Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 23

Morgunblaðið - 31.10.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 ✝ Ingvar B. Ást-marsson fædd- ist á Skagaströnd 21. október 1954. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði sunnudaginn 14. október 2018. Ingvar var sonur hjónanna Jóhönnu Sigurjónsdóttur húsmóður frá Vest- mannaeyjum, f. 13. júní 1928, d. 14. des 1990, og Ástmars Ingv- arssonar vörubílstjóra frá Bala- skarði í Austur-Húnavatnssýslu, f. 5. júní 1923, d. 10. október 1977. Ingvar ólst upp á Skaga- strönd og var þriðji í systkina- röðinni. Systkini hans eru 1) Sigurjón, f. 1949. Eiginkona hans er Jökulrós Grímsdóttir, f. 1952. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Signý, f. 1950. Hún á þrjú börn og fimm barna- hans er Agnes Björnsdóttir, f. 1979. Börn þeirra eru Ragnar Alex, Rebekka Bríet og Baltasar Arnór. 3) Arnar, f. 1981. Sam- býliskona hans er Salbjörg Ólafsdóttir, f. 1985. Ingvar og Jóna kynntust á Blönduósi árið 1969 þegar Jóna var við nám í Húsmæðraskól- anum þar í bæ. Hófu þau búskap í Bolungarvík. Ingvar sinnti þar sjómennsku og öðrum störfum tengdum sjávarútvegi til ársins 1977 þegar faðir hans lést. Þá fluttu þau Jóna með eldri dreng- ina tvo í skamman tíma til Skagastrandar og í kjölfarið skipti Ingvar um starfsvettvang; tók við vörubíl föður síns og hóf eigin vörubílarekstur í Bolungarvík. Þar bjó fjöl- skyldan öll uppvaxtarár drengj- anna þar til þau fluttust til árið 1998 til Reykjavíkur, þar sem Ingvar starfaði áfram sem vöru- bílstjóri. Útför Ingvars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. börn og 3) Ástmar Kári, f. 1961. Eiginkona hans er Jóhanna Vilhelm- ína Harðardóttir, f. 1961. Þau eiga þrjú börn. Ingvar kvæntist Jónu Guðfinns- dóttur, f. 23. mars 1952 í Bolungar- vík, þann 4. nóvember 1972. Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir, f. 29. nóvember 1919, d. 13. júní 1993, og Guð- finnur Friðriksson, f. 11. maí 1919, d. 22. janúar 1988. Jóna er níunda barn foreldra sinna í tólf barna systkinahópi. Synir Jónu og Ingvars eru 1) Ástmar, f. 1972. Eiginkona hans er Íris Wigelund Pétursdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Birta Líf, Linda W., Aníta W. og Karen W. 2) Ragnar, f. 1975. Eiginkona Í dag fylgjum við elskulegum tengdaföður okkar til grafar. Ingvar var hlýr og góður maður sem stóð alltaf með Jónu sinni, var stoltur af sonunum þremur og sá ekki sólina fyrir barnabörn- unum sjö. Þegar fjölskyldan hitt- ist sat hann oftast og hlustaði og leyfði okkur stelpunum að fjasa um daginn og veginn en þegar komið var inn á málefni sem hann hafði skoðun á stóð hann á sínu. Hann hafði miklar skoðanir á pólitík og þá sérstaklega málefn- um þeirra sem minna mega sín, enda maður með stórt hjarta og sterka réttlætiskennd. Hann átti það líka til að varpa fram fullyrð- ingu sem var okkur ekki að skapi og þegar við stukkum upp á nef okkar til að mótmæla sá maður glitta í bros bak við skeggið. Já, talandi um skeggið. Þetta skegg varð yngstu barnabörnunum mikið umhugsunarefni eftir að afi Ingvar sagðist vera að safna fyrir jólin svo hann gæti nú farið að dreifa pökkum. Í nokkur ár fengum við reglu- lega spurningar eins og „mamma, er afi Ingvar í alvöru jólasveinn?