Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 25 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Félagsstarf Félag sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi er boðaður formlega miðvikudaginn 31. október og haldinn viku síðar 7. nóvember klukkan 17:15 í Sjálfstæðisheimilinu við Álfabakka 14 A. Á dagskrá aðalfundar skal vera samkvæmt ákvæði um aðalfund: 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári. 2. Reikningsskil. 3. Skýrslur nefnda. 4. Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikningsskila. 5. Kjör fulltrúa í Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 6. Tillögur um lagabreytingar. 7. Önnur mál. Framboðum til stjórnar skal skila á netfangið egill1990@gmail.com Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Foreldramorgnar kl.9:30-11:30 - Jóga með Grétu 60+ kl.12:30 - Söngstund kl.13:45 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Bókaspjall með Hrafni Jökulsyni kl.15:00.- Árbæjarkirkja Athugið kyrrðarstund og Opið Hús, félagsstarf full- orðinna, í Árbæjarkirkju fellur niður í dag vegna námsferðar starfs- manna. Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þórey kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá 9.00-15.00. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15.00. Miðdagskaffi fellur niður vegna Haustfagnaðar Hrafnistu. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10:30. Boccia kl. 10:40-11:20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12:30- 15:50. Opið kaffihús kl. 14:30-15:15. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudögum og hefst kl 12:05 í kirkjunni með hádegistónleikum þar sem okkar ástkæri tenór Kristján Jóhannsson syngur, boðið verður uppá súpu og brauð í safnaðarsal á eftir. Enginn aðgangseyrir. Félagasstarfið heldur áfram og gestur okk- ar á miðvikudaginn er Bjarni Harðarson en fjallar með skemmtilegum hætti um Skálholt á 18. öld. Kaffi eins og vant er. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Morgunkaffi 9-10, bókband 9-13, postu- línsmálun 9-12, tölvu og snjallsímaaðstoð 10-11, bókband 13-17, frjáls spilamennska 13-16:30, myndlist 13:30-16:30, dansleikur með Vita- torgsbandinu 14-15, söguhópur 15:30-16:15. Von er á góðum gestum kl. 14:00 þegar Slökkviliðsstjóri og Borgarstjóri Reykjavíkur koma vegna verkefnissins Skóhornið sem snýr að bættum eldvörnum fyrir eldra fólk. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30/15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl.9:30. Liðstyrkur. Sjál. kl.10:15. Kvennaleikf. Ásg. kl.11:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Leir í Kirkjuhvoli kl: 13:00. Smiðja Kirkjuhvoli opinar kl. 11:00 allir velkomnir. Zumba í Kir- kjuhvoli kl: 16:15. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður m. leiðbeinanda kl. 09:00-12:00. Leikfimi Helgu Ben kl. 11:00-11:30 Útskurður / Pappamódel m. leiðb. kl. 13:00-16:00. Félagsvist kl. 13:00- 16:00. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 byrjenda-boccia, kl. 9.30 gler- list, kl. 13.00 félagsvist, kl. 13.00 postulínsmálun. Gullsmári Myndlist kl. 9.00. Postulínsmálun/Kvennabridge/Silfur- smíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl. 16.00. Línudans fyrir byrjendur kl. 17.00. Hraunsel Bókmenntaklúbbur kl. 10.00 aðra hverja viku. Línudans kl. 11.00. Bingó kl. 13.00. Handverk kl. 13.00. Gaflarakórinn kl. 16.00. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fimmtudagur 1. nóvember kl. 12:00. Eldri borgarar koma saman og eiga notalega stund. Súpa og brauð, söngur og hugvekja. Allir eldri borgarar eru innilega velkomnir. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45, línudans með Ingu kl. 10-11, hádegismatur kl. 11, hádegismatur kl. 11.30. Zumbaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, tálgun með Valdóri kl. 14.30-17. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Félagsfundur Korpúlfa kl. 13:00 í Borgum, Korpusystkin synjga og MPJ tríóið skemmtir. Korpúlfarnir Þórdís verður með ferðasögu um Tansaníu, Páll flytur okkur vísnabálk og Ársæll verður með gaman- mál. Tómas kynnir ferðahugmyndir ferðanefndar Korpúlfa. Fleira gaman og kaffi á könnunni. Qigong með Þóru kl. 16:30 í Borgum í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja kl.9-12, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félags- vist kl.14, ganga m.starfsmanni kl.14, bónusbíllinn kl.14.40, heimildar- myndasýning kl.16. Seltjarnarnes Gler og glebræðsla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl.10. Kaffispjall í króknum kl.10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12. Timburmenn Valhúsaskóla kl.13. Handavinna Skóla- braut kl.13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.18.40. Í kvöld kl.20.00 verður skemmti og samverustund ungmenna og eldri borgara í Sel- inu, félagsmiðstöð ungmenna. Allir velkomnir. Munið bingóið á morgun kl. 14.00. