Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Lýðveldið Kongó – áður Zaire – fyrir það Austur-Kongó – þar áður Belgíska- Kongó er eitt náttúruauðlinda- ríkasta svæði í allri Afríku. Þar má finna verðmæta málma, dýra steina og verð- mæt hráefni – m.a. mestu kóbaltnámur heimsins. Ríkið er ekki bara auðugt að náttúru- auðlindum á mælikvarða Afríku – heldur jafnframt auðugt að nátt- úruauðlindum á mælikvarða alls heimsins. Hvar er fátæktin mest? Hvert skyldi vera það land í Afríku, þar sem fátæktin er hvað sárust og mest? Það er Lýðveldið Kongó – áður Zaire – fyrir það Austur-Kongó og þar áður Belg- íska-Kongó. Land þetta er ekki bara eitt það allra fátækasta í Afríku – heldur eru meðaltekjur fólks þar hvað lægstar þó horft sé til alls heimsins. Og hver skyldi vera ástæðan? Vopnuð átök í landinu – vissulega. Megin- ástæðan er þó sú, að fólkið í land- inu nýtur einskis af hinu mikla verðmæti náttúruauðlinda lands- ins. Hverjir njóta þeirra þá? Spillt stjórnvöld – en framar öllu öðru fyrirtæki, aðallega útlend, sem nýta sér þessar miklu nátt- úruauðlindir sjálfum sér til ágóða en skila engu til eigendanna, þjóðarinnar og fólksins, sem þarna býr. Þess vegna er fólkið í þessu náttúruauðuga landi með einna lægstar meðaltekjur þjóða í öllum heiminum. Hvað eigum við sameiginlegt? Hvað eiga Ísland og Lýðveldið Kongó – áður Zaire – fyrir það Austur-Kongó – þar áður Belgíska-Kongó sameiginlegt? Þau eiga ekki sameiginlegt að þar ríki vopnuð átök. Þau eiga það hins vegar sameigin- legt, að eiga sér mikl- ar náttúruauðlindir. Ekki málma, ekki kó- baltnámur, ekki dýra steina – en náttúruauðlindir samt. Sjóinn og auðlindir hans. Orku fallvatna og jarðhita, hina grænu orku, sem nú er talin verðmætust allra orku- linda í gervöllum heiminum. Og hrífandi náttúrufegurð, sem hing- að leiðir hundruð þúsunda ferða- manna þrátt fyrir þá staðreynd að hvergi á byggðu bóli sé neysla ferðamanna seld þeim hærra verði en hér hjá okkur. Hvers nýtur svo þjóðin? Og hvers nýtur svo þjóðin í af- rakstri auðlinda sinna? Helstu nýt- endur orkuauðlindarinnar eru er- lend stórfyrirtæki – eins og í Kongó. Hvað greiða þau þjóðinni fyrir afnotin? Lítið sem ekki neitt. Ágóðinn af rekstrinum er allur fluttur út til hinna erlendu eigenda í skjóli bókhaldsbrellna með hárri skuldastöðu við móðurfyrirtækin, sem íslensk stjórnvöld samþykkja. Þjóðin fær lítinn sem engan arð af þeim virðisauka, sem nýting ork- unnar veldur. Einu tekjur þjóðar- innar þar eru skattatekjur af ein- hverjum hundruðum starfsmanna viðkomandi fyrirtækja á Íslandi – annað hirða hinir útlendu eig- endur; eins og í Kongó. Auðlindir sjávarins Og hvað um arð þjóðarinnar af hinum mikilvægu auðlindum sjáv- arins? Stórútgerðarfyrirtækin á Íslandi greiða í veiðileyfagjöld til þjóðarinnar fyrir afnot af sameig- inlegri auðlind brot af því, sem þau greiða í arð til eigenda sinna – arð, sem notaður hefur verið til þess að kaupa upp öflug og stór sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu auk þess til þess að fjárfesta miklar fjárhæðir í óskyldum at- vinnurekstri. Og nú síðast er út- lendingum – Norðmönnum – af- hent nýting sjávarauðlindarinnar fyrir minna en ekki neitt til fiski- ræktar. Þjóðin er meira að segja látin borga með þeim eins og í þrifum vegna mengunar! Ef síð- ustu laxaræktarumsóknirnar hefðu verið gerðar í heimalandi eigendanna, Noregi, hefðu þeir þurft að greiða norsku þjóðinni og norskum strandbæjum tugi