“. Litli Baltasar, yngri afastrákurinn, tók sér alltaf dá- góða stund þegar hann hitti afa Ingvar, til að melta það hvort þessi skeggjaði maður með hatt- inn væri traustsins verður. Að sjálfsögðu var raunin alltaf sú og þeir urðu mestu mátar. Ingvar furðaði sig samt alltaf mikið á nú- tímauppeldi, öll þessi boð og bönn. Þegar við tengdadæturnar lit- um undan var hann byrjaður að skófla upp í barnabörnin alls kyns góðgæti og kræsingum. Fussaði svo og sveiaði þegar við báðum hann vinsamlegast um að gefa eins árs gömlu barninu ekki súkkulaði og appelsín – „Hvaða hvaða, það má ekkert nú til dags!“ Hjá ömmu Jónu og afa Ingvari mátti nefnilega allt. Vaka lengi, borða óhollt, hafa hátt, spila, prakkarast og föndra úr öllu sem til var. Amma gerði barnabörnin snarbrjáluð í alls konar leikjum og afi Ingvar hló að öllu saman. Við vitum að þess- ar stundir gáfu Ingvari mikið. Hann var af þeirri kynslóð sem þekkti lítið annað en að vinna hörðum höndum fyrir salti í grautinn og hann gat aldrei verið eins mikið með drengjunum sín- um á uppvaxtarárum þeirra og hann hefði viljað. Þess vegna sáum við svo glöggt hversu glað- ur hann var að fá að fylgjast með barnabörnunum vaxa og dafna. Þessi vinnusemi, þessi elja og þetta stolt varð svo eflaust að lok- um til þess að hann er fallinn frá, allt of snemma. Hann bar sig allt- af vel, baðst undan því að hitta lækna og gerði lítið úr veikindum sínum. Að lokum áttaði sig í raun enginn á því hversu veikur hann var orðinn. En það þýðir víst lítið að berja hausnum við steininn, svona lifði Ingvar og svona var hans karakter. Þrjóskur, vinnu- samur en umfram allt stoltur maður. Við þökkum tengdapabba fyrir samfylgdina og samveruna í gegnum árin og hvort sem það er góð kvöldstund undir tónum Sven Ingvars, rökræður við eld- húsborðið eða skrökvusögur um jólasveininn, þá mun minning Ingvars lifa með okkur og börn- um okkar um ókomna framtíð. Og Ingvar, við pössum ömmu Dreka og strákana, engar áhyggjur. Tengdadæturnar, Íris, Agnes og Salla. Í dag kveð ég elsku Ingvar afa. Þegar ég frétti að hann væri dá- inn helltust yfir mig blendnar tilfinningar. Ég var mjög sorg- mædd vegna þess að hafa ekki fengið meiri tíma með honum en ég fann einnig þakklætistilfinn- ingu út af öllum góðu og skemmtilegu minningunum sem ég á um hann. Bestu minningarn- ar með afa voru veiðiferðirnar, kvöldin þegar ég fékk að gista hjá honum og ömmu, borðaði fullt af nammi og við spiluðum rakka og kana. Jóna amma segir að ég hafi þrjóskuna frá afa og við vorum alls ekki alltaf sammála. Það verður skrýtið að koma í heim- sókn til ömmu og enginn afi sem tekur á móti mér. Minningarnar sem ég á um afa eru góðar og ég get brosað í gegnum tárin þegar ég hugsa um allt það skemmti- lega sem við gerðum. Ég trúi því að hann sé á betri stað núna. Elsku afi, ég lofa að vera dug- leg að heimsækja ömmu. Ég hugsa um þig alla daga og þú ert uppáhalds engillinn minn þarna uppi. Ég sakna þín. Afastelpan þín, Linda W. Ástmarsdóttir. Ingvar afi er farinn til Guðs. Minningarnar um góðan afa munum við systurnar varðveita með okkur um ókomin ár. Við er- um þakklátar fyrir þann tíma sem við höfðum hann hjá okkur þó að við vildum gjarnan lengri tíma, fleiri ár og tækifæri til að skapa fleiri minningar með honum. Það var alltaf gaman að koma heim til ömmu og afa og skemmtilegast var að fá að gista. Þá mátti vaka lengur en vanalega og fjörið var mikið. Þegar við minnumst afa koma ýmsar minn- ingar upp í kollinn, eins og við að plata afa til að fara með okkur í búð og kaupa handa okkur alls kyns góðgæti. Afi að stríða okkur. Við að kíkja á vörubílinn hjá afa. Afi að fara með okkur að veiða. Afi hræddur um okkur á bryggjunni þegar við vorum að- eins að prakkarast og vorum full- frakkar fyrir hans smekk. Afi bingóstjóri í árlegu páska- og jólabingói. Afi að horfa á okkur