Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Hrekkjavaka verður á Árbæjar- safni í dag frá kl. 17-19. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svip- um fortíðar. „Markmiðið er að gest- ir fái að kynnast fornum siðum há- tíðarinnar og hver veit nema andar fortíðarinnar verði á vegi þeirra,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og alla grímu- klædda gesti. Börn 12 ára og yngri koma í fylgd með fullorðnum. Morgunblaðið/Hari Hrekkjavaka Hér er hætta á ferðum. Andar fortíðar munu birtast í myrkrinu Um síðustu helgi voru umhverfis- verðlaun Skútustaðahrepps fyrir árið 2018 afhent. Þau hlaut að þessu sinni Birkir Fanndal Haralds- son, vélstjóri og fréttaritari Morgunblaðsins í Mývatnssveit. Í umsögn umhverfisnefndar sveitar- félagsins segir að með endurhleðslu varða á Mývatnsöræfum hafi Birkir sýnt umhverfinu áhuga og um- hyggju í verki. Jafnframt hafi Birk- ir komið fyrir gestabókum á fjalls- toppum og áningarstöðum í sveitinni. Þetta hafi aukið áhuga fólks á umhverfinu og vörðurnar dregið athygli vegfarenda að sögu svæðisins. Fékk umhverfisverð- laun í Mývatnssveit Umhverfisverðlaun Birkir Fanndal með Dagbjörtu Bjarnadóttur, t.v., og Elísabetu Sigurðardóttur sveitarstjórnarfulltrúum. Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Við fararstjórn reynir ámargt, svo sem að þekkjalandið og finna réttar ogöruggar leiðir,“ segir Helgi Jóhannesson lögmaður. „Komi eitthvað upp á, svo sem slys eða veikindi, er það fararstjórans að bregðast við. Að fenginni þeirri þekkingu sem ég fékk á námskeið- inu finnst mér hreinlega óráð að farið sé í lengri ferðir um óbyggðir og öræfi nema kunna fyrstu hjálp.“ Tæplega tuttugu fararstjórar í Ferðafélagi Íslands luku um síðustu helgi átta daga námskeiði sem bar yfirskriftina Fyrsta hjálp í óbyggð- um. Námskeiðið, sem er á vegum Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er alþjóðlegt og kennt með líku lagi víða um lönd undir yfirskriftinni Wilderness First Responder. Farið var yfir fjöl- mörg atriði á námskeiðinu, sem stóð í alls átta daga. Leiðbeinendur voru Ármann Höskuldsson, Tryggvi Hjörtur Oddsson og Sigurjón Val- mundsson. Áhugi kennaranna smitaði „Við höfðum frábæra kennara sem hafa greinilega ástríðu fyrir efninu. Áhugi þeirra á efninu smit- aði sér til okkar sem þarna sátum á skólabekk. Þarna var meðal annars fjallað um bráðaofnæmi og viðbrögð við því og það hvernig algengustu lyf virka. Einnig var okkur kennt að búa um slys og stöðva blæðingar, sinna fólki sem fer úr lið eða bein- brotnar, fær hjartaáfall og svo framvegis,“ segir Helgi. „Já, ég hef lent í ýmsum óvæntum og erfiðum aðstæðum í mínum fjallaferðum sem ég myndi bregðast öðruvísi við í dag að fenginni þekkingu á nám- skeiðinu. Fyrir mörgum árum var ég með félaga mínum í mótorhjóla- ferð inni við Hlöðufell, ofan við Laugarvatn, þegar hann velti hjól- inu og hlaut opið handleggsbrot. Mín fyrstu viðbrögð – og kannski skiljanleg – voru að komast í síma- samband og kalla eftir aðstoð úr byggð. Hins vegar gætti ég ekki að því að úr opnu broti félaga míns blæddi og var það nauðsynlegt að stöðva og slíkt myndi ég gera í dag fyrst af öllu. Leiðbeinendurnir á námskeiðinu kenndu okkur einmitt að stoppa slíkar blæðingar.“ Fjallafólkið er undirbúið Á námskeiðinu var fólki kennt hvernig búa á fólk til sjúkraflutn- ings og sinna því áður en á vettvang koma bráðaliðar – en námskeiðið sem hér um ræðir er í raun skemmri skírn af menntun þeirra. „Fjallafólk á að vera mjög vel undirbúið eftir þennan skóla og mun nálgast hlutina öðruvísi en áð- ur,“ segir Helgi Jóhannesson, sem hefur stundað útivist um árabil og sinnt fararstjórn til dæmis á jöklum og Hornströndum; en á báðum stöð- um er langt í bjargir. Fararstjórarnir séu öruggir Fyrsta hjálp í óbyggðum var yfirskrift námskeiðs sem fararstjórar FÍ sóttu. Nú fer fremst í flokki í ferðum fólk sem kann að búa um sár, bregðast við hjartaáföllum og fleiru sem hent getur þegar langt er í bjargir. Morgunblaðið/Valli Aðhlynning Á námskeiðinu lærði fólk að búa um slasaða og veika og búa til sjúkraflutnings. Leiðbeinendur komu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en námsefnið og kennslan var skv. alþjóðlegri nálgun sem reynst hefur vel. Slasaður Helgi Jóhannesson, lögmaður og fararstjóri, sést hér í hlutverki sjúklings á námskeiðinu sem Ferðafélag Íslands sendi sitt fólk á. Snorrastofa í Reykholti í Borgar- firði býður til sýningar um fullveldisárið í hátíðarsal Snorra- stofu í héraðsskólahúsinu næst- komandi laugardag 3. nóvember kl. 14. Á sýningunni raðast saman mun- ir og minningar; ljósmyndir, sendi- bréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu og tilfinn- ingu fyrir tíðaranda ársins, segir í tilkynningu. Brugðið er upp mynd- um af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tóm- stundum Borgfirðinga. Fréttir árs- ins af borgfirskum málefnum eru einnig fengnar úr prentuðum blöð- um og mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967) skráði. Óskar Guðmundsson rithöfundur fylgir sögusýningunni úr hlaði með fyrirlestri: 1918 – Borgfirðingurinn í heiminum og heimurinn í honum. Páll Guðmundsson á Húsafelli flytur tónlist í anda dagsins á birkiflautu sína og Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri opnar sýn- inguna. Þá flytur Bergur Þorgeirs- son forstöðumaður ávarp og dag- skránni stjórnar Jónína Eiríks- dóttir. Við undirbúning þessa viðburðar hefur Snorrastofa notið liðsinnis víða í héraði og afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands styrkti framtakið. Meðal annars var leitað til Félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, Safna- húss Borgarfjarðar – byggða- og Skjalasafns, Ljósmynda- og bóka- safns Akraness, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og einstaklinga hér í héraði og víðar. Hönnuðir sýning- arinnar eru þau Birna Geirfinns- dóttir, Chris Petter Spilde og Lóa Auðunsdóttir sem reyndust vera góðir liðsmenn stofnunarinnar. Eftir opnunardaginn verður sýn- ingin opin helgina 1.-3. desember og enn fremur verður hægt að panta aðgang að sýningunni hjá gestastofu Snorrastofu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykholt Sýningin verður í hinu gamla og fallega héraðsskólahúsi. Fullveldissýning í Snorrastofu í Reykholti Stemning, tilfinning, ljósmyndir og sendibréf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.