Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Loftpressur - stórar sem smáar Styrmi Gunnars-syni er órótt:    Það mætti ætla,þegar farið er inn á heimasíður helztu stjórnmála- flokka hér, að þeir séu að taka upp ensku í samskiptum við fólk.    Einna verstir eruVinstri græn- ir, sem bjóða upp á „Calendar of events“, „Events for October 2018“ o.s.frv.    Sjálfstæðisflokkurinn hvetur fólkenn til að hafa samband við sig með áskoruninni: „Message us“.    Samfylkingin segir „load more“,þegar hún leiðbeinir fólki um frekari upplýsingar.    Hvað á þetta að þýða? Hefurfólkið sem stjórnar þessum flokkum engan metnað til þess að standa vörð um íslenzkt mál?“    Og Þórarinn Eldjárn skáld skrif-ar í sinn pistil um andófið gegn tungunni:    Ansi skýtur það því skökku viðað á sama tíma skuli birtast afturgengið á Alþingi hið ein- staklega óvandaða og ábyrgðar- lausa frumvarp um afnám allra reglna og viðmiða um mannanöfn á Íslandi. Mannanöfn fyrr og síðar eru snar þáttur tungunnar. Allar þjóðir hafa komið sér upp reglum þar um. Það er bábilja að slíkt sé eintóm íslensk sérviska.“    Undir þetta skal tekið. Styrmir Gunnarsson Heggur sá er … STAKSTEINAR Þórarinn Eldjárn Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðbeinendur í grunnskólum Hafnarfjarðar eru tæp 16% af heildarfjölda þeirra sem sinna þar kennslu. Stöðugildin eru 68 talsins á móti 366 hjá kennurum. Lang- flestir leiðbeinendur eru í Hraun- vallaskóla og Víðistaðaskóla, eða 18 í hvorum skóla, sem er um þriðjungur af þeim sem sinna þar kennslu. Þetta kemur fram í svari fræðsluráðs Hafnarfjarðar við fyr- irspurn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins. Þar kemur einnig fram að tæp 90% af starfandi leiðbeinendum í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa háskólapróf, eða 63 talsins. Í Hraunvallaskóla eru flestir leið- beinendur án háskólaprófs, eða fimm af átján. Tveir eru í Set- bergsskóla og einn í Víðistaða- skóla. Ekki er vitað til þess að kennsla hafi verið felld niður vegna kenn- araskorts, að því er segir í svarinu. „En í reynd má segja að það skorti grunnskólakennara því verið sé að ráða leiðbeinendur án kennslurétt- inda í störf kennara með viðeig- andi undanþáguferli þetta skólaár. Leiðbeinendur eru ráðnir í eitt skólaár í senn,“ segir í svarinu. Ný ráðningarferli hefjist eftir skóla- árið þar sem leitað verður að grunnskólakennurum á nýjan leik. Hlutfall leikskólakennara í leik- skólum í Hafnarfirði er 29% en þar er átt við stöðugildi. Sam- kvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórn- enda í leik-, grunn- og framhalds- skólum, nr. 87/2008, eiga að lág- marki 2/3 hlutar þeirra er starfa við uppeldi og menntun í leikskóla að hafa leyfisbréf til kennslu í leik- skóla, eða 66,66%. freyr@mbl.is Réttindalausum fjölgar í Hafnarfirði  Leiðbeinendur við grunnskólakennslu eru tvöfalt fleiri nú en fyrir tveimur árum Kjartan K. Steinbach lést á krabbameinsdeild Landspítalans 25. októ- ber síðastliðinn, 68 ára að aldri. Kjartan fæddist í Reykjavík 16. desember 1949, sonur hjónanna Kjartans Steinbach og Soffíu Loptsdóttur Steinbach. Kjartan lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1970 og prófi í raf- magnstæknifræði frá tækniháskólanum í Odense árið 1982. Hann starfaði sem línumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1967-1972 og sem rafvirki frá 1972- 1977. Milli 1977 og 1978 var Kjartan framkvæmdastjóri HSÍ. Að loknu háskólanámi starfaði hann sem liða- verndarsérfræðingur hjá Rafmagns- veitum ríkisins til ársins 1988, þar til hann stofnaði Verkfræðistofuna Afl og Orku ásamt fleirum og rak hana til dauðadags, þar sem starf hans fólst aðallega í hönnun og efirliti á raforkuvirkjunum, aðveitustöðvum og tengivirkjum. Kjartan innleiddi svonefnda KKS- skráningu á Íslandi, sem er notuð í öllum raforkuverum landsins og stóriðjuverum. Kjartan gegndi fjöldamörgum nefndar- og trúnaðarstörfum á sviði raforkumála, s.s. for- mennsku í starfs- mannafélagi RARIK, stjórnarsetu í orku- nefnd Sjálfstæðis- flokksins, nefndarsetu í staðlaráði og stjórn Félags ráðgjafaverk- fræðinga. Kjartan var virkur í íþróttum og félags- málastörfum alla ævi. Hann varð Íslands- meistari með KR í körfubolta, var í ung- lingalandsliði í fót- bolta og spilaði með meistaraflokki Þróttar í handbolta þar til hann sneri sér að dómgæslu í handbolta. Kjartan sat í stjórnum og nefndum HSÍ með hléum frá 1974 til dauða- dags og hann var einn af lykil- mönnum í að fá heimsmeistaramótið í handbolta til Íslands. Árið 1996 var Kjartan kjörinn forseti dómara- og leikreglunefnar Alþjóðahandknatt- leikssambandsins, IHF, og gegndi hann því embætti ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn IHF til ársins 2004. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Marta Guðmundsdóttir kennari. Börn þeirra eru Karólína, Brynjar og Örvar, ásamt 3 barnabörnum. Útför Kjartans fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 5. nóv- ember næstkomandi kl. 15. Andlát Kjartan K. Steinbach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.