Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Tilbúinn til neyslu, en má hita. Afbragðs vara, holl og næringarík. Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir, Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Heitreyktur lax Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá árinu 2010 hafa 149 Íslendingar lokið læknanámi erlendis. Þar af hafa 136 lokið náminu í Danmörku eða Ungverjalandi. Þetta kemur fram í svari Land- læknis við fyrirspurn blaðsins. Tilefnið er metfjöldi íslenskra námsmanna sem leggja stund á læknisfræði við Comenius-háskóla í bænum Martin í Slóvakíu. Fram kom í Morgunblaðinu nýverið að um 160 Íslendingar verða þar í námi í haust. Vegna fjöldans er rætt um „litla-Ísland“ í háskólaþorpinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fjórir Íslendingar útskrifast sem læknar frá Slóvakíu. Þá hafa nokkrir útskrifast frá læknaskóla í Danmörku eftir að hafa lokið fyrri hluta námsins í Slóvakíu. Lækna- námið er sex ára nám. Fjöldatakmarkanir við HÍ Til samanburðar eru nú 50 teknir inn með inntökuprófi á haustönn við læknadeild Háskóla Íslands. Áður var Numerus Clausus við læknadeildina. Var þá öllum sem uppfylltu tiltekin skilyrði frjálst að hefja námið en í lok haustannar var hluti nemenda sigtaður út. Lengi vel voru 36 nemar teknir inn í námið en síðasta árið, 2002, voru þeir 48. Fram kom í Læknablaðinu á sín- um tíma að um áramótin 2001/2002 var síðasti nemandinn sem komst áfram með 8,24 í meðaleinkunn. Af því leiðir að góðir nemendur komust ekki í gegnum nálaraugað. Háskóli Íslands er eini skólinn sem kennir læknisfræði á Íslandi. Landlæknir var spurður um starfsréttindi þeirra Íslendinga sem ljúka læknanámi í Slóvakíu. Svarið var að í „regluverki sem gildir um lækna er gerð krafa um að þeir sem útskrifast með embættis- próf frá háskólum, til dæmis í Ung- verjalandi eða Slóvakíu, þurfa að ljúka 12 mánaða kandídatsári áður en þeir geta sótt um almennt lækn- ingaleyfi“. Þó kunni ákvæði í Evróputilskipun að koma til skoðun- ar í einstaka tilvikum. Þ.e. að ekki þurfi að taka kandídatsár á Íslandi. Þá fékkst það svar að 61 íslenskur nemi lagði stund á læknisfræði í Ungverjalandi í maí sl. Alls eru því á þriðja hundrað Íslendingar að læra læknisfræði í Ungverjalandi og Sló- vakíu. Þá fengust þær upplýsingar frá Landlækni að 123 erlendir ríkis- borgar hefðu fengið starfsleyfi sem læknar á Íslandi frá árinu 2010. Íslendingar í læknanámi erlendis 149 Íslendingar hafa lokið læknanámi erlendis frá árinu 2010 123 erlendir ríkis- borgarar hafa sótt um starfs- réttindi sem læknar á Íslandi frá árinu 2010 Heimild: Embætti landlæknis Land Fjöldi Austurríki 1 Bretland 2 Búlgaría 1 Danmörk 60 Frakkland 1 Grikkland 1 Lettland 1 Noregur 3 Rússland 1 Síle 1 Slóvakía 2 Svíþjóð 6 Ungverjaland 66 Þýskaland 3 Samtals 149 Danmörk Ungverjaland Önnur lönd 60 23 Samtals 149 66 160 íslenskir nemar eru nú við nám á 1.-6. námsári í læknisfræði í há- skólabænum Martin í Slóvakíu 61 íslenskur nemi er nú við nám á 1.-6. námsári í læknisfræði í Ungverjalandi Um 150 Íslendingar hafa lokið læknanámi ytra frá árinu 2010  Langflestir frá Ungverjalandi og Danmörku  Allir þurfa að ljúka kandídatsári Mannréttindadómstóll Evrópu hef- ur hafnað því að íslenska ríkið hafi brotið á lögmönnunum Gesti Jóns- syni og Ragnari Hall þegar þeim var gert að greiða eina milljón króna hvorum í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í Al Thani-málinu í apríl 2013. Einum lið málsins var vísað frá dómi, það er að lögmennirnir hafi aðeins fengið að verjast fyrir einum dómstóli. Þeir Gestur og Ragnar voru skip- aðir verjendur Sigurðar Einars- sonar og Ólafs Ólafssonar í málinu en áður en aðalmeðferð málsins átti að fara fram rituðu þeir héraðsdóm- ara bréf þar sem þeir lýstu því yfir að þeir myndu ekki sinna frekari verjendastörfum í málinu þar sem þeir teldu að brotið hefði verið gegn rétti skjólstæðinga þeirra til rétt- látrar málsmeðferðar. Óskuðu þeir eftir því að vera þegar í stað leystir undan starfanum, en þeirri beiðni synjaði héraðsdómari. Mættu ekki til þinghalds Er aðalmeðferð átti að fara fram mættu Gestur og Ragnar ekki til þinghalds og voru þeir því leystir frá verjendastörfum í málinu og skjól- stæðingum þeirra skipaðir nýir verj- endur. Að auki var aðalmeðferð málsins frestað um ótiltekinn tíma. Voru þeir dæmdir til þess að greiða eina milljón hvor í sekt sem fyrr seg- ir. Málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar sem staðfesti ákvörðun hér- aðsdóms. hjortur@mbl.is Ríkið braut ekki á lögmönn- unum Gesti og Ragnari Hall  Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar ríkinu í hag Morgunblaðið/Ómar Lögmenn Gestur Jónsson og Ragn- ar Hall sögðu sig frá Al Thani-máli. Víkingur AK 100 var á leið til Vopnafjarðar í gær með fyrsta farminn af íslenskri sumargotssíld. Aflinn fékkst djúpt vestur af Reykjanesi, alls um 750 tonn af stórri og góðri síld. Hitt uppsjáv- arskip HB Granda, Venus NK, var komið á miðin og fékk um 115 tonn í gærmorgun. Nokkur skip eru enn á veiðum á norsk-íslenskri síld austast í Síldar- smugunni og hefur afli verið ágæt- ur. Í gær var verið að landa norsk- íslenskri síld úr Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað. Gert var ráð fyrir að löndun lyki síðdegis og héldi skipið þá til veiða á íslensku síldinni. Fleiri skip bætast væntanlega við á miðin vestur af landinu á næstunni, en nóvember hefur oft verið besti tíminn til veiða á ís- lenskri sumargotssíld. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um afla úr stofninum á þessu fiskveiðiári var upp á rúmlega 35 þúsund tonn. aij@mbl.is Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Á síld Vilhelm Þorsteinsson EA var að veiðum í Síldarsmugunni í gær. Á síld fyrir vestan land og austan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.