skýjað Amsterdam 4 súld Hamborg 9 léttskýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 16 heiðskírt Moskva 0 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 rigning Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 16 rigning Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 5 skýjað Montreal 3 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 12 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt  31. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:09 17:15 ÍSAFJÖRÐUR 9:26 17:08 SIGLUFJÖRÐUR 9:09 16:51 DJÚPIVOGUR 8:41 16:42 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Norðan og norðvestan 5-13 m/s og slydda eða snjókoma N-lands, en hægari S-til. Á föstudag Vaxandi norðlæg átt með éljum fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnandi veður. Norðaustlæg átt, víða 5-13 m/s, en hvassviðri með SA-ströndinni. Lítilsháttar rigning eða snjó- koma, en úrkomulítið vestantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum, hlýjast sunnantil. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fólk vill einfaldlega að athöfnin og veitingar í henni endurspegli líf sitt,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. Á fræðslufundi Útfararstofu kirkjugarðanna, sem haldinn var síðdegis í gær, kom fram að útfarir og erfidrykkjur hafa tekið nokkrum breytingum hér á landi síðustu ár. Segir Elín að æ fleiri komi á fund starfsmanna stofunnar og láti skrá sinn hinsta vilja. Óskirnar verði sí- fellt fjölbreyttari. „Það er algengt að fólk hringi til okkar og segi: „Ég er með mjög skrítna spurningu.“ Við svörum jafnan að við séum öllu vön og reynslan væri að skrítnar spurning- ar væru spurningar sem margir spyrðu,“ segir Elín. Dæmi um spurningar sem borist hafa eru: Má ég hafa hundinn minn með mér? Er til svört kista? Hvað kostar útför? Hvað þarf ég að eiga mikið inni á bankabókinni minni? Má konan mín geyma duftkerið mitt heima í stofu, þar til hún fer? Má ég hafa með mér Arsenalrúmfötin mín? „Auðvitað fer þetta svolítið eftir aldri. Útfarir eru mismunandi eftir því hvort viðkom- andi var tvítugur eða níræður. En það er staðreynd að sumir kjósa frekar að boðið sé upp á kampavín heldur en rjóma- tertur. Þá er lagt meira í sálma- skrárnar heldur en var. Það er líka sérstakt að við Íslendingar leggjum mikið upp úr tónlistinni við útfarir. Hver útför er eins og tón- leikar, það tíðkast ekki í nágranna- löndunum. Reyndar erum við sér á báti hvað útfarir varðar því hér sækja að meðaltali 150-200 manns hverja útför en í Stokkhólmi eru þetta sjaldnast fleiri en 25 manns. Útfarir þar eru eins og kistulagn- ingar hér, aðeins þeir nánustu eru viðstaddir. Við höfum mikla sér- stöðu hvað útfarir varðar. Prestar leggja meira í minningarorð og meira er lagt í tónlistina.“ Elín segir að athyglisvert sé að bálförum fjölgi sífellt hér á landi. Nú eru yfir 50% allra útfara á höf- uðborgarsvæðinu bálfarir og nálg- umst við þar með nágrannalöndin þar sem vart þekkist annað en bál- farir í borgum. Þá vekur nokkra athygli að mikil fjölgun er á útförum sem fara fram í kyrrþey. Voru þær 2% allra útfara á landinu árið 2010 en hlutfallið var komið upp í 12% í fyrra. „Þetta er gríðarleg aukning og merkileg þró- un. Við spyrjum okkur hvort þetta sé hógværð eða ótti við að erfi- drykkjan reynist dýr fyrir ástvini. Oft er það kannski hvort tveggja.“ „Má ég hafa hundinn minn með mér?“  Fjölbreyttari útfarir og erfidrykkjur en áður  Sumir vilja kveðja með kampavíni í stað rjómatertna  Sífellt fleiri láta skrá sinn hinsta vilja  Útförum í kyrrþey fjölgar mikið  Bálförum fjölgar einnig Óskir Íslendinga um eigin útför H ei m ild : Ú tf ar ar st of a ki rk ju ga rð an na 75% vilja bálför 70% vilja að útförin fari fram í tiltekinni kirkju 36% vilja að útförin fari fram í kyrrþey 2% allra útfara á Íslandi fóru fram í kyrrþey árið 2010 Yfir 50% útfara á höfuð- borgarsvæðinu eru bálfarir 12% árið 2017 35% vilja íslenska fánann yfir kistu sína 20% vilja ekki að kista þeirra verði borin út úr kirkjunni 66% vilja hvíla í eigin fötum Elín Sigrún Jónsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er alveg ljóst að þetta var neyðarúrræði, þessi niðurstaða stjórnar Brynju. Þetta er ekki gert nema af því að það var engin önnur leið fær. En þetta er sorgleg nið- urstaða og harmafregn fyrir gríð- arlegan fjölda fólks,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Tilkynnt var í byrjun