dansa og syngja með stolti og brosi á vör. Afi kominn með jóla- sveinaskegg og hatturinn aldrei langt undan. Okkur leist nú ekk- ert á allt þetta skegg í fyrstu en svo vöndumst við því og vissum að á bak við allt þetta mikla og grófa skegg var blíður og góður afi sem var óspar á umhyggju og knús. Afi að banna mömmu að hjálpa til við að bera af borðinu eftir kaffið og sagði alltaf að hann og amma hefðu ekkert betra að gera eftir að við værum farnar. Ef ég engil mætti velja í það starf að hjá mér dvelja, ég velja myndi þig til að leiða og vernda mig. Ég sofna rótt á kvöldin og veit hver hefur völdin, já, þú sem þekkir mig ég einatt hugsa um þig. Í minningu ég geymi mynd af besta engli í heimi, ég bið þú komir fljótt því nú er að koma nótt. Sofðu rótt. (Anna Rún Frímannsdóttir) Missir ömmu er mikill. Góður Guð gefi elsku ömmu styrk og umvefji hana ljósi og kærleika í þessari þraut. Guð blessi og styðji þá sem þótti vænt um afa og sakna hans. Takk fyrir allt, elsku afi. Aníta og Karen Ástmarsdætur. Elsku afi, þú varst í svo miklu uppáhaldi og bjuggumst við aldr- ei við því að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við eigum svo margar góðar minningar með þér og þær eru okkur allar svo dýrmætar en það er alltaf það sama sem stendur upp úr. Það eru bíltúrarnir okkar með þér á vörubílunum, þegar við fengum að sitja við stýrið, leggja okkur í kojunum og þú kenndir okkur allt um bílana og það sem þú gerðir í vinnunni. Við höfðum svo gaman af því eins og alltaf með ykkur ömmu. Við sóttum alltaf mikið í ykkur ömmu og þið voruð alltaf tilbúin að taka á móti okkur. Ykkur var sama þó að við héld- um ykkur vakandi langt fram eft- ir nóttu til að spila rakka eða kana. Við máttum hvað sem var, ekkert var bannað. Það voru heilu kókflöskurnar í morgunmat og ísboxin á kvöldin. Við skemmt- um okkur alltaf svo vel með ykk- ur og hlökkuðum alltaf til að koma aftur í heimsókn því þetta þótti okkur skemmtilegast, að koma í ömmu og afa dekur. Þú varst svo miklu meira en bara afi, þú varst svo góður vinur. Við gátum alltaf leitað til þin, þú tókst alltaf vel á móti okkur og varst tilbúinn að gera allt með okkur. Þú varst og ert okkur svo kær, elsku Ingvar afi, og við munum sakna þín svo sárt en við vitum að þú munt alltaf vera hjá okkur og passa upp á okkur eins og þú hef- ur alltaf gert. Þín elstu barnabörn Birta Líf og Ragnar Alex. Ingvar Ástmarsson Fyrir 27 árum flutti Haraldur á sambýlið Stigahlíð 71, þá 36 ára gam- all. Haraldur var engum líkur og hafði mjög óvenjulegar gáfur. Hann hafði gríðarlegan áhuga á flugvélum, lét færa á blindralet- ur bæklinga um flugvélar og las sér til um flugvélategundir, flug- Haraldur Örn Haraldsson ✝ Haraldur ÖrnHaraldsson fæddist 21. febrúar 1955. Hann lést 28. september 2018. Útför Haraldar Arnar fór fram 8. október 2018. vélahreyfla og ann- að sem tengdist flugi. Flug, ferðalög með flugvélum og allt sem því tengdist var það skemmtileg- asta sem Haraldur tók sér fyrir hendur og það var fastur liður á morgnana í Stigahlíðinni að kíkja eftir flugfrétt- um og lesa fyrir hann það sem fannst í blöðunum um flug og bíla. Haraldur var líka músíkalskur með afbrigðum, vissi nánast allt um kántrítónlist, sem hann hlustaði á alla daga. Hringdi oft í plötubúðir og vildi vita hvort hinn eða þessi diskurinn væri kominn svo hann gæti mætt á staðinn og keypt. Haraldur vissi hvað hann vildi, var þrautseigur og kröfuharður og hafði líka þann eiginleika að þegar hann var á staðnum beind- ist öll athyglin að honum. Það var enginn glaðari en hann þegar hann var glaður og þá voru líka allir glaðir. Það er mikill sjónarsviptir að Haraldi og vinir hans í Stigahlíð- inni sakna hans. Haraldur átti góða að og sér- staklega var bræðrasamband hans og Sigurðar fallegt, en þeir félagarnir ræddu saman á hverju kvöldi. Nú hljómar ekki lengur tónlist úr herbergi Haraldar í Stigahlíð- inni. Takk fyrir samfylgdina, kæri Haraldur. