Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 36
Fljúgðu til Akureyrar á Kabarett Menningarfélag Akureyrar og Air Iceland Connect kynna Kabarett í Samkomuhúsinu. Bókaðu flug norður á Kabarett. airicelandconnect.is Kornið nefnist kammerópera eftir Birgit Djupedal sem flutt verður á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15 í samstarfi við Óperudaga í Reykja- vík. Tónleikarnir eru hluti af há- degistónleikaröð söngbrautar tónlistardeildar Listaháskóla Ís- lands. Birgit Djupedal útskrifaðist úr meistaranámi í tónsmíðum frá LHÍ í vor. Aðgangur er ókeypis. Kammeróperan Kornið flutt á Kjarvalsstöðum MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sumarið 2016 lék fótboltalífið við Hauk Heiðar Hauksson. Þessi ey- firski hægri bakvörður fór með ís- lenska landsliðinu á fyrsta stórmót þess, EM í Frakklandi, og virtist hinn augljósi næsti kostur á eftir Birki Má Sævarssyni í sinni stöðu. Þá lék hann líka alla leiki með einu besta og sögufrægasta liði Norðurlanda, AIK í Svíþjóð. Staðan hjá honum hefur breyst talsvert síðan. »1 Breytt staða hjá Hauki Heiðari Haukssyni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Um leið og flautað var til leiksloka í Graz á sunnudagskvöldið fór mað- ur að spá í næsta leik gegn KA í deildinni heima. Meðan maður hef- ur gaman af því sem maður er að gera og sér árangur af starfinu er engin ástæða til þess að kvarta þótt álagið sé talsvert,“ segir Pat- rekur Jóhannesson, þjálfari karla- landsliðs Austurríkis og toppliðs Olís- deildarinnar, Sel- foss. »4 Engin ástæða til að kvarta undan álagi Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Vatn hefur ofsalega góð áhrif á okkur. Maður sér það að fólk sem fer í laugarnar og heitu pottana upp- lifir sig endurnært eftir á. Ég vil meina að sundlaugarnar sem við bú- um að séu algjörar heilsulindir, sí- fellt fleiri eru að uppgötva hvað sundið gerir fyrir okkur,“ segir Brynjólfur Björnsson sundkennari. Ná betri tökum á skriðsundinu Brynjólfur kennir á skriðsunds- námskeiði einu sinni í viku í Breið- holtslaug, þar sem hann hjálpar áhugasömum sundmönnum að ná betri tökum á skriðsundinu. Flestir nemendanna eru yfir 40 ára gamlir en sá elsti er 85 ára, sem leiðir í ljós breidd hópsins. Algengt er að sund- fólk hafi ekki náð fullum tökum á skriðsundi og komi á námskeiðið til að skerpa kunnáttuna í því, að sögn Brynjólfs. Að auki heldur hann sundæfingar fyrir ósynda, en hann telur þann hóp vera mun stærri en margur geri sér grein fyrir. „Með því að synda með öllum að- ferðum virkjum við nánast alla vöðva, sem felur í sér meira álag á liði en önnur líkamsrækt veldur, en þetta er skemmtileg hreyfing. Við höfum alltaf verið sundþjóð og full- orðnir eru farnir að synda skriðsund í mjög auknum mæli. Svo eru margir að æfa þríþraut og koma á sundnámskeið til að æfa sig í þeim þætti. Þetta er skemmtileg hreyfing. Hreyfing í vatninu mýkir liði og það styrkir vöðvana að synda, kemur blóðinu á hreyfingu.“ Skriðsund er algengasta keppnis- greinin í sundi og jafnframt það sund sem synt er hraðast, þó reynir það ekki eins mikið á mjaðma- og hnjáliði og bringusund. Hreyfingin er það sem Brynjólfi finnst mestu máli skipta í sundinu en hann hefur stundað sund síðan hann var ungur. Hann heldur úti vefsíðunni syndasel- ur.com þar sem nálgast má frekari upplýsingar. Sundið er gott fyrir líkama og sál Hreyfingin sem felst í sundiðkun er ekki einungis góð heldur hefur vatnið sér í lagi góð áhrif á andlegu og líkamlegu hliðina. Heitu pottarnir og eimbaðið eru vinsælir slökunar- staðir, en ekki síður köldu pottarnir. Fleiri eru farnir að stunda köld böð vegna verkjastillandi áhrifa þeirra. Sundmenningin á Íslandi er engu lík, að sögn Brynjólfs: „Sundmenningin er óvíða eins og hún er á Íslandi. Heitu laugarnar og skólasundskyldan þekkist ekki jafn vel erlendis, og sama á við um þann langa tíma sem opið er fyrir almenn- ing. Mér líður mjög vel í vatninu, syndi daglega og fer í kalda og heita potta.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Syndaselur Brynjólfur hefur stundað sund síðan hann var ungur. Hann heldur úti vefsíðunni syndaselur.com Sundlaugarnar á Íslandi „algjörar heilsulindir“  Skriðsundsnámskeiðið vinsælt  Elsti nemandinn 85 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.