Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
land mun gegna formennsku í
nefndinni á næsta ári.
Í formennskuáætlun Íslands er
megináhersla lögð á þrjú lykilatriði
sem lúta að ungu fólki, sjálfbærri
ferðamennsku og málefnum hafsins,
með sérstakri áherslu á bláa lífhag-
kerfið. Jafnrétti kynjanna, hug-
myndafræði sjálfbærrar þróunar og
stafræn væðing fléttast jafnframt
inn í formennskuverkefnin auk
heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna.
Norrænt samstarf á sviði velferð-
armála og umhverfismála, samstarf
um bætt nýsköpunarumhverfi fyr-
irtækja og aukinn hreyfanleiki innan
Norðurlandanna verða einnig
áhersluatriði formennsku Íslands og
ræddi forsætisráðherra sérstaklega
um nauðsyn þverfaglegs samstarfs
milli Norðurlandanna á sviði velferð-
armála, þar sem nýjar áskoranir
blasi við hinu norræna velferðar-
módeli.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
starfsráðherra Norðurlandanna,
fundaði með norrænu samstarfs-
ráðherrunum í gærmorgun þar sem
ákveðið var að halda áfram og bæta
norrænt samstarf. Í dag fundar
hann með forsætisnefnd Norður-
landaráðs.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Útganga Bretlands úr Evrópusam-
bandinu var efst á baugi á tvíhliða
fundi Katrínar Jakobsdóttur for-
sætisráðherra og Theresu May, for-
sætisráðherra Bretlands, á þingi
Norðurlandaráðs í Ósló í gær.
„Það var sérstakt fagnaðarefni að
það var skýr vilji hjá May, og mér
líka, að óháð því hvaða lausn finnst á
Brexit þá verða réttindi borgara
okkar ríkja tryggð. Þau verða
óbreytt hvort sem það eru Íslend-
ingar búsettir í Bretlandi eða Bretar
á Íslandi,“ sagði Katrín í samtali við
Morgunblaðið að fundi loknum síð-
degis í gær. Sagði hún að samningur
yrði gerður þar að lútandi óháð því
hvernig útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu verður háttað.
Katrín segist hafa gert May grein
fyrir að Íslendingar hafi fylgst mjög
náið með útgöngu Breta úr Evrópu-
sambandinu og Íslendingar séu und-
ir það búnir enda skipti það Ísland
miklu máli að halda góðum sam-
skiptum við Breta enda sé Bretland
mikilvægt viðskiptaland Íslands og
sterk pólitísk tengsl milli ríkjanna
tveggja.
„Það hafa ýmsir verið að ræða
hvort Bretar komi inn í EFTA eða
verði aðili að EES. Mér fannst hún
ekki gefa þeirri hugmynd undir fót-
inn,“ sagði Katrín. „[May] talaði
meira um að þau væru að stefna að
tvíhliða samningum,“ segir Katrín
en hún átti sömuleiðis tvíhliða fundi
með Ernu Solberg, forsætisráðherra
Noregs, og Juha Sipilä, forsætisráð-
herra Finlands, í gær þar sem mál-
efni hafsins og Norðurskautsráðið
bar á góma ásamt málum tengdum
Brexit, Evrópusambandinu og EES-
samningnum.
Ísland tekur við
formennskunni
May var stödd í Noregi vegna
málþingsins Northern Future For-
um (NFF) þar sem forsætisráð-
herrar Norðurlandanna, Eystra-
saltsríkjanna og Bretlands eiga sæti
en fulltrúar frá atvinnulífi og há-
skólasamfélagi landanna níu voru
einnig viðstaddir málþingið. Þetta er
í sjötta sinn sem boðað er til funda
undir merkjum NFF.
Að loknu NFF var Norður-
landaráðsþing sett, en þar kynnti
Katrín formennskuáætlun Íslands í
Norrænu ráðherranefndinni en Ís-
Ljósmynd/Johannes Jansson
Norðurlandaráðsþing Forsætisráðherra kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi í gær.
Réttindi Íslendinga og Bret-
lands tryggð í báðum ríkjum
Katrín Jakobsdóttir og Theresa May ræddu samskipti ríkjanna eftir Brexit
Ljósmynd af vefsíðu forsætisráðuneytisins
Forsætisráðherrar Katrín Jakobsdóttir og Theresa May áttu fund í Ósló í
gær. Katrín gerði May grein fyrir mikilvægi góðra milliríkjasamskipta.
„Ef menn eru að kaupa fyrirtæki í
skuldsettum yfirtökum, og ætla sér
síðan að blóðmjólka þau í framhald-
inu til að greiða kaupverðið – það er
eitthvað sem ég get ekki séð að við í
lífeyrissjóðunum munum sætta okk-
ur við,“ segir Sverrir Mar Alberts-
son, framkvæmdastjóri Afls starfs-
greinafélags, í samtali við 200 mílur
á mbl.is en félagið greindi í gær frá
því að 11 starfsmönnum Granda hf. í
frystihúsi félagsins á Vopnafirði
hefði verið sagt upp störfum. Áður
hefði þremur starfsmönnum verið
sagt upp og loks eru tveir starfs-
menn sagðir vera að hætta af öðrum
ástæðum og verður ekki ráðið í stað
þeirra.