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00. Enska talað mál kl. 14.00, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir, Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Raðauglýsingar Raðauglýsingar með morgun-   þú það sem    á FINNA.is Eitt sinn verða allir menn að deyja eru orð að sönnu. Við Bjarni kynntumst fyrst er við mættum við skóla- setningu í Barnaskóla Akureyr- ar, þá sjö ára gamlir, og sett- umst í sama bekk, auðvitað A-bekkinn. Árin á eftir var lítill sam- gangur með okkur nema í skól- anum því við áttum heima og ólumst upp hvor í sínum bæj- arhlutanum; Bjarni á Eyrinni en ég í Innbænum. Árin liðu og leiðir okkar skildi, þótt í einu tilfelli værum við báðir á vertíð í Vestmanna- eyjum. Síðar vissum við hvor af öðr- um, ekki síst þegar Bjarni rak fasteignasölu í Reykjavík með Grétari Haraldssyni lögfræð- ingi og átti ég þar stundum leið um til að heilsa upp á gamlan skólabróður. Enn liðu árin og næst frétti ég af Bjarna vini mínum komn- um til Spánar að læra til við- skipta, en hann hafði alltaf haft áhuga á að kynnast framandi löndum og þjóðflokkum. Það blundaði alltaf ofurlítil ævitýra- mennska í honum en þó á já- kvæðan hátt. M.a. lá leið hans líka til Eng- lands og einnig Rússlands, þar sem hann eignaðist viðskipta- félaga. Til Brasilíu fór hann líka til að kynna og selja handfær- arúllur en síðast en ekki síst fóru hann og þáverandi eigin- kona hans til Gvatemala þar sem þau ættleiddu tvö börn; dreng og stúlku. Stúlkan hlaut nafnið Jórunn Bjarnadóttir, alnafna föður- Bjarni Jónsson ✝ Bjarni Jónssonfæddist í Reykjavík 3. mars 1937. Hann lést 7. október 2018. Út- för Bjarna fór fram í kyrrþey 12. októ- ber 2018. ömmu sinnar, bú- sett á Akureyri, en drengurinn hlaut nafnið Bjarni en hann lést ungur eða árið 2004. Fyrir átti Bjarni soninn Ottó Geir Borg, sem er bú- settur í Mos- fellsbæ. Í kringum alda- mótin síðustu flutt- um við báðir heim til Akureyr- ar eftir langa útivist hjá báðum og náðum við fljótt tengslum eftir heimkomuna. Báðir eldheitir KA-menn (Knattspyrnufélag Akureyrar) og mættum reglulega á völlinn og hvöttum okkar menn. En það var ekki nóg því við áttum það til að hringjast á jafnvel tvisvar til þrisvar í viku og spjalla um hvað betur hefði mátt fara því auðvitað vorum við „sérfræðingarnir“. Einnig bar pólitíkina á góma, en á þeim vettvangi fór allt til- tölulega friðsamlega fram þótt við tilheyrðum hvor sínum stjórnmálaflokknum. Dóttursonur Bjarna er Hilm- ar og þótti efnilegur frjáls- íþróttamaður, þá aðallega kúlu- varpari, og hafði Bjarni mikið dálæti á stráknum enda fylgdi hann honum á frjálsíþróttamót, jafnvel í öðrum landshlutum. Bjarni var góður drengur og mun ég sakna hans og ekki síst símtalanna okkar, sem fóru gjarnan fram um miðnættið, og munum við efalaust taka upp þráðinn þótt síðar verði. Bjarni minn, af því að ég þóttist orðið þekkja þig nokkuð vel bið ég þig lengstra orða að verða ekki erfiður við Herrann þegar þú kemur í Höfuðstöðv- arnar því mér er sagt að þar fari góð sál. Veru sæll, vinur minn, við sjáumst síðar. Börnum Bjarna og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hjörleifur Hallgríms. Þarf afi Hannes ekki að nota skó lengur, pabbi? Get- um við ekki farið aftur í bústaðinn, pabbi? Fáum við þá ekki að prófa bátinn, pabbi? Það eru margar spurningar sem komu frá lang- afadrengjunum þínum, sem voru svo spenntir fyrir að fá að fara með þér í skúrinn, þar sem bensíntankar af orrustuþotum urðu að bátum og sláttuvélar urðu að vélarafli fyrir bátana. Það lék allt í höndunum á þér og þarf ég ekki nema snúa mér í hálfhring heima til að sjá handbragð þitt og verk. Það skipti ekki máli hvort það var uppsláttur á vegg, gluggakistur eða laga hluti sem ég var búinn að gefast upp á og voru á leið í ruslið. Þá horfðir þú í augun á mér og sagðir: Við meikum þetta Binni minn, þótt það vantaði heilu og hálfu stykkin þá voru þau bara meikuð, eins og þú sagðir gjarnan. Þú varst ekki bara afi hennar Hildar minnar og langafi Hannes Reynir Sigurðsson ✝ Hannes ReynirSigurðsson fæddist 30. júní 1939. Hann lést 13. október 2018. Útför Hannesar fór fram 25. október 2018. drengjanna minna, því við vorum góð- ir vinir og gátum talað saman um allt og allar sög- urnar sem þú hef- ur deilt með mér, frá gauraganginum í Keflavík og veru þinni á Vatnsleysu- strönd og Skeiðun- um. Tala nú ekki um ef það var komið smá glært út í kókið þá komu öll smáatriðin og nóttin dugði ekki, þar sem okkur var skipað að fara í hátt- inn. En við kláruðum það sem ósagt var í bíltúrnum um sveit- ina eða á haugunum daginn eft- ir þar sem gamlir hlutir fengu nýtt hlutverk. Vænst þykir mér um síðasta bíltúrinn sem við fórum í, fyrir fáeinum vikum austur í bústað, þú þurftir aðeins að meika og svo fórum við stóran hring um Suðurlandið, fengum okkur ís, ræddum um allt eins og oft áð- ur, meðal annars að fara annan rúnt fljótlega og fara þá á Suð- urnesin, en lífsklukkan þín taldi hraðar niður en okkur grunaði. Ég er þess fullviss að þar sem þú ert mun þér ekki falla verk úr hendi og það sem þú gerðir fyrir mig og mína verður seint fullþakkað. Þinn vinur, Brynjar Már Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.