vikunnar á vef Brynju, hússjóðs öryrkja, að vegna gríðarlegrar fjölgunar um- sókna væri nú lokað fyrir nýjar umsóknir. Greint var frá því að 600 umsækjendur væru á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað væri að nýjar umsóknir yrðu afgreiddar á næstu árum. Brynja hefur um 800 íbúðir á sínum snærum og afgreið- ir allt að 50 manns á ári hverju. Biðlistinn hefur þrefaldast á und- anförnum fjórum árum. „Með mót- töku nýrra umsókna væri einungis verið að viðhalda óraunhæfum væntingum og beina athygli frá því neyðarástandi sem uppi er í hús- næðismálum öryrkja,“ sagði á vef Brynju. Garðar Sverrisson, stjórn- arformaður Brynju, upplýsti í fréttum RÚV að það tæki upp und- ir tíu ár ef það ætti að greiða úr vanda allra. Þuríður Harpa segir í samtali við Morgunblað- ið að vandi hús- sjóðsins hafi ver- ið til staðar árum saman en nú sé nóg komið. „Ég myndi telja að ríki og sveit- arfélög ættu nú að setjast niður og hugsa alvar- lega um það hvernig þau ætla að lagfæra þessa hluti. Þessir stofnstyrkir til bygg- ingar húsnæðis eru til dæmis þannig úr garði gerðir að þeir nýt- ast ekki til bygginga fyrir fólk sem notast við hjólastóla.“ Öryrkjar geta ekki leigt á almennum markaði Þegar Þuríður er spurð hvaða úrræði bjóðist öryrkjum sem ekki komist að hjá Brynju er hún fljót til svars: „Engin önnur en fé- lagslegt húsnæði. Öryrkjar eru ekki það fólk sem hefur efni á að leigja á almennum markaði í dag. Þetta setur bara meiri pressu á sveitarfélögin varðandi félagslegt húsnæði. Ef þetta fólk kemst ekki að þar er það bara í vondum mál- um. Ég ætla að vona að leyst verði úr þessu svo við sjáum ekki fram á tjaldbúðir öryrkja á opnum svæð- um borgarinnar og sveitarfélaga.“ „Setur pressu á sveitarfélögin“  Húsnæðismál öryrkja í ólestri Þuríður Harpa Sigurðardóttir Íslendingar vinna lengri vinnuviku en flestir aðrir og er starfsævi Íslend- inga sú lengsta í Evrópu. Íslenskir karlar eru t.d. rúmum áratug eða að jafnaði ellefu árum lengur á vinnu- markaði en karlar í ESB að meðaltali og íslenskar konur tæplega tólf árum lengur en kynsystur þeirra í aðildar- löndum Evrópusambandsins. Á þetta er bent í umfjöllun í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR. Fram kemur að vinnuvikan er um fimm tímum lengri á Íslandi en á hin- um löndunum á Norðurlöndum og er þá átt við hefðbundinn vinnutíma sem er án neysluhléa og án tíma sem varið er í keyrslu til og frá vinnu. Jafnframt er í Efnahagsyfirliti VR lagt mat á hvað hver einstaklingur má búast við að verja mörgum árum ævi sinnar í vinnu. Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega starfandi hér á landi ,,Flestir Íslendingar byrja að vinna á sumrin sem unglingar og margir vinna með skóla. Þá er einnig þekkt að Íslendingar halda margir áfram að vinna eftir að taka lífeyris hefst. Sam- kvæmt tölum Hagstofu Evrópusam- bandsins er yfir þriðjungur ellilífeyr- isþega starfandi á Íslandi. Tæpur helmingur segist halda áfram að vinna til að hafa nægar tekjur en um 40% segjast halda áfram að vinna vegna ánægju í starfi, segir í umfjöll- un VR. Þetta þýðir að því er fram kemur í greininni að hvergi í Evrópu vinnur fólk jafn stóran hluta ævinnar og á Ís- landi. „Íslenskir karlar eru 10,5 árum lengur í vinnu en karlar í Evrópusam- bandslöndum að meðaltali. Þá er starfsævi íslenskra karla um átta ár- um lengri en karla í hinum löndunum á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru tæplega 12 árum lengur á vinnu- markaði en konur í Evrópusam- bandslöndum. Í samanburði við hin löndin á Norðurlöndum eru íslenskar konur tæplega sjö árum lengur á vinnumarkaði en konur á hinum lönd- unum á Norðurlöndum,“ segir þar einnig. Bent er á að vænt starfsævi ís- lenskra karla er 48,8 ár. Það veki at- hygli að íslenskar konur eyða fleiri árum ævi sinnar í vinnu, eða 45,2 ár- um, en þeir karlar sem vinna lengst að íslenskum karlmönnum undan- skildum. „Karlar frá Sviss eru á vinnumarkaði 44,9 ár að meðaltali og raðast beint á eftir íslenskum körlum, og á eftir íslenskum konum.“ omfr@mbl.is Starfsævin 11 árum lengri  Íslenskar konur eru tæplega sjö árum lengur á vinnu- markaði en konur á hinum löndunum á Norðurlöndum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við störf Íslenskir karlar eru að jafnaði 48,8 ár á vinnumarkaði og eru 10,5 árum lengur í vinnu en karlar í ESB-löndum skv. Efnahagsyfirliti VR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.