þús- unda milljóna króna fyrir. Skyldi vestfirskum byggðum veita af slíkri greiðslu fyrir afnotaréttinn af sameiginlegri auðlind? Skyldum við Vestfirðingar ekki vera minn- ugir þess, að ekki fyrir svo margt löngu ráku Norðmenn margar hvalveiðistöðvar í vestfirskum byggðum, greiddu Vestfirðingum ekkert fyrir, hirtu allan arðinn, ráku þær uns búið var að ganga svo á hvalastofnana að rekstur borgaði sig ekki lengur, fóru þá umsvifalaust í burtu og skildu eft- ir sig rústirnar einar, sem sumar hverjar standa enn. Og hvað um Ísland? Og hvað um náttúruauðlindina með stórum staf – fegurð og mik- illeika landsins, sem við eigum öll saman. Gestakomur hingað til þess að fá að njóta þessarar ein- stöku náttúrufegurðar fara að nálgast tífalda íbúatölu landsins. Og hvers nýtur þjóðin? Hún þarf að kosta flutningakerfið um loft, lönd og höf til þess að taka á móti þessum gestum – vegi, hafnir, flugvelli, flugstöðvar. Hún þarf að kosta varðveislu náttúruauðlind- anna vegna ágangs ferðaiðnaðar- ins – græða upp skemmdir, kosta gerð göngustíga, bæta ferða- öryggi, kosta lýsingar á ferðaleið- um, verja miklu fé til björgunar erlendum ferðamönnum, sem ekki kunna fótum sínum forráð, hjúkra slösuðum, sinna veikum. Og hvaða umbun fær þjóðin í staðinn? Hverjar eru tekjur hennar fyrir nýtingu náttúruauðlinda í þágu út- lendinga? Komugjöld – gjöld fyrir aðgang – fyrir varðveislu – fyrir verndun – engin! Ferðaþjónustu- fyrirtækin, hverju nafni svo sem þau nefnast, selja vissulega þjón- ustu sína dýrara verði en þekkist annars staðar í heiminum. En hin dýrseldu ferðaþjónustufyrirtæki greiða sum hver engin gjöld – engan virðisaukaskatt – til ís- lensku þjóðarinnar. Önnur þann lægsta sem fyrirfinnst á Íslandi. Hvað vill þjóðin? Vissulega eru Íslendingar ekki sárfátæk þjóð eins og íbúarnir í Kongó. En hvað um arðinn af auð- lindunum? Hverjir njóta hans? Margt er líkt með hjörtunum í Súdan og í Grímsnesinu. Margt er líkt með íslenskri þjóð og íbúun- um, sem fæðast og deyja í Lýð- veldinu Kongó – þar áður Zaire – enn fyrr Austur-Kongó og þar áð- ur Belgísku-Kongó. Báðar þjóðir ríkar af náttúruauðlindum. Hvor- ug þjóðanna nýtur þess til nokk- urrar fullnustu. Þið, sem þetta les- ið – umberið þið þetta? Eða krefjist þið breytinga? Geri þjóðin það, þá verða breytingar. Umberi þjóðin það, þá verða þær ekki. Svo einfalt er málið. Í lýðræðisríki ræður þjóðin. Að vísu ekki í Kongó. Því þar er þjóðin ekki spurð. En hér? Hvert er þitt svar? Ykkar? Þögn!? Stendur ykkur á sama? Þá verður þetta svona – áfram. Á Íslandi – eins og í Kongó. Ísland og Kongó Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson » Báðar þjóðirnar eru ríkar af náttúru- auðlindum. Hvorug þjóðanna nýtur þess til nokkurrar fullnustu. Höfundur var formaður Alþýðu- flokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands. Lífrænar mjólkurvörur í fimmtán ár Í fimmtán ár hefur Biobú framleitt lífrænar mjólkurvörur sem notið hafa mikilla vinsælda. Vöruflokkum hefur fjölgað ár frá ári og sífellt bætast við spennandi og girnilegar nýjungar. Öll mjólk í okkar afurðir kemur frá tveimur búum, þ.e. Búlandi í Austur Landeyjum og Neðra Hálsi í Kjós. Framleiðsla Biobú fer fram samkvæmt ströngustu reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Kynnið ykkur vöruúrvalið á heimasíðu okkar, www.biobu.is. Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is298.1 23 /0 5. 18 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.