Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árásin ábænahúsgyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum um helgina sprett- ur ekki upp í tómarúmi. Ellefu manns létu lífið í árásinni og sagði árásarmaðurinn þegar hann var handtekinn að hann vildi alla gyðinga feiga. Samtökin Anti-Defamation League, sem beita sér gegn andúð og ofsóknum á hendur gyðingum, greindu fyrr á árinu frá því að atvikum sem bera andúð á gyðingum vitni hefði fjölgað um 57% í fyrra miðað við árið á undan. Var þar talið til allt frá sprengjuhótunum, líkamsárásum og skemmdar- verkum á grafreitum til vegg- spjalda og áróðurs í háskólum og áreitni barna af gyðinga- ættum í skólum. Slíkir atburðir eru einnig mjög algengir víða í Evrópu, þar á meðal í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Daglega eru krotaðir haka- krossar og níðyrði og unnin skemmdarverk á bænahúsum og grafreitum. Í Þýskalandi eru fjögur tilvik andgyðing- legra verknaða tilkynnt til yfirvalda á dag. Þegar ný stjórn var mynduð í Þýskalandi var stofnað fyrsta sinni sérlegt embætti til að berjast gegn gyðingaandúð, sem er að finna bæði meðal innfæddra öfga- hópa og aðkominna múslima. Þeirri stöðu gegnir Felix Stein og vill hann auka forvarnir og þyngja refsingar. Hann bendir á að samkvæmt tölum lögreglu fremji öfgahópar rúmlega 90% glæpa sem rekja megi til and- úðar á gyðingum en gyðingar í Þýskalandi telji sér stafa mun meiri ógn af múslimum. Vill hann komast til botns í þessari mótsögn. Kannanir sýna að ótti við andúð fer vaxandi meðal gyð- inga í Vestur-Evrópu. Svo er komið að víða veigra gyðingar sér við að bera jarmúlku eða kippu á höfði á götum úti eða fela þær með derhúfum af ótta við að verða fyrir aðkasti. Ekki er langt síðan fréttir birtust af því að gyðingar væru farnir að flytja burt frá Frakk- landi vegna þess að andrúms- loftið væri orðið óbærilegt, sérstaklega þegar börn ættu í hlut. Í Frakklandi býr um hálf milljón gyðinga. Talið er að rúmlega 50 þúsund gyðingar hafi flust til Ísraels síðan 2000 og tugir þúsunda flutt sig um set innan lands í leit að meira öryggi. Gyðingahatur á ekki að líð- ast og það er skuggalegt ef gyðingar á Vesturlöndum þurfa að lifa í ótta við að verða fyrir aðkasti og árásum. Vaxandi andúð og ofsóknir gegn gyð- ingum áhyggjuefni} Ráðist gegn gyðingum Skilningur á þvíhve mikilvæg krónan hefur ver- ið fyrir Ísland, ekki síst í því áfalli sem gekk yf- ir landið fyrir áratug, hefur aukist. Margir hafa komið fram og bent á að sveigjan- leikinn sem í krónunni felst hafi hjálpað Íslandi mjög. Þá er samanburðurinn við sum ríki sem búa við evruna slá- andi. En þó að krónan hjálpi hag- kerfinu með því að laga sig að aðstæðum þá er það ekki svo að krónan sé óskaplega óstöð- ug en aðrar myntir stöðugar. Sumir tala eins og aðrar myntir séu stöðugar en krón- an ekki, en staðreyndin er sú að myntir hreyfast hver gagn- vart annarri. Einar S. Hálfdánarson benti á þetta í ágætri grein hér í blaðinu í gær þar sem sýndar voru myndir af flökti á íslensku krónunni gagnvart evru og einnig á norsku krón- unni og bandaríkjadal gagn- vart evru. Á þeim sást ljós- lega að sveiflur íslensku krónunnar eru ekki meiri en hjá hinum myntunum. Meginatriðið er þó að sveiflur krónunnar endur- spegla íslenska hagkerfið en sveiflur annarra mynta endurspegla hagkerfi annarra landa. Bandaríkjadalur hreyf- ist eftir ástandi efnahagslífs- ins þar í landi og norska krón- an eftir norska hagkerfinu. Evran er hins vegar vand- ræðamynt, því að hún hreyfist vitaskuld ekki í takti við öll hagkerfi evrunnar enda er það tæknilega ómögulegt. Þess í stað hreyfist hún aðal- lega eftir því sem hentar þýska hagkerfinu, sem