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks Stigahlíðar 71, Ágústa Bragadóttir. ✝ Magna JúlíanaOddsdóttir fæddist á Ystabæ í Hrísey 22. júní 1930. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 6. októ- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru Oddur Ágústsson, f. 5.5. 1902, d. 6.10. 1993, og Rannveig Magnúsdóttir, f. 24.5. 1907, d. 1.7. 1995. Hún var elst sex systkina, en þau eru; Gústaf Rósberg, f. 1932, d. 2007, tví- burarnir Ágúst, f. 1935, og Rósa Svanfríður, f. 1935, d. 1991, Gunnþórunn, f. 1936, Olga Pálína, f. 1940. Eftirlifandi maki Mögnu Júlíönu er Óskar Bernharðs- son, f. 8.9. 1930, frá Rangár- völlum og giftu þau sig 29.12. 1955. Saman eiga þau einn son, Odd Óskarsson, f. 26.1. 1955, maki Sólrún Ingimars- dóttir, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 1) Anna María í sambúð með Þor- valdi Gröndal og eiga þau þrjá syni. 2) Magna Júlíana, gift Helga Frey Óla- syni og eiga þau þrjá syni. 3) Dav- íð Örn, í sambúð með Hildi Brynj- arsdóttur og eiga þau eina dóttur. Magna Júlíana gekk í grunnskólann í Hrísey og eft- ir það fór hún í Húsmæðra- skólann á Blönduósi. Magna Júlíana starfaði lengst af í versluninni og bílaleigunni Höfn sem faðir hennar, Odd- ur Ágústsson, stofnaði og rak. Síðustu starfsár ævi sinnar vann hún í Brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akur- eyri. Útför Mögnu Júlíönu fór fram í kyrrþey frá Glerár- kirkju 12. október 2018. Ég ætla að setja á blað nokkrar minningar um stóru systur mína. Það munar tíu ár- um á okkur, sem var voða mik- ið þegar ég var barn og ung- lingur. Magna var alltaf mín fyr- irmynd. Mér dettur í hug einu sinni þegar ég var í gaggó, þá var frí í fyrstu tímunum og við vinkonurnar vorum í vandræð- um hvað við ættum að gera. Þá bjuggu Magna og Óskar í Möðruvallastræti. Ég segi við stelpurnar: „Komum til Mögnu,“ og við hlupum af stað. En þær segja að hún sé ekki vöknuð. Þegar við komum til hennar var hún að viðra rúm- fötin. Hún gaf okkur kakó og með því. Ég man líka eftir því þegar ég var að koma úr skólanum og kom við í Drífu, tískuverslun á Akureyri, þá var hún alltaf að gefa mér eitthvað. Magna var mjög jákvæð, hress og hafði mjög góða nær- veru. Takk fyrir allt, elsku Magna mín. Óskar minn, Oddur og Solla, Anna María, Magna Júlíana, Davíð og börnin ykkar. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Litla systir, Olga P. Magna Júlíana Oddsdóttir Elskuleg eiginkona mín og besti vinur, móðir mín, dóttir, systir, mágkona og frænka, DILJÁ KRISTÍN ODDSDÓTTIR - TERRILL Baltimore, USA, lést laugardaginn 27. október. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Paul Ernst Terrill Einar Raymond Terrill Oddur Gústafsson Hildur Hrönn Oddsd. Sigurður Þ. Þorsteinsson Erna Þórey Sigurðard. Eiður Þ. Sigurðsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON, lést á Landspítalanum föstudaginn 26. október. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Elfa Andrésdóttir Andrés Þorsteinsson Jón Elvar Þorsteinsson Ása Hrund Eiríksdóttir Þorbergur A. Þorsteinsson Freydís B. Sigvaldadóttir Georg Andersen Gyða Björnsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.