Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst gefa út tilskipun sem hann segir að muni afnema ákvæði fjór- tánda viðauka stjórnarskrár lands- ins um að öll börn sem fæðast þar fái sjálfkrafa ríkisborgararétt í landinu. Hægriblaðið The Wall Street Journ- al segir að nær allir stjórnlagasér- fræðingar í Bandaríkjunum telji að slík tilskipun frá forsetanum sam- rýmist ekki stjórnarskránni. Í fjórtánda viðauka stjórnarskrár- innar segir að allir þeir, sem fæddir eru í landinu, séu ríkisborgarar Bandaríkjanna og ríkisins þar sem þeir eiga búsetu. The Wall Street Journal segir að mjög erfitt sé að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar. Til þess þurfi tveir þriðju beggja þingdeildanna í Washington að samþykkja breyt- inguna og minnst þrjú af hverjum fjórum sambandsríkjum þurfi síðan að staðfesta hana. Einnig sé hægt að breyta stjórnarkránni með stjórn- lagaþingi ef minnst tvö af hverjum þremur sambandsríkjum óska eftir því. Ákvæðið um að öll börn, einnig börn ólöglegra innflytjenda, fái sjálf- krafa ríkisborgarétt í Bandaríkjun- um hefur lengi verið umdeilt en þingið í Washington hefur ekki reynt að breyta því. Trump kvaðst hafa ráðfært sig við sérfræðinga sína og þeir hefðu sagt að hann gæti afnum- ið ákvæðið sjálfur með tilskipun án samþykkis þingsins. „Hann getur þetta ekki,“ hefur The Wall Street Journal eftir Lauru K. Donohue, stjórnlagasérfræðingi við Georgetown University. „Með því væri hann í raun að segja að hann væri hafinn yfir stjórnarskrána.“ Trump boðaði tilskipun um afnám ákvæðisins í viðtali sem fréttamiðill- inn Axios birti í gær. „Þetta er í vinnslu. Það gerist, með tilskipun,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að ákvæðið væri „fáránlegt“ og fullyrti að Bandaríkin væru eina landið sem veitti börnum ólöglegra innflytjenda sjálfkrafa ríkisborgararétt við fæð- ingu í landinu. Að sögn fréttaveit- unnar AFP er þetta ekki rétt því að hátt í 30 lönd veita öllum börnum slíkan rétt við fæðingu, þeirra á með- al Kanada. Ólöglegir innflytjendur eignuðust alls um 275.000 börn í Bandaríkjun- um árið 2014. Þau voru um 7% af öll- um börnum sem fæddust þar það ár, að sögn Pew-rannsóknastofnunar- innar. Hermenn sendir að landamærunum Trump hefur lagt áherslu á inn- flytjendamál í yfirlýsingum sínum í aðdraganda þingkosninganna í Bandaríkjunum á þriðjudaginn kem- ur. Yfirlýsingar hans hafa aðallega snúist um 7.000 manns sem hafa gengið í tveimur hópum um Mið- Ameríku til Mexíkó og stefna að landamærum Bandaríkjanna. For- setinn hefur fullyrt að á meðal fólks- ins séu „margir glæpamenn og óþekktir Mið-Austurlandamenn“ án þess að geta þess hvaðan hann fær þær upplýsingar, að sögn The Wall Street Journal. Blaðið segir að margir Mið-Ameríkumannanna séu að flýja ofbeldi glæpahópa í heima- landi sínu. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn bíður eftir ykkur,“ sagði Trump um flóttafólkið í tísti á Twitt- er á mánudagsmorgun. Síðar um daginn var skýrt frá því að 5.200 bandarískir hermenn yrðu sendir að landamærunum. Fyrir eru þar um 2.000 bandarískir þjóðvarðliðar, auk landamæravarða. Annar hópurinn, um 4.000 manns, er í suðurhluta Mexíkó, rúmlega 1.400 kílómetra frá landamærunum að Bandaríkjunum. Hinn hópurinn, 3.000 manns, er við landamæri Mexíkó og Gvatemala. Búist er við að gangan að landamærum Banda- ríkjanna taki nokkrar vikur í viðbót. Vill afnema ákvæði um ríkisborgararétt barna  Stefnir í stjórnarskrárdeilu um boðaða tilskipun Trumps KYRRAHAF GVATEMALA HONDÚRAS SALVADOR Rúmlega 7.000*manns stefna að landamærumMexíkó og Bandaríkjanna Á göngu að landamærunum Heimildir: maps4news.com/©HERE, *skv. upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum 29. okt. Niltepec Tijuana Mexicali MEXÍKÓBORG BANDARÍKIN MEXÍKÓ MEXÍKÓ KYRRAHAF MEXÍKÓFLÓI 13. okt. San Pedro Sula GVATEMALA- BORG 100 km Leið 300 km Hugsanlegir ákvörðunarstaðir í Mexíkó 797 km frá San Pedro Sula Fyrrverandi hjúkrunarfræð- ingur í Þýska- landi, Niels Högel, játaði sig sekan um að hafa orðið hundrað sjúklingum að bana þegar réttarhöld hófust í máli hans í borginni Olden- burg í gær. Hann kvaðst hafa gefið sjúklingunum banvæna skammta af lyfjum til að valda þeim hjartaáfalli á tveimur sjúkrahúsum í norðan- verðu Þýskalandi á árunum 2000 til 2005. Niels Högel er 41 árs að aldri og afplánar nú þegar lífstíðarfang- elsisdóm sem hann fékk fyrir að hafa orðið sjö öðrum sjúklingum að bana. Dómsmálinu er lýst sem mestu raðmorðum í Þýskalandi frá síðari heimsstyrjöldinni. ÞÝSKALAND Varð hundrað sjúklingum að bana Niels Högel leidd- ur fyrir rétt. Hryggdýrum fækkaði í heiminum um 60% að meðaltali frá árinu 1970 til 2014, aðallega af mannavöldum, samkvæmt nýrri skýrslu náttúru- verndarsamtakanna WWF. Fækk- unin er einkum rakin til aukinnar matvælaframleiðslu og eftirspurnar þjóða heims eftir orku, landi og vatni, að sögn samtakanna. Til hryggdýra teljast spendýr, fuglar, skriðdýr, froskdýr og fiskar. Skýrsla samtakanna nefnist Living Planet, er birt annað hvert ár og byggist á athugunum vísindamanna sem hafa vaktað rúmlega 4.000 teg- undir hryggdýra og rúmlega 16.700 dýrastofna. Skýrsla samtakanna frá árinu 2016 sætti gagnrýni nokkurra vísindamanna sem drógu aðferðir samtakanna í efa og töldu þau draga upp of dökka mynd af hnignun dýra- stofnanna, að sögn tímaritsins Nat- ional Geographic. Vill nýjan samning Hryggdýrum sem lifa í ferskvatni hefur fækkað mest, eða um 81% frá 1970 til 2014, að því er fram kemur í nýju skýrslunni. Ferskvatn nær yfir minna en prósent af yfirborði jarðar en tæp 10% af öllum þekktum dýra- tegundum jarðar lifa í ferskvatni. Villtum hryggdýrum fækkaði mest í löndum Rómönsku Ameríku, um 89%, ef marka má skýrsluna. Miðað við lífmassa, eða heildar- þyngd dýranna, eru villt dýr aðeins um fjögur prósent af öllum spendýr- um á jörðinni. Mennirnir eru um 36% og búfé um 60%. Marco Lambertini, fram- kvæmdastjóri WWF, sagði að veru- legur árangur hefði náðst í til- raunum til að vernda dýr á borð við tígra, sækýr, grábirni, túnfiska og skallaerni. „Ástandið væri miklu verra ef þetta hefði ekki verið gert,“ hafði fréttaveitan AFP eftir Lam- bertini. Hann bætti við að fækkun villtra dýra stafaði einkum af veið- um, eyðingu búsvæða þeirra, meng- un, ólöglegri sölu og loftslagsbreyt- ingum. Hann sagði að samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) frá árinu 1992 dygði ekki þar sem flest markmiða hans næðust líklega ekki, þótt þau hefðu ekki verið nógu metnaðarfull. „Við þurfum nýjan samning fyrir náttúruna,“ sagði hann. Aukin skógareyðing í hitabeltislöndum Í skýrslunni segir að þótt dregið hafi úr skógareyðingu í sumum heimshlutum hafi hún aukist í hita- beltislöndum þar sem líffræðilega fjölbreytnin er mest. Nær 20% af Amazon-skógunum, stærstu regnskógum heims, hafa horfið frá árinu 1970. Megnið af horfnu skógunum í hitabeltislönd- unum er notað til að framleiða soja- baunir, pálmaolíu eða nautakjöt, að sögn samtakanna. Á árunum 2000 til 2014 hurfu um 920.000 fermetrar af skóglendi heimsins, eða svæði sem er álíka stórt og samanlagt flatarmál Frakk- lands og Þýskalands. Mennirnir hafa veitt um sex millj- arða tonna af fiski og öðrum sjávar- dýrum frá árinu 1950, að því er fram kemur í skýrslunni. Dregið hefur úr fiskveiðunum frá árinu 1996 þegar þær náðu hámarki. AFP Náttúruvernd Fílar í þjóðgarði í Kenía. Villtum dýrum hefur fækkað veru- lega í heiminum af mannavöldum, samkvæmt nýrri skýrslu WWF. Sögð um 60% færri en árið 1970  Ný skýrsla um fækkun hryggdýra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.