vegur þyngst á evrusvæðinu, og hún lætur sig litlu varða hvað er að gerast annars staðar. Væri Ísland með þessa ógæfumynt hefðu aðstæður hér ekkert um gengi hennar að segja. Ísland sæti einfald- lega í súpunni með Grikklandi og öðrum „jaðarríkjum“, sem sum hafa jafnvel tugi milljóna íbúa, og tæki á sig áföllin eftir því sem Þýskalandi hentaði. Margvíslegur misskilningur er uppi um gjaldmiðla} Krónan Í kjölfar umsagna og athugasemda við drög að frumvarpi um fóstureyðingar hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra ákveðið að leggja það fram fyrir Alþingi. Þar mun tímarammi nú- gildandi laga um fóstureyðingar rýmkaður svo um munar. Nú mun verðandi móðir geta óskað eftir fóstureyðingu fram að 23. viku meðgöngu án takmarkana, vilji hennar er allt sem þarf. GILDIR ÞVÍ EINU hvaða ástæður liggja að baki fóstureyðingar fram að 23. VIKU, Það hefur ekkert með það að gera lengur hvort fóstrið sem nú er orðið að ófullburða barni í móðurkviði er heilbrigt eða ekki. Kynfrelsi konunnar og réttur hennar til að ráða yfir eigin líkama skal sett í öndvegi og yfir allan lífsrétt barnsins hafið. Núverandi lög nr. 25/1975, heimila að fóstureyðingar verði framkvæmdar vegna læknisfræðilegra eða félags- legra ástæðna eða þegar þungunin er afleiðing refsiverðr- ar háttsemi. Ég fæ ekki betur séð en að lögin hafi virkað hingað til. 1.044 fóstureyðingar voru framkvæmdar 2017 ef marka má úttekt landlæknisembættisins. Engri konu var neitað um þessa aðgerð það ár. Mér finnst og rétt að taka það fram að aldrei hafa verið framkvæmdar fleiri fóstureyðingar á Íslandi til þessa en árið 2017. Ég ætla ekki að fara í smáatriði lagabókstafsins hvað varðar núgildandi tímaramma um fóstureyðingar, enda óþarfi í ljósi fyrri ummæla minna. Í raun er ekki farið að gildandi lögum nú, heldur hafa lögin verið sveigð í áttina að óskum kvenna sem kjósa að láta eyða fóstri sínu eftir 12 vikna meðgöngu. Í gildandi lögum er notað hugtakið fóstureyð- ing. Í greinargerð með nýja frumvarpi Svandís- ar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þykir hug- takið full gildishlaðið og betur við hæfi að kalla aðgerðina þungunarrof. En hvers vegna þegar þetta er fóstureyðing og ekkert annað! Sjálfsákvörðunarréttur kvenna Ég ber virðingu fyrir kynsystrum mínum ekki síður en sjálfri mér. Það er á engum tíma- punkti sem ég ætla þeim þá grunnhyggni að vita ekki hvernig börnin verða til. Ekki heldur ætla ég þeim að vita ekki af getnaðarvörnum bæði fyrir karla og konur, né það að átta sig á því fyr- ir 12 vikna meðgöngu að þær séu barnshafandi og þá í kjölfarið búnar að taka ákvörðun um framtíð einstaklings- ins sem þær bera undir belti. Að útrýma 22 vikna barni úr móðurkviði á aldrei að eiga rétt á sér nema vegna ófyrirséðra grafalvarlegra að- stæðna og eiga allar þær mæður sem þurfa að ganga í gegnum slíka sorg mína dýpstu samúð. Lokaorð Núgildandi lög um fóstureyðingar uppfylla fyllilega markmið sitt. Að halda öðru fram í ljósi 1.044 fóstureyð- inga á sl. ári er með öllu óskiljanlegt. Inga Sæland Pistill Um nýtt fóstureyðingafrumvarp Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áætlað er að tíu milljarðarheimilisraftækja af ýmsutagi séu nú tengdir viðnetið og að fjöldi þeirra muni a.m.k. tvöfaldast innan tveggja ára. Þessi tækni, sem yfirleitt er kölluð Internet hlutanna, á ensku Internet of Things (IoT), hefur opn- að fjölmarga nýja möguleika og sennilega er hún til staðar með ein- um eða öðrum hætti á allflestum heimilum. Á sama tíma hafa með henni opnast ýmsar leiðir fyrir tölvuþrjóta til að hagnýta sér þessa leið til að komst yfir upplýsingar. Þetta er meðal þess sem var til umfjöll- unar á ráðstefnu