Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Ríkiskaup hafa auglýst að nýju eftir húsnæði fyrir Vegagerðina á höfuð- borgarsvæðinu. Í júlí birtu Ríkiskaup auglýsingu þessa efnis. Samkvæmt upplýsing- um Framkvæmdasýslu ríksins, sem er umsjónaraðili málsins fyrir ríkis- sjóð, bárust 11 tilboð. Í nýrri auglýsingu Ríkiskaupa segir að auglýsingin sé birt að nýju, þar sem svæðistakmarkanir sem til- greindar voru í fyrri auglýsingu hafi verið of þröngt tilgreindar, m.a. vegna þeirra breytinga á almenn- ingssamgöngum, sem vænta megi á næstu árum. Í fyrirspurnum og svörum á vef Ríkiskaupa má m.a. lesa athuga- semd frá skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Skrifstofan bendir á að samkvæmt auglýsingunni verði ekki annað skil- ið en að kröfur um staðsetningu úti- svæðis útiloki flest atvinnu- og at- hafnasvæði í Reykjavík þar sem finna má svæði af þessari stærð sem heimila létta atvinnustarfsemi og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þetta muni að öllum líkindum leiða til óhagstæðari tilboða en nokkur ástæða sé til. Óskað er eftir því að staðsetning- arkröfur verði skýrðar á þá leið að útisvæði geti verið staðsett innan höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal á athafnasvæðum borgarinnar við Hólmsheiði og Esjumela. Í auglýsingunni er miðað við að húsnæði fyrir Vegagerðina yrði tek- ið á leigu til 20 ára. Húsnæðisþörfin er áætluð tæpir 6.000 fermetrar og að auki þarf útisvæði að vera 9.000 fermetrar. Tilboð verða opnuð hjá Ríkiskaupum 22. nóvember nk. Vegagerðin hefur verið með aðset- ur í Borgartúni í Reykjavík í tæp 80 ár. Þá hefur stofnunin verið með starfsemi víðar á höfuðborgarsvæð- inu. Æskilegt þykir að hafa starf- semina á einum stað. sisi@mbl.is Svæðistakmark- anir of þröngar  Leita að húsnæði fyrir Vegagerðina Morgunblaðið/Ófeigur Vegagerðin Hefur verið með starf- semi í Borgartúni í tæp 80 ár. Rekstrarhagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBTIDA) nam 2,4 milljörðum króna og hækkaði um 0,4% frá því á sama tímabili í fyrra. Tekjur Símans á þriðja árs- fjórðungi námu tæpum 7 millj- örðum króna. Sé leiðrétt fyrir seldri starfsemi hækka tekjur um 51 milljón króna á milli ára. EBITDA-hlutfallið nam því 34,4% fyrir þriðja ársfjórðung og hækk- aði um 0,1% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans á þriðja árs- fjórðungi nam 978 milljónum króna samanborið við 905 milljónir á sama tímabili í fyrra. Eignir fé- lagsins námu 60,6 milljörðum króna í lok septembermánaðar, eigið fé nam 37,6 milljörðum og var eiginfjárhlutfall félagsins 62,1%. Síminn greiddi á tímabilinu 311 milljónir króna í arð til hlut- hafa. Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins var rekstrarhagnaður Sím- ans 6,8 milljarðar króna og nemur aukningin um 2,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningu lýsir Orri Hauksson, forstjóri Símans, yfir ánægju með rekstur fyrir- tækisins en segir að samkeppnin um íslenska neytendur hafi sjaldan verið harðari. Viðskiptavinum hafi þó fjölgað á milli fjórðunga. „Vegna góðs gengis í kjarnavörum okkar í smásölu aukast tekjur, EBITDA og hagnaður samstæð- unnar lítillega í heild á milli ára á þriðja ársfjórðungi, þrátt fyrir að reiki og heildsala dragist saman,“ segir Orri m.a. í tilkynningu. peturhreins@mbl.is 2,4 milljarða rekstrarhagnaður  Tekjur Símans námu 7 milljörðum Icelandair Group hagnaðist um 62 milljónir dollara, jafnvirði 7,5 millj- arða íslenskra króna á þriðja árs- fjórðungi þessa árs, samanborið við 97,2 milljarða dollara, jafnvirði 11,7 milljarða króna, yfir sama tímabil í fyrra. Tekjur félagsins námu 545 milljónum dollara, 65,8 milljörðum króna á fjórðungnum og jukust um 8 milljónir dollara frá fyrra ári. Á sama tíma jókst rekstrarkostnaður félagsins um 49,1 milljón dollara og nam hann 430,2 milljónum dollara, jafnvirði tæplega 52 milljarða króna. Athygli vekur að tekjur af far- gjöldum dragast saman um 9 millj- ónir dollara á tímabilinu. Hins veg- ar eru það aðrar tekjur af starfsemi samstæðunnar og einkum flugvéla- og flugáhafnaleiga sem skilar félag- inu auknum tekjum upp á ríflega 11 milljónir dollara miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að ásamt lægri farþegatekjum sé háu eldsneytisverði um að kenna þegar litið er til lakari afkomu á fjórðungnum en í fyrra. EBITDA reyndist 115 milljónir dollara, jafn- virði 13,9 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og lækkar um 40,9 milljónir dollara eða 4,9 milljarða króna. EBITDA verði 80-90 milljónir Samhliða uppgjörinu hefur félag- ið gefið út nýja afkomuspá fyrir árið og stendur hún nú í 80-90 milljónum dollara EBITDA hagnaði. Síðasta afkomuspá frá því í ágúst gerði ráð fyrir EBITDA hagnaði upp á 80- 100 milljónir dollara og því hafa efri mörk spárinnar verið færð niður. Af uppgjöri félagsins nú leiðir að það uppfyllir ekki lengur skilmála sem settir voru við skuldabréfaút- gáfu þess að fjárhæð 190 milljónir dollara. Kveða þeir skilmálar á um að vaxtaberandi skuldir félagsins megi aldrei fara yfir hlutfallið 3,5 gagnvart EBITDA-hagnaði. Vaxta- berandi skuldir Icelandair námu 222,2 milljónum dollara í lok sept- ember.Hefur félagið átt í viðræðum við lánardrottna sína að undanförnu vegna þessa og hefur félagið nú far- ið þess á leit við þá að fá undanþágu frá fyrrnefndum skilmálum til 30. nóvember í því skyni að fundin verði langtímalausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu hefur meiri- hluti eigenda skuldabréfanna nú þegar lýst yfir stuðningi við þá ráð- stöfun mála. Icelandair Group hagnast um 7,5 milljarða króna  Efri mörk afkomuspár lækkuð um 10 milljónir dollara „Við erum með þessu málþingi að kalla fleiri til ábyrgðar á því að finna lausnir á vanda póst- þjónustunnar hér landi,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts hf., um opinn fund um póstþjónustu sem haldinn var í Hörpu í gær. Þar fjölluðu sérfræðingar um breytingar í póstþjónustu og leiðir til að tryggja framtíð hennar hér landi. Ingimundur segir að miklu skipti að þeir sem hafi með málefni póstþjónustunnar að gera átti sig á stöðunni og þróuninni. „Hjá Íslandspósti erum við að sinna skyld- um samkvæmt alþjóðasamningum og sam- kvæmt íslenskum lögum. Við erum að sinna ákveðinni grunnþjónustu. Það hefur legið fyrir lengi, og við verðum áþreifanlega vör við það núna þegar ríkið er að hætta að senda bréfa- póst, að tekjugrunnurinn undir þetta kerfi er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ingimundur. Hann segir að ekki sé um séríslenskt vanda- mál að ræða heldur viðfangsefni sem póstrek- endur víðast hvar í hinum vestræna heimi standi frammi fyrir. Tveir erlendir fyrirlesarar á málþinginu voru frá ráðgjafarfyrirtækinu Copenhagen Economics. „Þeir hafa unnið fyrir stjórnvöld víða í Evrópu að því að draga fram helstu áhrifavaldana í þróun póstþjónustunnar og gera tillögur um það til hvaða ráða sé hægt að grípa svo áfram megi halda uppi ásættanlegri þjónustu,“ segir Ingimundur. Hann segir að stóra málið sé að sá aðili sem skilgreini lág- markspóstþjónustu í landinu átti sig á því að fyrirtæki sem rekið sé sem hlutafélag geti ekki staðið undir kostnaði við þann rekstur öðruvísi en að fá tekjur fyrir hann. Hingað til hafi það verið gert þannig að einkaréttinum sem enn er til staðar hafi verið ætlað að fjármagna alþjón- ustuna þar sem hún stendur ekki undir sér. En með ört rýrnandi tekjum af einkaréttarþjón- ustu blasi við að ekki sé nema um tvennt að ræða; draga úr alþjónustunni eða auka styrkjagreiðslur til hennar eins og farið sé að gera víðast hvar í Evrópu. „Þetta eru ákvarðanir sem eru utan vald- sviðs okkar hjá Íslandspósti,“ bætir Ingimund- ur við. Fram hefur komið að Íslandspóstur tapaði 161,2 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs. Reiknað er með að tekjur fyrir- tækisins muni dragast saman um hátt í 400 milljónir króna á þessu ári vegna fækkunar á bréfasendingum. Ingimundur segir ófjár- magnaður kostnaður við alþjónustu hafi verið um 600 milljónir króna á síðastliðnu ári og áætlað sé að hann muni nema um 700 millj- ónum króna á þessu ári. gudmundur@mbl.is Auka styrki eða draga úr þjónustu  Vandi póstþjónustunnar ræddur á málþingi Morgunblaðið/Eggert Póstur Á Íslandspóst hafa verið lagðar miklar skyldur en minnkandi tekjur gera fyrirtækinu erfitt að rísa undir þeim. Tap á rekstri nam rúmlega 161 milljón kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. á samkeppnishæfu verði! Kletthálsi 2, 110 Reykjavík s.562-1717 bilalif.is Við seljum líka nýja bíla Range Rover Evoque Ný sending af mjög vel útbúnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.