Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú heillast af hvatvísri manneskju sem fylgir tískustraumunum. Tengingin milli líkamans og hugans er meiri en við gerum okkur í hugarlund. 20. apríl - 20. maí  Naut Glaumur og gleði eru lykilorð næstu vikna. Leggðu þig alla/n fram um að halda þínu striki í sjálfsræktinni. Þú ert númer eitt í þínu lífi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert fús til að leggja meiri áherslu á gæði en flestir, sérstaklega í mat og drykk. Sérviska er sjarmerandi í ákveð- inn tíma en þreytandi til lengdar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekkert verða til að egna þig upp. Þú lendir í klónum á óprúttnum aðila. Leitaðu aðstoðar til að losa þig úr vand- ræðunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem liðið er og miður fór. Klukkan tifar, ekki hika og bíða endalaust, framkvæmdu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Létt lund lyftir öllum og bætir hag og heilsu, en skapvonskan er oft merki um kvíða. Hvað er að hrjá þig? Leitaðu til fag- fólks ef ekkert gengur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Heimili og fjölskylda eru þitt eina áhugamál um þessar mundir, það er óum- deilt. Farðu yfir komandi fundi í huganum og sjáðu þig standa uppi sem sigurvegara. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki hægt að gera svo að öllum líki og því skaltu halda þínu striki. Um þessar mundir er félagslífið ansi fjörugt og lítur út fyrir að svo verði eitt- hvað áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Oft var þörf en nú er nauðsyn að þú gerir það sem til þarf til að bæta heilsufar þitt. Fólk laðast að þér núna, þú færð það sem þú vilt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kauptu eitthvað fallegt fyrir fjöl- skylduna og heimilið. Ekki skuldbinda þig til neins sem mun taka frítíma þinn næstu vikurnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einu gildir hversu rólega dagur- inn fer af stað, það verður meira en nóg að gera. Ættingjar munu spila stórt hlutverk næstu daga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hleyptu þér ekki í skuldir, hversu girnilega sem tilboðin hljóma. Kærðu þig kollótta/n þótt allt sé á rúi og stúi heima við, það verður ekki lengi í viðbót. Pétur Stefánsson hefur ort tværgullfallegar vetrarsonnettur og birt á Leirnum. Hér er hin fyrri en hin síðari kemur í Vísnahorni á morgun: Og vetrartíðin yfir landið læðist og langir myrkir dagar taka völdin. Svo fer að herða vind og kul á kvöldin er kröftug norðanáttin hingað slæðist. Og hávært gnauða argir vetrarvindar með vonskubyl sem hylur sýn til fjalla, sem setur kvíðabeig í okkur alla og allskyns sálarnauð í huga myndar. Svo leggst hér yfir dökk og nöpur nóttin sem nístir sérhvern þann sem úti dvelur, því norðanáttin bítur kinn og kvelur, er kuldinn grettir sig og eykur þróttinn. Því einatt þegar frýs hér foldarvangur í fólki magnast þraut og sálarangur. Jón Gissurarson segir á Boðnar- miði á sunnudag að sér hafi dottið þessi í hug í andvökunni í nótt og setti hann hana síðan þar inn þegar hann vaknaði: Nauðar á þökum vestan vindur víða hvítnar fjallatindur. Í húsum inni kúra kindur karlinn vakir fram á nótt. Ekki er mér í huga rótt. Og síðan fór Jón að sofa og bauð „góða nótt“. Guðmundur Beck orti á fimmtu- dag: Máninn veður myrkvan geim marvaða treður um skýja sæinn. Fullur karlinn flæðir heim í fagran töfraskugga bæinn Ingólfur Ómar Ármannsson var með á nótunum: Blöðin híma æpir eik úti gríma næðir. Mánaskíma blaktir bleik blómin hrímið klæðir. Mér finnast þessar vísur Jónasar Hallgrímssonar alltaf jafn skemmtilegar: Bósi! geltu, Bósi minn! En bíttu ekki hundur! ella dregur einhver þinn illa kjaft í sundur. Hafðu ekki á þér heldra snið höfðingja, sem brosa, en eru svona aftan við æru manns að tosa. Ármann Þorgrímsson yrkir um pólitík: Vinstri og hægri virðist mér vera orða gjálfur, stóra málið alltaf er að ég græði sjálfur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vetrarsonnetta og mánaskin „LEYFIÐ MÉR FYRST AÐ SENDA ÚT SÖFNUNARBAUKINN SVO ÉG GETI ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞIÐ VILJIÐ.“ „HELDURÐU AÐ VIÐ ÞURFUM VIRKILEGA Á ELDHÚSI AÐ HALDA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara yfir höfin til þess að vera með henni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER LEIÐUR… SMÁKAKA! ÞAÐ KEMUR OG FER ÉG ER EKKI ÞJÓNN! Ég er frá heilbrigðiseftirlitinu og þú og áhöfn þín eruð brot á reglugerðinn i ! HVAÐ ERTU AÐ SKRIFA? VIÐ HÖFUM EKKI PANTAÐ ENNÞÁ! LEIGU- ÍBÚÐIR Vaxandi ferðamannastraumur ferekki fram hjá neinum og þykir ljóst að ferðamönnum muni halda áfram að fjölga hér á landi þótt menn greini á um hversu mikill sá vöxtur muni verða. Víkverji var um helgina á ferðamannaslóðum á Suð- urlandi. Við Seljalandsfoss var krökkt af fólki eins og endranær. Við Skógafoss var stöðugur straumur af fólki og samfelld röð upp fyrir fossinn. Sömu sögu var að segja við Dyrhólaey. Þar var einnig fjöldi fólks. x x x Mest brá þó Víkverja þegar hannkom að Sólheimajökli. Þar er komið feiknlegt bílastæði. Á bíla- stæðinu voru sex stórar rútur og fimm litlar auk fjölda fólksbíla. Vík- verji sá ekki betur en þarna væru þrjú fyrirtæki að selja ferðir á jök- ulinn og búa fólk ísöxum, beltum, hjálmum og öðrum nauðsynlegum búnaði. x x x Mörg ár eru síðan Víkverji komsíðast á þessar slóðir. Þá var þar ekki hræðu að sjá fyrir utan Víkverja og samferðamenn hans þótt um hásumar væri. Nú voru þarna hundruð manna og það þótt komið væri fram undir lok október. x x x Það vakti ekki síður athygli Vík-verja hve fáir innfæddir voru á ferð. Þar sem Víkverji hafði við- komu mátti heyra hin ýmsu tungu- mál, en íslenska var vart þar á meðal. x x x Víkverji var á þessu ferðalagi ífylgd með fólki sem þekkti vel til á þessum slóðum. Var ákveðið að fara einnig að fossi einum úr al- faraleið og var haft á orði á leiðinni að jafnvel væri ástæða til að flíka sem minnst til að þar myndaðist ekki örtröð eins og við aðrar nátt- úruperlur. En vitaskuld voru þar einnig ferðamenn. Einn þeirra sýndi okkur í snjallsímanum sínum hvernig þessi foss hefði birst sér á landakortavef miðilsins Google þegar hann hefði leitað að náttúru- perlum úr alfaraleið. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm. 106.1) Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.