Evrópulögregl- unnar Europol og ENISA, Net- og upplýsingaöryggisstofnunar Evr- ópu, sem haldin var í borginni Haag í Hollandi í síðustu viku. Ráðstefnuna sóttu 400 sérfræðingar víða að, m.a. frá öryggisfyrirtækjum, lögreglu og framleiðendum þessara tækja. Tannburstar og ísskápar Með IoT-tækninni tengjast sjónvörp, úr, eftirlitsmyndavélar, baðvogir, ljósabúnaður, ísskápar, bílar, ryksugur, ýmiss konar stað- setningarbúnaður og jafnvel tann- burstar, svo fátt eitt sé nefnt, netinu þar sem þau senda eigandanum ým- iss konar upplýsingar, gjarnan í gegnum snjallsíma. Víða erlendis er þessi tækni notuð til að takmarka vatns- og orkunotkun heimila og undir þennan flokk tækja falla einnig raddstýringartæki á borð við Alexu, Google Home og Siri. Á ráðstefnunni var m.a. velt upp þeirri spurningu hvað myndi gerast þegar ódýrari og óvandaðri tegundir IoT-tækja kæmu á markað, sem myndi gera tölvuþrjótum enn auð- veldara fyrir að fylgjast með einka- lífi fólks í gegnum myndavél á ryk- sugu eða öðru heimilistæki eða jafnvel komast inn í stýrikerfi bíls þannig að hægt væri að láta hann aka á vegg. Þessar áskoranir voru ræddar, bæði frá tæknilegu og lagalegu sjónarhorni, og meðal niðurstaðna var að öryggi ætti ávallt að vera í fyrsta sæti við hönnun IoT-tækja. Löggæsluaðilar þyrftu að vera reiðu- búnir að rannsaka innbrot í IoT-tæki og saksækja fyrir þau. Þessi tæki eru alls staðar Þar kom einnig fram að þessi tækni byði upp á ýmsa möguleika í baráttunni gegn glæpum. Nú þegar væri lögregla víða um heim að nota IoT-tæki eins og snjallmyndavélar til að fylgjast með völdum stöðum og skynjara í skotvopnum til að greina hversu oft væri skotið úr þeim. Þá kom einnig fram að tæknin getur hjálpað lögreglu við störf sín, því gögn úr ýmsum tækjum geta veitt gagnlegar upplýsingar við rannsókn sakamála. „Þessi tæki eru alls staðar, allt í kringum okkur og það er ekkert of mikið að segja að sum þeirra geti verið stórhættuleg,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. 738 opnar myndavélar Theódór segist ekki vita til þess að innbrot í IoT-tæki hafi verið kært til lögreglu hér á landi en segir að það hafi verið gert erlendis. Til dæm- is hafi fyrir nokkru verið brotist inn í fjölmörg IoT-tæki og þau látin gera netárás á stóra skýjaþjónustu. „En fólk hefur oft ekkert mikla stjórn á þessum tækjum og veit yfirleitt ekki að brotist hafi verið inn í þau.“ Öryggismyndavélar sem senda myndefni í snjallsíma fólks, og marg- ir eru með á heimilum sínum, eru sérlega varhugaverðar að sögn Theódórs. Sumar þeirra biðji net- beininn (routerinn) á heimilinu um að opna tengi þar sem sent er út beint á netið og eigendurnir viti sjaldnast af því. „Við hjá Syndis vit- um um a.m.k. 738 netmyndavélar á Íslandi sem eru aðgengilegar hverj- um sem er,“ segir Theódór en þetta kom fram við nýlega athugun á veg- um Syndis. „Þær eru opnar að ein- hverju leyti út á netið þannig að það er ýmist hægt að horfa á þær eða komast inn í stjórnendaviðmót þeirra og það er mjög algengt að bæði notanda- og lykilorð sé „ad- min“. Sumar þeirra eiga vissulega að vera aðgengilegar eins og t.d. veg- myndavélar eða vélar í eigu opin- berra stofnana sem eiga að sýna eitt- hvað tiltekið sem á að vera opið almenningi. En ég ætla að fullyrða að í meirihluta tilvikanna eigi þetta ekki að vera opið fyrir öllum og ég er viss um að einhverjar þeirra eru eftirlitsmyndavélar á heimilum.“ Fylgst með einkalífinu í gegnum ryksuguna Thinkstock/Getty Images Internet hlutanna Þessi tækni verður sífellt fyrirferðarmeiri og nær til æ fleiri tækja. Öryggi er oft ábótavant og hægt að brjótast inn í þau. Theódór R. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.