Sverrir Mar segir að þeir sem sitji
í stjórnum lífeyrissjóða fyrir verka-
lýðsfélögin eigi að beita sér harðar
fyrir því að fyrirtæki og stjórnendur
þeirra axli meiri ábyrgð.
„Við munum beita okkur innan
stjórna lífeyrissjóðanna fyrir að
setja auknar kröfur á fyrirtækin um
að þau axli samfélagslega ábyrgð,“
segir Sverrir. Hann bendir á að hann
sitji í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa.
Þar muni hann taka málið upp.
Í frétt á vef Afls kom eftirfarandi
fram í gærkvöldi: „Stjórnendur hjá
HB Granda höfðu samband við AFL
undir kvöld og mótmæltu því að ver-
ið væri að stöðva uppbyggingu
frystihússins á Vopnafirði en sögðu
að unnið væri að breytingum á fyr-
irkomulagi á vinnslu á bolfiski og
rekstri hússins á milli uppsjávarver-
tíða.“
Ellefu sagt upp
Breytingar hjá HB Granda á Vopna-
firði Afl vill beita sér í lífeyrissjóðum
Ekki er gert ráð fyrir heilbrigðis-
þjónustu utan ríkisstofnana í drög-
um að nýrri heilbrigðisstefnu til
ársins 2030. Heilbrigðisráðherra
hefur boðað til heilbrigðisþings á
Grand hóteli á föstudaginn þar sem
drögin verða kynnt og rædd. Sér-
fræðilæknar fengu kynningu á
drögunum á fundi í síðustu viku.
„Þeir sem starfa á sjálfstæðum
stofum og sinna þriðjungi heilbrigð-
isþjónustunnar fyrir sex til sjö pró-
sent rekstrarfjár hennar eru ekki
spurðir álits. Við búum í heimi þar
sem spítalaþjónusta minnkar stöð-
ugt og færist yfir á göngudeildir,
dagdeildir og stofur lækna. Það
skýtur skökku við að synda á móti
straumnum og fara í öfuga átt,“
segir Ragnar Freyr Ingvarsson
sem starfar bæði hjá hinu opinbera
og sjálfsætt, annars vegar sem
læknir á bráðalyflækningadeild
Landspítalans og hinsvegar sem
sérfræðilæknir á sviði gigtlækninga
hjá Klíníkinni.
Leggja þjónustuna niður?
„Síðustu misseri hefur þjónusta
sjálfstætt starfandi verið færð yfir
til hins opinbera,“ segir Ragnar.
„Til dæmis Karitas sem sinnti deyj-
andi krabbameinssjúklingum í
heimahúsi fyrir ótrúlega lítið fé var
færð á hendur hins opinbera og
samningnum sagt upp. Það stefnir í
að það verði meira af þessu, ódýrum
úrræðum fórnað á altari opinberrar
heilbrigðisþjónustu sem gjarnan er
dýrari í rekstri. Mér sýnist það vera
stefnan að reyna af öllum mætti að
leggja niður þjónustu sjálfstætt
starfandi sama hversu góð, ódýr eða
skilvirk hún er, til þess eins að færa
hana á hendur hins opinbera.“
Styrkja opinbera kerfið
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra segir ekki markmið í
sjálfu sér að vinna gegn einka-
rekstri í heilbrigðisþjónustu.
„Markmiðið er að styrkja opinbera
heilbrigðiskerfið enda er það grund-
völlur öflugrar heilbrigðisþjónustu,
sterkt opinbert kerfi,“ segir Svan-
dís. Hún bendir á að stefnan sé
langt frá því að vera tilbúin og þing-
ið á föstudag sé liður í mótun stefn-
unnar. „Mest aðkallandi verkefnið
hjá okkur er að tryggja að stefnan
sé heildstæð, örugg og hagkvæm og
að það ríki jöfnuður í aðgengi að
þjónustunni.“ ash@mbl.is
Drögin
boða ríkis-
rekstur
Heilbrigðisstefna
til 2030 í mótun
Heiðveig María Einarsdóttir, sem
tilkynnt hafði framboð til formanns
Sjómannafélags Íslands, hefur verið
rekin úr félaginu. Frá þessu greindi
Heiðveig á Facebook-síðu sinni í
gærkvöldi.
„Nú er ég endanlega orðlaus, ég
vissi að þeir myndu ganga langt! En
að reka mig úr félaginu er eitthvað
sem mig hafði ekki getað órað fyrir
að gæti gerst, að minnsta kosti ekki í
okkar heimshluta!“ segir Heiðveig í
færslu sinni. „Ég fékk bréf nú í dag
frá formanni Sjómannafélagsins þar
sem hann rak mig úr félaginu á
grundvelli samþykktar trúnaðar-
mannaráðs eftir kröfu fjögurra full-
trúa hins sama ráðs!“ segir hún og
birtir afrit af umræddu bréfi.
Rekin úr
Sjómanna-
félaginu
Heiðveig birtir bréf